Dagur - 16.06.1992, Blaðsíða 9

Dagur - 16.06.1992, Blaðsíða 9
8 - DAGUR - Þriðjudagur 16. júní 1992 Iþróttir 2. deild 4. umferð: Þróttur R.-IR 1:2 Fylkir-Grindavík 3:0 Selfoss-Leiftur 0:3 BÍ-ÍBK 0:1 Víðir-Stjarnan 1:1 Staðan: Fylkir 4 4-0-0 11:2 12 ÍR 4 2-2-0 6:4 8 Leiftur 4 2-1-1 8:1 7 ÍBK 4 2-1-1 5:4 7 Þróttur R. 4 2-0-2 7:10 6 Víðir 4 1-2-1 6:7 5 Stjarnan 4 1-1-2 5:6 4 Selfoss 4 0-2-2 3:7 2 Grindavík 4 0-2-2 4:9 2 BÍ 4 0-1-3 5:10 1 Markahæstir: Þorlákur Árnason, Leiftri 7 Hlynur Jóhannsson, Víði 4 Óli Þór Magnússon, ÍBK 3 Kristján HaUdórsson , ÍR 3 Haukur Magnússon, Þrótti R. 3 3. deild 4. umferð: Þróttur N.-Ægir 0:0 KS-Haukar 1:3 Grótta-Skallagrímur 2:1 Tindastóll-Dalvík 3:1 Magni-Völsungur 0:1 Staöan: Tindastóll 4 4-0-0 12:6 12 Völsungur 4 3-1-0 7: 110 Grótta 4 3-0-1 9: 5 9 Þróttur N. 4 2-2-0 9: 3 8 Magni 4 2-0-2 8: 3 6 Haukar 4 2-0-2 9: 8 6 Dalvík 4 1-0-3 7: 5 3 Ægir 4 0-2-2 2: 6 2 Skallagrímur 4 0-1-3 5:10 1 KS 4 0-0-4 2:16 0 Markahæstir: Kristján Brooks, Gróttu 7 Sverrir Sverrisson, Tindastóii 5 Þór Hinriksson, Haukum 4 Goran Micic, Þrótti N. 4 Bjarki Pétursson, Tindastóli 3 Pétur Pétursson, Tindastóli 3 4. deild 2. umferð: HSÞb-Kormákur Þrymur-SM Neisti-Hvöt 0:2 1:1 1:3 Staðan: Kormákur Hvöt HSÞb SM Þrymur Neisti 2 2-0-0 8:0 6 2 1-0-0 7:2 6 2 1-0-1 4:4 3 2 0-1-1 2:5 1 1 0-1-1 1:7 1 2 0-0-2 2:6 0 Markahæstir: Sigurður Ágústsson, Hvöt 3 Gísli Gunnarsson, Hvöt 2 Rúnar Guðmundsson, Kormáki 2 Albert Jónsson, Kormáki Samskipadeildin, KA-KR 1:1 , AUt of seinir í gaiig“ - segir Gunnar Gíslason þjálfari KA Steingrímur Birgisson cinbeittur á svip í leiknum gegn KR. KA-menn tóku á móti KR-ing- um í Samskipadeildinni á laug- ardag og skildu liðin jöfn, 1:1. KR hafði yfír í leikhléi, 1:0, eftir að KÁ-menn höfðu fært þeim markið á silfurfati. Heima- menn byrjuðu frekar illa og lá talsvert á þeim framan af, án þess þó að umtalsverð hætta skapaðist upp við markið. KA- menn jöfnuðu á 56. mínútu með marki Gunnars Más Más- sonar. „Við erum allt of seinir í gang,“ sagði Gunnar Gíslason, þjálfari KA-manna, eftir leikinn. „Menn eru í ágætu formi, sem sést best á því að við leikum á fullu í endann á leiknum. Það tekur allt of mikla orku að vera sífellt að vinna upp einhverja vit- leysu. Við verðum að leika á fulllu í 90. mínútur, öðruvísi gengur þetta ekki upp,“ sagði Gunnar. Aðspurður um næsta leik, sem er gegn ÍA, sagði Gunnar að þeir yrðu að koma með þrjú stig heim af Skaganum. „Þetta er ekki óvinnandi lið og það ætlum við okkur að sýna.“ Bjarni Jónsson, fyrirliði KA, var óánægður með jafnteflið. „Það var klúður að kíára þetta ekki í seinni hálfleiknum. Fyrri hálfleikurinn var nokkuð jafn, færi á báða bóga, en við gáfum þeim markið,“ sagði Bjarni. Ragnar Margeirsson, sóknar- maður KR-inga, sagðist vera sáttur við stigið á móti KA. „Við höfum ekki riðið feitum hesti frá leikjum hérna fyrir norðan á undanförnum árum, eitt stig er ágætt fyrir okkur,“ sagði Ragnar. Leikurinn byrjaði fjörlega