Dagur - 24.07.1992, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Föstudagur 24. júlí 1992
Hvað er að gerast?
Tónlist
Akureyri - Dalvík:
Gítartónleikar
Kristins og Einars
Kristinn H. Árnason og Einar Kr.
Einarsson, gítarleikarar, halda tón-
leika í kapellu Akureyrarkirkju í
kvöld, föstudaginn 24. júlí kl. 20.30.
Annað kvöld kl. 21 heldur Kristinn
tónleika í Dalvíkurkirkju.
Á efnisskránni eru verk eftir
Milan, Bach, Henze, Giuliani,
Martin og Rodrigo.
Sigurður, Óskar
og Þórir á Fiðl-
aranum í kvöld
Þeir Sigurður Flosason, saxafón,
Óskar Einarsson, píanó og Þórir
Jóhannsson, kontrabassa, leika fyrir
matargesti Fiðlarans á Akureyri í
kvöld. Á matseðlinum er graflax
með hunangssinnepssósu, súpa
saxafónleikarans, lambagrillsneiðar
með gráðostsósu, skelflettir humar-
halar í brauðdeigskænu, svínarifja-
steik að hætti píanistans og kontra-
bassa hnetu- og kirsuberjaís með
núggatbitum. Frjálst val er um þrjá
rétti, forrétt, aðalrétt og eftirrétt
fyrir kr. 2.400.
Þúsund andlit
í Tjamarborg
Hljómsveitin Þúsund andlit ásamt
söngkonunni Sigrúnu Evu Ár-
mannsdóttur verður með barna- og
fjölskyldutónleika í félagsheimilinu
Tjarnarborg í Ólafsfirði annað
kvöld, laugardagskvöld, kl. 20. Frá
kl. 23 til 03 verður hljómsveitin síð-
an með dansleik í Tjarnarborg.
Norðurland:
CapeUa Media á
sumartónleikum
Sumartónleikar á Norðurlandi
halda fjórðu tónleikaröð sína um
helgina. Að þessu sinni sér tónlistar-
hópurinn Capella Media um tónlist-
Lesendahornið
arflutninginn.
Capella Media er hópur fimm
hljóðfæraleikara og söngvara sem
flytja verk frá renaissance-tímabil-
inu á upprunaleg hljóðfæri. í hópn-
um eru þau Rannveig Sif Sigurðar-
dóttir, sópran, Sverrir Guðjónsson,
kontratenór, Christine Heinrich,
víóla da gamba, Klaus Hölzle, lúta
og Stefan Klar, lúta, therorba og
blokkflauta. Þau hafa starfað í einni
og annarri mynd frá árinu 1987 og
þrjú þeirra léku á Sumartónleikum
á Norðausturlandi árið 1989.
Capella Media verða í Húsavík-
urkirkju í kvöld, föstudaginn 24.
júlí kl. 20.30, í Reykjahlíðarkirkju
við Mývatn annað kvöld kl. 20.30, í
Lundarbrekkukirkju í Bárðardal á
sunnudag kl. 14 og kl. 17 sama dag í
Akureyrarkirkju. í næstu viku verð-
ur Capella Media einnig með tón-
leika á Egilsstöðum og í Reykjavík.
Efnisskráin ber yfirskriftina: „Ensk
tónlist frá 17. öld“ og m.a. eru þar
verk eftir tónskáldin Dowland,
Hume, Coperario og Batlet.
í tengslum við tónleikana í Lund-
arbrekkukirkju verður kaffihlað-
borð að Hótel Kiðagili í Bárðardal
kl. 15 og ennfremur býður Hótel
KEA á Akureyri upp á sérstakan
tónleikamatseðil að kvöldi sama
dags.
Aðgangur eru ókeypis á alla tón-
leikana.
Geirmundur á
Hótel KEA
Sveiflukóngurinn Geirmundur Val-
týsson og hljómsveit hans sjá um
fjörið á Hótel KEA á Akureyri ann-
að kvöld. Arnhildur Valgarðsdóttir
leikur Ijúfa dinnertónlist fyrir mat-
argesti. Borðapantanir í síma
22200.
Stjórnin í
SjaUanum
annað kvöld
í dag kl. 9 árdegis hefst útsending úr
Sjallanum á þætti þeirra fóstbræðra
Jóns Axels Ólafssonar og Gunn-
laugs Helgasonar á Bylgjunni. Hús-
ið verður opið þeim sem áhuga hafa
að kynna sér störf þessara vinsælu
útvarpsmanna. í kvöld stjórna síðan
þeir Jón Axel og Gunnlaugur dúnd-
urdansleik fram á nótt. Annað
kvöld leikur Stjórnin fyrir gesti
Sjallans.
