Dagur


Dagur - 16.05.1992, Qupperneq 6

Dagur - 16.05.1992, Qupperneq 6
6 - DAGUR - Laugardagur 16. maí 1992 UTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 96-24222 • SÍMFAX: 96-27639 ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON UMSJÓNARMAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON BLAÐAMENN: INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþrótlir), ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. "N ~\ /1 Með vorinu kviknar líf í orðsins aðskiljanlegu merkingu. Menn, dýr og jurtir vakna úr dvala og breiða fagnandi út faðminn mót hækkandi sól. Atvinnulífið tekur fjörkipp er þúsundir námsmanna leggja frá sér penna og blað og taka upp skóflu eða flökunarhníf. Göturnar taka að iða af mannlífi og um allar sveitir er fólk á ferð til acýnjóta lífsins í sumarleyfinu. Líf. Á þessum tímamótum, tíma kviknandi lífs, leggjast leikhúsin hins vegar í dvala. Vetrarstarfinu er lokið og sumarið er notað til andlegrar og líkamlegrar næring- ar. Það er full ástæða til að líta um öxl í sumarbyrjun því leiklistin hefur sannarlega blómstrað hér á Norðurlandi í vetur. Hæst ber í huga margra 75 ára afmæh Leikfélags Akureyrar, eina atvinnuleikhússins á landsbyggð- inni. Afmælinu var fagnað á við- eigandi hátt og hér skal sérstak- lega getið hinnar merku og tíma- bæru ritsmíðar Haraldar Sigurðs- sonar, Sögu leiklistar á Akureyri 1860-1992, sem kom út í tengslum við afmælið. Rit þetta er mikið að Blómleg leiklist á landsbyggðinni vöxtum og geymir áhugaverðan fróðleik enda er greint frá öllum leiksýningum á Akureyri og í ná- grenni sem settar voru á svið á þessu tímabili. Hinar fjölmörgu myndir í bókinni segja líka meira en mörg orð. Leikfélag Akureyrar sló tvær flugur í einu höggi með því að setja upp íslandsklukkuna eftir Halldór Laxness, sem afmælis- verkefni félagsins og til heiðurs skáldinu á níræðisafmæli þess. íslandsklukkan er líka sú sýning er stendur upp úr á leikárinu en sýningum er einmitt að ljúka í kvöld. En þrátt fyrir gott leikár hjá atvinnuleikhúsinu eru margir á þeirri skoðun að áhugaleikfélögin í grenndinni hafi sum hver stolið senunni. Mörg öflug áhugaleikfélög eru starfandi á Norðurlandi og á nýliðnu leikári hafa einkum tvö þeirra vakið athygli fyrir stórhuga uppfærslur og góða aðsókn. Ann- ars vegar Freyvangsleikhúsið sem sýndi rokkóperuna Messías Mannsson (Jesus Christ Super- star) við fádæma vinsældir og kom fólk víða af landinu til að sjá þessa sýningu í litla félagsheimilinu í Eyjafjarðarsveit. Hins vegar er um að ræða Leikfélag Húsavíkur sem setti upp Gaukshreiðrið og vakti sú sýning einnig verðskuldaða athygli innan byggðarlagsins sem utan og klykkti þetta gamalgróna áhugaleikfélag út með leikför til Hafnarfjarðar. Vitanlega mætti nefna fleiri áhugaleikfélög á Norðurlandi í þessu sambandi því mörg þeirra settu upp góðar sýningar eins og getið hefur verið á síðum Dags. Gróskan í leiklistinni hefur verið mjög ánægjuleg og á það bæði við um þá sem taka þátt í sýningum og njóta þeirra. Listsköpun er ávallt gefandi í báðar áttir þegar vel tekst til. Önnur listsköpun á Norðurlandi hefur einnig verið kröftug og metnaðarfull og því vakti það nokkra athygli þegar úthlutun listamannalauna var kunngerð á dögunum að aðeins einn starfandi listamaður á Norðurlandi fær starfslaun, en alls fengu 111 út- hlutun ýmist til sex mánaða, eins árs eða þriggja ára. Hinir 110 eru nær allir starfandi á höfuðborgar- svæðinu. Vonandi segir þessi niðurstaða ekki neitt um stöðu listamanna á landsbyggðinni en þetta vekur vissulega athygli. SS Bakþankar Kristinn G. Jóhannsson Um Ráðhústorg sem sett er upp á vörubíla fyrir augunum á okkur Gústa Það er ekki nóg með að búið sé að loka búðinni hérna undir okkur Gústa heldur er nú verið að taka frá okkur torgið. Ráðhústorgið líka. Við vitum ekki alveg hvernig þetta ætlar að enda. Það er verið að setja torgið upp á vörubíla af miklum dugnaði og aka því eitthvað