Dagur - 10.09.1992, Side 1

Dagur - 10.09.1992, Side 1
Venjulegir og demantsskornir trúlofunarhringar Afgreiddir samdægurs GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI Siglu^örður: Úrbætur í samgöngumálum efst á blaöi - segir Kristján Möller, forseti bæjarstjórnar Sveitarstjórnarmenn á Norð- urlandi vestra munu á næst- unni eiga fundi með fjárveit- inganefnd Alþingis og þing- mönnum kjördæmisins og leggja fram óskalista sinn um framkvæmdir sem þeir telja að verði að hafa forgang. Kristján Möller, forseti bæjar- stjórnar Siglufjarðar, segir að efst á óskalistanum hjá Siglfirð- ingum séu úrbætur í samgöngu- málum, bæði hvað varðar flug- völlinn og veginn frá Ketilási til Siglufjarðar. „Vandamálið með flugvöllinn er að á vorin blotnar hann meira en góðu hófi gegnir og því verða flugvélar oft að lenda á Sauðárkróki. Það er óþolandi ástand bæði fyrir okkur og flugrekstraraðilana,“ sagði Kristján. Varðandi samgöngur á landi sagði hann algerlega óvið- unandi ástand á veginum frá Ketilási að Strákagöngum. „Það hefur að vísu verið unnið þarna að ræsagerð og maður trúir því að það sé undirbúningur fyrir varanlegt slitlagsagði Kristján. óþh Akureyri: Piltur viðurkeimir ávísanafals Mynd: Golli Konungleg heimsókn til Norðurlands Haraldur V. Noregskonungur, Sonja drottning og frú Vigdís Finn- bogadóttir, forseti íslands, ásamt fríðu föruneyti komu til Aðaldals- flugvallar kl. 10 í gærmorgun með flugvél Landhelgisgæslunnar. Lemjandi rok og rigning var í Aðaldal er hinir tignu gestir stigu frá borði. Halldór Kristinsson, sýslumaður Þingeyinga, tók á móti gestum og haldið var til Mývatnssveitar undir leiðsögn Jóhanns Sigurjónsson- ar, menntaskólakennara. Veðurguðirnir slökuðu nokkuð á klónni er komið var í Mývatnssveit og gestirnir nutu náttúrufegurðar sveitarinn- ar sem og hádegisverðar að Hótel Reynihlíð. Úr Mývatnssveit var för heitið til Akureyrar í Lystigarðinn þar sem Sigríður Stefánsdóttir, forseti bæjarstjórnar Akureyrar, framámenn bæjarins ásamt nokkrum fjölda bæjarbúa tóku á móti gestum með viðhöfn. Að aflokinni stuttri skoðunarferð um Akureyri var haldið til Akureyrarkirkju. Fjölmenni var við hátíðarathöfn í kirkjunni og að henni lokinni gengu gestir til veislu að Hótel KEA. Ræður voru fluttar og konungshjónunum sem og forseta íslands voru færðar gjafir bæjar- stjórnar, sem bæjarlistamaðurinn Margrét Jónsdóttir hafði gert. Kon- ungshjónin yfirgáfu Akureyri kl. 18,30 og lauk þar velheppnaðri íslandsheimsókn. Sjá nánar bl. 6 og 7 ój Sæplast hf. á Dalvík: Tólf prósent framleiðsluaukning fyrstu sjö mánuði ársins - á sama tíma hefur útflutningsverðmæti aukist um 28% Rannsóknarlögreglan á Akur- eyri handtók pilt á þriðjudags- kvöldið vegna gruns um ávís- anamisferli. Pilturinn hefur viðurkennt verknaðinn. „Pilturinn er nítján ára og hef- ur ekki lent í afbrotum fyrr. Hann falsaði all margar ávísanir úr stolnu ávísanahefti. Heildar- upphæðin sem hann komst yfir á 4 til 5 dögum nemur um eitt hundrað og tíu þúsund krónum. Málið fer nú til meðferðar og pilturinn verður ákærður heima í héraði," sagði