Dagur - 24.07.1992, Blaðsíða 10

Dagur - 24.07.1992, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Föstudagur 24. júlí 1992 Dagskrá FJÖLMIÐLA í kvöld, kl. 20.35, er á dagskrá Sjónvarpsins fjórði þátturinn í þáttaröðinni Að duga eða drepast. Pétur Þorsteinsson á Kópaskeri er sóttur heim, en hann hefur byggt upp tölvusam- skipti skóla bæði innanlands og utan. Tölvumiðstöð hans stendur nú á tímamótum og er að færa út kvíarnar. Þá er í þættinum heimsótt framtakssamt fólk á Dalvfk, Ólafsfirði og Sval- barðseyri. Sjónvarpið Föstudagur 24. júlí 18.00 Sómi kafteinn (1). (Captain Zed.) 18.30 Örkin hans Nóa. (Noah’s Ark.) 18.55 Táknmálsfréttir. 19.00 Ævistundir (5). (My Life and Times.) 19.30 Sækjast sér um líkir (2). (Birds of Feather.) 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Blóm dagsins - sauða- mergur (L. procumbens). 20.40 Að duga eða drepast. í þessum þætti er Pétur Þor- steinsson á Kópaskeri sóttur heim en hann hefur byggt upp tölvusamskipti skóla, bæði innan lands og utan. Hlunnindi á Melrakkasléttu eru einnig til umfjöllunar og síðan er komið við á Dalvík, Ólafsfirði, Svalbarðsströnd og Breiðdalsvík en á öllum þessum stöðum hefur hug- vitsamt fólk fundið nýjar leiðir til að sjá sér farborða. 21.00 Matlock (5). 21.50 Þjófsnautur. (Grand Larceny.) Bandarísk spennumynd frá 1988. Ung stúlka erfir landareign í Frakklandi er faðir hennar deyr. Hún hafði ekki séð hann í 20 ár en kemst nú að því að hann hafði auðgast á því að hafa uppi á stolnum dýrgripum án þess að þjóf- amir yrðu þess varir og set- ur þau skilyrði fyrir arfleifð- inni að hún taki við starfi hans. Aðalhlutverk: Marilu Henner, Ian McShane, Louis Jourdan og Omar Sharif. 23.25 Tom Petty and the Heartbreakers á tónleikum. (Tom Petty and The Heart- breakers.) Tom Petty og félagar hans í hljómsveitinni The Heart- breakers slógu í gegn með hljómplötu sem kom út árið 1976 en vinsældir þeirra tóku að dala nokkmm ámm síðar. Það var ekki fyrr en árið 1989 sem Tom Petty náði sér á strik aftur og á síð- asta ári fóm þeir félagar í hljómleikaferð um Bandarík- in. Þessi þáttur var tekinn upp á tvennum tónleikum í þeirri ferð og flytja þeir nokkur sinna vinsælustu laga. 00.40 Útvarpsfréttir í dag- skrárlok. Stöð 2 Föstudagur 24. júlí 16.45 Nágrannar. 17.30 Krakka-Visa. 17.50 Á ferð með New Kids on the Block. 18.15 Trýni og Gosi. 18.30 Bylmingur. 19.19 19:19 20.15 Kæri Jón. (Dear John.) 20.45 Lovejoy. 21.40 Berfætta greifynjan.# (The Barefoot Contessa.) Ava Gardner leikur dansara frá Spáni sem kemst til frægðar og frama í Holly- wood fyrir tilstilli leikstjór- ans sem Humphrey Bogart leikur. Aðalhlutverk: Humphrey Bogart, Ava Garnder og Edmond O'Brien. 23.40 Bræðralagið.# (Band of the Hand.) Fyrmrn stríðshetja úr Víet- namstríðinu tekur fimm harðsnúna götustráka og þjálfar þá til að berjast gegn eiturlyfjasölum. Aðalhlutverk: Stephen Lang, Michael Carmine, Lauren Holly og James Remar. Stranglega bönnuð börnum. 01.25 Horft um öxl. (Flashback.) Kiefer Sutherland leikur hér ungan alríkislögreglumann sem fær það verkefni að fara með pólitískan uppreisnar- segg á staðinn þar sem sá síðamefndi framdi glæp. Með önnur hlutverk fara þeir Dennis Hooper, Richard Mazur og Michael McKean. Bönnuð börnum. 03.10 Dagskrárlok. Rás 1 Föstudagur 24. júlí MORGUNÚTVARP KL. 06.45-09.00 06.45 Veðurfregnir • Bæn. 07.00 Fréttir. 07.03 Morgunþáttur Rásar 1. - Hanna G. Sigurðardóttir og Trausti Þór Sverrisson. 7.30 Fréttayfirlit. 7.31 Fréttir á ensku. Heimsbyggð - Verslun og viðskipti. Bjarni Sigtryggsson. Krítík. 08.00 Fréttir. 08.10 Að utan. 08.15 Veðurfregnir. 08.30 Fréttayfirlit. 08.40 Helgin framundan. ÁRDEGISÚTVARP KL. 09.00-12.00 09.00 Fréttir. 