Ýmislegt
Björn Ágústsson, fulltrúi kaupfé-
lagsstjóra Kaupfélags Héraðsbúa
(t.v.) og Hermann Níelsson, for-
maður knattspyrnudeildar Hattar,
handsala styrktarsamning kaupfé-
lagsins við knattspyrnudeildina.
Pollamót í
Hallormsstaðaskógi
Laugardaginn 25. júlí og sunnudag-
inn 26. júlí nk. verður haldið í Hall-
ormsstaðaskógi knattspyrnumót 6.
flokks, Pollamót Kaupfélags Hér-
aðsbúa. Mótið er opið öllum
íþróttafélögum og búist er við liðurn
víðs vegar af landinu. Náttúrufeg-
urð Hallormsstaðaskógar er óþarfi
að kynna og verður án efa mikið
ævintýri að keppa í slíku umhverfi.
Mótið hefst kl. 11 á laugardaginn.
Um kvöldið verður haldin kvöld-
vaka við Lagarfljót þar sem grillað
verður og farið í leiki.
Kaupfélag Héraðsbúa, sem hefur
styrkt fþrótta- og félagsstarf á Egils-
stöðum á liðnum árum, er stuðn-
ingsaðili mótsins. Vonast er til að
um árvissan viðburð verði að ræða.
Sósarinn ’92:
Úrslitin fást
á Akureyri
Úrslit í uppskriftasamkeppni Bylgj-
unnar/Stöðvar 2, Sósaranum ’92,
fást í göngugötunni á Akureyri á
laugardaginn kl. 14-15. Tíu manna
dómnefnd mun smakka þær ellefu
grillsósur sem komust í úrslit og
kveða upp dóm. Einhverjar uppá-
komur verða samhliða og munu Jón
Axel og Gulli Helga slá á létta
strengi.
Fyrstu verðlaun í Sósaranum '92
er tíu manna grillveisla frá Argen-
tína-steikhúsi. Af öðrum verðlaun-
um má nefna fullkomið grill, árs-
birgðir af Hunt’s sósum og grísa-
körfur.
Bylgjan og Stöð 2 verða sem sagt
fyrir norðan um helgina og ætti það
ekki að fara framhjá neinum.
Hátíðisdagar
hestamanna á
Melgerðismelum
Hátíðisdagar hestafólks verða á
Melgerðismelum í Eyjafjarðarsveit
um helgina. Á morgun verður for-
keppni í A og B-flokk gæðinga og
yngri og eldri flokki unglinga.
Klukkan 16.30 verða kappreiðar,
350 m stökk, 250 m stökk, 150 skeið
og 300 m brokk. Klukkan 18.30
verður kvöldvaka, grillveisla,
sveitakeppni, reiðtúr og síðan verð-
ur dansað fram eftir nóttu.
Á sunnudag verður tölt og for-
keppni kl. 13. Tveim tímum síðar
verða úrslit í A og B-flokki gæð-
inga, í báðum unglingaflokkum og
tölti. Hátíðisdögunum lýkur síðan
um kl. 17.
Skemmtisiglingar
Fagranessins
um Ejjaflörð
M/S Fagranes verður í skemmtisigl-
ingum um Eyjafjörð um helgina. I
kvöld, föstudagskvöld, og annað
kvöld kl. 20 verður boðið upp á
þriggja tíma skemmtisiglingu um
Eyjafjörð. Á sunnudag kl. 14 og 17
veröur boðið upp á fjölskylduferð,
sem samanstendur af skemmtisigl-
ingu og sjóstangaveiði. Kynningar-
afsláttur verður þennan dag, 500
krónur fyrir börn og 900 krónur fyr-
ir fullorðna.
Brottför verður frá Torfunefs-
bryggju á Akureyri. Upplýsingar
eru veittar í síma 985-3Í735 og á
ferðaskrifstofum, hótelum og gisti-
heimilum.
Skákfélag Akureyrar:
Júlíhraðskákmót
Júlíhraðskákmót Skákfélags Akur-
eyrar verður haldið í skákheimilinu
við Þingvallastræti næstkomandi
sunnudag og hefst kl. 14. Allir eru
velkomnir.
Þá er á döfinni hjá Skákfélaginu
að halda útihraðskákmót í göngu-
götunni og gæti það orðið í dag ef
veður verður gott, annars einhvern
góðan föstudag í náinni framtíð.
