Dagur - 23.05.1992, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Laugardagur 23. maí 1992
Kennaraháskóli íslands:
Afmælisrit tileinkað
Jónasi Pálssyni sjötugum
„Jónas Pálsson fv. rektor
Kennaraháskóla íslands verð-
ur sjötugur þann 26. nóv. nk.
Hefur skólinn ákveðið að efna
til útgáfu afmælisrits af því
tilefni.
Jónas Pálsson hefur um langt
árabil haft afskipti af íslenskum
menntamálum og víða komið
við. Hann skipulagði og stjórnaði
sálfræðiþjónustu í skólum Reykja-
víkurborgar, var um árabil skóla-
stjóri Æfinga- og tilraunaskóla
KHÍ og nú seinast rektor Kenn-
araháskólans.
í afmælisritinu verður fjallað
um íslenska menntastefnu og
stöðu skólans í samfélaginu. Efn-
ið verður gaumgæft frá ýmsum
hliðum og m.a. er reynt að svara
spurningum á borð við þessar:
Hver er staða skólans í samfélagi
okkar? Hvers konar menningu
miðlar hann? Til hvers er ætlast
af honum? Hver eru tengsl heim-
ila og skóla? Þá er sjónum einnig
beint að kennaranum: Hver er
staða hans og félagslegt hlut-
verk? Pótt samtíminn skipi breið-
an sess í ritinu verður einnig
brugðið upp sögulegu sjónarmiði
og horft til framtíðar.
Skólinn er alltaf í deiglunni og
skólamál eru í eðli sínu
stjórnmál. í ritinu verður gripið á
vanda sem ekki er hægt að leysa
einu sinni fyrir allt en alltaf þarf
að vera á dagskrá: Hvernig vilj-
um við hafa íslenskan skóla?
Hvert er hlutverk kennarans?
í ritinu verða um 20 greinar og
meðal höfunda eru kennarar af
öllum skólastigum en aðrir tengj-
ast ýmsum stofnunum mennta-
kerfisins.
Tímarit Kennara-
háskóla íslands
Svo hefur verið ráð fyrir gert að
afmælisritið verði fyrsta hefti í
Tímaríti Kennaraháskóla íslands
þar sem fjallað yrði á fræðilegan
hátt um uppeldis- og menntamál,
hugað að tilrauna- og þróunar-
starfi í skólum og kynntar
nýjungar á því sviði.
Nú á tímum er mikið rætt um
hlutverk kennarans: Hvernig vill
hann skilgreina sig og sérfræði-
lega þekkingu sína? Hvernig vill
hann starfa í skólanum? Vill
Dagana 25. og 26. maí mun
Tove Krogh flytja fyrirlestra á
Akureyri. Tove Krogh er
kennari og uppeldisfræðingur
og hefur starfað við Kennara-
háskólann í Kaupmannahöfn
og Danmarks pædagogiske
institut ásamt því að vera
kennsluráðgjafi við ráðgjafar-
og sálfræðideild skóla.
Mánudaginn 25. maí mun
Tove Krogh fjalla um lestrar- og
skriftarörðugleika. Þriðjudaginn
hann miðstýringu eða sjálfstæði?
Kennaraháskólinn ætlast til að
tímaritið geti orðið vettvangur
fyrir faglega umræðu um þessi
atriði og önnur þau mál sem
snerta menntun og skólastarf.
Þess vegna leitar hann nú full-
tingis kennara um samstarf á
þessu sviði.
Áætlað er að tímaritið komi út
a.m.k. einu sinni á ári.
Þeir sem vilja gerast áskrifend-
ur að afmælisritinu og óska eftir
því að nöfn þeirra birtist á heilla-
óskaskrá hafi samband við skrif-
stofu Kennaraháskólans (sími 91-
688700) fyrir 20. júní næstkom-
andi eða ritnefnd sem er skipuð
Hjalta Hugasyni, Indriða Gísla-
syni og Ólafi H. Jóhannssyni."
26. maí fjallar hún um Teikni-
athugun Tvoe Krogh sem er
athugunarform til nota með hóp-
um 6 ára barna, hún gerir einnig
grein fyrir rannsóknum sem gerð-
ar hafa verið í Danmörku á for-
spárgildi prófsins.
