Dagur - 11.06.1992, Page 16

Dagur - 11.06.1992, Page 16
Skógræktarfélag Eyfirðinga ★ Gróðrarstöðin í Kjama Opið mánud.-fimmtud. kl. 9-18. Föstud. kl. 9-19. Laugard. og sunnud. 10-17. A4M0.M Leitið upplýsinga Akureyri, fímmtudagur 11. júní 1992 Protabú Serkja á Blönduósi: Vélamar væntanlega seldar til útlanda - „Blönduósingar hafa engan áhuga“ Plöntusaía í fiilhmi gangi Barrtré ★ Lauftré ★ Skrautrunnar ★ Berjarunnar Limgerðisplöntur ★ Klifurplöntur ★ Skógarplöntur ★ Rósir. i simum 24047 og 24599. ★ Póstsendum um allt land. Að undanförnu hafa staðið yfír viðræður við þrjá erlenda aðila, í Suður-Ameríku, Aust- urlöndum fjær og Englandi, um kaup á vélakosti pappírs- pokaverksmiðjunnar Serkja á Blönduósi. Þorsteinn Hjalta- son, bústjóri þrotabúsins, seg- ist vonast til að vélarnar verði Hofsós: Framkvæmdir hreppsins bundnar við haínargaröinn „Það mætti vera meiri atvinna hér á Hofsósi nú í bili en það er ekkert vandræðaástand. Afla- brögð voru mjög góð hér um miðjan maímánuð en það stóð ekki lengi því snurvoðabátarn- ir voru fljótir að sópa því upp og sá afli kom ekki til vinnslu hér á Hofsósi“ segir Jón Guðmundsson sveitarstjóri um atvinnuhorfur í Hofshreppi. „Annars eru menn hér almennt mjög á móti snurvoða- veiðinni enda var hún upphaflega leyfð á Skagafirði vegna kola- veiði en hér hefur hins vegar ekki veiðst koli í mörg ár og forsendur því brostnar." Fiskiðjan á Hofsósi veitir 45 til 50 manns atvinnu og þar er unn- inn afli sem ekið er frá Sauðár- króki úr togurum Skagfirðings hf. Enginn fiskur er hins vegar verkaður í salt eins og er þar sem söluhorfur á helstu saltfisk- mörkuðunum eru nú frekar daprar. Flestir unglingar sem þess æskja fá sumarvinnu en ung- lingavinna á vegum hreppsins hófst á miðvikudag. Sáralitlar framkvæmdir verða í sumar á vegum hreppsins þar sem unnið er að því að koma fjárhagi hreppsins í viðunandi horf en þó verður unnið við lýs- ingu á hafnargarðinum og eins verður unnið við lagfæringu á þekjunni. Unnið er að endurbyggingu í gömlu „kvosinni" en í lok þessa mánaðar verður Bjálkahúsið (pakkhúsið) opnað fyrir ferða- menn og unnið er að því að gera upp gamalt hótel og þar verður fljótlega opnuð kaffistofa o.fl. til þjónustu við ferðamenn. GG seldar um eða upp úr næstu mánaðamótum. Þorsteinn sagði það hafa verið forgangsverkefni að selja vélarn- ar innanlands en áhuginn hefði ekki reynst nægur og því hefði verið leitað út fyrir landsteinana. Hann sagði sölu af þessu tagi all- flókna þar sem um sérhæfðan búnað væri að ræða en nú stæðu yfir viðræður við fyrrnefnda þrjá aðila og væntanlega fengist niðurstaða um eða upp úr mán- aðamótum. 4-5 aðilar eiga veð- rétt í vélunum og þurfa að sam- þykkja söluna áður en hún geng- ur í gegn. Jóhann Evensen, fyrrum fram- leiðslustjóri Serkja, tók verk- smiðjuna á leigu um tíma en lauk framleiðslunni í byrjun síðasta mánaðar og síðan hefur allur rekstur hennar legið niðri. Jóhann segir starfsfólk verk- smiðjunnar ýmist atvinnulaust eða flutt á brott og segist vita um einn fyrrum starfsmann hennar sem búinn sé að fá aðra vinnu í bænum. „Blönduósingar hafa greinilega engan áhuga á verk- smiðjunni og mér sýnist hún vera endanlega dauð,“ sagði Jóhann. JHB Jón Helgi Bjömsson landaöi fyrsta fiskinum og með honum á myndinni er systir hans Halla Bergþóra sem landaði öðrum fiskinum en faðir þeirra Björn Jónsson, setti í hann. Mynd: im. !----------------------------------- Laxá í Aðaldal: 40pundaflaxi í gærmorgun - Halldór Blöndal með 12 punda hrygnu Jón Helgi Björnsson frá Laxa- mýri náði fyrsta laxinum úr Laxá í Aðaldal kl. 8:12 í gær- morgun. Þetta var gullfalleg 13 punda hrygna. Björn Jónsson á Laxamýri setti í næsta flsk, 15 punda hæng sem dóttir hans, Halla Bergþóra landaði kl. 8:30. Landbúnaðarráð- herra, Halldór Blöndal, fékk síðan þriðja laxinn, 12 punda hrygnu kl. 9:30. Laxmýringar fengu þessa þrjá laxa á svæði 1 fyrri hluta veiði- tímans í gærdag, fyrsta daginn sem stangveiði er leyfð í ánni. Síðdegis hófu síðan Húsvíkingar veiðar á svæðinu. Björn á Laxamýri sagði að hann teldi þetta eðlilega byrjun en hann ætti von á góðri veiði í sumar. Skilyrði til veiðanna voru ekki góð í gærmorgun. Áin var vatnsmikil, 15 gráðu heit og lituð, því í hvassviðrinu á dögun- um gruggaðist Mývatn upp. Björn sagði að vart hefði orðið við fisk á flestum stöðum en hann hefði tekið illa. Jón Helgi sagðist hafa séð einn