Dagur - 24.07.1992, Blaðsíða 3
Föstudagur 24. júlí 1992 - DAGUR - 3
Fréttir
Jarðskjálftinn úti fyrir Norðurlandi sl. miðvikudagskvöld:
Hugsanleg tengsl við öflugan jarð-
skjálfla norður á Svalbarða á dögunmn
Ragnar Stefánsson, jarðskjálfta-
fræðingur, útilokar ekki að
tengsl séu á milii jarðskjálftans
sem varð á Norðurlandi sl.
miðvikudagskvöld og kröftugs
jarðskjálfta norður á Sval-
barða á dögunum. Þá segir
hann heldur ekki hægt að úti-
loka að einhver tengsl séu á
milli skjálftans og umbrota í
Hveragerði og nágrenni og
Kötlu að undanförnu.
Nákvæmlega kl. 22.41 sl. mið-
vikudagskvöld skalf jörð á
Norðurlandi og samkvæmt upp-
lýsingum jarðskjálftadeildar
ÓlafsQörður:
Iisa María
farín á
veiðar
Fjölveiðiskipið Lísa María ÓF-
26 sem legið hefur í heimahöfn
í Ólafsfirði á annan mánuð hélt
fyrir nokkrum dögum til línu-
veiða austur með landinu og
hefur verið „kropp“ að sögn
Núma Jóhannssonar skip-
stjóra. Skipið getur einnig ver-
ið á togveiðum eða á snurvoð.
Lísa María er búin þremur
fiskvinnslulínum sem allar geta
verið í gangi í einu og þær eru
heilfrysting, flakafrysting og
saltfiskvinnsla.
Fyrst um sinn verður aflinn
flakaður og frystur. Áhöfnin mun
einbeita sér að þeirri vinnsluað-
ferð á meðan verið er að læra
handbrögðin, en nánast engin af
áhöfninni hefur unnið í frystihúsi
utan matsmaðurinn. Skipið hefur
nú um 400 þorskígildis kvóta en
unnið hefur verið að því að
útvega kvóta með kaupum á trill-
um og bátum en þeim málum er
ekki öllum lokið.
Útgerðin keypti m.a. Stakka-
vík frá Eyrarbakka, sem var síð-
an úreltur og fékkst með honum
svokallaður „aumingjakvóti" auk
einhverra uppbóta, alls um 50
tonn. GG
- segir Ragnar Stefánsson, jarðskjálftafræðingur
Veðurstofu íslands í gær eru
upptök skjálftans, sem mældist
4,5 stig á Richter-kvarða, talin
vera um 30 kílómetra norðvestur
af Siglufirði. Skjálftinn fannst
víða á Norðurlandi og sagði
Ragnar Stefánsson að tilkynning-
ar hafi komið allt frá Húsavík í
austri til Hvammstanga í vestri.
Þá hafi skjálftinn fundist langt
inni í Eyjafjarðardölum, um 30
km suður af Akureyri, en trúiega
hafi hann verið hvað snarpastur á
Siglufirði, Ólafsfirði og í
Fljótum. Ekki hafa borist neinar
fréttir af skemmdum af völdum
skjálftans, enda var hann ekki
það kröftugur að búast mætti við
tjóni.
Margir snarpir kippir á
þessum slóðum fyrr á öldinni
Þann 27. mars 1963 varð kröftug-
ur jarðskjálfti (sjö stig á Riehter)
á svipuðum slóðum. Upptök þess
skjálfta voru þó ívið vestar en
skjálftans sl. miðvikudagskvöld.
í heimildum af skjálftanum 1963
segir að fólk næst upptökunum
hafi margt orðið óttaslegið og
sumir hafi flúið hús sín af þeim
sökum. „Skjálftinn á miðviku-
dagskvöldið var ósköp venjuleg-
ur brotaskjálfti, en miklu minni
en árið 1963. Hafsvæðið fyrir
norðan land er þekkt spennu-
svæði og þar virðist mega greina
þrjár skásprungur, ef svo má að
orði komast, með vestnorðvest-
læga stefnu. Ein línan gengur frá
Skagafjarðarsvæðinu og með
stefnu á Dalvík, önnur er meira
fyrir niynni Eyjafjarðar og inn á
Skjálfanda og þriðja línan er svo
frá Grímsey austur í Öxarfjörð,"
sagði Ragnar.
