Dagur - 23.05.1992, Blaðsíða 11
Laugardagur 23. maí 1992 - DAGUR - 11
Stefón Sæmundsson
SÖGUBROT
Bækladur sveitarómagí eftir misþyrmingar í æsku
- sögur af hinni smáskrítnu og klúru Stuttu-Siggu frá Flöguseli
...en þó sneri hún baki við honum, skvetti pilsinu upp fvrir sitjandann, rak höfuðið milli fóta sér
og kallaði: „Líttu í spegilinn, Gísli minn!“
Til eru frásagnir af mörgum hrekkja-
lómum, fáráölingum, flökkurum og
öðru undarlegu fólki í Eyjafirði. Stutta-
Sigga var ein af þessum skrautlegu
manneskjum sem hieyptu lífi í tilveruna
fyrr á öldum. Hún átti erfiða æsku og
ekki er annað hægt en að vorkenna
henni en á fullorðinsárum þótti hún
allsvakaleg svo ekki sé meira sagt. Fað-
ir hennar var fantur og fúlmenni, eftir
sögum að dæma, og vissulega hefði
Sigga getað átt betri ævi en hún náði þó
háum aldri.
Sigríður Benediktsdóttir var fædd í
Flöguseli árið 1815. Hún var dóttir harð-
jaxlsins Benedikts Sigfússonar og Rósu
Oddsdóttur. Pau voru börnum sínum
mjög hörð og óvægin og sérstaklega fékk
Sigga að kenna á því. Fyrstu minningar
hennar tengdust einmitt illri meðferð en
hún sagðist fyrst muna eftir sér þar sem
hún lá í moldarskoti út úr baðstofunni í
skitnum leppum, ísköld og banhungruð.
Talið er að Sigga hafi haft eðlilegan lík-
ams- og sálarþroska allt til fimm ára aldurs
en þá varð hún fyrir slysi sem hún bar
menjar eftir alla sína ævi. Hún varð fyrir
því óláni að fá sjóðheita súpu yfir sig og
brennast illa í andliti. Sárin greru seint og
illa og loks fór faðir hennar til Akureyrar
eftir meðölum, en þetta taldi Sigga þann
eina vott um föðurlegan hlýleika sem sér
hafi verið sýndur um ævina. Algengara var
að hún sætti misþyrmingum, sérstaklega af
hálfu föður síns.
Hroðaleg meðferð af
hálfu föðurins
Pröngt var í búi í Flöguseli á uppvaxtarár-
um Siggu og barnahópurinn stór sem
þurfti að metta. Meðferðin á Siggu verður
þó ekki réttlætt með erfiðu árferði því hún
sætti meira harðræði en aðrir á heimilinu.
Einu sinni á laugardegi fyrir páska var
verið að sjóða hangikjöt til hátíðarinnar.
Sigga var sársvöng og Friðfinnur bróðir
hennar líka. Þau gripu til þess örþrifaráðs
að stela sínum kjötbitanum hvort. Sigga
fór í skot sitt með sinn bita en bróðir henn-
ar tók á rás út. Hangikjötslyktin kom fljót-
lega upp um Siggu og varð faðir hennar
æfur, þreif hana klæðlitla upp og henti
henni út í snjóskafl. Stórhríð var og kól
Siggu á höndunum. Upp frá því hafði hún
kreppta fingur.
Oðru sinni kom næturgestur að Flögu-
seli. Þegar hann tók upp nesti sitt um
kvöldið flaðraði stelpugreyið upp um hann
eins og soltinn rakki og sníkti mat. Benedikt
bónda gramdist þetta, greip hana þegjandi
og þeytti henni inn í skotið sitt aftur svo
harkalega að hægri handleggur hennar
lenti á steini í veggnum og brotnaði. Ekk-
ert var skeytt um brotið og bæklaðist
handleggurinn með tímanum.
Sigga var oftlega höfð útundan og svelt.
Einhvern tíma kom maður í Flögusel og
hafði orð á því við Benedikt bónda að
Sigga fengi lítið að borða. Benedikt leit
undrandi á aðkomumanninn og svaraði:
„Hún getur varla verið svöng núna; hún át
lambsgarnir í gær!“
„Meira en hálfviti, getur ei lært“
Sagt er að Sigga hafi ekki heyrt skírnar-
nafn sitt fyrr en hún var komin um tvítugt.
Venjulega var hún kölluð stelpuskrattinn,
kvikindið eða ámóta nöfnum.
Hreppstjórinn gerði sér ferð að Flögu-
seli á þessum árum, eða í kringum 1835,
og sannfærðist um hina illu meðferð á
Siggu. Var hún tekin af heimilinu en ekki
losnaði hún alveg frá Flöguseli fyrr en um
þrítugt.