og voru KA-menn nálægt því að skora strax á 2. mínútu. Gunnar Már komst þá einn í gegn en Ólafur Gottskálksson, mark- vörður KR-inga, náði að verja. Eftir þetta má segja að KR-ingar hafi ráðið gangi mála lengst af í hálfleiknum. KA-menn misstu tökin á miðjunni og því var press- an talsverð á þeirra svæði. Bæði lið fengu ágæt færi, þótt KA- menn hafi verið mun nær því að skora þegar Gunnar Már átti skot í stöng um miðbik hálfleiksins. Mark KR-inga kom á 25. mín- útu. KA-menn voru með boltann á eigin vallarhelmingi og engin hætta virtist á ferðum. Pavel fær þá boltann og hlýtur að hafa ætl- að að senda aftur á Hauk í mark- inu. Ekki vildi þó betur til en svo að Steinar Ingimundarson fær boltann, þar sem hann stendur talsvert fyrir innan KA-vörnina, leikur framhjá Hauki og skorar. Ótrúlega klaufalega að verki staðið hjá Pavel. Pað var mjög einkenríandrfyrir leik KA-liðsins í fyrri hálfleikn- um hversu lítið boltinn fékk að ganga með jörðinn á imilli manna. Lítil tengsl voru á milli varnar og sóknar og því of mikið um að varnarmenn kæmu isér í vandræði þegar átti að fafla að bera upp boltann. KA-rfienn sóttu gegn stífri norðanátt,' sem hafði talsverð áhrif á gang leiks- ins. Seinni hálfleikur fór líkí af stað og sá fyrri nema hvað fyrstu færin voru KR-inga. Eftir það tóku KA-menn leikinn í sínar hendur og uppskáru mark á 56. mínútu. Aukaspyrna var þá dæmd á KR við miðlínu. Boltinn barst inn í teiginn og datt fyrir fætur Gunn- ars Más sem skoraði gott mark framhjá Ólafi í markinu. Vel að verki staðið hjá Gunnari. Það sem eftir lifði af hálfleikn- um skiptust liðin á að sækja og voru KA-menn ntun frískari upp við markið. Þeir fengu hættulegri færi og geta nagað sig í handar- bökin fyrir að nýta þau ekki betur. Pegar upp er staðið og leikurinn skoðaður í heild, geta bæði lið nokkuð vel við unað því í raun hefði hvort liðið sem er getað farið með sigur af hólmi. Gunnar Gíslason lék manna best fyrir KA í þessum leik, auk þess sem Ormarr er alltaf hættulegur þegar hann kemst á skrið. Hjá KR spilar Atli Eðvaldsson stóra rullu sem gríðarlega sterkur skallamaður. Lið KA: Haukur Bragason, Gunnar Gíslason, Steingrímur Birgisson, Örn Viðar Arnarson, Bjarni Jónsson, Gauti Laxdal, Páll Gíslason (Árni Hermanns- son 71. mín.), Pavel Vandas, Ormarr Örlygsson (gult spjald), Sigþór Júlíusson (Árni Þór Freysteinsson 82. mín.), Gunnar Már Másson. Lið KR:Ólafur Gottskálksson, Óskar Þorvaldsson, Gunnar Oddsson, Þormóð- ur Egilsson, Atli Eðvaldsson, Rúnar Kristinsson, Heimir Guðjónsson, Sigurð- ur Eyjólfsson (Einar Daníelsson 67. mín.), Gunnar Skúlason, Ragnar Marg- eirsson (gult spjald) (Sigurður Ómarsson 86. mín.), Steinar Ingimundarson. Dómari:Gylfi Orrason. Línuverðir:Ari Þórðarson og Þorsteinn Árnason. SV Úrslit: Meistaramót íslands í fijálsum íþróttum - Sveinn Margeirsson UMSS setti íslandsmet 15,04 sek., l,61m, 9,66m, 26,98 sek., 5,46m, Knattspyrna 3. deild: Stólamir með Mt hús stiga eftir sigur á Dalvíkingum Meistaramót íslands í frjálsum íþróttum (fyrri hluti) fór fram á Varmárvelli í Mosfellsbæ 13.