Dagur - 26.03.1992, Blaðsíða 14

Dagur - 26.03.1992, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Fimmtudagur 26. mars 1992 Sértilboð: Eitt símtal og við gerum þér tilboð AKUREYRI 96-24838 Bílaleigan Örn Flugvöllur og Tryggvabraut 1. ÞÓRSHÖFN: Tel. 96-81175 VIÐ ÞJÓNUM ÞÉR RVS-AVIS Licency Stjórnarkjör Iðja, félag verksmiðjufólks, Akureyri, auglýsir hér með eftir listum varðandi kjör stjórnar og trúnaðar- mannaráðs fyrir árið 1992 að viðhafðri allsherjar- atkvæðagreiðslu. Ber samkvæmt því að skila listum skipuðum fimm aðalmönnum og fjórum til vara í stjórn og varastjórn. Átta aðalmönnum í trúnaðar- mannaráð og fimm til vara. Fimm mönnum í samn- inganefnd. Tveimur endurskoðendum og einum til vara. Allt miðað við fullgilda félagsmenn. Hverjum lista skulu fylgja skrifleg meðmæli 80 fullgildra félagsmanna. Listunum ber að skila á skrifstofu félagsins, skipagötu 14, eigi síðar en kl. 17.00, mánudaginn 6. apríl 1992. Listi stjórnar og trúnaðarmannaráðs liggur frammi á skrifstofu Iðju, Skipagötu 14. Akureyri, 23. mars 1992. Kjörstjórn. Tónlist Söngtónleikar - á Sal Tónlistarskólans á Akureyri Sunnudaginn 22. mars efndi Pór- unn Guðmundsdóttir, sópran- söngkona, til tónleika á Sal Tón- listarskólans á Akureyri. Undir- leikari hennar á píanó var David Knowles. Rödd Þórunnar er nokkuð sér- kennileg. Hún hefur þýtt neðra svið, en þegar upp á efra svið raddarinnar kemur, verður rödd- in dálítið hörð og jafnvel málmkennd. Tækni hennar er óumdeilanleg og tónvissa mikil og brást henni afar sjaldan. í túlkun líður Þórunn nokkuð fyrir sérkenni raddarinnar, sem fellur ekki nógu skemmtilega að sumum verkum, en nýtur sín aft- ur afar vel í öðrum. Hún hefur góða tilburði til túlkunar, sem reyndar nær ekki ætíð marki af þeirri ástæðu, sem þegar hefur verið tilgreind, og viðhefur sviðs- framkomu, sem er í senn hófleg og í samræmi við það efni, sem hún flytur hverju sinni. Fyrst á efnisskrá Þórunnar Guðmundsdóttur og Davids Knowles voru fimm verk eftir Peter Warlock. Þessi verk voru ekki svo vel af hendi leyst sem skyldi og nutu sín ekki, en voru þó flutt af fjöri og öryggi. Nokk- uð spillti einnig, að undirleikur Davids Knowles var verulega of hávær og drekkti á stundum sem næst alveg söngnum. Næst flutti Þórunn Guðmunds- dóttir fjögur lög eftir Christian Sinding. Best tókst flutningur lagsins Leit etter livet, sem var þróttmikill og ákveðinn, og Paa andre strengen, sem var þýðlega og innilega flutt. Nútímalegustu verkin á söngskrá Þórunnar voru Fjögur draumlög eftir Aulis Sallinen. í þessum verkum virtist söngkonan vera komin á heimavöll. Túlkun hennar var ákveðin og örugg og sérkenni raddar hennar nutu sín. Fyrir kom reyndar, sérstaklega í þriðja verkinu, On kolme unta sisallain, að hæstu tónar virtust brenglast nokkuð, en að öðru leyti var flutningur skemmtilegur og áhugaverður. Fjórði flokkurinn á efnisskrá Þórunnar Guðmundsdóttur og Davids Knowles var fjögur lög eftir Ture Rangström. Þessi verk spönnuðu talsvert svið í blæ og umfangi. Flickan frán fjárran og Melodi flutti Þórunn innilega og af lipurð, en síðasta lagið, Sköldmön, sem er talsvert dramatískt og átakamikið, skil- aði sér ekki sem skyldi. Þar kom til, að hæstu tónar urðu óhreinir, en einnig féll vítt svið verksins og andi þess ekki að sérkennum raddar söngkonunnar. Tvö verk eftir Jón Leifs, voru á söngskránni: Þula, op. 23 no. 1 og Draugadans, op. 23 no 2. Mjög ánægjulegt var að eiga þess kost að hlýða á verk eftir þetta lítt þekkta og - að því er virðist - nokkuð almennt vanmetna ís- lenska tónskáld. Verkin nutu sín vel í flutningi Þórunnar. Hún hafði gott lag á að tengja saman hálfsöng þann, sem tónskáldið gerir ráð fyrir sérstaklega í Draugadansinum og sem fer allt að því yfir í tal, og eiginlegan söng. Einnig skilaði dramatík verkanna sér talsvert vel. Hins vegar hefði textaframburður mátt vera verulega skýrari. Lokatónskáldið á efnisskrá Þórunnar Guðmundsdóttur var Jean Sibelius, en eftir hann flutti hún fjögur lög. Hér naut söng- konan sín ekki sem skyldi og hef- ur ef til vill þreyta komið til. Ánægjulegast var að hlýða á flutning hennar á hinu hógláta og yfirvegaða verki Se’n har jeg ej frágat mera, þar sem vel tókst að draga fram depurð verksins. Undirleikari