Séra Gamalíel Þorleifsson á Myrká
hafði gefist upp við að kristna og uppfræða
Sigríði Benediktsdóttur og vitnisburður
hans var á þessa leið: „Meira en hálfviti,
getur ei lært.“ Þó náði Sigga fermingu þeg-
ar hún var liðlega hálfþrítug. Árið 1841
varð séra Páll Jónsson aðstoðarprestur á
Myrká. Kom hann að Flöguseli, sá Siggu
liggja þar í öskustó og hafði hana með sér
heim. Tókst honum að uppfræða hana
nægilega til að klesst varð á hana ferm-
ingu.
Móðir Siggu dó 1843 en Benedikt bóndi
1847. Sigga gat aldrei fyrirgefið föður sín-
um harðneskju hans og hataði hann alla
ævi. Hún talaði alltaf um „helvítis karlinn“
þegar föður hennar bar á góma. Móður
sinnar minntist hún fremur hlýlega þótt
margir telji að hún hafi ekki verið eftirbát-
ur bónda síns í harðneskjunni, og systkin-
um sínum bar hún misjafna söguna.
Ekki nema 125 sm á hæð og
töluvert gild
Sem eðlilegt er var Sigga bæði seinþroska
og vanþroska til líkama og sálar, enda bar
vaxtarlag hennar merki um að hún hafði
þjáðst af beinkröm og næringarskorti í
uppvextinum. Foreldrar hennar voru
reyndar lágir vexti en Sigga var ekki nema
um 125 sm á hæð sem fulltíða kona en
töluvert gild eftir hæðinni. Viðurnefnið
Stutta-Sigga festist því fljótt við hana. Hún
var kringluleit í andliti og nokkuð greppi-
leit, en ekki ófríð. Augun voru grá og tölu-
vert glettnisleg þegar vel lá á henni en ann-
ars gátu þau skotið gneistum. Hún var
smámælt og oft erfitt að skilja hvað hún
sagði, en hún talaði þó sannarlega enga
tæpitungu.
Líklega hefur Sigga verið sæmilega gáf-
uð að eðlisfari en eftir hið hroðalega upp-
eldi varð hún fákæn, hjárænuleg og barna-
leg í framkomu. Hún hafði yndi af því að
spjalla við gesti og lét hún þá mörg van-
hugsuð orðin fjúka. Til almennra húsverka
kunni hún ekki neitt en þar sem hún dvaldi
var hún gjarnan látin líta eftir smábörnum,
enda barngóð að því er sagt er.
Frá því um 1846 var Sigga sveitarómagi
í Skriðuhreppi alla ævi og dvaldi á mörg-
um bæjum. Hún hafði gaman af ferðalög-
um og var á sífelldu randi og víðast var
henni vel tekið.
Átti þrátt fyrir allt tvö
börn í lausaleik
Af lýsingum að dæma ættu lesendur að
skilja mæta vel að Sigga gekk ekki í augun
á karlmönnum og þurfti ekki að kvarta yfir
ástleitni af þeirra hálfu. Þrátt fyrir það
eignaðist hún tvö börn í lausaleik með
tveimur mönnum.
Nokkru eftir þrítugt varð hún barnshaf-
andi af völdum manns í Möðruvallasókn.
Gekk fæðingin illa og fæddist barnið
andvana eða dó skömmu eftir fæðinguna.
Nokkrum árum síðar varð Sigga aftur
barnshafandi. Kvaðst hún ekki geta til-
greint föðurinn með nafni en hann ætti
heima á Akureyri og hún gæti þekkt hann
í sjón. Siggu fæddist sveinbarn 1853 og var
það skírt Kristján Magnús.
Eftir barnsburðinn var Sigga kölluð fyrir
rétt á Akureyri og tók Stefán Thoraren-
sen, sýslumaður, það til bragðs að smala
saman öllum karlmönnum á Akureyri sem
þóttu líklegir til að hafa getið henni barn.
Sigga stóð við opinn glugga og voru
mennirnir látnir ganga þar hjá einn af
öðrum. Skyndilega benti Sigga á einn
þeirra og sagði hreykin:
„Þarna kemur hann, andskotans beinið
að tarna!“ (Eða eftir framburði Siggu:
„Harna temu’ann, andstroda beini
a’darna!“) Gekkst maðurinn strax við
barninu og var málið þar með upplýst.
Sigga fóstraði son sinn sjálf og var hon-
urn eins góð og hún hafði vit til. Drengur-
inn dó úr farsótt þriggja eða fjögurra ára
gamall og tók Sigga sonarmissinn svo nærri
sér að hún varð nær sturluð. Hún sefaðist
þegar frá leið og tók gleði sína að nýju.
