Dagur - 24.06.1992, Page 2
2 - DAGUR - Miðvikudagur 24. júní 1992
Fréttir
Ekkert svartnættisandrúmsloft hjá veiðimönnum við Laxá í Aðaldal:
Besta byijun í ánni síðan 1987
- um 170 laxar á land á fyrstu 13 dögunum
Veiðin í Laxá í Aðaldal hefur
ekki byrjað jafn vel og nú síð-
ustu fjögur árin. í gær voru
komnir 140 laxar á land á
svæðum Laxárfélagsins og seg-
ist Orri Vigfússon, formaður
félagsins, reikna með að þar
með séu komnir allt í allt um
170 laxar á land úr allri ánni.
Meðalvigtin er há það sem af
er en smálax er farinn að gera
vart við sig sem veiðimenn
telja fyrirboða um stórar smá-
laxagöngur síðar í sumar.
Þrettán dagar eru síðan veiði
hófst í Aðaldal.
„Ef við miðum við síðasta ár
þá er aukningin talsverð auk þess
að meðalvigtin er há. Áin hefur
ekki byrjað svona vel undanfarin
fjögur sumur en vorið 1987 var
veiðin enn betri en þetta. Við
erum bjartsýnir með þessa
byrjun,“ sagði Orri.
Hann segir veiðina á fyrstu 13
dögunum samkvæmt eðlilegu
mynstri. Stórlaxinn er uppistaðan
í aflanum og nokkrir 20 punda
fiskar þegar komnir á land.
„En við viljum gjarnan sjá einn
og einn smálax með núna því þá
bendir það til mikils magns af
honum líka. Hámarkið í smá-
laxaveiðinni verður síðan um og
upp úr 20. júlí,“ sagði Orri.
Veðrið á Laxárbökkum var
ekki til að hrópa húrra fyrir í gær
en veiðimenn urðu varir við
mikla fiskigengd í ána. Alls
komu 27 laxar á land í fyrradag
og var meðalvigt þeirra 10 til 11
pund. „Það eru lúsugir laxar
alveg upp á 7. svæði þannig að
nýgenginn fiskur er um alla á.
Mest veiðist af fiski á bilinu 10-17
pund og nokkrir 20 punda fiskar
eru komnir en smálaxar koma
líka inn á milli. Þetta er framar
bestu vonum,“ sagði Haraldur
Haraldsson, veiðimaður við Laxá
í Aðaldal í gær. JÓH
Leifur Tómasson með 14 punda
hrygnu af Suðurhólma í Laxá í
Aðaldal. Byrjun veiðisumarsins lof-
ar góðu. Mynd: HB
Verslun
með reyrvörur
Líttu á verðið
Húsbóndastólar, verð fró kr. 25.000,- stgr.
Reyrsett, verð fró kr. 34.675,- stgr.
Stakir körfustólar, verð fró kr. 14.300,- stgr.
Fatastandar, verð fró kr. 2.850,- stgr.
Klappstólar, hvítir, svartir, natur, kr. 2.700,-
Hunda- og kattakörfur, verð fró kr. 600,-
Körfur margar gerðir, verð fró kr. 200,-
Hnífasett, skurðarbretti, bakkar,
skólar, glös, bréfakörfur o.m.fl.
4ra manna matar- og kaffistell, 20 stk.,
verð kr. 1.900,-
Bleiki fíiiinn
Kaupangi • Sími 12025.
i kjötbordi
Lamba-
súpukjöt
(blandað)
Aðerins kr.
Tah-
marhadar
birgðir
Akureyri:
Bygging á 650 fermetra
verslunarhúsnæði að heflast
Framkvæmdir eru nú að hefj-
ast við 650 fermetra verslunar-
húsnæði á horninu fyrir neðan
Bautann og Smiðjuna á Akur-
eyri. Byrjað var að girða svæð-
ið af á mánudaginn en fram-
kvæmdir við húsið sjálft hefj-
ast í næstu viku. Áætlaður
byggingartími er eitt og hálft
ár.
Húsið verður L-laga og á
tveimur hæðum. Á horninu verð-
ur fjögurra hæða turn. Það eru
Leiga fyrir íbúðarhúsnæði og
atvinnuhúsnæði, sem sam-
kvæmt samningum fylgir vísi-
tölu húsnæðiskostnaðar eða
breytingum meðallauna,
hækkar um 1,8% frá og með 1.
Ljósmyndavörur hf. í Reykjavík
sem byggja húsið og þar verða
aðalstöðvar Fuji á Norðurlandi.
