Dagur - 10.09.1992, Side 11

Dagur - 10.09.1992, Side 11
Fimmtudagur 10. september 1992 - DAGUR - 11 ÍÞRÓTTIR Halldór Arinbjarnarson Samskipadeildin: Leikjum í botn- baráttunni seinkað Leik ÍBV og KA hefur verið seinkað um 2 tíma. Hann verður því leikinn á laugar- daginn kl. 16.00 í stað 14.00. Leik UBK og Víkinga hefur einnig verið frestað og verður hann leikinn á sama tíma. Verði ekki flugfært til Vest- mannaeyja á laugardaginn frestast báðir leikirnir þangað til kl. 14.00 á sunnudag. Knattspyrna: Nói endurráðinn þjáJfarí Magna Nói Björnsson hefur verið endurráðinn þjálfari 3. deildarliðs Magna í knatt- spyrnu. Nói tók við Magna fyrir nýafstaðið keppnis- tímabil og náði ágætis árangri með liðið. Auk þess að þjálfa Magna í sumar, lék Nói einnig með lið- inu og hyggst hann gera það áfram á næsta keppnistíma- bili, svo framarlega sem hann kemst í liðið. Þá er reiknað með að Magni mæti rneð nán- ast sama mannskap til Iciks næsta sumar. Magni hafnaði í sjöunda sæti 3. deildar í sumar. Liðið fékk 22 stig úr 18 leikjum, vann 6 leiki, gerði 4 jafntefli en tapaði 8 leikjum. -KK Knattspyrna: Leíkbönn Eftirtaldir leikmenn af Norðurlandi voru dæmdir í leikbann á fundi Aganefnd- ar KSÍ 8. september síðast- liðinn: Vegna brottvísunar: Atli Þ. Samúelsson, Þór 3. fl. Vegna fjögurra gulra spjalda: Bjarki Bragason, KA 2. fl. Ásmundur Vilhelmsson, Hvöt Vegna sex gulra spjalda: Pétur Arason, Hvöt Þá munu þeir Jóhannes Ólafs- son liðsstjóri ÍBV og Ingi Sig- urðsson leikmaður verða í banni þegar lið þeirra mætir KA í síðustu umferð Sam- skipadeildarinnar. HA Ólympíumótið: Góður árangur íslendingarnir á Ólympíu- mótsins halda áfram að standa sig vel. Akureyring- arnir Rut Sverrisdóttir og Elvar Thorarensen kepptu bæði í gær og náðu góðum árangri. íslendingar hafa nú unnið 2 gull, 1 silfur og 6 bronsverðlaun. Rut komst í úrslit í 100 m baksundi. Hún synti á tíman- um 1:20,55 sem er nýtt ís- landsmet. Úrslitin áttu að fara fram í gærkvöld. Elvar hóf keppni í borðtennis í gær og sigraði andstæðing sinn í þremur lotum 20-22, 21-7 og 21-1. HA Ólympíumót þroskaheftra: Eins og áður sagði keppa þeir báðir í frjálsum íþróttum. Þeir munu báðir keppa í 100 m hlaupi og langstökki en Aðalsteinn mun auk þess keppa í hástökki og Stefán í 200, 400 og 800 m hlaup- um. „Hér heima berjumst við oft í þessum greinum og það er mis- jafnt hvor hefur betur,“ sagði Aðalsteinn. Þeir sögðust ekki þekkja mikið til mótherja sinna úti en gerðu sér vonir um að geta í það minnsta staðið upp í hárinu á þeim. „Þær upplýsingar sem við höfum um hina keppendurna eru það gamlar að vafasamt er að taka of mikið mark á þeim,“ sagði Stefán. Einnig sögðu þeir að oft næðist betri árangur á stór- mótum úti þar sem fólk væri þar að keppa við topp aðstæður, sem væri ekki alltaf raunin hér heima. Þeir sögðust vera orðnir tals- vert spenntir enda um mikinn viðburð að ræða. Það er að sjálf- sögðu mikill heiður