Skvetti pilsinu upp fyrir sitjand-
ann og rak höfuðið milli fóta
Allt fram á elliár var Sigga smáskrítin og
hafði gaman af að stríða öðrum og
hrekkja. Sjálf þoldi hún hins vegar ekki
stríðni og stökk þá upp á nef sér og varð
ákaflega hvassyrt. Lét hún þá fjúka bæði
klám og ragn. Stundum gat hún líka verið
meinyrt í svörum og groddaleg í fasi.
Þegar hún var í Auðbrekku hafði hún
þann starfa að reka kýr í haga, en til að
stytta sér leið tók hún upp þann sið að reka
þær yfir engjablett sem tilheyrði næsta bæ,
Hátúni. Bóndanum þar, er Gísli hét, mis-
líkaði þetta mjög og reyndi oft að fá Siggu
til að hætta þessu. Hún skeytti því engu og
svaraði illu. Einu sinni sem oftar varð Gísli
þungorður við hana út af þessu, en þá
sneri hún baki við honum, skvetti pilsinu
upp fyrir sitjandann, rak höfuðið milli fóta
sér og kallaði:
„Líttu í spegilinn, Gísli minn!“ (Lítt’ í
peigilinn, Dísli minn!“) Þarf varla að geta
þess að Sigga var buxnalaus.
Sigga var ákaflega sólgin í áfengi og
varð ofsakát og fram úr hófi málgefin ef
hún fékk að bragða það svo að nokkru
næmi. Höfðu sumir gaman af því að gefa
henni staup og láta hana rausa.
Einu sinni kom Sigga inn í Höepfners-
verslun á Akureyri og hitti Jónassen versl-
unarstjóra. Bað hún hann að setja brenni-
vín á pelaglas en kvaðst ekki vita hvort
hún ætti nóg fyrir því. Fór hún að rekja
sundur drusluböggul sem hún hafði með-
ferðis, tók innan úr honum lítinn tréstokk
og fann þar einseyring sem hún rétti Jónas-
sen. Fyllti hann pela kerlingar og léta hana
frá sér fara með hann og einseyringinn
líka. Þá var Sigga hróðug og þóttist hafa
gert góð viðskipti.
Fékk óskoraðan rétt til
næturgagnsins
Síðustu tvo áratugi ævi sinnar átti Sigga
heima í neðri hluta Skriðuhrepps á bæjun-
um frá Skriðu að Dunhaga, lengst af í
Skriðu og Auðbrekku. Hún var yfirleitt
heilsugóð en viðkvæm í skapi og þoldi ekki
mótlæti. Ef henni mislíkaði eitthvað átti
hún það til að sitja uppi heilu næturnar og
snökta.
Þegar hún var í Skriðu voru þar tveir
unglingspiltar sem sváfu í sama baðstofu-
húsi og hún. Áttu þau í sífelldum erjum og
tók hún þær mjög nærri sér. Strákarnir
voru að angra hana með því að nota næt-
urgagn hennar á nóttunni og hugkvæmdist
henni þá að hafa það til fóta hjá sér í rúm-
inu. Ekki hafði hún heldur frið með það
þar svo hún færði það undir höfðalagið og
gekk það slysalaust um hrfð. En eina nótt-
ina vildi svo óheppilega til að það helltist
úr næturgagninu niður í rekkjuvoðina og
varð Sigga þá alveg hamslaus, hljóp á dyr
og kvaðst ætla að týna sér. Bónda tókst
loks að sefa hana og fékk hún eftir þetta
óskoraðan rétt til næturgagnsins.
Ekki mýktist hugur Siggu til föður síns
með aldrinum. Sagði hún svo að margir
heyrðu að sér væri sama hvar hún væri
jörðuð, bara ef það væri ekki hjá „helvít-
inu honum pabba". Síðasta árið sem hún
lifði var hún í Hólkoti hjá hjónunum Sig-
tryggi Sigurðssyni og Guðrúnu Jónsdóttur.
Hún lá aldrei í kör en í páskavikunni árið
1900 fékk hún inflúensu og andaðist á
páskadag 15. apríl, á meðan verið var að
lesa húslesturinn. Var hún þá á 85. aldurs-
ári.
Segir þá ekki meira af Stuttu-Siggu en
þess má geta að ljósmynd var tekin af
henni á efri árum og væri gaman að kom-
ast yfir hana.
(Heimild: Gríma hin nýja, 2. bindi - Þorsteinn M. Jónsson
gaf út, Bókaútgáfan Þjóösaga, Rvík. 1964)