risastóran lax í ánni og rétti út báða arma til að marka stærð hans. IM Halldór Blöndal á bændafnndi í Laugarborg: Mjólkurbúin knúin til að hagræða er þau geta ekki bætt rekstrarhaJla úr verðmiðlunarsjóði - var þörf á gárfestingu Mjólkursamsölunnar á Bitruhálsi? Á fundi með bændum í Laug- arborg á þriðjudagskvöldið ræddi Halldór Blöndal, land- búnaðarráðherra meðal annars um tillögur Sjömannanefndar um hagræðingu í mjólkuriðn- aði. í máli hans kom fram að með hugmyndum nefndarinn- ar væru mjólkurbúin knúin til aukinnar hagræðingar þar sem ekki verði lengur unnt að velta hallarekstri þeirra yfír í verð- miölunarsjóö. Halldór sagði að samkvæmt búvörusamningnum þurfi að draga framleiðslu á mjólk saman um 4,500 þúsund lítra til þess að fella framleiðsluna að neyslu sem væri nú um 100 milljónir lítra á ári. Þá hefðu verið settar fram til- lögur um að gera landið að einu framleiðslusvæði mjólkur og leggja verðmiðlunarsjóð mjólk- urafurða niður. Þær aðgerðir myndu knýja mjólkurbúin í land- inu til aukinnar hagræðingar þar sem þá verði ekki lengur unnt að sækja fjármuni í verðmiðlunar- sjóð til þess að standa undir halla af rekstri þeirra. Halldór kvað óhjákvæmilegt að mjólkurbúum fækkaði eitthvað og að þau yrðu að taka upp ákveðnari verka- skiptingu sín í milli. Halldór ræddi nokkuð um miklar fjárfest- ingar í mjólkurbúum og lét í ljós efasemdir um hvort þörf hefði verið fyrir hina miklu fjárfestingu Mjólkursamsölunnar á Bitruhálsi í Reykjavík í því sambandi þar sem mjólkurbú hefðu verið fyrir hendi bæði á Selfossi og í Borg- arnesi. ÞI Kartöfluræktin: Míirna sett niður í ár en áður - yfir 20% samdráttur í sölu á garðáburði í vor Um 23% samdráttur varð í sölu á garðáburði hjá Áburð- arverksmiðju ríkisins á síðast- liðnu vori en sá áburður er einkum notaður við kartöflu- rækt. Á síðasta ári voru seld Héraðsráð Eyjafjarðar: Sairmingur um sorphirðu imdirritaður Eins og áður hefur verið greint frá hafa sveitarfélögin við utanverðan Eyjafjörð sam- þykkt að ganga til samninga við Gámaþjónustu Norður- lands um sorptöku og flutning á því inn á Glerárdal. Þessi sveitarfélög eru Ólafsfjörður, Dalvík, Svarfaðardalur og Árskógshreppur. Gámaþjónustan átti tvö lægstu tilboðin í verkið og alls þrjú til- boð en næsta tilboð að þeim frá- töldum var 20,3% hærra. Sorpi frá þessum sveitarfélögum hefur verið brennt á sorphaugunum við Sauðanes í Ólafsfjarðarmúla, en sveitarfélögin munu ekki verða fyrir kostnaðarauka þótt sorpi verði nú ekið inn á Glerárdal. Árlegur kostnaður einstakra sveitarfélaga verður sem hér segir: Dalvík 5,3 milljónir, Ólafs- fjörður 4,9 milljónir, Árskógs- hreppur 1,3 milljónir og Svarfað- ardalur 550 þúsund. Á fundi Héraðsráðs Eyja- fjarðar í gær var samningur áðurnefndra sveitarfélaga við Gámaþjónustuna undirritaður en hann gildir til þriggja ára. GG um 2200 tonn af garðáburði en einungis um 1700 tonn í vor. Minnkandi notkun garðáburð- ar bendir til þess að minna hafl verið sett niður af kartöflum en undanfarin ár, sem hafa ein- kennst af umframframleiðslu, kartöflumyglu á Suðurlandi og heiftarlegu verðstríði á heild- sölumarkaðnum. Sveinberg Laxdal, fyrrum for- maður Félags kartöflubænda við Eyjafjörð, sagði að þessi sam- dráttur í sölu á garðáburði benti til þess að minna hefði verið sett niður á þessu vori þótt tölur um minni áburðarsölu þyrftu ekki að tákna sambærilegan samdrátt á garðlöndum bænda. Hann sagði að einhverjir hefðu hætt kartöflu- rækt, að minnsta kosti um tíma, aðrir borið minna í garða sína og einhverjir hugsanlega ekki náð að festa kaup á nægilegu áburð- armagni vegna þeirrar erfiðu fjárhagsstöðu er verðstríð undan- farinna ára hefði leitt af sér fyrir marga bændur. Páll Guðbrandsson, formaður Landssambands kartöflubænda, sagði ljóst að minna hefði verið sett niður en á síðasta ári þótt hann hefði ekki staðfestar tölur um það. Hann sagði að einhverjir bændur hefðu hætt og aðrir sett minna niður en áður. Bæði væri um að ræða áhyggjur manna vegna offramleiðslu og einnig nýttist útsæði í ár verr en oft áður. Páll sagði að þrátt fyrir almennan samdrátt í kartöflu- ræktinni fyndust dæmi um að bændur hafi verið að auka við sig. Páll sagði að búast mætti við góðri uppskeru ef fram færi sem horfði og nú væru bændur tilbún- ir til að verjast myglunni og úðað yrði í tíma með réttum efnum. ÞI

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.