fyrir hvern íþróttamann að taka þátt í stór- móti sem þessu. Aðspurðir sögðu þeir að keppnisreynslan væri það besta við svona mót. Þeir þyrftu sterkari mótherja en völ væri á hér heima. „Þá erum við betur undirbúnir fyrir næsta mót,“ sagði Aðalsteinn. Þeir félagar hefja báðir keppni 16. september og verður spennandi að fylgjast með þeim. HA Þeir sögðust halda til Reykja- víkur næstkomandi föstudag og á laugardag yrði flogið til London þar ^en hópurinn mundi gista eina nótt áður en haldið yrði Madrid. Aðspurðir sögðust þeir kannast við flesta hina keppend- urna, bæði úr keppnum hér heima og eins hefði hópurinn all- ur komið saman á Laugarvatni nú fyrr í sumar. Báðir höfðu þeir félagar áður tekið þátt í keppn- um erlendis en þetta væri samt sem áður stæsti íþróttaviðburður þeirra til þessa. „Ég átti reyndar að i'ara til Suður-Kóreu og var búinn að æfa fyrir þá leika en á síðustu stundu var hætt við það út af veseni við skráningar í i flokka,“ sagði Stefán. Ólympíumót hreyfihamlaðra stendur nú sem hæst í Barce- lona. Nú líður senn að því að Ólympíumót þorskaheftra - segja ólympíufararnir Aðalsteinn og Stefán eru til í slaginn. Spánar og keppa þar fyrir íslands hönd. Þetta eru þeir Aðalsteinn Friðjónsson og Stefán Thorarensen. Þeir munu báðir keppa í frjálsum íþróttum. Auk þeirra keppa í Madrid, Gunnar Þ. Gunnars- son og Katrín Sigurðardóttir frá Selfossi. Bára Erlingsdótt- ir, Guðrún Ólafsdóttir, Sigrún H. Hrafnsdóttir og Mannfreð I. Jensson frá Reykjavík. Dag- ur fékk þá félaga Aðalstein og Stefán í stutt spjall og spurði fyrst hvernig ferðinni yrði háttað. hefjist en það verður haldið í Madrid 13.-23. september næstkomandi. Tveir Norð- lendingar munu brátt halda til „Staðráðnir í að gera okkarbesta“ , Tindastóll: Ólíklegt að Guðbjöm þjálfi áfram - óvíst með bræðurna Pétur og Bjarka Keppni er nú lokið í þriðju deild og eins og kunnugt er unnu Tindastólsmenn frá Sauðárkróki deildina með glæsibrag. Fyrir keppnistíma- bilið fékk Tindastóll góðan liðsstyrk en þá gengu bræðurn- ir Pétur og Bjarki Péturssynir ásamt þjálfaranum Guðbirni Tryggvasyni í raðir Stólanna. Enn er ekki frágengið hvort þremenningarnir halda áfram með liðinu á næsta ári en Guð- björn Tryggvason taldi afar ólíklegt að hann mundi verða á Króknum næsta sumar. Gengi Tindastóls í sumar var einstaklega gott. Liðið tapaði einungis einum leik í deildinni, gerði eitt jafntefli en vann 16 leiki. Bjarki Pétursson varð markahæsti leikmaður deildar- innar með 17 mörk. Á þessari stundu er allt á huldu um hvort hann, ásamt Pétri og Guðbirni leika á ný með Sauðárkróksliðinu þegar keppni hefst í 2. deild næsta sumar. Ómar B. Stefáns- son hjá Tindastól sagði allt of snemmt að segja nokkuð til um hverjir mundu verða með næsta sumar. í sama streng tók Pétur Pétursson þegar haft var sam- band við hann. Pétur mun stunda nám í Fjölbrautaskólanum á Sauðárkróki í vetur, eða í það minnsta fram að