út í buskann. Nú hefur þetta blessaða torg svo sem aldrei verið annað en heldur illa hirt eyja eða hringtorg í umferðinni í miðbænum hin síðari ár en samt er ég dálítið eins og klökkur að sjá á eftir því svona í pörtum enda hefur það verið frá því ég man fyrst eftir mér eins konar nafli bæjarins og miðpunktur. Það hefur þó tæpast staðið undir Ráðhústorgsnafninu og ekki haft neinar forsendur til þess, ekki Ráðhús né hafði það uppi gagnlega tilburði til að laða til sín torglíf. En það hefur verið þarna og Akureyringar hafa mælt sér mót á torginu þegar mikið hefur staðið til. Þegar ég var yngri var ég í nánu sambýli við hermenn sem áttu heima í bröggunum þar sem nú er bílastæði og JMJ-húsið. Framkvæmdasemi þessara teygði sig einnig inn á torgið og þeir reistu þar skotbyrgi og þóttust dulbúa það með því að mála á það sýningar- glugga bókabúðar. Þetta var undarlegt mannvirki og dular- fullt og dálítið hrollvekjandi fannst mér þá. Stríðið átti sér þannig stað á torginu. Uppi á þessu byrgi héldu menn síð- an fagnaðarræður og stolts á lýðveldisdaginn árið 1944. Ekki kann ég að rekja allt það sem við Gústi höfum upplifað á torginu síðan og yrði þó vafalaust merkileg saga og rómantísk á köflum en ef við miðum við aðkom- una að því árla morguns um helgar upp á síðkastið þá virðist það einkum gegna hlutverki um nætur og umgengnin ósæmileg, því miður. Ekki höfum við heldur neinn sérstakan áhuga á því að standa fastir í fortíðinni og horfa þrútnum hvörmum á eftir torgi sem hefur hvort sem er gegnt hlutverki sínu. Þó erum við íhaldssamir báð- ir eins og hendir fleiri en framsóknarmenn. Það er satt að segja kom- inn í okkur yngjandi tilhlökk- unarhrollur að fá nýtt torg og fá að fylgjast með hvernig það fungerar utan teikni- borðsins. Ég sá einhvern tíma tillögur að nýju torgi og Skátagili þegar efnt hafði ver- ið til samkeppni um tilhögun á nýju landslagi á þessum samhangandi stöðum. Þær tillögur voru flestar miðaðar við að hér væri sumar. Mér fannst þær vera þriggja mán- aða tillögur: Blómskrúð, lækir og skuggsælar trjákrónur til að hlífa okkur við sólargeisl- unum. Mér fannst of lítið hugs- að um að verjast næðingnum úr Brekkugötunni eða Geisla- götustrekkingnum þegar hann er á norðan um vetrin og sumrin líka. Ég kann auð- vitað engin skil á skipulagi bæjar eða þess konar vísind- um en það hvarflaði að mér að tillögurnar hefðu hentað vel á sólbreiskum suðlægum slóðum. Hér þurfum við ekki vörn gegn sólarljósi þessa tíu daga á sumrin þegar það læt- ur að sér kveða að nokkru ráði heldur miklu heldur hlé fyrir algengari veðrum hér um slóðir, skjólsælt torg. Nú er verið að koma verð- launatillögunni í varanlegt efni og kemur þá í Ijós hve vel hún þjónar manneskjun- um í miðbænum. Þar á með- al Gústa og mér. Það gæti oft verið býsna skemmtilegt ef skipulag tæki mið af staðháttum og veður- lagi þess staðar sem því er ætlað að fjalla um. Hvernig sem þessu er nú háttað kemur í Ijós á næst- unni hvert aðdráttarafl nýja Ráðhústorgið og hellulögð Bótin hefur á íbúana og hvort auðnast að vekja Bótina til nýs og fjölbreyttara lífs. Og þótt við Gústi séum með þetta nöldur þá er það nú meira til að vera trúir mál- staðnum. Engir verða fegnari né glaðari en við ef nýja torg- ið færir okkur skemmtilegri og betri miðbæ en nú er og þess vegna óskum við þess að breytingarnar sem við nú verðum vitni að takist sem best og fáfengilegar efa- semdir okkar verði sér til skammar. Okkur finnst líka mikilsvert að komið sé mynd á miðbæ- inn og nú þegar ný stórhýsi rísa í Bótinni, ætluð verslun og þjónustu og torgið verður fullfrágengið hlýtur að koma í Ijós hvort við getum ekki komið á þennan bæjarhluta björgulegri mynd og fjöl- mennri önn eins og samir í miðjum bæ. Það er að minnsta kosti von okkar Gústa sem lítum björtum augum út á framtíðartorgið þrátt fyrir búðarleysið og vöruskortinn undir okkur. Kr. G. Jóh.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.