talsmaður rann- sóknarlögreglunnar á Akureyri. Loðnuverksmiðjurnar á Rauf- arhöfn og Þórshöfn hafa verið hráefnislausar í nokkurn tíma, eða hátt í tvær vikur. Aðfara- nótt þriðjudags lauk bræðslu á Siglufirði og allt hráefni klár- aðist í Krossanesi um hádegis- bilið í gær og bræðslu því hætt. Engir loðnubátar voru á mið- unum í gær vegna veðurs. Fyrsta loðnan sem landað var á Siglufirði á þessari vertíð kom sl. Magnaukning í framleiðslu Sæplasts hf. á Dalvík fyrstu sjö mánuði þessa árs nemur 12 prósentum. Kristján Aðal- steinsson, framkvæmdastjóri föstudag. Pað var Örn KE sem kom með 730 tonn. Síðan bættust fleiri í hópinn um helgina og var alls landað 3.733 tonnum hjá Síldarverksmiðjum ríkisins á Siglufirði sem jafnframt er heild- armagn loðnu sem verksmiðjan hefur fengið á vertíðinni. Þær upplýsingar fengust í verksmiðj- unni í gær að greiðlega hefði gengið að bræða loðnuna og lauk bræðslu aðfaranótt þriðjudags. Sæplasts hf., segir að hlutur útflutnings hjá fyrirtækinu hafi aukist frá fyrra ári. Þannig hef- ur útflutningsverðmæti aukist um 28% fyrstu sjö mánuði Nú er bara beðið eftir betra veðri og meiri loðnu. Jóhann Pétur Andersen, verk- smiðjustjóri í Krossanesverk- smiðjunni, sagði að bræðslu hefði lokið í hádeginu í gær, en þá var verið að klára bein og fiskúrgang. Krossanesverksmiðjan hefur tek- ið á móti 3.440 tonnum af loðnu á haustvertíðinni. „Þetta mætti koma örar en er þó skárra en ver- ið hefur,“ sagði Jóhann Pétur. þessa árs. A sama tíma nemur samdráttur í sölu á innanlands- markaði um 8%. Fyrr á þessu ári hóf Sæplast framleiðslu á rotþróm og segir Verksmiðjurnar á Norðaustur- horninu, Síldarverksmiðjur ríkis- ins á Raufarhöfn og loðnuverk- smiðja Hraðfrystistöðvar Þórs- hafnar, hafa fengið drjúgt af loðnu á þessari vertíð og stórum meira en á síðustu haustvertíð en nú er farið að teygjast úr stopp- inu. Fyrir austan bíða menn líka eftir betra veðri og reikna með að bátarnir fari að hreyfa sig í dag eða á morgun. SS Kristján að sala á þeim hafi geng- ið vel. Einnig hefur verið tölu- verð sala í vatns- og safntönkum. Kristján sagði að það sem af er þessu ári hafi mikil áhersla verið lögð á markaði í Frakklandi og Danmörku og sú vinna hafi skil- að sér. Danir hafa lengi keypt framleiðslu Sæplasts, en töluverð aukning hefur orðið að undan- förnu í sölu til fiskvinnslufyrir- tækja í Danmörku. Eins og fram hefur komið hafa útvegsmenn á Bretagne-skaga í Frakklandi keypt ker frá Sæplasti og líkað vel. Kristján segir að sú vinna sem lögð hefur verið í markaðssetningu á framleiðslu Sæplasts í Frakklandi á síðustu tveim árum sé að skila sér. „í sumar höfum við verið að kynna þessa framleiðslu í fleiri atvinnu- greinum í Frakkalandi en sjávar- útvegi, t.d. fiskeldi og matvæla- iðnaði. Staða okkar á erlendum mörkuðum er alltaf að styrkjast og við leggjum áherslu á að styrkja hana enn frekar,“ sagði Kristján. óþh oj Loðnuveiðar liggja niðri vegna veðurs: Hráefni á þrotum hjá öllum verksmiöjum - Siglfirðingar fengu 3.733 tonn um síðustu helgi

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.