Dagur - 10.09.1992, Page 3

Dagur - 10.09.1992, Page 3
Fimmtudagur 10. september 1992 - DAGUR - 3 Fréttir Skammt norðan við Ydali hefur risið 300 fm. hus. Mynd: kk Aðaldælingar byggja Aðaldælingar eru að eignast sitt eigið ráðhús. Skammt norðan við Ýdali er í byggingu 300 fm. hús þar sem slökkvi- stöð, hjálparsveit og hrepps- skrifstofur verða til húsa. Dagur Jóhannesson, oddviti Aðaldælinga, sagði í samtali við Dag að slökkvilið og hjálparsveit í hreppnum væru í húsnæðishraki og fyrst farið var að byggja á ann- að borð, hefði verið ákveðið að byggja yfir hreppsskrifstofurnar í leiðinni. ráðhús Bygging hússins gengur sam- kvæmt áætlun. Verktaki við bygginguna er Hermann Sigurðs- son í Hraunkoti og samkvæmt útboði ber honum að skila húsinu fokheldu fyrir 15. nóv. nk. Að sögn Dags verður síðan reynt að ljúka við bygginguna fyrir næsta vor. Talsvert er um byggingarfram- kvæmdir í Aðaldal um þessar mundir. Meðal annars er verið að byggja við íbúðarhús og fjós og bygging íbúðarhúsa er á döf- inni. IM Akureyri: „Stjómvöld ganga í skrokk á tríllusjómömium er gera út smátt“ - segir Ingvi Árnason, sjómaður Trillukarlar fengu nýverið kvóta þann sem þeir mega veiða á yfirstandandi veiðiári. Margir eru óhressir með sinn hlut og þykir óréttlæti ráða ríkjum. Einn þessarra manna er Ingvi Arnason á Akureyri sem rær á tæplega þriggja tonna trillu er ber nafnið Jón Geir EA 132. „Pví er svipað varið með stjórnvöld fiskveiðimála og karli nokkrum er ég þekkti í gamla daga. Karlinn átti þrjá syni. Peg- ar sá elsti og öflugasti gerði eitthvað af sér þá lúskraði sá gamli á yngsta syninum sem var lítill og veikburða. Er karlinn var spurður hví hann hefði þennan háttinn á þá var svarið: „Ég ræð ekki við þann elsta og stærsta.“ Þannig er komið með stjórnsýsl- una í dag. Við höfum mýmörg dæmi. Ég vil nefna eitt. Stjórn- völd ganga í skrokk á okkur trillukörlum sem gera út smátt. Þannig þarf ég að borga veiði- leyfisgjald að upphæð krónur 12.325,00 fyrir 4830 tonn. Þetta þykir mér hart þegar ég lít til stóru bátanna," segir Ingvi Árna- son, sem lengi var í forsvari fyrir trillusjómenn við Eyjafjörð. ój Kammerhljómsveit Akureyrar: Hlj óms veitarstj óri ráðinn - aðalfundur nk. miðvikudag Guðmundur Óli Gunnarsson, skólastjóri Tónlistarskólans á Akureyri, hefur verið ráðinn aðalhljómsveitarstjóri Kamm- erhljómsveitar Akureyrar næsta starfsár. Aðalfundur Félags áhugafólks um Kammerhljómsveit Akureyr- ar verður haldinn í sal Tónlistar- skólans miðvikudaginn 16. sept- ember kl. 20.30. Allir sem áhuga hafa fyrir starfi Kammerhljóm- sveitar Akureyrar eru hvattir til að mæta og gerast félagar, segir í fréttatilkynningu frá stjórn félagsins. Núveiandi formaður Félags áhugafólks um Kammerhljóm- sveit Akureyrar er Rósa K. Júlí- usdóttir og framkvæmdastjóri Kammerhljómsveitarinnar er Jón Hlöðver Áskelsson. SS Hugmyndir ríkisstjórnarinnar um hækkun tryggingargjalds í stað aðstöðugjalds: Kæmi harkalega við hefð- bundnu búgreinamar - launaliðurinn er 45% í sauðQárræktinni og 40% í nautgriparækt Gunnlaugur Júlíusson, hag- fræðingur Stéttarsambands bænda, segir að hækkun álagn- ingarhlutfalls tryggingargjalds í stað aðstöðugjalds kæmi harkalega við hefðbundnu búgreinarnar, nautgriparækt og sauðfjárrækt, en allt annað yrði upp á (eningnum í korn- greinunum svokölluðu, svína- rækt, kjúklinga- og eggjafram- leiðslu. Eins og fram kom í Degi í gær hefur Stéttarsamband bænda mótmælt þessum áformum ríkis- stjórnarinnar og bent á að hækk- un tryggingargjalds muni leiða til lakari samkeppnisstöðu innlendr- ar framleiðslu, það sama gildi um búvöru og innlenda iðnaðarfram- leiðslu. „Þessi breyting myndi lækka verð á framleiðslu korngrein- anna, vegna þess að þar er launa- liðurinn í kringum tíu prósent. Hins vegar myndi þetta þýða hækkun á bæði sauðfjár- og naut- griparækt vegna þess að launalið- urinn í þessum greinum er mikl- um mun hærri,“ sagði Gunnlaug- ur. í kostnaðarmyndun búvara er launaliðurinn hæstur í sauðfjár- ræktinni og því kæmi þessi breyt- ing verst við hana. Samkvæmt verðlagsgrundvellinum í júní sl. var hlutur launa í sauðfjárrækt- inni um 45%, en í nautgriparækt- inni var hann um 40%. Sam- kvæmt verðlagsgrundvelli 1. september sl. var hlutur launa í kostnaðarmyndun í kjúklinga- rækt 12% og 13% í eggjafram- leiðslunni. óþh Hugmyndir ríkisstjórnarinnar kæmu harkalega við sauðfjárbændur. Mynd: kk Sæversmálið í Ólafsfirði: Ólafsfiarðarbær áfrýiar Ólafsfjarðarbær ætlar að áfrýja til Hæstaréttar dómi Héraðs- dóms Norðurlands eystra í svokölluðu Sæversmáli. Búast má við að niðurstaða Hæsta- réttar fáist ekki fyrr en eftir 1-2 ár. Héraðsdómur Norðurlands eystra kvað dóm sinn upp 17. ágúst sl. og var bæjarsjóður Olafsfjarðar dæmdur til að greiða Búnaðarbanka íslands á Akur- eyri rúmar 7 milljónir króna. Bæjarsjóður veitti á sínum tíma lagmetisfyrirtækinu Sæveri í Ólafsfirði bæjarábyrgð á lánum hjá Búnaðarbankanum en skömmu síðar varð fyrirtækið gjaldþrota. Þar sem Búnaðar- bankinn lýsti ekki kröfum í þrotabúið töldu forsvarsmenn Ólafsfjarðarbæjar að ábyrgðin á lánunum væri fallin niður. Bún- aðarbankinn gerði mun hærri kröfu á bæjarsjóð en dómur Hér- aðsdóms hljóðaði upp á rúmar 7 milljónir. Bæjarráð Ólafsfjarðar kom saman þegar dómurinn hafði ver- ið kveðinn upp í ágúst og sam- þykkti að fela bæjarstjóra og lög- manni bæjarins að taka ákvörðun um áfrýjun í málinu. Niðurstaða liggur nú fyrir og hefur bæjar- stjóri tilkynnt bæjarstjórn að dómnum verði áfrýjað. JÓH

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.