-14. júní. Keppt var í tugþraut karla, sjöþraut kvenna, 4x800 m boð- hlaupi karla, 4x1500 m boðhlaupi karla og 10000 m hlaupi karla. Aukagreinar á mótinu voru þrjár: Spjótkast karla, stangar- stökk karla og 1500 m hlaup drengja. Skagfirðingurinn Sveinn Margeirsson, UMSS, setti íslandsmet í piltaflokki (13-14 ára). Jón Stefánsson, UFA, sigr- aði í 10000 m hlaupi karla. Hér koma úrslit þriggja efstu í hverri grein mótsins. Tugþraut 1. Jón Arnar Magnússon, Umf.Gnúpverja 6942 stig 10,77 sek., 7,25m, 14,57m, l,97m, 51,21 sek., 14,72 sek., 39,06m, 4,25m, 53,44m, - 2. Friðgeir Halldórsson, USAH 6201 stig 11,96 sek., 6,48m, 12,61m, l,85m, 55,97 sek. 16,08 sek„ 37,64m„ 4,00m, 50,74m, 5:26,31 mín. 3. Stefán Pór Stefánsson, ÍR 5606 stig 11,75 sek„ 6,35m, 10,94m, l,76m, 54,66 sek„ 15,51 sek„ 31,50m, 3,20m, 44,56m, 5:52,61 mín. Sjöþraut 1. Þuríður Ingvarsdóttir, Umf.Selfoss 4802 stig 34,32m, 2:25,39 mín. 2 Kristín Markúsdóttir, UMSB 3668 stig 17,41 sek„ l,43m, 8,70m, 28,64 sek„ 4,66m, 33,60m, 2:46,25 mín. 3. Guðný Sveinbjörnsdóttir, HSÞ 3535 stig 18,83 sek„ l,49m, 9,32m, 28,78 sek„ 4,90m, 31,72m, 2:54,10 mín. 4x800 m boðhlaup karla 1. A-sveit FH 8:16,25 2. Sveit ÍR 8:23,76 3. B-sveit FH 8:53,77 4x1500 m boðhlaup karla 1. A-sveit FH 17:27,8 2. B-sveit FH 18:51,4 10000 m hlaup karla 1. Jón Stefánsson, UFA 32:08,4 2. Bragi Sigurðsson, Ármanni 32:09,0 3. Sveinn Ernstsson, ÍR 32:46,8 Spjótkast karla 1. Sigurður Einarsson, Ármanni 78,46m 2. Þorsteinn R. Þórsson, UMSS 57,94m 3. ÓlafurGuðmundsson, Umf.Selfoss 43,94m Stangarstökk karla 1. Sigurður T. Sigurðsson, FH 5,00m 2. Kristján Gissurarson, UMSE 4,60m 1500 m hlaup drengja 1. Jón Þór Þorvaldsson, UMSB 4:17,8 2. Sveinn Margeirsson, ÚMSS 4:18,6 íslmet. Heil umferð var spiluð í þriðju deild um helgina. Ná- grannaliðin, Magni og Völs- ungur, mættust á Grenivík og fóru gestirnir með öll stigin þaðan, eftir 1:0 sigur. Dalvík- ingar fóru til Sauðárkróks og töpuðu 1:3 fyrir heimamönn- um, Grótta sigraði Skalla- grím, 2:1, KS tapaði fyrir Haukum, 0:3 og Þróttur N. og Ægir gerðu markalaust jafntefli Bjarki og Pétur klára Dalvíkinga Dalvíkingar urðu að lúta í lægra haldi fyrir Tindastóls- mönnum þegar lið þeirra áttust við á föstudagskvöld, 1:3. Dal- víkingar byrjuðu heldur betur í leiknum og komust yfir, 0:1, með marki Ágústar Sigurðsson- ar. Pétur Pétursson náði að jafna eftir glæsilega sókn Stól- anna og staðan í leikhléi var 1:1. Strax á fyrstu mínútum síð- ari hálfleiks kom Bjarki Péturs- son heimamönnum yfir og skor- aði svo öðru sinni fyrir leiks- lok.