Dagur - 16.05.1992, Síða 15

Dagur - 16.05.1992, Síða 15
Laugardagur 16. maí 1992 - DAGUR - 15 Þjóðháttadeild Þjóðminjasafns íslands: Spurningaskrá um trúlofun og giftingu Þjóðháttadeild Þjóðminja- safns Islands hefur gefíð út 79. spurningaskrá deildarinnar um lifnaðarhætti í gamla daga og er hún um trúlofun og giftingu. Skráin er send heimildarmönn- um safnsins meðal eldra fólks en þeir sem vilja koma á fram- færi fróðleik um þetta efni eða fá senda spurningaskrá geta haft samband við starfsmenn þjóðháttadeildar, Arna Björnsson eða Hallgerði Gísla- dóttur (s. 91-28888). I spurningaskránni eru fjöl- margar spurningar er tengjast trúlofun og giftingu á fyrri tímum, en siðir og venjur varð- andi brúðkaup hafa tekið miklum breytingum á skömmum tíma. Allt sem menn kunna að hafa heyrt um tilhugalíf, trúlofun og brúðkaup foreldra, ömmu og afa eða jafnvel frá enn eldri tíð er vel þegið. Heimildarmenn eru beðn- ir að huga sérstaklega að því á hvaða tímabili ákveðnir siðir voru við lýði. Við ætlum að grípa hér niður í nokkrar spurningar úr skránni og skoðum fyrst kaflann um bónorð og trúlofun. Óspjallaðar konur, brúðarrán og steggjapartý í spurningunum sjálfum felst oft fróðleikur sem gaman er að rifja upp. Lítum á nokkur dæmi: „Hvernig var talað um sam- drátt (eða hugsanlegan samdrátt t.d. barna og unglinga)? Segið frá orðum og orðtökum varðandi þetta t.d. „góugróður", „Það brjótast út hjá þeim barnaástir“, „Eigi leyna augu ef ann kona manni“, „Það er hjónasvipur með þeim“ o.fl.? Segið frá bónorðum. Þekkja menn til formlegra bónorða, með bréfi t.d.? Voru dæmi þess að brúðhjón þekktust lítið sem ekk- ert fyrir brúðkaupið? Oft voru sagðar gamansögur um bónorð og hryggbrot sérstaklega ef menn höfðu hug á að taka upp fyrir sig. Segið frá hugmyndum um jafn- ræði hjónaefna, t.d. varðandi ætterni, stétt og stöðu. Var mikið lagt upp úr því að stúlkur væru „óspjallaðar“? Hvaða kröfur voru gerðar til pilta í þessu efni? Voru þess dæmi að foreldrar réðu giftingu barna sinna, jafnvel gegn vilja þeirra? Þekkja menn sögur um átök vegna þess að aðstandendur elskenda lögðust gegn giftingu þeirra, jafnvel einskonar brúð- arrán? Hver var skoðun manna á að skyldmenni giftust? Var haldið kveðjuhóf (pipar- sveinapartý, steggjapartý) fyrir brúðgumann og vini hans áður en brúðkaupið átti sér stað? Hvern- ig fór það fram? Var eitthvað svipað gert fyrir brúðina?“ Fengu stúlkur að velja um hring eða t.d. saumavél? Um hjónavígslu og hringa er einnig mikið spurt, s.s. ýmsar venjur í sambandi við brúðkaup- ið sjálft, klæðnað, ræður, hjú- skaparsáttmála, svaramenn og fleira. „Giftu stúlkur sig gjarnan í einhverri flík eða með einhvern skartgrip sem mæður þeirra eða ömmur höfðu borið við eigin brúðkaup? Höfðu litirnir sem brúðurin klæddist ákveðna merk- ingu? Þótti t.d. óviðkunnanlegt að kona sem búin var að eignast börn, eða áberandi ófrísk, gifti sig í hvítu?“ Spurningar um hringa eru m.a. þessar: „Voru dæmi þess að stúlkan keypti hringinn fyrir eigin peninga? En að menn létu unn- ustur sínar velja um það hvort þær vildu hring eða eitthvað annað, t.d. saumavél? Vita menn hve langt er síðan almennt var farið að nota giftingarhringa í þeirra heimabyggð? Var einhver munur milli stétta eða dreifbýlis og þéttbýlis varðandi hringanotk- un? Hvað var gert við giftingar- hringa ef hjón skildu?“ í kaflanum um brúðkaups- veislu er spurt um hvers kyns veitingar, borðbúnað og venjur. Til dæmis er spurt hvort það hafi verið kallað hundagifting ef menn héldu ekki brúðkaupsveisl- ur þegar þeir giftu sig. Spurt er um gjafir og kaupmála og í því sambandi t.d. tryggða- panta og heimanmund. Þá er spurt um ýmis almenn atriði, helstu staði þar sem samdráttur pilts og stúlku fór fram og hvort það hefði verið vænlegt til kven- hylli að eiga góðan fararskjóta, s.s. reiðhest, mótorhjól eða bíl. Einnig er spurt hvenær hafi farið að bera á þeim siðum að skreyta brúðhjónabílinn, hengja aftan í hann skó, tómar dósir eða annað, kasta hrísgrjónum á brúðhjónin og fleira í þessum dúr. Allar upp- lýsingar eru vel þegnar á þjóð- háttadeildinni. SS Hobby hjólhýsi og Camplet tjaldvagnar! BSA M. sýningarsalur Laufásgötu 9, Akureyri, sími 26300. • ISLENSKUR LANDBUNAÐUR • ISLENSKUR LANDBÚNAÐUR ÍSLENSKUR LANDBÚNAÐUR ISLENSKUR LANDBUNAÐUR • ISLENSKUR LANDBÚNAÐUR VIÐ ÓSKUM ÖLLUM ÍSLENDINGUM TIL HAMINGJU MEÐ NÝTT SAMEININGARTAKN ÍSLENSKS LANDBÚNAÐAR Verðlaunamerkið, úr ný afstaðinni samkeppni um merki landbúnaðarins, sýnir hendur hlúa að stráum og mynda um leið hjarta um þau. Stráin tákna grósku landsins og bera íslensku fánalitina. Skilaboð merkisins eru umhyggja fyrir landinu og gæðum þess, ásamt því að standa beri vörð um það sem íslenskt er. Höfundur merkisins er Björn H. jónsson teiknari í FÍT. © Óheimilt er aö nota merkið, nema með leyfi Markaösnefndar landbúnaöarins. MARKAÐSNEFND LANDBÚNAÐARINS • ISLENSKUR LANDBÚNAÐUR • ÍSLENSKUR LANDBÚNAÐUR ÍSLENSKUR LANDBÚNAÐUR ISLENSKUR LANDBÚNAÐUR

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.