Dagur - 02.04.1992, Blaðsíða 4

Dagur - 02.04.1992, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 2. apríl 1992 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31. PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI. SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. 1200ÁMÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMNETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585). JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (iþróttir), ÓLIG. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON. ÞRÖSTUR HARALDSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Ósætti um sjávarútveg Nefnd á vegum ríkisstjórnarinnar vinnur nú að athugun- um á málefnum sjávarútvegsins. Annars vegar er nefnd- inni ætlað að fjalla um rekstrarstöðu sjávarútvegsfyrir- tækja eins og hún er í dag. Hins vegar á hún að móta til- lögur um framtíðarskipulag sjávarútvegsmála á íslandi. Þótt bæði þessi viðfangsefni fjalli um undirstöðuatvinnu- veg íslensku þjóðarinnar verður ekki annað sagt en um ólíka þætti sé að ræða. Staða sjávarútvegsins í dag einkennist af rekstrarerfið- leikum. Þótt nokkur vel rekin sjávarútvegsfyrirtæki séu starfandi á landinu á mikill meirihluti þeirra í umtalsverð- um vanda. Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra hef- ur jafnvel gengið svo langt að lýsa því yfir að allt að 60 af hundraði þeirra eigi ekki lengur fyrir vöxtum og afborg- unum af lánum og séu því á beinni gjaldþrotabraut. Rekstrarvandi sjávarútvegsins er heldur ekki nýtt vanda- mál hér á landi. Hann hefur verið viðvarandi um alllangt skeið og því miður ekki tekist að vinna bug á honum. Ýmsar aðgerðir stjórnvalda á hverjum tíma hafa létt rekstrarstöðu sjávarútvegsins en þegar áhrifa þeirra hættir að gæta hefur alltaf sótt í sama horfið. Að hluta til má rekja þennan vanda til mikilla fjárfest- inga en einnig til rangrar gengisstefnu á undanförnum árum og jafnvel áratugum. íslendingar hafa lengi forðast að miða skráningu gengis við það hvort verið sé að eyða um efni fram - hvort innflutningur sé meiri en útflutning- ur og viðskiptajöfnuður sé óhagstæður. Hefði meira tillit verið tekið til raunverulegra útflutningsverðmæta við skráningu gengis krónunnar væri vandi sjávarútvegsins minni í dag en raun ber vitni. Verkefni þeirra sem greiða eiga úr málum er því viða- mikið og krefjandi. í fyrsta lagi er ljóst að huga verður að almennum rekstrarskilyrðum sjávarútvegsins. í öðru lagi verður að vinna að endurskipulagningu sjávarútvegsfyr- irtækja með það markmið að leiðarljósi að nýta betur þær fjárfestingar sem fyrir hendi eru. Vinna við það er þegar hafin og virðast ýmsar hagræðingaraðgerðir er stofnað hefur verið til að undanförnu ætla að skila árangri. í þriðja lagi verður einhver grisjun að fara fram þótt komast verði hjá því að setja sex af hverjum tíu sjávarútvegsfyrirtækj- um í landinu á hausinn. Þarna er um viðkvæmt mál að ræða en að sjálfsögðu verður að taka mið af stöðu við- komandi fyrirtækja og meta hvort unnt verði að koma rekstri þeirra í eðlilegt horf miðað við þau rekstrarskilyrði sem hugsanlega tekst að skapa. Framtíðarstefna í sjávarútvegi er hins vegar mál sem mikill ágreiningur ríkir um. Skoðanir eru skiptar um hvort viðhalda eigi núverandi fiskveiðistefnu með endurskoð- un og breytingum er taki mið af ástandi og þörfum á hverjum tíma eða hvort taka eigi upp nýja hugsun. í því sambandi staðnæmast menn gjarnan við skattlagningu nytja fiskimiðanna við landið þótt slíkt virðist nær óhugs- andi miðað við rekstrarstöðu sjávarútvegsins í dag. í nefnd ríkisstjórnarinnar sitja aðeins fulltrúar stjórn- arflokkanna og ljóst er að ágreiningurinn um sjávar- útvegsstefnuna endurspeglast í viðhorfum nefndar- manna. Lítils árangurs er því að vænta af störfum hennar í þessu efni. Sá starfshópur sem raunverulega gæti tekist á við þetta vandamál þyrfti ekki einungis að vera skipað- ur fulltrúum allra stjórnmálaflokka heldur einnig breiðum hópi hagsmunaaðila í sjávarútvegi og á landsbyggðinni. ÞI „Onward air trans- mission“ - „O.A.T.“ 1) Vélrituö fyrirmæli á umslagi, um hvernig senda eigi stimplun nr. 9 sam kvæmt grein. 2) Stimpill af gerö nr. 10. 