Dagur - 16.06.1992, Blaðsíða 2

Dagur - 16.06.1992, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Þriðjudagur 16. júní 1992 Fréttir_______________________ Björn Benediktsson í Sandfellshaga, Öxarfirði: „Skynsamlegast að landgræðsla skili jafnframt arði“ Landgræðsla ríkisins hefur ákveðið að veita árlega sér- stakar viðurkenningar fyrir afrek á sviði landgræðslu til „Af nýlögnum eru framkvæmd- irnar á Öxnadalsheiði lang stærstar í þessu umdæmi en þær framkvæmdir ættu ekki að trufla umferð í sumar nema að hraðatakmarkanir verða þar í gangi“ segir Einar Gíslason umdæmistæknifræðingur Vega- gerðarinnar á Sauðárkróki. Mývatnssveit: EinstaJdingar opna „Hverinn“ Veitingahús í eigu einstaklinga er risið í Mývatnssveit. Um er að ræða veitingastað með eld- húsi og borðsal fyrir 40 gesti og er húsið við hliðina á lóð kaup- félagsins við Reykjahlíðar- þorp. Um er að ræða einingahús og er einn hluti hússins byggður á staðnum en tveir hlutar byggðir annars staðar og fluttir á staðinn. Sigurður Rúnar Ragnarsson, sveitarstjóri, er hinn ánægðasti með tilkomu nýs þjónustuaðila í hreppnum og sagði að veitinga- staðurinn opnaði um leið og upp- setningu og þrifum lyki og búið yrði að kveikja undir pottunum. Hverinn nefnist nýi veitinga- staðurinn og eru eigendur hans: Áslaugur Haddsson, Ellert Finn- bogason, eiginkonur þeirra og Helgi Gunnarsson. IM I einstaklinga og/eða félaga eða samtaka sem skarað hafa fram úr við landgræðslu og gróður- | vernd og efla þannig þá við- Verið er að grafa vegrásir á Siglufjarðarvegi milli Ketiláss og jarðganganna en grafið er fjalls- megin til að taka við vatni frá fjallinu og „afvatna“ veginn og um leið þjóna rásirnar því hlut- verki að minnka snjóasöfnun á hann. Viðgerð á Siglufjarðar- göngum er lokið en byrjað er á 30 metra löngum forskála við göng- in Skagafjarðarmegin og er áætl- aður byggingarkostnaður um 30 milljónir króna. Engar framkvæmdir verða á Vatnsskarði í sumar að öðru leyti en því að snyrtur verður vega- kaflinn frá Vatnshlíð og niður að Valagerði en verktakinn að þeim vegaframkvæmdum varð gjald- þrota. Engar stórframkvæmdir verða i' Húnavatnssýslu. Styrktur verður vegakaflinn Reykjabraut- Skinnastaður en þar er fyrir gömul klæðning og víða verða minni háttar framkvæmdir við endur- nýjun á því bundna slitlagi sem þegar er fyrir hendi. Minni háttar framkvæmdir verða á Auðkúlu- vegi og gengið verður frá vega- kafla á Vatnsnesi en verktakinn þar gafst upp við verkið áður en því var lokið en sami verktaki hafði einnig haft gröftinn á veg- rásunum á Siglufjarðarvegi á sinni könnu. Þó verður lögð ný klæðning frá enda bundna slitlagsins í Norður- árdal og upp á heiðarsporið á Öxnadalsheiði, alls um 1,5 km. langur spotti. Fyrirhugað er síð- an að bjóða út seinna í sumar lagningu á bundnu slitlagi frá heiðarsporinu og að kaflanum sem endað var á í fyrrasumar og sú vinna færi fram í haust og í byrjun næsta sumars. GG leitni stofnunarinnar aö kynna sjálfboðaliöastarf í landgræðslu. Dómnefnd var skipuð full- trúum frá Stéttarsambandi bænda, náttúruverndarráði, Landvernd og Landgræðslunni og voru verðlaunin sem eru fagurlega útskornir tréplattar úr íslensku birki og lerki albent að Gunnarsholti á Rang- árvöllum sl. laugardag. Verðlaunin hlutu að þessu sinni Björn Benediktsson bóndi í Sandfellshaga í Öxarfirði, Ottó A. Michaelsen í Reykjavík og Skógræktarfélag Hafnarfjarðar. Björn hefur um langt