Dagur - 24.06.1992, Side 7

Dagur - 24.06.1992, Side 7
Miðvikudagur 24. júní 1992 - DAGUR - 7 Séð yfir Lónin. Myndir: IM víkkaði sjóndeildarhringinn. Ég er ekki maður gærdagsins, vil prufa nýjar leiðir séu þær til. Við búum í þannig þjóðfélagi að ann- að dugar ekki. Við setjumst ekki niður og skrifum bréf í hálfan dag, heldur rissum eitthvað á fax- ið og fáum svar um hæl. Þjóðfé- lagið er að breytast og við verð- um að fylgjast með, annars miss- um við af lestinni og töpum í slagnum.“ Við munum ekki safna skuldum Ertu bjartsýnn á framtíð Rifóss? „Við erum stórhuga. Ef þetta gengur ekki hérna núna, er ég efins urn að það muni ganga nokkurs staðar á íslandi að reka matfiskeldi. Ég er bjartsýnn, en verð á laxi verður að hækka inn- an næstu tveggja ára. Við mun- um frekar hætta hérna en reka fyrirtækið áfram og safna skuldum, ef í það færi en ég hef alls ekki trú á að svo verði. Sjálf- ur legg ég fram hlutafé ásamt fólki sem starfar hérna. Við höf- um lagt í persónulegar ábyrgðir og erum ekki svo heimskir að gera slíkt nema að hafa trú á að þetta gangi. Við ætlum að reka fiskeldið á skynsamlegum nótum og á næstu dögum förum við að flytja seiði frá Öxnalæk í töluverðum mæli. Síðan sækjum við kvíarnar til Vestmannaeyja, en það er tölu- verð vinna að taka þær upp og koma þeim fyrir aftur hér í Lón- unum,“ segir Ólafur. Nú eru þeir félagarnir farnir að ókvrrast og þurfa að fara að taka til höndunum. Framkvæmda- stjórinn skutlar skjalatöskunni inn á skrifstofuna og grípur sam- festing og vinnuvettlinga. Blaða- maður Dags kveður og óskar Rif- óssmönnum velfarnaðar í fram- tíðinni. IM „Ferðavakar“ settir upp á 10 stöðum á landinu Fyrstu Ferðavakarnir (FVH- standar) voru settir upp 22. júní síðastliðinn. Ferðavakinn er tölvuvætt upplýsingakerfí á fímm tungumálum fyrir ís- lenska og erlenda ferðamenn, sem auðveldar þeim að skipu- leggja ferðalög sín sjálfír. Upplýsingastöðvarnar saman- standa af tölvubúnaði, þ.e. tölvu, prentara, geisladrifi og stórum 17” snertiskjá, sem notandinn stjórnar með því að þrýsta á sjálf- an skjáinn. Helstu upplýsinga- flokkar eru: Almennar upplýs- ingar, samgöngur, gisting, veit- ingastaðir, ferðir, leigur, íþróttir og afþreying, menning og listir, þéttbýli og útsýnisstaðir. Einnig er boðið upp á lifandi myndir frá öllum helstu náttúruperlum íslands af geisladiski (mynddiski) sem ætlunin er að gefa út erlend- is. Hægt er að breyta upplýsing- um, s.s. setja inn nýtt símanúm- er, hvenær sem er. Auglýsendur í Ferðavakanum geta fengið upp- lýsingar um hversu oft var spurt um þá, hvar hvenær og á hvaða tungumáli. Settir verða upp 11 FVH- standar á eftirtöldum stöðum á landinu: Reykjavík (2), Kefla- vík, Borgarnesi, ísafirði, Varm- ahlíð, Akureyri, Mývatni, m/s Norrænu, Skaftafelli og Selfossi. Stefnt er að því að fjölga stöðun- um á næsta ári. Guðrún Gunnarsdóttir, fram- kvæmdastjóri, við svonefndan ferðavaka. Tölvufyrirtækið Bain Business Solutions ltd. í Glasgow hefur áhuga á að setja upp svipað kerfi fyrir ferðamenn í Skotlandi og. nota þá þetta íslenska hugvit. Einnig hafa Færeyingar og Grænlendingar sýnt mikinn áhuga. Hluthafar Ferðavakans eru: Upplýsingamiðstöð Ferðamála, Fjarhönnun hf. og Bain Business Solution ltd. í Glasgow. Djasshátíð á Egilsstöðum Á síðari árum hefur orðið ánægjuleg vakning í tónlistarlífi