Þórunnar Guð- mundsdóttur, David Knowles, lék stórvel á píanóið. Útsetning- ar þeirra verka, sem flutt voru, voru margar hverjar greinilega flóknar og tæknilega vandasam- ar, en David Knowles var ekki í neinum vandræðum nokkurn tímann, heldur lék af fullu öryggi og langoftast með vandlega unn- um blæbrigðum. Það helsta, sem að mátti finna var að fyrir kom, að undirleikur væri heldur þrótt- mikill. Tónleikar Þórunnar Guð- mundsdóttur voru skemmtilega óvenjulegir fyrir efnis sakir. Sér- staka þökk á hún fyrir það að hafa tekið verk eftir Jón Leifs inn á efnisskrá sína. Þeim gerir hún vel viðhlýtandi skil. Vonandi er hennar von aftur innan tíðar með meira í sama anda. Haukur Ágústsson. Ráðstefna á Hvanneyri Dagana 30. og 31. mars verður haldin ráðstefna á Hvanneyri um nýtingu búfjáráburðar á íslandi. Ráðstefnan er skipulögð af Bú- vísindadeildinni á Hvanneyri og er haldin til heiðurs Guðmundi Jónssyni fyrrum skólastjóra Bændaskólans á Hvanneyri en búfjáráburður og nýting hans var eitt þeirra verkefna sem hann lagði mesta áherslu á í kennslu sinni á Hvanneyri. í nálægum löndum hefur um- ræða um nýtingu búfjáráburðar í landbúnaði aukist á síðustu árum m.a. vegna hugsanlegra nei- kvæðra áhrifa á jarðveg og upp- skeru auk mengunarhættu. Á ráðstefnunni verður fjallað um rannsóknir á búfjáráburði. Einnig verður fjallað um efna- magn og verðmæti búfjáráburð- ar, tækni við meðhöndlun og þjöppun jarðvegs. Leiðbeinendur verða m.a. frá Búvísindadeildinni á Hvanneyri, Búnaðarfélagi íslands, Hagþjón- ustu landbúnaðarins og Rann- sóknastofnun landbúnaðarins. Auk þess mun norskur sér- fræðingur, Lars Nesheim, flytja erindi um notkun búfjáráburðar í Noregi og rannsóknastarf í Nor- egi m.t.t. nýtingar á búfjár- áburði. (Fréttatilkynning.) Háskólinn á Akureyri: Fyrirlestur um Grímsvötn Óskað eftir myndum af Blikfaxa og Gullfaxa Hörður Geirsson hjá ljós- myndadeild Minjasafnsins á Akureyri leitar nú mynda sem tengjast tveimur atburðum í flugsögu landsins. Ef iesendur eiga þessar myndir í fórum sín- um eru þeir vinsamlegast beðnir að hafa samband við Hörð í síma 24162 eða heima í s. 27098. Atburðirnir sem hér um ræðir snúast um komu Blikfaxa og Gullfaxa til Akureyrar. Hin nýja Fokker Friendship vél Flugfélags íslands, BUkfaxi, kom til Akur- .eyrar 16. maí 1965 og var mikill ‘mannfjöldi samankominn til að taka á móti vélinni. Gullfaxi, ný þota Flugfélags íslands, lenti á Akureyrarflug- velli 23. ágúst 1967 og fögnuðu þúsundir manna þessum renni- lega farkosti. Mikil bílamergð var við flugvöllinn og segir Dagur að óslitin bílaröð hafi verið frá Aðalstræti 23 til flugstöðvarhúss- ins. Þá voru mörg hundruð bílar á túni við flugstöðvarhúsið og fjöldi bíla á brekkubrúnum og '/TLAjr !JU ,JL% tajJJii Vlamifjöldi fugnaði líliU'axa á ■J Aknrcyr»r(liig\'elli aukavegum í bænum innanverð- um. Væntanlega hafa margir tekið myndir af Blikfaxa og Gullfaxa við komuna til Akureyrar og vill Hörður Geirsson gjarnan komast í samband við þá sem eiga mynd- ir í fórum sínum. Einnig hefur Hörður brenn- andi áhuga á því að fá allar myndir sem tengjast flugsögu Tryggva Helgasonar frá Akur- éyri. SS í Vatnajökli Magnús T. Guðmundsson mun flytja opinn fyrirlestur í Háskól- anum á Akureyri nk. föstudag, 27. mars 1992, kl. 16.00. Magnús nefnir fyrirlesturinn: Grímsvötn í Vatnajökli: Innri gerð eldstöðvar undir jökli. Þessi fyrirlestur er miðaður við að almenningur skilji efnið, en ekki ætlaður fyrir jarðfræðinga eða jarðeðlisfræðinga eingöngu. Magnús er 30 ára. Að loknu stúdentsprófi stundaði hann fyrst nám við Háskóla íslands og síðan framhaldsnám við University College í London, Englandi. Hann hefur unnið að doktors- verkefni þar undanfarin ár og mun fara utan í næsta mánuði til að verja doktorsritgerðina. Rannsóknir Magnúsar hafa m.a. byggst á að mæla berggrunn und- ir jökli með nýjum aðferðum. Vann hann m.a. að þeim rann- sóknum í fleiri sumur við Gríms- vötn á Vatnajökli. Magnús hefur ferðast mikið um fjöll og jökla á íslandi. Áhugi hans á þeim er síður en svo yfir- borðskenndur, því hann hefur nú þróað aðferðir til að skyggnast inn í þau líka. Fyrirlestur Magnúsar er öllum opinn og aðgangur ókeypis.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.