Dagur - 02.04.1992, Side 15

Dagur - 02.04.1992, Side 15
Fimmtudagur 2. apríl 1992 - DAGUR - 15 ÍÞRÓTTIR Jón Haukur Brynjólfsson K E A BRAUÐGERÐ 1 „Væri auðvitað gaman að fá tækifæri með norska liðinu“ Jónsson, leikmaður með Stavanger Badminton: Einar Jón með U-16 liðið til Hollands - segir Jakob „Eg er sjálfur sáttur við mína frammistöðu hérna í Noregi og það væri auðvitað gaman að fá tækifæri með norska liðinu. Mér hefur verið sagt að ég verði kallaður til æfinga þegar undirbúningur hefst fyrir A- keppnina og það verður bara að sjá hvernig það gengur en þangað til, og ef það gerist, reyni ég að hugsa sem minnst um þetta,“ sagði Jakob Jónsson, handknattleiksmaður með norska liðinu Yiking frá Stavanger. Jakob, sem er Akureyringur og fyrrum leik- maður með KA og KR, gerðist norskur ríkisborgari á síðasta ári og Morgunblaðið hefur greint frá því að Gunnar Petter- sen, landsliðsþjálfari Norð- manna, hyggist velja Jakob í landsliðshópinn sem tekur þátt í undirbúningi fyrir A-keppn- ina í Svíþjóð á næsta ári. ,.Samkvæmt úrslitum í B- keppninni er norska landsliðið sterkara en það íslenska og það væri auðvitað gaman að vera val- inn í það. Pettersen hefur sagt mér að ég yrði sennilega valinn í hópinn en þó ekki fyrr en eftir B- keppnina og það er eðlilegt. Ég er lítið farinn að spá í hvernig það yrði að leika með norska landsliðinu, maður er ekkert kominn í liðið þótt maður verði valinn til æfinga og best að segja sem minnst um það,“ sagði Jakob. Árangur norska landsliðsins í B-keppninni vakti mikla athygli í Noregi og Jakob sagði Norð- menn vera ákaflega drjúga yfir sínum mönnum. „Það er mikil stemmning hér fyrir handbolta og það var gaman að fylgjast með þessu. Eg fylgdist með leik Norðmanna og íslendinga í beinni útsendingu og það var erfitt. Mér fannst þessi leikur vera nokkuð dæmigerður fyrir norskan handbolta. Hér er mjög algengt að úrslit ráðist á upphafs- mínútum seinni hálfleiks og það gerðist þarna, Norðmenn náðu að brjóta íslendingana niður þá og þótt íslendingar hafi sýnt mjög góðan „karakter" með því að jafna var það ekki nóg. Maður var eiginlega ekki viss með hvoru liðinu maður ætti að halda meðan Þorvaldur Jónsson. Af Leiftursliðinu er það annars að frétta að það heldur til Grund- berg í Þýskalandi 11. apríl og verður í viku. Þar verður æft og leikið gegn þremur þýskum félags- liðum. Jakob Jónsson í leik með KA fyrir á leiknum stóð en ég verð að viðurkenna að ég var bara nokk- uð ánægður þegar honum var lokið.“ Um helgina verður nágranna- slagur hjá Jakobi og félögum þeg- ar þeir mæta SIF frá Stavanger en SIF er núna í 2. sæti deildarinnar og Viking í 3. sæti. Stavanger vann síðasta leik liðanna með 8 marka mun og Jakob er bjart- sýnn fyrir leikinn um helgina. „Það er beðið með mikilli eftir- '■ nokkrum árum. væntingu hérna í bænum eftir þessum leik og úrslitin geta skipt miklu máli. Stuðningsaðilar hérna gera sennilega ekki upp við sig hvort liðið þeir ætli að styrkja fyrr en úrslitin eru ljós þannig að leikurinn getur haft mikla fjár- hagslega þýðingu fyrir liðin. Við stefnum að sigri og 2. sæti í deildakeppninni. Fljótlega hefst síðan úrslitakeppni fjögurra efstu liða um titilinn og þar getur allt gerst,“ sagði Jakob Jónsson. Einar Jón Einarsson, þjálfari TBA, hefur verið valinn til að fara með landsliðshópi 16 ára og yngri í badminton í æfinga- búðir til Hollands um miðjan apríl. Einar Jón fer sem eini þjálfari liðsins og verður að KAleikur æfingaleiki gegn Víkingi Á morgun og laugardag leikur handknattleikslið KA tvo æfingaleiki gegn íslandsmeist- urum Víkings í KA-húsinu. Leikirnir eru þáttur í undir- búningi liðanna fyrir úrslita- keppnina um íslandsmeistara- titilinn sem hefst 13. apríl. Þá er hugsanlegt að KA leiki gegn landsliði Suður-Kóreu á mánu- dag. Fyrri leikurinn fer fram annað kvöld kl. 20 en sá seinni á laugar- dag kl. 13.30. Búast má við skemmtilegum leikjum, liðin hafa mæst tvívegis í vetur í hörkuspennandi leikjum, Vík- ingur sigraði í Reykjavík en KA sigraði á Akureyri. KA-liðið hef- ur notað hléið á keppninni vel og m.a. leikið tvo æfingaleiki syðra, tapaði með 2 mörkum fyrir Haukum og vann Gróttu með sama mun. „Víkingarnir mæta hingað með sitt sterkasta lið og það verður gaman að sjá hvernig þetta fer. Ég myndi telja að Víkingar væru með sigurstranglegasta liðið í mótinu,“ sagði Alfreð Gíslason, þjálfari KA. