Dagur - 16.06.1992, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Þriðjudagur 16. júní 1992
Deildarmót
Í.D.L.
verður haldið á Breiðholtsvelli dagana 19.-21. júní.
Mótið hefst kl. 18 föstudaginn 19. júní.
Keppt verður í öllum hefðbundnum íþróttagreinum.
Skráning er í Hestasporti.
Nánar auglýst síðar.
Í.D.L.
Sumarskólinn
á Akureyri
Sérnámskeið - síðdegis
Leikræn túlkun og leikir
fyrir 6-7 ára (kl. 16.15-17.25) kr. 7.200,-
fyrir 8-9 ára (kl. 17.35-19.00) kr. 8.300,-
Tvö tímabil: 19/6.-4/7. og 10/7.-25/7.
Leiðbeinendur: Rósa Rut Þórisdóttir, Ásta Arnardótt-
ir og Örn Ingi.
Upplýsingar og skráning í síma 22644.
Verslun
með reyrvörur
Reyrhúsgögn - Stakir stólar.
Úrval af gjafavöru og bast körfum.
Nýjar vörur - Komið og skoðið
Bíeiiri fíiiinn
Kaupangi v/Mýrarveg.
Sími 12025.
... -4
Breytt afgreiðsla
viðskiptaráðuneytisins
Skv. ákvörðun forsætisráðherra hafa starfslið og
húsnæði iðnaðar- og viðskiptaráðuneytanna verið
sameinuð frá 2. júní sl. að telja.
Afgreiðsla viðskiptaráðuneytisins hefur því verið flutt
og sameinuð afgreiðslu iðnaðarráðuneytisins, sem
er á 3. hæð í austurenda Arnarhvols, gengið inn frá
Lindargötu. (Inngangur við hliðina á húsi Hæstarétt-
ar.)
Símí beggja ráðuneytanna er 609070 og bréfsími
621289.
Viðskiptaráðuneytið
12. júní 1992.
Til sölu á Dalvík
Neðangreindar eignir úr þrotabúi Ríkarðs Björns-
sonar (Víkurbakarí Dalvík) eru til sölu.
1. Fasteignin Hafnarbraut 5, Dalvík. Eignin er sam-
tals 463 m2. í hluta eignarinnar hefur verið rekin
brauðgerð sem möguleiki er að selja sérstaklega
ásamt tækjum.
Ýmsir möguleikar eru fyrir hendi til að skipta eign-
inni.
2. Fasteignin Drafnarbraut 2, efri hæð, Dalvík sem
er 199.6 m2 ásamt 28.9 m2 bílskúr.
3. Bifreiðin G-8655 Daihatsu Híjet árgerð 1987.
Tilboðum skal skilað til Árna Pálssonar hdl., bústjóra
til bráðabirgða, Brekkugötu 4, Akureyri fyrir 1. júlí
n.k. sem jafnframt veitir allar nánari upplýsingar í
síma 96-11200.
Opna nýja gistingu innan Ferðaþjónustu bænda:
Minnka kartöfluræktina og snúa
sér að þjónustunni við ferðamenn
- spjallað við Gunnar Val Eyþórsson og Sveinu Jóhannesdóttur
á Öngulsstöðum III í Eyjaíjarðarsveit
Gunnar Valur í öðru herberginu. Alls geta sex manns gist í einu en gistiher-
bergin eru tvö.
Ungt par á Öngulsstöðum III í
Eyjafjarðarsveit, Gunnar Val-
ur Eyþórsson og Sveina Björk
Jóhannesdóttir, er þessa dag-
ana að opna nýja ferðaþjón-
ustu sem starfrækt er innan
Ferðaþjónustu bænda. Um er
að ræða húsnæði sem þau hafa
standsett í hluta af gömlu íbúð-
arhúsi og geta þar gist 6 manns
í einu í tveimur herbergjum.
Þau Gunnar og Sveina eru í
félagsbúskap á Öngulsstöðum
en Sveina ætlar að hafa þjón-
ustuna við ferðamenn að sum-
arstarfi.
„Þetta var leið til að nýta hér
pláss sem annars var notað sem
geymslur en um leið létum við
verða af því að fara út í ferða-
þjónstu sem hefur verið draumur
lengi,“ sögðu þau Gunnar og
Sveina í spjalli við Dag.