árabil rækt- að upp heimaland sitt með áburði og grasfræi og jafnframt skipu- lagt landnýtingu. Hann var val- inn sem samnefnari fyrir þá fjöl- mörgu bændur sem ræktað hafa upp landið og stöðvað eyðingu gróðurs og jarðvegs. Björn hefur á margan hátt verið frumkvöðull að ræktun örfoka lands og jafn- framt nytjað landið markvisst og skynsamlega. „Þetta kom nú þannig til að við búum hér við þær aðstæður að beitland er ekki sérstaklega gott á haustin því hér er mikið kjarr- lendi en ekki valllendi og því lagði sauðfé gjarnan af eftir göngur og fram að því að það var tekið í hús og því fór það ekki vel með landið. Árið 1977 girtum við af um 400 ha sem var skóglendi að meirihluta en einnig melar og sáðum í 30 til 40 ha en ástand landsins er afleiðing af krafturs- beit fyrri ára og jafnvel alda. Síð- an hefur verið borinn á svæðið fjórðungur þess áburðarmagns sem bændur bera venjulega á tún og þá hefur verið komið ágætt gras á svæðið um göngur og fé sem sett hefur verið á vetur hefur verið þarna fram í snjóa.“ „Eftir það hefur svæðið verið friðað fram á næsta vor en þá hafa þessir melar lifnað á undan túnum vegna þess hve seint er borið á á haustin. Því hefur feng- ist þarna vorbeit sem ekki var reiknað með en síðan hefur svæðið verið friðað frá júní og fram í september því ef menn ætla að beita skipulega þá þarf líka að hvíla.“ „Það er hið besta mál ef hægt er að stunda landgræðslu og jafn- framt hafa af því arð“ sagði land- græðsluverðlaunahafinn Björn Benediktsson í Sandfellshaga. Ottó A. Michaelsen fékk viðurkenningu fyrir uppgræðslu Atvinnuástand á Kópaskeri er mjög gott, að því undanskyldu að konur í Rækjuvinnslunni Geflu hafa verið án atvinnu meðan framkvæmdir hafa staðið yfir við húsnæði verk- smiðjunnar. Einnig bíða þeir unglingar sem fá vinnu við rækjuvinnsluna í sumar eftir því að geta hafíð störf. Vinnsla mun hefjast á ný í Geflu innan fárra daga. Vinnuskólinn á Kópaskeri hefst 1. júlí. Um er að ræða hálfs dags vinnu í einn mánuð fyrir unglinga, 13 ára og eldri. Verk- stjóri er Hulda Þórey Garðars- dóttir. Fyrst og fremst verða umhverfisverkefni á dagskrá í tilefni af framleiðslu eitt hundrað þúsundasta fískkers- ins hjá Sæplasti hf. á Dalvík í síðustu viku var Slysavarna- skóla sjómanna færð hálf mill- jón að gjöf. Þetta er önnur peningagjöfín sem Slysavarna- félagi íslands berst á skömm- um tíma. í gjafabréfi með gjöf Sæplasts segir m.a.: „Það er öllum ljóst, sem fylgst hafa með sjávarútvegi „Nafanna" sem er gamall sjávar- kambur í miðjum heimabæ hans, Sauðárkróki, og Skógræktarfélag Hafnarfjarðar fékk verðlaun fyrir að veita áhugafólki tækifæri til að taka svokallaðar Iandnemaspild- ur til ræktunar á svæði félagsins umhverfis Hvaleyrarvatn. GG vinnuskólans, hreinsun, tiltekt og gróðurverndarstörf, að sögn Ing- unnar St. Svavarsdóttur, sveitar- stjóra í Öxarfjarðarhreppi. Báðum megin við innkeyrsl- una að Kópaskeri voru settar nið- ur 2000 skógarplöntur 6. júní sl. Þetta er þriðja árið í röð sem slíkt skógræktarátak er í gangi. Laugardaginn 13. júní var hreins- unardagur en þá var hreinsað til innan þorpsgirðingar á Kópa- skeri og við aflagða ruslahauga við Skinnastað. Einnig tók Ung- mennafélagið Snörtur að sér þriggja ára verkefni sem hófst í fyrrasumar, við að hreinsa fjör- una innan þorpsgirðingar á Kópa- skeri. IM á síðastliðnum árum að það starf sem unnið hefur verið af þessum skóla hefur átt sinn