áramótum. Bjarki bróðir hans hefur haldið á Bjarki Pétursson. ný til Akraness. Aðspurður sagðist Guðbjörn Tryggvason telja fremur ólíklegt að hann mundi verða hjá Tinda- stól á næsta ári. Hann hefur nú tekið við sínu fyrra starfi á Akra- nesi. „Það þarf mikið að breytast til þess að ég verði á Sauðárkróki næsta sumar,“ sagði Guðbjörn. Hann sagðist að öllum líkindum þurfa að segja upp því starfi sem hann gegndi á Ákranesi ef hann ætti að geta þjálfað Tindastól áfram, „og ég er ekki tilbúinn til þess eins og atvinnuástandið í þjóðfélaginu er í dag,“ sagði hann. Það bendir því allt til þess að Tindastóll þurfi að leita sér að nýjum þjálfara fyrir næsta sumar. Aldursflokkainót UMSE í fijálsum íþróttum Hér birtist seinni helmimgur úrslita á aldursflokkamóti UMSE. Við höfðum áður birt úrslitin hjá strákunum en hér koma stelpurnar. Tátur 10 ára og yngri: 60 m hlaup: 1. Sara Vilhjálmsd., Svarfd 9,90 2. Ingunn Högnadóttir, Vorb 10,00 Langstökk: 1. Ingunn Högnad., Vorb 3,60 2. Svanhildur Ketilsd., Framt 3,46 Boltakast: 1. Svanhildur Ketilsd., Framt 33,40 2. Ingunn Högnad., Vorb 29,85 Stelpur 11-12 ára: 60 m hlaup: 1. Gunnhildur Helgad., Æskan 9,00 2. Heiða Valgeirsd., SM 9,00 400 m hlaup: 1. Ingibjörg Helgad., Svarfd 1:12,90 2. Sigurbjörg Guðmundsd., SM 1:15,10 Langstökk: 1. Gunnhildur Helgad., Æskan 4,20 2. Sigurbjörg Guðmundsd., SM 4,19 Hástökk: 1. Ingibjörg Leifsd., Árroð 1,20 2. Kolbrún Kristjánsd., Svarfd 1,15 Kúluvarp: 1. Berglind Óðinsd., Reyni 6,04 2. Ólöf Óskarsd., Svarfd 5,66 Boltakast: 1. Ellý Elvarsd., Reyni 34,70 2. Gunnhildur Helgad., Æskan 32,66 Stelpur 13-14 ára 100 m hlaup: 1. Soffía Gunnlaugsd., Reyni 13,60 2.-3. Eva Bragad., Svarfd 13,80 2.-3. Sigurlaug Níelsd., Framt 13,80 400 m hlaup: 1.-2. Sigurlaug Níelsd., framt 1:10,00 1..-2. Þórdís Jónsd., Æskan 1:10,00 Langstökk: 1. Soffía Gunnlaugsd., Reyni 4,73 2. Þórdís Jónsd., Æskan 4,40 Hástökk: 1. Sandra D. Pálsd., Framt 1,40 2. Sigurlaug Níelsd., Framt 1,35 Kúluvarp: 1. Soffía Gunnlaugsd., Reyni 7,40 2. Eva Bragad., Svarfd 6,80 Spjótkast: 1. Gunnur Stefánsd., Árroð 23,02 2. Gunnhildur Júlíusd., Svarfd 21,76 Meyjar 15-16 ára: 100 m hlaup: 1. Heiðdís Þorsteinsd., Svarfd 17,60 800 m hlaup: 1. Linda Sveinsd., Reyni 3:05,20 2. Halla B. Davíðsd., Svarfd 3:22,50 4x100 m boðhlaup: 1. Sveit Árroöans/Framt 59,60 2. Sveit SM 1:02,00 Hástökk: 1. Heiðdís Þorsteinsd., Svarfd 1,25 Kúluvarp: 1. Heiðdís Þorsteinsd., Svarfd 6,15 Stúlkur 17-18 ára: 100 m hlaup: 1. Linda Sveinsd., Reyni 13,60 2. Maríanna Hansen, Æskan 13,90 Langstökk: 1. Linda Sveinsd., Reyni 4,74 2. Maríanna Hansen, Æskan 4,44 Hástökk: 1. Maríanna Hansen, Æskan 1,50 2. Linda Sveinsd., Reyni 1,20 Kúluvarp: 1. Maríanna Hansen, Æskan 7,23 2. Sigurlaug Hauksd., Svarfd 7,21 Kringlukast: 1. Sigurlaug Hauksd., Svarfd 18,10 2. Maríanna Hansen, Æskan 14,58 Spjótkast: 1. Maríanna Hansen, Æskan 17,22

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.