3) Stimpill nr. 11. Að þessu sinni held ég áfram með grein mína um hvers konar stimpl- anir á flugbréfum. Þessar greinar eru um tímabilið frá um 1935 til 1966 þegar það að senda póst með flugi landa á milli var að verða það sem við getum kallað almenningseign. En þá var dýrt að senda póst á þennan hátt og því varð að merkja kyrfilega hvernig og hvert senda skyldi svo hver og einn yrði að borga sinn hluta réttilega. Því var það að fylgiskjalið AV 2 varð til svo fylgst væri með því að hver fengi sinn póst eftir réttum leiðum og að hver greiðandi yrði rukkaður fyrir sínum hluta. Núna mun ég svo reyna að gera grein fyrir þeim flugpóst- merkingum, sem kallast O.A.T. eða áframsendist með flugi. Þarna fara að koma inn í söguna bréf frá íslandi og ekki síður til íslands. Þarna eru þekkt bréf með slíkum stimplum frá bæði írak og Síam svo nokkuð sé nefnt. Þetta verður hins vegar nokkuð langur greinaflokkur, þegar allt er komið en í þessum fyrstu tveim greinum má segja að ég geri aðeins grein fyrir fyrir- rennurum þessarar gerðar flug- stimplana. Til að ljúka fyrirrennurum þessara stimpla, sný ég mér næst að því sem nefnt hefir verið, fyrirrennarar O.A.T. stimpla. Þeir eru ef til vill mun fleiri og fleiri gerðir af þeim en handritað- ir en af AV. 2 stimplunum. 8) Handritað O.A.T. eru til með; penna, blýanti, blákrít og yfirleitt flestum þeim tækjum, sem póstmenn á þeim tíma skrif- uðu með. Mest áberandi eru þessar handáritanir frá fyrstu árum stríðsins. Slíkar áritanir eru þekktar á bréfum bæði til og frá Islandi. 9) Vélrituð fyrirmæli send- anda um hvernig senda skuli. Þar má nefna vélritanir á íslensk bréf. „Með flugi frá London“ og margar fleiri, einnig áritanir á bréf til Islands eins og „By air- mail to London“, „Par avion de Londres“ og svona mætti lengi telja. 10) Tíundi stimpillinn verður þó stimpill í ramma með fyrir- mælum um meðferð flugpóstsins. Þetta er yfirleitt stimpill í sama dúr og sá sem myndin er birt af, með fyrirmælum um hvert flytja skuli og lýkur svo textanum með orðunum „and onward airtrans- mission". Af þessum sökum á þessi stimpill hiklaust heima meðal O.A.T. stimpla. Hann er þekktur frá ýmsum fleiri stöðum en þeim er senda til Ástralíu. 11) Þá kemur að þeim stimpli, sem ég hefi áður nefnt. Þarna er um að ræða tveggja hringja stimpil sem hefir á milli hringjanna orðin „AIR TRANS- IT“ og síðan tölu í innri hringnum. Punkturinn sem settur er hér á eftir áletruninni, er neðst í stimplinum fyrir miðju. Stimpill þessi er þekktur frá Hong Kong, í október 1941. 12) Enn koma hollensku Vestur-Indíur inn í flugsöguna, að þessu sinni með stimpli, sem teljast verður fyrirrennari O.A.T. stimplanna. Hann er af ýmsum stærðum og gerðum. Áletrun hans er hins vegar „KNILM/TRANS TASMAN/ PAA“ og síðan fyrirmæli um hvernig berast skuli. 13) Undir töluna sem númer 13 í þessari upptalningu minni set ég svo loks hvers konar álímda miða um hvernig berast skuli, aðra en staðlaða „By air mail“ eða þá „Par avion“ miða. Þarna á ég í rauninni við þá miða sem póststofnanir hvers lands gáfu út. Það er þó eins og ég hefi áður minnt á oftlega sem strikað er yfir slíka miða til að ógilda þá þegar bréf hefir farið eins langt með flugi og má flytja það sam- kvæmt burðargjaldi þess. Næsti þáttur af þessu tagi verð- ur svo um styrjaldartímann og hvernig hann snerti stimplanir flugpósts til og frá íslandi. Siguröur H. Þorsteinsson. Ný útgáfa af Fiskabók AB Bókaklúbbur Almenna bóka- félagsins (BAB) hefur sent frá sér bókina Fiskar og fískveiðar við ísland og íNorður-Atlants- hafí (Fiskabók AB). Þetta er 3. útgáfa bókarinnar, en 1. útgáfa kom út 1968 og 2. útgáfa 1977. Höfundur textans er danski fiskifræðingurinn Bent J. Muus, en höfundur mynda Preben Dahlström. Jón Jónsson fiski- fræðingur, fyrrv. forstöðumaður Rannsóknarstofnunar sjávar- útvegsins hefur þýtt bókina og lagað hann að íslenskum aðstæð- um. Breytingar frá fyrri útgáfum eru einkum fólgnar í upplýsing- um um fiskveiðarnar, breytt veiðarfæri og einstöku nafnbreyt- ingu. Bókin gefur „stutt, alþýðlegt yfirlit um fiskana í austurhluta Norður-Atlantshafsins, lifnaðar- hætti þeirra og þær veiðar sem á þeim byggjast," eins og komist er að orði í formála. Vandaðar myndir eru af öllum þeim fiska- tegundum sem bókin nefnir, flestar teiknaðar eftir nýveiddum fyrirmyndum og prentaðar í rétt- um litum og áferð eins og fiskur- inn lítur út nýdauður. Útbreiðslu- kort fylgir hverri tegund. Breytingar Jóns Jónssonar eru einkum fólgnar í nánari upplýs- ingum en frumútgáfan hefur um lifnaðarhætti helstu nytjafiska okkar og þá fellt út annað efni okkur fjarskyldara. Skýrir greiningarlyklar eru í bókinni, en einnig er auðvelt að þekkja fiskinn af myndunum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.