Báðir fyrirlestrarnir hefjast kl.
16 í Síðuskóla. Þeir eru öllum
opnir og verða túlkaðir eftir þörf-
um svo og fyrirspurnir. Félag
íslenskra sérkennara, deild á
Norðurlandi eystra, stendur fyrir
fyrirlestrunum. (Fréttatilkynning)
(Fréttatilkynning.)
Akureyri:
Tove Krogh með fyrirlestra
LEGO-byggingasamkeppni
LEGO-byggingasamkeppni verður í Hafnarstræti
(göngugötunni) þriðjudaginn 26. maí kl. 14.00-17.00
og miðvikudaginn 27. maí kl. 10.00-15.00.
Úrslit verða tilkynnt á sama stað kl. 16.00 þann 27. maí.
Öllum heimil þátttaka. Byggjaskal úr25 LEGÖ-einingum
sem verða til staðar á sérstökum borðum fyrir framan
Vöruhús KEA og Leikfangamarkaðinn París hf.
Stór LEGO-model verða til sýnis á meðan á
keppninni stendur.
Hagstæð LEGO-tilboð þessa sömu daga
Góða skemmtun
LEGO, nýtt leikfang á hverjum degi
Vöruhús KEA
Leikfangadeild
Sími 30182
Leikfanga
markaðurinn
París hf.
Sími 27744
Ljóð
Vakna þú, fsland
Vakna þú, ísland, á verði þú skalt
vera, því nú sýnist krauma
þróun hjá Evrópuþjóðum, sem allt
þenur í stórveldis drauma.
Leyndin vill sterkur að stjórnandi komi,
en stattu fast móti þeim einræðis vomi.
Vakna þú, ísland, ef viljir þú ei
verða að annarra þræli,
frelsi þitt fella við varga og grey,
sem fláttskap sér gjöra að hæli.
Haltu því fast, sem tók hundruði ára
að heimta að nýju við áþján sára.
Vakna þú, ísland, og vaktu sem örn
vængbreiður sínu yfir hreiðri.
Fjötraðu aldrei þín framtíðarbörn
fláráðra gulli né heiðri.
Mundu, að Guðs þíns í gæzlusjóði
geymd eru tár þín í sögu og ljóði.
Vakna þú, eyrós, lát alræðistök
aldregi frelsi þitt binda.
Þú ein átt ísland, en það eru rök,
sem þýlyndir reyna að hrinda.
Orka þín eflist af hugsjónaeldi,
sem ævinnar brenni frá morgni að kveldi.
Vakna þú, þjóð mín, og taktu þá trú
að treysta þér sjálfri og Guði.
Viðsjála varast, er hæst stendur þú
við þá í samningasuði.
Landið þín auðæfi eru og miðin,
aldrei þau sel fyrir bandalagsgriðin.
Vakna þú, Alþing! Þín skylda er skýr,
en skorist þú undan henni
og svíkir þú svarin loforð dýr,
þá svívirðing á þér brenni.
ALDREI má fullveldi íslands fórna,
ófreskjan EB sig býr til að stjórna.
„Gamla sáttmála“ ger ei á ný,
gætni Þveræings mundu,
þá mun þér verða sem verndarský
sú vizka á örlagastundu. -
Meðan Alvaldur gyrðir þig úthafs straumi,
við unnum þér, ættland, í vöku og draumi.
Jón Hilmar Magnússon.
(Höf. er búsettur á Akureyri.)
Iitið þakkarljóð
Ég nafni minn ljóðið þitt las í gær
er lóan „Söng dýrð inn í daginn“.
Þá dýrð er vor Drottinn öllum ljær,
sem dásama verk hans hrein og tær,
og hrópa það hátt yfir bæinn.
Þökk sé þér fyrir þín lifandi ljóð,
af hjarta þú lofar vorn Drottinn.
í sál þinni áttu dýrmætan sjóð,
sannar perlur og andans glóð,
frá Guði er lofgjörð þín sprottin.
Jón Ingvi Sveinsson.