09.03 „Ég man þá tíð". Þáttur Hermanns Ragnars Stefánssonar. 09.45 Segðu mór sögu, „Sesselja síðstakkur" eftir Hans Aanrud. Helga Einarsdóttir les (10). 10.00 Fréttir. 10.03 Morgunleikfimi með Halldóru Bjömsdóttur. 10.10 Veðurfregnir. 10.20 Árdegistónar. 11.00 Fróttir. 11.03 Samfélagið í nærmynd. 11.53 Dagbókin. HÁDEGISÚTVARP KL. 12.00-13.05 12.00 Fróttayfirlit á hádegi. 12.01 Að utan. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir. 12.48 Auðlindin. 12.55 Dánarfregnir • Auglýs- ingar. MIÐDEGISÚTVARP KL. 13.05-16.00 13.05 Hádegisleikrit Útvarps- leikhússins, „Krókódíllinn' eftir Fjodor Dostojevskíj. Fimmti og lokaþáttur. 13.15 Út í loftið. 14.00 Fréttir. 14.03 Útvarpssagan, „Þetta var nú í fylliríi" eftir Ómar Þ. Halldórsson. Höfundur les (8). 14.30 Út í loftið - heldur áfram. 15.00 Fréttir. 15.03 Pálína með prikið. SÍÐDEGISÚTVARP KL. 16.00-19.00 16.00 Fréttir. 16.05 Sumargaman. 16.15 Veðurfregnir. 16.30 Jóreykur. 17.00 Fréttir. 17.03 Sólstafir. 18.00 Fréttir. 18.03 Þjóðarþel. Örnólfur Thorsson les Kjal- nesingasögu (3). Símon Jón Jóhannsson rýnir í textann og veltir fyrir sér forvitnilegum atriðum. 18.30 Auglýsingar • Dánar- fregnir. 18.45 Veðurfregnir • Auglýs- ingar. KVÖLDÚTVARP KL. 19.00-01.00 19.00 Kvöldfróttir. 19.32 Kviksjá. 20.00 Lúðraþytur. 20.30 Út og suður. 21.00 Kvikmyndatónlist. 22.00 Fréttir. Heimsbyggð, endurtekin úr Morgunþætti. 22.15 Veðurfregnir • Orð kvöldsins • Dagskrá morg- undagsins. 22.20 Rimsírams Guðmundar Andra Thors- sonar. 23.00 Kvöldgestir. Þáttur Jónasar Jónassonar. 24.00 Fréttir. 00.10 Sólstafir. 01.00 Veðurfregnir. 01.10 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Rás 2 Föstudagur 24. júlí 07.03 Morgunútvarpið - Vaknað til lífsins. Leifur Hauksson og Eiríkur Hjálmarsson. 08.00 Morgunfréttir. - Morgunútvarpið heldur áfram. - Fjölmiðlagagnrýni Sigurð- ar Valgeirssonar. 09.03 9-fjögur. Umsjón: Þorgeir Ástvalds- son, Magnús R. Einarsson, Margrét Blöndal og Snorri Sturluson. Sagan á bak við lagið. Furðufregnir utan úr hinum stóra heimi. Limra dagsins. Afmæliskveðjur. Síminn er 91-687123. 12.00 Fréttayfirlit og veður. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 9-fjögur. - heldur áfram. 12.45 Fréttahaukur dagsins spurður út úr. 16.00 Fréttir. 16.03 Dagskrá: Dægurmála- útvarp og fréttir. 17.00 Fréttir. - Dagskrá heldur áfram, meðal annars með pistli Gunnlaugs Johnsons. 17.40 Hér og nú. Fréttaskýringaþáttur Frétta- stofu. - Dagskrá heldur áfram. 18.00 Fréttir. 18.03 Þjóðarsálin - Þjóðfund- ur í beinni útsendingu. Sigurður G. Tómasson og Stefán Jón Hafstein sitja við símann, sem er 91-686090. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Ekki fréttir. 19.32 Vinsældalisti Rásar 2. 20.30 Út um allt! Kvölddagskrá Rásar 2 fyrir ferðamenn og útiverufólk sem vill fylgjast með. Fjörug tónhst, íþróttalýsing- ar og spjall. Meðal annars fylgst með leik Þórs og Breiðabliks í 1. deild karla á íslandsmótinu í knattspyrnu. Umsjón: Andrea Jónsdóttir, Gyða Dröfn Tryggvadóttir og Darri Ólason. 22.10 Blítt og létt. íslensk tónlist við allra hæfi. 00.10 Fimm freknur. Lög og kveðjur beint frá Akureyri. Umsjón: Þröstur Emilsson. 02.00 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Fréttir kl. 7, 7.30, 8,8.30,9,10, 11,12,12.20,14,15,16,17,18, 19, 22 og 24. Næturútvarpið 02.00 Fréttir. 02.05 Með grátt í vöngum. 04.00 Næturtónar. 04.30 Veðurfregnir. 05.00 Fróttir af veðri, færð og flugsamgöngum. 05.05 Blítt og létt. 06.00 Fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum. 06.01 Næturtónar. 07.00 Morguntónar. Ríkisútvarpið á Akureyri Föstudagur 24. júlí 08.10-08.30 Útvarp Norður- lands. 