„Þetta eru mjög frískir strákar hjá Dalvíkingum og stigin eru ekki auðsótt til þeirra. Sigurinn var sanngjarn en ég er ekki ánægður með hvernig við spilum,“ sagði Guðbjörn Tryggvason, þjálfari Tindastóls. Guðjón Guðmundsson, þjálf- ari Dalvíkurliðsins, var ekki sammála Guðbirni um að sigur- inn hefði verið sanngjarn. „Við vorum betri aðilinn í leiknum, a.m.k. í fyrri hálfleik, og feng- um færi sem við náðum ekki að nýta. Ég er ósáttur við tapið en var ánægður með margt í okkar leik. Bræðurnir, Bjarki og Pétur, kláruðu þetta fyrir þá,“ sagði Guðjón. Völsungssigur á Magna Völsungar halda áfram að reita inn stig og í þetta> skipti sóttu þeir þrjú stig inn á Greni- vík. Leikurinn var jafn allt þar til u.þ.b. fimm mínútur voru til leiksloka að Sveinbjörn Ásgrímsson skoraði fyrir Völsung. Völsungar fengu þá aukaspyrnu sem þeir tóku strax, sendu inn fyrir og skoruðu. Magnamenn áttuðu sig ekki fyrr en markið var komið. Að sögn Björns Olgeirssonar hefði sigur- inn hæglega getað orðið mun stærri. „Við fengum fullt af fær- um til þess að skora en markið kom bara alltof seint,“ sagði Björn. „Þeir áttu allt sem var í leikn- um,“ sagði Nói Björnsson, þjálfari Magna. „Ég er auðvitað hundsvekktur að ná ekki að hanga á jafnteflinu úr því sem komið var en sigurinn hjá þeim var sanngjarn og hefði getað orðið stærri.“ Að sögn Nóa var það helst markvarsla ísaks Oddgeirssonar sem hélt liðinu á floti. Enn tap hjá KS KS-ingar máttu þola tap í sín- um fjórða leik í röð í íslands- mótinu. Liðið fékk Hauka í heimsókn og tapaði 1:3. Staðan var 0:1 í leikhléi og þegar u.þ.b. fimmtán mínútur voru til leiks- loka skoruðu Haukar sitt annað mark. Á síðustu mínútum leiks- ins komu svo tvö mörk. Haukar skoruðu úr víti en KS minnkaði síðan muninn þegar venjulegur tími var útrunninn. Markaskorari fyrir KS var Sigurður Benonísson. Guð- mundur Valur Sigurðsson, Bogi Pétursson og Þór Hinriksson gerðu mörk Hauka. “Þetta var mun betra hjá okkur en undan- farið,“ sagði Hafþór Kolbeins- son, leikmaður KS. „Við vorum a.m.k. að skapa okkur færi. Við höfum, fram að þessum leik, ekki átt möguleika en nú var sigur þeirra of stór,“ sagði Haf- þór og var ekki bjartsýnn á gengi liðsins í sumar. Skallagrímur tapaði 1:2 fyrir Gróttu og var mark Skallagríms sjálfsmark. Mörk Gróttu gerði Kristján Brooks. Þróttur N. og Ægir gerðu markalaust jafntefli í Nes- kaupstað. SV Þriðjudagur 16. júní 1992 - DAGUR - 9 Jón Haukur Brynjólfsson Knattspyrna, 2. deild: Leiftur vann Selfoss - enn skorar Þorlákur Þorlákur Árnason heldur áfram að skora fyrir Leiftur. Liði Dalvíkinga í 3. deild bætt- ist góður liðsauki sl. laugardag er Jónas Þór Guðmundsson markmaður hjá KA tilkynnti félagaskipti í UMFS og verður hann löglegur með liðinu þeg- ar það leikur gegn Þrótti N. á Dalvík nk. laugardag. Jónas sem er 24 ára hefur æft með liði KA nú í vor en ekki verið í hópnum. Leiftursmenn gerðu góða ferð til Selfoss um helgina þar sem þeir báru sigurorð af heima- mönnum, 0:3 í slökum leik. Þorlákur Árnason skoraði öll mörk Leifturs og var besti maður Iiðsins. „Við spiluðum ekki vel í leikn- um og ég get því ekki verið ánægður með annað en stigin,“ sagði Marteinn Geirsson, þjálfari Heil umferð fór fram í fjórðu deild C um helgina. Ungm.f Neisti