Kvikmyndir
íslands-
frumsýning
á Varnarlaus
í Borgarbíói
í kvöld kl. 21 frumsýnir Borgarbíó á
Akureyri á íslandi spennumyndina
Varnarlaus. Myndin verður sýnd
annað kvöld og á sunnudagskvöldið
á sama tíma. Ognareðli, sem heldur
áfram að sópa til sín áhorfendum,
verður sýnd um helgina kl. 22.45. Á
sekúndubroti verður sýnd kl. 21 og
Strákarnir í hverfinu kl. 23. A
barnasýningum á sunnudag kl. 15
verða sýndar myndirnar Benni og
Birta í Ástralíu og Fievel goes west.
í tilefni af umdeildum ofaníburði í Mývatnssveit:
„Ekki vil ég sitja hjá og þegja“
Hver er konan á myndinni?
Böðvar Jónsson, bóndi að
Gautlöndum í Mývatnssveit
hringdi og sagði eftirfarandi:
„Ekki vil ég sitja hjá og þegja
þegar vegamál Mývatnssveitar
eru rædd. Ég hef haft afskipti af
sveitarstjórnarmálum, en er nú
hættur vegna aldurs. Náttúru-
verndarráð sem sveitarstjórn er
hér fór með völd á árunum 1982
til 1986 vildu fá slitlag á vegi
Öskureið móðir hringdi og sagð-
ist hafa verið að koma frá Anda-
pollinum á Akureyri í þeim
erindagjörðum að gefa öndunum
brauð með ungum syni sínum.
Hún sagði að vegna ágangs varg-
fugls hafi þessi brauðleiðangur að
Andapollinum breyst í hálfgerða
martröð. Vargfuglinum hafi
fjölgað svo mjög að undanförnu
við Andapollinn að ekki væri
Mývatnssveitar, sem er algjör
forsenda þess að hægt sé að taka
á móti öllum þeim fjölda ferða-
manna sem hingað koma. Lítið
hefur orðið úr framkvæmdum
þar sem forráðamenn Vegagerð-
ar ríkisins eru andsnúnir fram-
kvæmdum. Sveitarstjórn Skútu-
staðarhrepps er nú situr hefur
staðið sig illa og hefur sett allt
ofurkapp á að fá slitlag á Kísil-
lengur gaman að fara að gefa
öndunum og margir hefðu sömu
sögu að segja. Móðirin skoraði á
bæjaryfirvöld að grípa til ein-
hverra þeirra ráða sem kynnu að
duga til að halda vargfuglinum
niðri, annars væri fyrirsjáanlegt
að Andapollurinn væri úr sög-
unni sem eftirsóttur staður fyrir
yngri kynslóðina.
gúrveginn. Annarleg sjónarmið
ráða ferðinni, því umferð um
veginn er lítil sé litið til þess ofur-
þunga sem vegurinn sunnan
vatns verður að bera.
í sjónvarpsfréttum kl. 20 áj
þriðjudagskvöldið, í sambandi
við umferðarslysið í Mývatns-
sveit, kom fram ónafngreindur
maður sem hélt því fram að,
Vegagerð ríkisins væri búin að
nota þennan margumtalaða leir
sem slitlag síðastliðin tuttugu ár
með góðum árangri. Erfitt er að
átta sig á hvað maðurinn átti við
„með góðum árangri" vegna þess
að hægt er að staðfesta að minnsta
kosti átta alvarleg bílslys hafa
orðið á veginum á síðastliðnum
10 til 12 árum sem rekja má beint
til þessa leirburðar í veginn. Auk
þessa hefur orðið fjöldi minnihátt-í
ar óhappa. Tvö af framangreindum
bílslysum ollu ævarandi örkuml-
um, slíkur er árangurinn af notk-
un leirsins. Svavar Jónsson, vega-
verkstjóri á Húsavík, sem þekkir
þetta vel, hefur lagst algjörlega
gegn notkun leirsins. Vegagerð-
armenn á Akureyri bera því
þunga ábyrgð á þessari fram-
kvæmd og afleiðingum hennar."
Guðný Elísdóttir hafði sam-
band við blaðið og bað um að
meðfylgjandi mynd yrði birt. Ef
lesendur hafa einhverjar upp-
lýsingar um konuna á myndinni
eru þeir beðnir að hafa sam-
band við Guðnýju í síma 96-
27091 eða 96-33263.
AndapoUurmn að breyt-
ast í vargfuglapoll