þátt í að bjarga mörgum sjómanninum úr lífsháska." Nýverið barst Slysavarnafélagi íslands peningagjöf að fjárhæð ein milljón króna. Samkvæmt upplýsingum frá félaginu verður þessum fjármunum varið til að auka og efla fjarskiptabúnað félagsins. JÓH Vegaframkvæmdir á Norðurlandi vestra: Ahersla lögð á Öxna- dalsheiði og Strákagöng Kópasker: Gott atviimuástand - skógræktar- og hreinsunardagar um helgar Sæplast hf: Hálf milljón til Slysa- vamaskóla sjómanna Aðalfundur Menningarsamtaka Norðlendinga sl. laugardag: Menor njóti íjárhagslegs stuðnings kjördæmasamtaka - Anna Helgadóttir á Kópaskeri kjörin formaður Menor Anna Helgadóttir, kennari á Kópaskeri, var kjörin formað- ur Menningarsamtaka Norð- lendinga á aðalfundi þeirra á Akureyri sl. laugardag. Mar- grét Bóasdóttir, fráfarandi for- maður Menor, gaf ekki kost á sér til endurkjörs þar sem hún mun að hausti flytja búferlum suður í Skálholt og snúa sér að öðrum verkefnum. Aðalfundurinn var í Safnaðar- heimili Akureyrarkirkju og var vel sóttur. Að venjulegum aðal- fundarstörfum loknum spunnust miklar umræður um framtíð Menningarsamtaka Norðlend- inga í ljósi þess að ákveðið hefur verið að leggja Fjórðungssam- band Norðlendinga niður, en Menningarsamtökin voru stofn- uð fyrir 10 árum síðan að frum- kvæði Fjórðungssambandsins og hafa notið fjárstuðnings þess. Vegna þessara tímamóta sam- þykkti aðalfundurinn að „þrátt fyrir að Fjórðungssamband Norðlendinga verði lagt niður, muni Menor áfram starfa sem ein samtök, sem ná yfir Norðurland- ið allt.“ Einnig samþykkti aðal- fundurinn að beina því til undir- búningsnefnda að stofnun kjör- dæmissamtaka á Norðurlandi eystra og vestra að þær beiti sér fyrir því að hin nýju samtök sveitarfélaga veiti fjármagni til Menningarsamtakanna og tryggi þannig áframhaldandi tilveru- grundvöll þeirra. Þá var rætt töluvert á aðalfund- inum um fyrirhugað samstarf Gil- félagsins og Menor um hugsan- lega sameiginlega aðstöðu í hús- næði Gilfélagsins í Grófargili þar sem hægt yrði að miðla ýmsum upplýsingum og þjónustu um list- ir og menningu og fól aðalfund- urinn stjórn Menor „að vinna að frekara samstarfi um menningar- mál við Gilfélagið á Akureyri í samræmi við markmiðsgreinar beggja.“ Menningarsamtök Norðlend- inga fagna tíu ára afmæli á þessu ári og í tilefni af því var Guð- mundi Ármanni, myndlista- manni, falið að hanna merki sam- takanna, sem formlega var sam- þykkt á aðalfundinum. í hádeginu sl. laugardag var kvartett nemenda úr Tónlistar- skólanum á Akureyri, Leik- klúbburinn Saga og Hlynur Hallsson, skáld, með blandaða Margrét Bóasdóttir, fráfarandi for- maður Menors, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. dagskrá fyrir aðalfundargesti og að fundinum loknum fóru fund- armenn í fylgd forsvarsmanna Gilfélagsins í gönguferð um húsnæði féiagsins í Grófargili. Auk Önnu Helgadóttur voru kjörin í stjórn Menor þau Sigurð- ur Hallmarsson, Húsavík, Hlín Torfadóttir, Dalvík, Ólafur Hall- grímsson, Mælifelli Skagafirði og Anna Helgadóttir, kennari á Kópa- skeri, er nýr formaður Menors. Guðrún Helga Bjarnadóttir, Hvammstanga. Margrét Bóasdóttir, fráfarandi formaður Menor, flytur suður í Skálholt í haust þar sem hún ætlar að einbeita sér að söngnum, en vegna mikilla anna við kennslu, formennsku í Menor, kórstjórn og fleira hefur hún ekki getað sinnt söngnum eins og hún hefði kosið. óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.