18.35-19.00 Útvarp Norður- lands. Bylgjan Föstudagur 24. júií 07.00 Fróttir. 07.05 Morgunútvarp Bylgjunnar. Eiríkur Jónsson og Guðrún Þóra. Fréttayfirlit klukkan 7.30. 08.00 Fréttir. 08.05 Morgunútvarp Bylgjunnar. Eiríkur Jónsson og Guðrún Þóra. Fréttayfirlit klukkan 8.30. 09.00 Fréttir. 09.05 Tveir með öllu á Bylgjunni. Jón Axel Ólafsson og Gunnlaugur Helgason eru þekktir fyrir allt annað en lognmollu. 12.00 Hádegisfréttir. 12.15 Rokk og rólegheit. Anna Björk Birgisdóttir mætir með sérvalda lonlist. 13.00 íþróttafréttir eitt. Allt það helsta úr íþrotta- heiminum frá íþróttadeild Bylgjunnar og Stöðvar 2. 13.05 Rokk og rólegheit. Hressileg Bylgjutónlist í bland við létt spjall. 16.05 Reykjavík siðdegis. 17.00 Fréttir. 17.15 Reykjavík síðdegis. Þjóðlífið og dægurmálin í bland við góða tónlist og skemmtilegt spjall. 18.00 Fréttir. 18.05 Landssíminn. Bjarni Dagur Jónsson tekur púlsinn á mannlífinu og ræð- ir við hlustendur um það sem er þeim efst í huga. Síminn er 671111. 19.19 Fréttir frá fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar. 20.00 Kristófer Helgason. Léttir og ljúfir tónar í bland við óskalög. Síminn er 671111. 00.00 Eftir miðnætti. Erla Friðgeirsdóttir. Hljóðbylgjan Föstudagur 24. júlí 17.00-19.00 Axel Axelsson tekur púlsinn á því sem er að gerast um helgina. Axel hit- ar upp fyrir helgina með góðri tónlist. Síminn 27711 er opinn fyrir afmæliskvéðjur og óskalög. Fréttir frá fré'tta- stofu Bylgjunnar/Stöðvar 2 kl. 18.00. # Kvenímynd nútímans Konur hafa oft áhyggjur af útliti sínu og verða stundum sjúk- lega uppteknar af því sem þeim finnst miður fara, t.d. holdafari. Á þetta var bent í amerískum fræðsluþætti um kvenímynd nútímans sem nýlega var sýndur í ríkissjón- varpinu. Þátturinn vakti bæði athygli og ánægju og var endursýndur vegna fjölda áskorana. Þungum áhyggjum var létt af margri íturvaxinni konunni við þær fréttir að megrunarkúrar væru gagns- lausir og meira að segja fit- andi. # Gott að setja upp hauspoka Heiðar Jónsson snyrtir er ekki hrifin af „megrunarbrjálæði“, eins og hann kallar það og seg- ir m.a.: „Fólki fer upp til hópa alls ekki vel að vera tág- grannt.“ Þetta kemur fram í bókinni Heiðar eins og hann er sem út kom um síðustu jól. Þar hefur Heiðar ýmislegt um konur, útlit þeirra og sjálfs- ímynd að segja, eins og hans er von og vísa. Konur eiga að klæða af sér útlitsgalla og bera höfuðið hátt: „Ég ráðlegg kon- um stundum að fara heim til sín og klæða sig í sundbol, flottan æfingagalla eða glæsi- legan undirfatnað.... Svo segi ég þeim að taka brúnan bréf- poka, gera á hann tvö göt fyrir augun, setja hann síðan á höfuðið og skoða sjálfar sig andlitslausar.“ Heiðar leggur mikla áherslu á að konur verði ánægðar með spegilmyndina og að hans sögn er nauðsyn- legt að þær skoði sig „andlits- lausar“ í speglinum til að byrja með. # „Vel snyrt er konan ánægð“ Ung sveitakona á Norðurlandi las bók Heiðars sér tii óbland- innar ánægju. Hún kannaðist vel við erfiða morgna fyrir framan spegilinn og brá á það ráð að setja á sig hauspoka að ráði Heiðars. Sjálfsálit hennar jókst hins vegar ekkert við það. Hún gerði sér þá lítið fyrir og hringdi í Heiðar og sagði ráð hans ekki duga, hann yrði að koma tafarlaust í eigin persónu norður. Heiðar tók málaleitan hennar vel og hélt námskeið fyrir norðan fyrir umrædda frú og fleiri konur og komust færri að en vildu. Heiðar verður því að gera aðra ferð norður til að anna eftirspurn. Það má vera að konur fáist til að trúa því að holdafarið skipti ekki öllu máli og að megrunarkúrar séu fit- andi, en þær norðlensku standa fast á því að „vel snyrt sé konan ánægð.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.