Dagur - 23.05.1992, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Laugardagur 23. maf 1992
Matarkrókurinn
Gunnar K. Jónasson í matarkrók:
Tandori kjúklingur á matseðli helgarinnar
Gunnar K. Jónasson, fram-
kvæmdastjóri Auglýsinga- og
skiltagerðarinnar Stíls á
Akureyri, tók áskorun Andra
Gylfasonar, veitingamanns,
um að vera í matarkrók Dags.
Gunnar dró úr pússi sínu tvær
uppskriftir af aðalréttum,
annars vegar tilbrigði við sig-
inn fisk og hins vegar kjúkl-
ingarétt sem báðar henta vel
þegar grípa þarf til fljótlegra
rétta. Vindum okkur í upp-
skriftirnar.
Um Tandori-kjúklinginn seg-
ir Gunnar að þessi réttur henti
vel í helgarmatinn. Hann bend-
ir á að ef nægur tími sé fyrir
hendi sé gott að saxa salthnet-
urnar smátt en þá verði þær
ásamt muldu bruðunum eins og
jafningur með réttinum.
Tandorí kjúklingur
Hráefni:
1 stk. kjúklingur
200 g salthnetur
1 stk. paprika
2 meðalstórir laukar
4 hvítlauksrif
olía
2 tsk. Tandori (Indverskt krydd)
V2 tsk. svartur pipar
3 grófar bruður
'A l rjómi
Aðferð: Kjúklingurinn er ham-
flettur og brytjaður í litla ten-
inga. Saxið laukinn og paprik-
una, pressið hvítlaukinn og
blandið saman við kjötið.
Blandið kryddinu saman við
örlitla olíu og hellið yfir. Salt-
hneturnar eru saxaðar og ristað-
ar á pönnu, því næst eru þær
færðar upp á disk og bruðurnar
muldar yfir. Kjúklingurinn og
meðlætið er snöggsteikt á
pönnu, hnetublöndunni er síð-
an blandað saman við og þar
yfir hellt rjómanum. Látið
malla á pönnunni við vægan
hita í 10-15 mínútur. Rétturinn
er borinn fram með hrísgrjón-
um.
Og þá víkur sögunni að signa
fiskinum. Gunnar segir að hér
sé vissulega brot á hefðum því
nær undantekningalaust sé sig-
inn fiskur soðinn og borðaður
með hamsatólg og soðnum kart-
öflum. „En það er hægt að gera
margt við signa fiskinn. Og ekki
er hann verri ef hann er bara
soðinn, tekinn í sundur og sett-
ur á pönnu með súrsætri sósu og
smjöri. Pá er hann líka sælgæti.
Ég held að það sé full ástæða
fyrir okkur til brjóta hefðirnar
hvað varðar signa fiskinn alveg
eins og við erum farin að gera
með lambakjötið," sagði
Gunnar.
Um réttinn hér á eftir segir
Gunnar að hann hæfi hversdags
og ekki síður til hátíðarbrigða.
„Þetta er einfalt og fljótlegt,
réttur hinna vinnandi,“ segir
hann.
Tilbrígði við siginn fisk
Hráefni:
1 stk. siginn fiskur (sterkur)
1 stk. paprika
‘A l mysa
2 laukar
1 dolla hrein jógúrt
4 tsk. indverskt karrý
smjör
Aðferð: Fiskurinn er roð-
dreginn og skorinn þvert í V/2
sm sneiðar og síðan velt upp úr
karríinu. Fiskurinn er léttsteikt-
ur á pönnu upp úr smjöri og síð-
an settur í eldfast mót. Brytjið
laukinn og paprikuna, brúnið á
pönnu og setjið yfir fiskinn.
Mysu og jógúrt er blandað sam-
an og hellt yfir fiskinn. Bakið í
ofni við vægan hita í 10-15 mín.
Rétturinn er borinn fram með
hrísgrjónum.
Þá hefur Gunnar ausið úr
matreiðslubrunni sínum. Hann
hefur skorað á Baldvin Björns-
son, auglýsingateiknara á Stíl,
að vera í matarkróknum að
hálfum mánuði liðnum. „Hann
er austurlandaspekingur í
matargerð og ég vonast til að
hann komi með góða rétti úr
þeirri áttinni. Ég hef setið aust-
urlenska veislu hjá honum og
hún var ógleymanleg," sagði
Gunnar. JÓH
VíSNAÞÁTTUR
Jón Bjarnason frá Garðsvík
Hér koma nokkrar heima
gerðar vísur:
Oskir:
Sérhver ósk sem fylling fær
fæðir af sér nýja,
ósköpin að elta þær
ergja menn og lýja.
Hugsum ei um heimsins prjál,
hirðum garðinn betur.
Starfið ræktar ró í sál,
rós um kaldan vetur.
Heilsan og fleira:
Heilsan er sem ekki neitt,
ellin þrekið reitir.
Pegar læknast áfall eitt
annað heimsókn veitir.
Eftir talsvert ferðafum
feginn sit í banni
hættur því að hugsa um
hvað hentar ferðamenni.
Pað affjalli hef ég heimt
sem hélt ég allra brýnast
en örugglega er eitthvað gleymt
sem ekki mátti týnast.
Þakklátur:
Éghef aldrei vopni valdið
vegið menn né fellt á kné
og glóru minni hef ég haldið
hingað til, þó lítil sé.