Vitað er um fjöldann allan af
snörpum skjáftum fyrir Norður-
landi. Kópaskers-skjálftinn árið
1976 var 6,5 á Richter og aðrir
snarpir skjálftar á þessari öld
voru við Dalvík 1934, 7,1 stiga
skjálfti norður af Tjörnesi árið
1910, 6,25 stiga skjálfti norður á
65. breiddargráðu árið 1921 og 6
stiga skjálfti á Richter árið 1913
djúpt úti fyrir Skagafirði. „Það
var reyndar skjálftahrina á svip-
uðum slóðum norður af Siglufirði
árið 1947 og var stærð þcirra á
bilinu 4-4,5 stig á Richter. Árið
1921 var einnig skjálfti á þessu
svæði og stærð hans var um 4,8
stig,“ sagði Ragnar.
Spurningalisti
verður sendur út
Jarðskjálftadeild Veðurstofunnar
mun senda út spurningalista til
fjölda fólks á Norðurlandi, sem
valið er í handahófsúrtaki, þar
sem það verður beðið að gefa
ýmsar upplýsingar um skjálftann
sl. miðvikudagskvöld. Þetta er
gert til þess að vísindamenn geti
fengið eins glögga mynd og unnt
er af þessum jarðhræringum,
ekki síst til þess að bera saman
við fyrri skjálfta á þessum
slóðum.
Ragnar sagði að þessi skjálfti
þyrfti ekki að boða „eftirmála“,
en reyndar fylgdi oft annar
skjálfti í kjölfarið slíks brota-
skjálfta. „En það hefur ekkert
borið á framhaldi af þessum
skjálfta og það dregur úr líkun-
um þegar frá líður. Reyndar er
það svo að framhald gæti orðið
allt annars staðar. Það er ekki
óvenjulegt að orðið hafi jarð-
skjálfti á Norður- og Suðurlandi
á nokkurn veginn sama tíma.
Athyglisvert er að á dögunum
varð kröftugur jarðskjálfti norð-
ur við Spitzbergen (stærsta eyjan
á Svalbarða - innsk. blaðam.),
sem var óvenjulega öflugur á
þeim slóðum, eða um 6,5 á
Richterkvarða. Hugsanlega eru
tengsl milli þess skjálfta og
skjálftans á miðvikudagskvöldið.
Einnig gæti hann tengst skjálft-
unum í Hveragerði og hreyfing-
unum í Kötlu fyrir skömmu. En
það er auðvitað erfitt að ákvarða
slík sambönd," sagði Ragnar.
óþh
Grænlandsflug Flugfélags Norðurlands:
„Við erum búnir að rækta
svolítinn markað"
- segir Sigurður Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri
Flugfélag Norðurlands hefur
um langt skeið flogið til Græn-
lands í leiguflugi. Mest er flog-
ið að sumrinu, allt að 3-4 ferðir
á dag þegar mest er. Einnig er
flogið innanlands í Grænlandi.
Sigurður Aðalsteinsson fram-
kvæmdastjóri Flugfélags Norður-
lands segir að þessi markaður sé
orðinn nokkuð stöðugur. Flugfé-
lagið hóf leiguflug til Grænlands
1971. Það fór hægt af stað, en nú
er flogið til Grænlands allan árs-
ins hring, mest tvo mánuði að
sumrinu og þá oft fleiri en eina
ferð á dag. Þeir sem nýta sér
þessa þjónustu eru helst opinber-
ir aðilar, bæði danskir og græn-
lenskir, vísindamenn af ýmsu
þjóðerni og „sportleiðangrar"
eins og Sigurður nefnir þá, eða
hópar ævintýramanna sem fara til
að klifra fjöll o.þ.h. Einnig er
flogið með vísindamenn innan-
lands í Grænlandi.