Þá hefur helmingnum af neðri
hæðinni þegar verið ráðstafað til
aðila í verslunar- og þjónustu-
starfsemi á Akureyri.
í tilefni af framkvæmdunum
hafa Ljósmyndavörur ákveðið að
bjóða Akureyringum upp á 50%
afslátt af filmuframköllunum og
gildir tilboðið um óákveðinn
tíma. Mótttökustaðir fyrir filmur
júlí.
Reiknast þessi hækkun á leigu
sem er í júní 1992. Leiga helst
síðan óbreytt næstu tvo mánuði,
þ.e. í ágúst og september.
eru Shell-nestið við Hörgárbraut,
Borgarsalan við Ráðhústorg og
Myndbandahöllin við Viðjulund.
JHB
■ Bæjarráð hefur samþykkt
að verða við erindi frá Ung-
mennafélagi Akureyrar, þar
sem félagið leitar eftir heimild
til þess að nota mcrki Akur-
eyrarbæjar á viðurkenningar-
pening, sem afhenda á öllum
þátttakendum í Akureyrar-
maraþon-hlaupi, sem ætlað er
að fari frant árlega. Jafnframt
að Akureyrarbær leggi merkið
til á verðlaunapeninginn félag-
inu að kostnaðarlausu.
■ Hafnarstjórn hefur sam-
þykkt samning um kaup Akur-
eyrarhafnar á lóðum og húsum
af KEA á Oddeyrartanga.
Kaupverð þessara eigna sam-
kvæmt samningnum er kr.
23.718.000.-.
■ Hafnarstjórn hefur borist
bréf frá Möl og sandi hf. þar
sem sótt er um leyfi til að fá að
setja á land möl sem dælt yrði
af hafsbotni. Um er að ræða
tilraunafarm. Hafnarstjórn
tók jákvætt í erindið og fól
hafnarstjóra að kanna málið
og finna heppilegan stað til að
setja möiina á land.
■ Skólanefnd telur ekki fært
að bæjarsjóður greiði viðbót-
arkennslu á næsta skólaári
vegna námsefnisins, „Að ná
tökum á tilverunni." Nefndin
leggur áherslu á að hún telji
þetta mikilvægt námsefni, sem
mjög æskilegt sé að skólarnir
geti sinnt innan samfélags-
fræðinnar.
■ Skólanefnd hefur borist
crindi frá Síðuskóla, þar sem
kynnt er hugmynd að tilrauna-
kennslu á sérstöku efni úr
heimspeki í 5. bekk skólans
næsta skóiaár. Skólinn hefur
þegar fengið styrk kr.
544.521,- frá KÍ vegna tilraun-
arinnar.
■ Skólanefnd hefur sam-
þykkt að nemcndur verði boð-
aðir í skóla ntánudaginn 7.
september í haust og skóla
verði slitið skv. sköladagatali
28. maí.
Fiskmiblun Noröuriands á Dalvík - Ffskverö á markaöi vikuna 14.06-20.06 1992
Tegund Hámarks- verö Lágmarks- verö Meðalverð (kr/kg) Magn (kg) Verömæti
Grálúöa 30 30 30 58 1.740
Hlýri 30 30 30 33 990
Karfi 20 15 19,90 51 1.015
Lúöa 260 120 237,60 50 11.880
Steinbítur 37 20 34,50 170 5.865
Ufsi 37 30 35,54 850 30.213
Ýsa 96 75 91,73 775 71.087
Þorskur 77 67 76,18 7.918 603.217
Þorskur, smár 50 49 49,71 1.004 49.907
Samtals 71,13 10.909 775.914
Dagur blrtlr víkulega töltu yflr flskverð hjá Flskmlölun Norðurlands á Dalvík og grelnlr þar frá
vcrðlnu som fékkst í vlkunnl á undan. Þotta er gort I IJósl þoss að hlutverk flskmarkaða í vorþ-
myndun islenskra sjávarafurða hefur vaxlö hróðum skrefum og þvi sjálfsagt aö gera lesendum
blaðslns klelft aö fylgjast með þróun markaðsverðs á flski hér i Norðurlandi.
Framkvæmdir við nýja verslunarhúsnæðið hefjast í næstu viku en á mánu-
daginn var hafist handa við að girða svæðið af. Gísli Gestsson, framkvæmda-
stjóri Ljósmyndavara, er lengst til hægri á myndinni. Mynd: gt
Húsaleiga hækkar um 1,8%