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum kom suður-kóreska landsliðið óvænt hingað til lands í gær. Hugsanlegt er að KA leiki æfingaleik gegn liðinu og ef af verður fer sá leikur fram á mánu- dagskvöldið. teljast nokkud óvenjulegt að Akureyringur verði fyrir val- inu, ekki síst þar sem allir spil- ararnir í liðinu verða frá Reykjavík. Farið verður utan 17. apríl og dvalið í 9 daga. í hópnum verða 5 strákar og 3 stelpur, öll frá Reykjavík. „Ég var beðinn að fara með sem þjálfari liðsins og það kom mér algerlega á óvart,“ sagði Einar Jón í samtali við Dag. Hann hefur séð um alla þjálfun hjá TBA sl. tvö ár og var þar áður aðstoðarþjálfari. „Ég er mjög ánægður með að hafa orðið fyrir valinu. Þetta kemur mér vel því ég kynnist þarna nýjum þjálf- unaraðferðum og mér finnst ánægjulegt að þjálfari af lands- byggðinni verði fyrir valinu." Knattspyrna: Þorvaldur með Val til Færeyja Þorvaldur Jónsson, markvörð- ur 2. deildarliðs Leifturs í knattspyrnu, fór með Vals- mönnum til Færeyja á dögun- um og lék æfingaleiki með lið- inu, m.a. gegn færeyska lands- liðinu. Þorvaldur hljóp í skarð- ið fyrir Bjarna Sigurðsson sem er meiddur. Valsmenn voru í vandræðum með markvörð og því ræddi Ingi Björn Albertsson, þjálfari Vals, þann möguleika við Martein Geirsson, þjálfara Leifturs, að Þorvaldur færi út með liðinu og varð það ofan á. Þorvaldur virð- ist hafa staðið fyrir sínu því hann hélt markinu hreinu í 3:0 sigri Valsmanna á færeyska landslið- inu en ekki tókst að hafa upp á úrslitum úr leik liðsins við fær- eyskt félagslið í fyrradag. Skíðamót Islands sett í Ólafsflrði í dag Skíðamót íslands verður sett í Ólafsfirði í dag og hefst keppni þar kl. 11. Mótið, sem ber jafnframt heitið íslands- mót Flugleiða að þessu sinni, fer fram á tveimur stöðum eins og fram hefur komið, norrænu greinarnar í Ólafs- firði og alpagreinarnar á Akureyri, en ekkert verður keppt á Dalvík eins og upp- haflega stóð til. Þrátt fyrir að mótið geti ekki farið fram á Dalvík munu Dal- víkingar og Ólafsfirðingar sjá um framkvæmd mótsins. Snjó- leysið hefur reynst Dalvíking- um dýrt því mótshaldarar höfðu lagt í mikinn og dýran undir- búning, m.a. hafa Dalvíkingar reist myndarlegan skíðaskála sem kostar um 15 milljónir kr. Setning mótsins fer fram á keppnisstað í Ólafsfirði í dag milli kl. 10.30 og 11 en kl. 11 hefst keppni í fyrstu greinun- um, skíðagöngu karla, 17-19 ára pilta og kvenna. Dagskrá mótsins fer hér á eftir: Fimmtudagur 2. apríl Ólafsfjörður: 15 km ganga karla, H kl. 11.00 10 km ganga 17-19 ára pilta, H kl. 11.00 5 km ganga kvcnna, H kl. 11.00 Föstudagur 3. apríl Akurejri: Stórsvig kvenna, fyrri ferð kl. 10.00 Stórsvig karla, fyrri ferð kl. 10.30 Stórsvig kvenna, seinni ferð kl. 12.00 Stórsvig karla, seinni ferð kl. 12.30 Ólafsfjörður: Norræn tvíkeppni kl. 15.00 Laugardagur 4. apríl Akureyri: Svig kvenna, fyrri ferð kl. 10.00 Svig karla, fyrri ferð kl. 10.30 Svig kvenna, seinni ferð kl. 13.00 Svig karla, scinni ferð kl. 13.30 Ólafsfjörður: 30 krn ganga karla, F kl. 11.00 15 knt ganga 17-19 ára pilta, F kl. 11.00 7,5 km ganga kvenna, F kl. 11.00 Sunnudagur 5. apríl Akureyri: Samhliðasvig karla kl. 9.00 Samhliðasvig kvenna kl. 9.00 Ólafsfjörður: 3x10 km boðganga karla, HHF kl. 11.00 3x5 km boðganga kvenna, HHF kl. 11.00 Mótsslit og lokahóf verður í Tjarnarborg í Ólafsfirði kl. 17 á sunnudag.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.