þjóðarinnar. Segja má, að í það hafi bæst þáttur, sem reyndar var áberandi fyrir nokkrum áratug- um, en lá síðan í láginni þangað til núna nýverið. Hér er átt við djassinn, sem var uppistaðan í danstónlist fyrstu áratugi þessar- ar aldar, en sem núna hefur færst inn á tónleikasviðið; þessa klass- ísku tónlist sveiflunnar og lífs- gleðinnar, sem höfðar beint til tilfinninga áheyrandans og hrífur hann með sér, svo að hann getur vart setið kyrr. Áhuginn fyrir djassi hefur farið sívaxandi með þjóðinni á síðustu árum. Þetta kemur fram í ýmsu, svo sem miklum fjölda manna, sem gleðja sjálfa sig og aðra með því að leika þessa tónlist, en ekki síst í mikilli grósku í tónleika- haldi og djasshátíðum. Nægir þar að nefna hina miklu djasshátíð í Reykjavík, djasshátíð, sem hald- in var í Vestmannaeyjum í sumar og ekki síst Djasshátíð Egils- staða. Fyrsta djasshátíðin á Egils- stöðum var haldin 1988. Síðan þá hefur verið efnt til Djasshátíðar Egilsstaða ár hvert. Að baki há- tíðinni stendur, Djasssmiðja Austurlands, félagsskapur djass- áhugamanna á Austurlandi, sem nær um allan fjórðunginn í bók- staflegri merkingu. Þarna hefur mikið starf verið unnið ekki síst fyrir fórnfúst framlag og óbilandi hugsjónastarf Árna ísleifssonar, píanóleikara og tónlistarkennara á Egilsstöðum. Fyrsta djasshátíðin á Egilstöð- um stóð í þrjá daga. Hún var vel sótt. Síðan hefur aðsókn farið vaxandi eða um þriðjung milli ára hverju sinni. Hátíðargestir hafa líka komið víðar að með hverju ári, enda hefur hátíðin ætíð verið svo vönduð sem unnt hefur verið. Til hennar hafa jafn- an komið tónlistarmenn í fremstu röð, svo sem Guðmundur Ing- ólfsson, píanóleikari, sem lék í síðasta sinn opinberlega á Djass- hátíð Egilsstaða í sumar leið. Á síðari árum hafa fjölmiðlar þjóð- arinnar, svo sem sjónvarp, líka sýnt hátíðinni æ meiri áhuga og gert henni skil oft með veglegum hætti. Á þessu ári hefst Djasshátíð Egilsstaða fimmtudaginn 25. júní og stendur til sunnudagsins 28. Alls verða flytjendur á hátíðinni fimmtíu og þar á meðal í fyrsta sinn í sögu hátíðarinnar erlendir djassarar, enda verður þetta fimm ára afmælishátíð. Tríó frá Danmörku leikur, en auk þess koma fram Viðar Alfreðsson, trompetleikari, gítaristarnir Jón Páll Bjarnason og Björn Thor- oddsen, saxafónleikararnir Sigurður Flosason og Rúnar Georgsson, Þórður Högnason, bassaleikari og Árni Elvar, píanóleikari, sem líka mun halda sýningu á myndverkum sínum. Ekki mun heldur skorta söngv- ara, enda ár söngsins. Á því sviði verða á meðal þátttakenda Edda Borg, Linda Gísladóttir, Oktavía Stefánsdóttir, Friðrik Theódórs- son, Pétur Tyrfingsson, Sigurður Sigurðsson og djasskór Austfirð- inga, Arnís. Það verður greinilega mikið um dýrðir á Egilsstöðum og full ástæða til þess fyrir áhugamenn um djass að gera sér ferð austur til þess að njóta alls þess góðgæt- is, sem fram verður borið. Norð- lendingar geta í því efni notið góðs af pakka, sem Flugfélag Norðurlands býður upp á og felur í sér flug fram og til baka með 50% afslætti og aðgangskort á hátíðina alla fjóra dagana, sem hún stendur, og kostar innan við átta þúsund krónur. Haukur Ágústsson. SIALLANUM FIMMTUDAGINN 25. JÚNÍ KL10-01 MIDGARDIFÖSTUDAGINN 26. JÚNÍ KL 23-03 BREIMIIEYKJADAL LAUGARDAGINN 27. JÚNÍ KL. 23-03

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.