Enn kallar sveitin:
Pað er eins og út í hött
og andstætt geði mínu
að eiga hvorki hund né kött
á heimilinu mínu.
Um náungann:
Hálft sitt líf í hilling sá
hatt og staf og frakka.
Bágt á sá er ekki á
einhvers til að hlakka.
Á síðastliðnum vetri kom
upp deila á milli Péturs Pét-
urssonar læknis og vaxtar-
ræktarfólks og komu þar
hormónar ýmsir við sögu eins
og fjölmiðlar hafa skýrt frá.
Pá kvað vaxtarræktarkona
nokkur:
Pegar dimmt var og kalt
mig dreymdi í vetur
drauminn á þessa lund:
Mér tækist að hitta
hormóna-Pétur
og hlýja ’onum drykklanga
stund.
Og einnig þessa:
Ég vaxtarrækt æfí og veitist
því betur
en vesalings rolunum.
Og þegar ég hitti
hormóna-Pétur
hitnar í kolunum.
Hormóna-Pétur svaraði:
Pið bíðið mín brosandi
í röðum
með brjóst eins og kríuegg,
og ofvöxt á ákveðnum stöðum
og yfirvaraskeggg.
Vaxtarræktarkonan svaraði:
Ýmsum kostum yfir býr
öðrum körlum betrí.
Undirvöxtur ekki rýr
er hjá honum Pétrí.
Svar hormóna-Péturs:
Bassaröddin þín fínnst
mér flott
og fáar dýprí þekki.
Mér þykir hól þitt harla gott
en hárvöxturínn ekki.
ísleifur Gíslason kvað um
mann að loknum framboðs-
fundi, fyrr á árum:
Hneigist meir til hunds
en manns,
hallaði á og gapti.
Trýnið leirugt loddarans
lá í eyrum ráðherrans.
Enn kvað hann stöku:
Til að gera Guði raun
og ginna frá honum vini.
Andskotinn greiðir
umboðslaun
Ólafi Fríðríkssyni.
Enn pólitík:
Prátt fyrir blekking, lygi
og last,
lýðskrum, fleipur, samfylking,
hefur ekkert áskotnast
utan sneypa og svívirðing.
Næsta vísa er líklega eftir Jón
Mýrdal: (Um hávaðamann.)
Fellur hljómur helst við það
í hvellum gómarafti.
Hrellir skjómaskelmi að
skella tómum kjafti.
Karl Ágústsson kvað þessa
um sjálfan sig:
Annarra stökur eftir tyggur,
andans tapar kraftinum.
Eftir Kalla lítið liggur,
lás er fyrír kjaftinum.
Karl Magnússon á Akureyri
kvað næstu vísur í hópferð
austur:
Áður hreyknir Upptyppingar
áttu í Múlasýslu þing.
Peir urðu síðar Pingeyingar,
það var betri samlíking.
Mæltu kátar meykerlingar
og mændu yfir hraun ógreið:
Okkur þykja Upptyppingar
engu síðri en Herðubreið.
Ekki veit ég höfunda næstu
vísna.
Sólin þaggar þokugrát,
þerrar sagga úða.
Fjólan vaggar kolli kát
klædd í daggar skrúða.
Lifnar hagur, hýmar brá
hreyfist bragargjörðin.
Ó, hve fagurt er að sjá
yfir Skagafjörðinn.
Friðjón Axfjörð skaut fram
þessari glettu:
Hansa braut var bein og þörf,
burt frá þrautum stakk hann.
Oft hans naut við óþörf störf.
Allt sem Qaut, það drakk hann.
Ingvi Guðnason, Skagaströnd
kvað þessa heilræðavísu:
Gullið bjart þó boðið sé
blítt og látið skína
láttu aldrei fyrir fé
fala æru þína.
Líklega hefur Þorsteinn frá
Gilhaga kveðið þessa vísu
eftir að hann flutti til Akur-
eyrar:
Ei ég lengur una má
Óðins feng að sinna.
Hér vill enginn hlusta á
hljóminn strengja minna.
Dýrólína Jónsdóttir kvað:
Yndi brjálar ástasjúk
allt í málar glettum.
Fátæk sál í fögrum búk
full af táli og prettum.
Næstu vísu kvað Jón Rafns-
son:
Par sem gnæfði forðum fjall
fegra öllum hinum,
norpa ég grár og nærsýnn kall
niðri á dalbotninum.
Ágúst Vigfússon kennari orti
þegar Hannibal Valdimars-
son hvarf frá pólitíkinni:
Pú hefur aflað ærinn skammt
á við flesta hina.
Ósköp lítið áttu samt
eftir vertíðina.
Ágúst orti um mislukkað
hjónaband:
Ævivistin varð þeim köld,
vonir frystar inni.
Ástin missti öll sín völd
eftir fyrstu kynni.
Halldóra Jónsdóttir frá
Hvammi í Hvítársíðu orti
ung að árum:
Ég hef beðið uppdubbuð
allan þennan vetur
og beðið þess að góður Guð
gæfi mér hann Pétur.
Svo fékk hún Pétur og kvað:
Það er ei lýgi, það ég sver,
þó ég eigi Pétur,
það veit góður Guð að mér
geðjast annar betur.
Löngu síðar orti Halldóra:
Mörg ein alda á auðnusjó
angri valdið getur.
Mig þess aldrei iðrar þó
að ég valdi Pétur.