tapaði fyrir Hvöt, 1:3, HSÞb tapaði fyrir Kormáki 0:2 og Þrymur og SM skildu jöfn, 1:1. Hvöt og Kormákur eru efst með tvo sigra. Þrymur-SM “Við vorum mun sterkari og Það er liði Dalvíkinga mikill akkur að fá Jónas í sínar raðir en liðið hefur aðeins haft einn markmann í vor. Rósberg Ótt- arsson sem varði mark Reynis á Árskógsströnd í 3. deildinni í fyrra var búinn að tilkynna félagsskipti til Dalvíkur en hefur ekki verið með í vor sökum meiðsla. GG Leifturs. Hann sagði að sínir menn hefðu spilað ágætlega allt þar til þeir skoruðu fyrsta markið um miðjan fyrri hálfleik. „Eftir að við skoruðum hættu menn að einbeita sér að því að spila bolt- anum.“ Baráttan varð allsráðandi og mörg spjöld fóru á loft. Þor- lákur Árnason gerði markið. í síðari hálfleik var Selfossliðið meira með boltann en náði ekki 4. deild C: áttum að taka þá,“ sagði Sigur- björn Viðarsson, þjálfari SM, um leik þeirra við Þrym. Hann sagði að leikurinn hefði verið illa leik- inn og að þeir hefðu átt að skora meira. Þrymur komst yfir í byrj- un seinni hálfleiks, með marki Atla Freys Sveinssonar úr víta- spyrnu, en SM jafnaði 10 mínút- um síðar. Donald Kelly skoraði mark SM. HSÞb-Kormákur Kormáksmenn heimsóttu HSÞb og unnu góðan sigur 0:2 eftir að jafnt hafði verið í leikhléi 0:0. Þegar fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleik var víta- spyrna dæmd á markvörð HSÞb- manna og honum vikið af leik- velli í kjölfarið. Kormáksmenn skoruðu úr spyrnunni og bættu svo við öðru marki eftir miðjan hálfleikinn. Markaskorarar Kormáks voru þeir Hörður Guðjónsson og Albert Jónsson. Neisti-Hvöt Ungm.f. Neisti og Hvöt áttust við um helgina og unnu þeir að skapa sér færi. Það voru hins vegar gestirnir sem skoruðu aftur á 63. mínútu og þriðja markið kom svo tíu mínútum síðar. Það var besti maður liðsins í leiknum, Þorlákur Árnason, sem sá um að afgreiða knöttinn í netið í bæði skiptin. Næsti leikur Leiftursmanna verður á föstudaginn og fá þeir þá efsta lið deildarinnar, Fylki, í heimsókn. SV Sigurbjörn Viðarsson þjálfari SM. síðarnefndu 1:3. Staðan var 0:0 í leikhléi en Hvatarmenn skoruðu þrjú mörk í seinni hálfleik. Neisti náði svo að minnka muninn undir lokin. Mörk Hvatar skoruðu þeir Sigurður Ágústsson, 1 og Gísli Gunnarsson, 2. Hasade Mirale skoraði mark Neista. SV Dalvíkingar fá liðsauka frá KA: Jónas Þór Guðmundsson markmaður hefur félagaskipti Koraiákur og Hvöt efst Aflraunameistari íslands: Keppnisgreinamar kynntar Eins og kunnugt er verður keppt um titilinn Afírauna- mcistari íslands á Akureyri 17. júní. Verðlaun á mótinu eru gefín af Gullsmíðastofunni Skart og er það 30 kflóa silfur- slegin stuðlabergsstytta. Mótið fer fram á þremur stöðum í bænum og hefst við íþróttahöllina stundvíslega klukkan 15.30. Þar fer ein grein fram. Hálftíma síðar skeiða tröllin inn í garðinn við Sundlaug Akureyrar þar sem keppt verður í fímm greinum. Að síðustu verður svo farið í kirkjutröppurnar og endað þar á einni