Þau segja að framan Akureyr-
ar sé enginn aðili innan Ferða-
þjónustu bænda ef frá eru talin
sumarhúsin á Hrísum. í upphafi
fór Ferðaþjónusta bænda af stað
sem möguleiki fólks til gistingar
heima á sveitabæjum og um leið
möguleiki til kynningar á lífi og
störfum í sveit. Innan Ferðaþjón-
ustu bænda hafa í seinni tíð kom-
ið aðilar sem reka sumarhúsa-
byggðir í tengslum við búskapinn
en segja má að nýja gistingin á
Öngulsstöðum byggi á upphaf-
legu kveikjunni að Ferðaþjón-
ustu bænda því hefðbundinn
búskapur er stundaður á Önguls-
stöðum.
Gunnar og Sveina segja að
byrjað hafi verið að standsetja
húsnæðið í vetur en þessi gisting
sé þegar komin inn í auglýsinga-
kerfi FB fyrir komandi sumar.
„Við ákváðum að minnka kart-
öfluræktina og reyna að láta
ferðaþjónustuna vega að ein-
hverju leyti upp á móti henni en
auðvitað gerist það ekki á einu
sumri. Svona lagað þarf lengri
tíma til að auglýsa sig upp. Þetta
verður bara að vaxa hægt og bít-
andi.“
Eins og áður segir eru gisti-
möguleikar fyrir 6 manns í tveim-
ur herbergjum en auk þess er
setustofa, eldunar- og hreinlætis-
aðstaða auk þess sem sérstakur
inngangur er að gistiaðstöðunni.
JÓH
Gunnar Valur Eyþórsson og Sveina Jóhannesdóttir með soninn Baldur Þór
í setustofunni í gistihúsnæðinu. Myndir: JÓH.
100 nemenda fækkun í VMA næsta skólaár:
Breytt viðhorf almeimings gagnvart
skólum og kennurum nauðsynlegt
I skólasiitaræðu Bernharðs
Haraldssonar skólameistara
Verkmenntaskólans sagði m.a.
að allir væru sammála um að
hafa skóla og skólakerfi og
enginn andmælti því og reynd-
ar hefðu verið sett lög þar sem
allir sem óska geti sótt um vist
í framhaldsskóla. Fjárlög væru
líka til og því miður væru þessi
tvenn lög ekki ætíð sam-
hljóma, þau stönguðust á og
það ylli oft vandræðum.
Reyndar væru flestir þeirrar
skoðunar að þjóðin hefði ekki
efni á að hætta að mennta sig,
menntun væri flestum lífsnauð-
syn og framtíð þjóðarinnar væri
undir því komin að eiga sem best
menntaða einstaklinga á sem
flestum sviðum fræða og verk-
menningar.
Nú hafa skipast svo veður í
fjárhag Verkmenntaskólans á
Akureyri að verulega verður að
draga saman seglin. Þegar hefur
verið sagt upp leiguhúsnæði í
íþróttahöllinni, alls fjórum bók-
legum stofum og það þýðir um
eitthundrað nemenda fækkun frá
síðasta hausti. Einnig þarf að
draga saman íþróttakennslu
vegna þess að fleiri kennslu-
stundir hafa verið bak við eining-
una en í öðrum greinum. íþrótta-
braut verður ekki í boði næsta
vetur vegna fjárskorts. Búast má
við að hópar verði stækkaðir til
að draga úr útgjöldum, bóklegir
sem verklegir, kenna og á alls
ekki í fámennum hópum nema
brýna nauðsyn beri til. En hvað
þýðir þetta?
Er ekki verið að lengja náms-
tímann og hver hagnast á því
þegar upp verður staðið, nem-
endurnir eða samfélagið? Það
skyldi þó ekki verið að kasta
krónunni og geyma eyrinn?
Breytt viðhorf nauðsynlegt
Hægt er að bæta skólakerfið með
því að breyta hugarfarinu gagn-
vart skólunum og líta ekki á þá
sem geymslur frá átta til fjögur,
staði, sem hafa ofan af fyrir fólki,
heldur skóla, skóla þar sem lært
er fyrir lífið. Breyta þarf viðhorfi
gagnvart kennurum, ekki líta á
þá sem einstaklinga sem standa
bara upp við töflu og tala og
skrifa í fjörutíu mínútur í senn,
lausir frá skyldum sínum allt
sumarið, heldur sem sérfræðinga
hvern á sínu sviði og launa þeim
eftir því, gera það eftirsóknarvert
virðingarstarf að vera kennari.
Yfirvöld þurfa líka að hætta
þeirri leiðu iðju sinni að reikna
kennslukostnað eftir hinni frægu
þríliðu, því nemendur eru ekki
lífvana tölur á blaði, þeir eru fólk
af holdi og blóði. Þá fyrst munum
við heyra samhljóm laga um
framhaldsskóla og meðferð opin-
bers fjár til varanlegs gagns. GG