Dagur - 24.07.1992, Blaðsíða 9

Dagur - 24.07.1992, Blaðsíða 9
Föstudagur 24. júlí 1992 - DAGUR - 9 Minning Kallið er komið komin er nú stundin, vinarskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna er sefur hér hinn síðasta blund. (V. Briem) Hann elsku afi minn er dáinn. Þegar ástvinur deyr eru minning- arnar það dýrmætasta sem við eigum. Pegar ég lít til baka hrannast minningarnar upp og ógjörningur er að telja þær allar upp hér. En samt get ég ekki lát- ið hjá líða að minnast yndislegu stundanna sem ég átti á hverju sumri í Hrísey, því þar bjuggu þau afi og amma í mörg ár. Afi var mikili barnavinur, traustur, hlýr og góður. Sagði mér margar skemmtilegar sögur sem ég gleymi aldrei. Að leiðarlokum vil ég þakka elsku afa fyrir alla ástúð- ina sem ég átti kost á að vera aðnjótandi með honum í gegnum árin og þér elsku amma bið ég að góður guð gefi þér styrk og kraft í þeirri sorg er fylgir fráfalli góðs ástvinar. Nú iegg ég augun aftur, ó, guð þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil svo ég sofi rótt. (S. Egilsson) Blessuð sé minning hans. Sólveig Sigurjónsdóttir. =jþ Dagur Ásgeirsson “ Fæddur 4. desember 1989 - Dáinn 22. júní 1992 Hví var þessi beður búinn barnið kæra þér svo skjótt. Svar af himnum heyrir trúin hijóma gegnum dauðans nótt. Pað er kveðjan „Kom til mín“ Kristur tók þig heim til sín. Þú ert blessuð í hans höndum hólpin sálmeð Ijóssins öndum. S. B. 1886. -B. Halld. Manni er tregt um mál og skilur ekki óréttlætið í þessum heimi. Dagur litli frændi minn er dáinn og við sjáum hann aldrei framar. Petta var mín fyrsta hugsun og ég Ný ritröð frá Ásútgáfurmi Ásútgáfan á Akureyri hefur nýlega sent frá sér 5. ritröðina, sem enn hefur ekki hlotið nafn. Fyrir gefur Ásútgáfan út Rauðu seríuna, Ást og afbrot, Sjúkra- hússögur og Örlagasögur. Nýja serían á einkum að höfða til karlmanna, sem óska eftir spennusögum, en kannanir hafa sýnt að þær bækur, sem hafa komið út á vegum Ásútgáfunnar, eru aðallega lesnar af konum. Fyrsta bókin í nýju ritröðinni nefnist Launmorð og er eftir Don Pendleton og fjallar um hóp hryðjuverkamanna frá írlandi sem stefnir að því að koma Bretadrottningu fyrir kattarnef! Nú er ákveðið að gefa út 4 bækur í þessari ritröð og mun sú næsta koma í ágúst í sumar. NýttAðajkortaf hálendi íslands Landmælingar íslands hafa gefið út nýtt Aðalkort af íslandi í mæli- kvarða 1:250 000. Um er að ræða blað 5, sem sýnir Mið-ísland frá Oki í vestri að Trölladyngju í austri. Kortið hefur mikið verið leiðrétt frá síðustu útgáfu og sýn- ir nú alla meginþætti hálendisins, svo sem vegaslóða og vatnsföll auk örnefna. Bent skal sérstak- lega á Blöndulón, en þetta mikla manngerða stöðuvatn birtist nú í fyrsta skipti á korti. Auk útgáfu á Aðalkorti 5, hef- ur verið gefin út ferðaútgáfa af Norður- og Mið-íslandi, þar sem á sama kortblaði er prentað beggja vegna, annars vegar Aðal- kort blað 4 af Mið-Norðurlandi og hins vegar Aðalkort 5 af Mið- íslandi. Þetta kort er til mikilla hagsbóta fyrir ferðamenn sem ætla um Kjalveg eða Sprengi- Sand. (Fréttatilkynning) þennan morgun. Par sem ég var að fylgjast með þessum leik þeirra félaganna fór ég að hugsa til þess er ég var að leika mér við pabba hans fyrir um tuttugu árum og fannst mér hann vera kominn þarna með bíla sína og tæki, svo líkir voru þeir feðgar. Dagur litli var öfum sínum og ömmum í Ási og á Kópaskeri sér- lega kær svo og öllu sínu frænd- fólki í norðursýslunni. Gamalt máltæki segir að þeir deyi ungir sem guðirnir elska, og það er víst að allir elskuðu þenn- an litla dreng sem var alltof fljótt frá okkur tekinn. Nú þegar Dagur er horfinn yfir móðuna miklu getum við aðeins yljað okkur við minninguna um yndislegan dreng, hann með sitt háa og bjarta enni og siti fallega bros gaf foreldrum sínum margar gleðistundir. Guð blessi minningu Dags litla. Elsku Hildur og Ásgeir, megi góður guð styrkja ykkur í ykkar miklu sorg. Axel og fjölskylda. Kynning á reiki svæðameðferð og ilmolíunotkun, verður haldin að Eiðsvallagötu 6, Akureyri, norðan megin, í kvöld, föstudagskvöld, 24. júlí kl. 20.00. Allir velkomnir - Ókeypis aðgangur Sigurður Guðleifsson reikimeistari og kennari í svæðameðferð og ilmolíunotkun. ^....... —........... .......................* átti mjög erfitt með að sætta mig við að trúa þessari harmafregn. Aðeins örfáum dögum áður höfðum við hjónin dvalið hjá Hildi og Ásgeiri og litli sólargeisl- inn þeirra var svo líkur sjálfum sér, glaður og brosmildur og stjórnaði röggsamlega með bíla sína og traktora, enda voru tveir litlir athafnamenn í heimsókn Kynbótadómar Föstudaginn 7. ágúst nk. fara fram kynbóta- dómar á hrossum á svæði Hrossaræktar- sambands Eyfirðinga og Þingeyinga. Dæmt verður á Flötutungum í Svarfaðardal og hefjast dómar kl. 9 að morgni. Skráningar fara fram hjá búnaðarsamböndunum og er síðasti skráningardagur 31. júl Búnaðarsamböndin og Hrossaræktarsambandið. Laugardagskvöldið 25. júlí Sveiflukóngurinn Geirmundur Valtýsson og hljómsveit í rífandi stuði. ★ Arnhildur Valgarðsdóttir leikur Ijúfa dinnertónlist fyrir matargesti. ★ Borðapantanir í síma 22200. m Framsóknarmenn í Norðurlandskjördæmi eystra. Takið með ykkur viðlegubúnað, borð og stóla. Stjórn KFNE. Farið verður í gróðursetningarferð að lllugastöð- um, laugardaginn 25. þ.m. Mætum kl. 14.00. Grillað verður í Vaglaskógi (Hróarstaðanesi) kl. 17.30. Kvöldvaka. Ávarp. Guðmundur Stefáns- son. Gamanmál. Stefán Vilhjálms- son. Þingmenn og bæjarfulltrúar keppa. Fjöldasöngur við harmoniku- leik Stefáns Þórissonar. Elskulegur frændi okkar og vinur, HELGI GUNNAR SIGURÐSSON, Smáratúni 4, Svalbarðseyri, er andaðist 14. júlí sl., verður jarðsunginn frá Laufáskirkju, laugardaginn 25. júlí, kl. 13.30. Aðstandendur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.