grein. Hér munum við kynna keppnisgreinarnar sjö. 1. Trukkadráttur: Greinin fer fram á planinu við íþróttahöllina og hefst kl. 15.30. Hér verður dreginn einn af stóru Kókbílunum frá Vífilfelli. Aðeins einn keppandi þreytir hlaupið í einu og er keppt við klukkuna. Kraftakarlarnir verða settir í hlutverk múldýra, verða beislaðir og eiga að hlaupa litla 30 metra með 5-6 tonna trukkinn í eftirdragi. Hér er það styrkur í fótum sem hefur mest að segja. Keppendum er ráðlegra að geyma ballskóna heima. 2. Armlyfta: Þessi grein fer fram í Sundlaug- argarðinum og hefst kl. 16.00. Keppnin fer þannig fram að menn þurfa að halda 25 lítrum af mjólk út frá sér með beinum örmum. Rass og herðar verða að vera upp við stoð og mjólkin má ekki síga nema 10 sm. Mjólkin verður í ílátum til þess að hún sullist ekki um allt. 3. Steinkúluhleðsla: Hér er þrautin fólgin í því að lyfta 4 hnöttóttum steinum, sem Möl og sandur hafa gert, upp á tunnur. Steinarnir eru misþungir, fyrsti 90 kg., annar 110 kg., þriðji 130 kg. og fjórði 140 kíló. Þeir verða að fara upp á tunnurnar í þessari röð og er keppt við klukk- una. Aðeins þrír steinar voru notaðir í fyrra og var Andrés Guðmundsson fljótastur að vippa þeim upp á tunnurnar, 7,11 sek. Sá sem þurfti lengstan tíma í þetta í fyrra tók sér eina mínútu í þessa smámuni. 4. Bfldráttur á höndum: Þessi grein hefst kl. 17.00 og þurfa kapparnir að draga eitt stykki Pajero jeppa frá Höldur sf. Keppendur sitja, spyrna fót- um í bjálka og þurfa að draga bíl- inn 30 metra. Hér er mikil áreyn- sla á handleggi og axlir. 5. Islandsbankaganga: Þetta er gríðarlega erfið grein þar sem keppendur þurfa að ganga með tvo 90 kílóa bauka, sinn í hvorri hönd. Hér verða gengnar allar sparileiðir þeirra Islands- bankamanna og sá sem kemst lengst í sparnaðinum vinnur. Menn geta gengið fram og til baka, svo lengi sem þeir hafa þrek til þess að spara. Þessi grein þykir ákaflega hentug fyrir þá sem hafa stutta handleggi. 6. Hleðslukeppni: Hér keppa tveir og tveir og hefur hvor tvö fiskiker frá Sæplasti. Fiskikerum beggja verður stillt upp þannig að 10-15 metrar verða á milli kera hvors um sig. í öðru keri hvors keppanda verða fjórir hlutir sem þarf að ferja yfir í hitt karið. Hlutirnir sem ferja þarf eru frá Sandfelli: Landfest- artóg (87 kíló), línubelgur (fyllt- ur með 75 lítrum af vatni), línu- balli (63 kíló) og vörubílsdekk af stærstu gerð frá Gúmmí- vinnustofunni (70-80 kíló). Hér þurfa menn, með einhverjum ráðum, að taka hlutina upp úr öðru kerinu og hlaupa með þá yfir í hitt. Líklega er það með ráðum gert að hafa þessa kepp- nisgrein á eftir þeirri þar sem handleggirnir lengjast sem mest. 7. Kirkjutröppuhlaupið: Þessa grein þarf varla að kynna nánar en eðli málsins samkvæmt þarf hún að fara fram í kirkjutr- öppunum. Greinin er sú síðasta í mótinu og hefst klukkan 18.45. Hlaupið er upp allar tröppurnar með 50 kílóa poka á herðunum. SV

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.