Sigurður kvað ísland liggja vel
við flugleið til Grænlands. Það sé
þægilegra að fljúga fyrst til ís-
lands, heldur en frá Danmörku
og á vesturströnd Grænlands,
enda séu þær áætlunarferðir
strjálar.
Oftast er flogið til norður- og
austurstrandarinnar, einnig lítils-
háttar á vesturströndina. „Við
erum búnir að rækta svolítinn
rnarkað þar sem hægt er að koma
Twin Otter við, því við lendum
ekki bara á þessum flugvöllum,
sem eru nú mjög fáir á austur-
ströndinni, heldur lendum við
líka svona hér og hvar, búnir að
koma okkur upp smá völlum á
mörgum stöðum.“ Twin Otter
vélarnar geta lent við nokkuð
frumstæðar aðstæður, en Flugfé-
lag Norðurlands er með þrjár
slíkar í Grænlandsfluginu, auk
Metro vélar. sþ
Kalduskítur hefur hamlað sjósókn frá Grímsey að undanförnu. í gær var
hitastigið um 8 gráður og Prófasturinn, pylsuskúrinn nafntogaði, var baðað-
ur sólskini. Vindlundinn hreykti sér á stafninum, en cnginn var við lúguopið.
Allir bátar voru á sjó að eltast við þann gula og viðskiptavinirnir því víðs-
fjarri. Á miðvikudag bárust á land sjö tonn af þeim fáu bátum er réru. Fyrir
brælu voru um 40 bátar að veiðum frá Grímsey, en þeir eru færri nú þar sem
allir Eyjafjarðarbátarnir fóru heim er brældi. Mynd: þom
Dalvík:
Rífandi gangur við sundlaugarbyggingu
Rífandi gangur er í byggingu þjónustuhúsnæðis fyrir íþróttasvæðið og vænt-
anlega sundlaug á Dalvík. Húsið verður staðsett fyrir vestan nýja íþróttavöll-
inn sem tekinn var í notkun á dögunum. Framkvæmdir við sundlaugina
sjálfa hefjast á næsta ári. Mynd: Goiii
Ólafs^örður:
Ný bensínstöð opnuð í dag
í dag verður opnuð ný bcnsín-
stöð í Ólafsflrði. Stöðin er í
eigu Olís og er í sama húsi og
Video-skann - við hliðina á
bensínstöð Skeljungs. Beint á
móti nýju bensínstöðinni, hin-
um megin við götuna, eru svo
tankar frá Esso.
Skúli Pálsson, sölumaður Olís,
segist telja að markaður sé fyrir
nýja bensínstöð í Ólafsfirði og
kvíðir ekki samkeppninni. „Vill
ekki fólk hjálpa til við að græða
upp landið? Það rennur viss hluti
af andvirði allrar bensínsölu Olís
til gróðurverndar og það er gott
málefni sem ég held að fólk vilji
styrkja.“
Skúli neitaði því að í uppsigl-
ingu væri „bensínstríð" á
staðnum. „Við höfum lifað í sátt
og samlyndi við Stína og gerum
það eflaust áfram,“ sagði hann og
Lögreglan á Húsavík hefur
klippt númer af 20 bílum
undanfarna tvo daga og hafa
eigendur þeirra verið komnir
vel yfir frestinn með að færa
bíla sína til skoðunar á tilskyld-
um tíma.
benti yfir til bensínstöðvar
Skeljungs. Til stendur að færa þá
stöð og verður hún í framtíðinni
staðsett við hlið Hótels Ólafs-
fjarðar. JHB
Á miðvikudag var klippt af 12
bílum í Mývatnssveit, Aðaldal og
Reykjadal og í gærmorgun
misstu átta bíleigendur á Húsa-
vík númer sín í hendur löggæslu-
manna. IM
Suður-Þingeyj arsýsla:
20 ökutæki úr umferð