Dagur


Dagur - 26.09.1992, Qupperneq 19

Dagur - 26.09.1992, Qupperneq 19
Laugardagur 26. september 1992 - DAGUR - 19 Máttugur var Marley - veglegt safn með verkum meistarans komið út Nú liðlega ellefu árum eftir fráfall reggímeistarans Bob Marley, en hann lést úr krabbameini í Bandaríkjunum 11. maí 1981, er að koma á markað mjög vandað og veglegt safn með hans bestu og frægustu verkum auk annars áður óútgefins og sjaldgæfs efnis. Er nánar tiltekið um að ræða kassa með fjórum geisla- diskum, sem samtals geyma 78 lög er spanna feril Marleys frá upphafi til loka hans. Marley, sem fæddist í höfuðborg Jamaíka, Kingston, árið 1945, sonur bresks kafteins og jamaískrar stúlku, gaf út sitt fyrsta lag, One cup of coffie, árið 1962. Var hann þá fyrst einn síns liðs, en stofnaði svo hljómsveit- ina The Wailers tveimur árum síðar. Var sú sveit æ síðan órjúf- anlegur hluti af ferli Marleys. Urðu vinsældir Marleys og Wailers fljótt miklar á Jamaíka og víðar þar um slóðir, en verulega athygli vakti Marley fyrst alþjóð- lega er hann vann með leikaran- um og söngvaranum Johnny Nash að sköpun laga, en Nash var einn fyrsti vestræni tónlist- armaðurinn til að hljóðrita efni á Jamaíka. Samdi Marley m.a. lag fyrir Nash sem kallaðist Stir it up, er vinsælt varð í Bretlandi árið 1971. Með The Wailers fóru svo hlutirn- ir einnig aö ganga vel fyrir sig á heimsvísu hjá Marley og uxu vinsældirnar stig af stigi á átt- unda áratugnum. Meðal annarra góðra verka, sem Marley og Wailers sendu frá sér, má nefna Nasty Dread, sem inniheldur fræg lög eins og Lively up yourself og No women no cry, Exodus, sem færði Marley og félögum endanlega heimsfrægð- ina og sat til að mynda í yfir heilt ár á breska sölulistanum, Kaya, sem geymir hið sígilda lag Is this love og Survival, síðustu plötuna sem Marley og Wailers sendu frá sér og jafnframt þá allra vinsæl- ustu. Nýja safninu, sem fáanlegt verð- ur í kassettuformi auk geisla- diska, fylgir vegleg 64 blaðsíðna bók sem ekkja Marleys, Rita, rit- ar formála að. Ber safnið nafnið Songs Of Freedom og kemur það út í takmörkuðu upþlagi, einni milljón eintaka. Ur ýmsum áttum Gamlir hiþpar víða um heim eru með öndina í hálsinum þessa dagana eftir að fregnast hafði að eitt helsta goð þeirra, gítarleikarinn Jerry Garcia í Greatful Death, hefði fengið slæmt hjartaáfall fyrir nokkru. Var reyndar í fyrstunni gert lítið úr þessari veilu Garcia af hálfu talsmanna Garcia en í Ijós hefur komið að um alvarlegt tilfelli var að ræða hjá þessum fimmtuga kappa. Munu nú frekari lífdagar hjá honum byggjast á bættu líferni samfara góðri og mikilli hvíld, en miklar reykingar og neysla ruslfæðis í langan tíma eiga stóran þátt í heilsutapi hans. Var þetta í annað skiptið á um sex árum sem Garcia verður fyrir slíku áfalli. í fyrra sinn náði hann bata, en sá hins vegar ekki að sér og hélt uppteknum hætti í slæmu líferni. Eftir nokkra erfiðleika og tafir hyllir loksins undir að frum- burður þeirra Stephen Morris og Gillian Gilbert úr New Order, undir nafninu The Other Two, líti dagsins Ijós. Mun gripurinn bera heitið The other two and you og er áætlaður útgáfudagur þann 26. október. Vöktu þau Morris og Gilbert mikla athygli með fyrstu smáskífu sinni með laginu Tasty fish síðastliðinn vetur, þannig að nýju plötunnar hefur verið beðið með nokkurri eftirvæntingu. Eru þau tvö m.a. með þessu framtaki sínu að brúa bilið milli verkefna hjá New Order líkt og hinir tveir meðlimirnir, Bernard Summer og Peter Hook hafa verið að gera á undanförnum misserum. Eitt af mest áberandi svoköll- uðum sjálfstæðu útgáfufyrir- tækjum í tónlistarheiminum, Creation Records, (sjálfstætt er lausleg þýðing á independance) hefur nú að hluta tengst fyrir- tækjarisanum Sony. Er um að ræða kaup Sony á drjúgum skerf hlutabréfa í Creation, eða að andvirði um 350-60 milljóna íslenskra króna. Munu kaupin m.a. fela í sér betri tækifæri fyrir hljómsveitir á vegum Creation við að koma sér á framfæri, með meiri dreifingu á plötum, fleiri tónleikum o.s.frv. Hefur í því sambandi verið gerður sérstakur samningur við þrjár af helstu sveitum útgáfunnar, Teenage Fan Club, Ride og Primal Scream, um dreifingu á verkum þeirra víða um heim undir merkj- um Sony. Dauðinn lætur ekki að sér hæða frekar en fyrri daginn og sækir heim tónlistarmenn líkt og aðra þegar síst skyldi. Nú fyrir skömmu lést trommuleikari hljóm- sveitarinnar þekktu Toto, Jeff Porcaro, úr hjartaslagi á heimili sínu í Kaliforníu. Var hann 38 ára að aldri og lætur eftir sig eig- inkonu og þrjú börn. Hafði Toto nýlokið upptökum á sinni nýjustu plötu, Kingdom of Desire, þeirri fyrstu í tvö ár, er dauða Porcaro bar að garði. Mun platan vænt- anlega koma út innan skamms. Gömlu pönkhetjurnar í Ra- mones láta ekki deigan síga þrátt fyrir skrautlegan nær tveggja áratuga feril og senda frá sér enn eina þlötuna nú í sept- ember. Þótt undarlegt kunni að virðast þá gæti platan, sem heita mun Mando bizarro, e.t.v. orðið vatn á myllu George Bush í bandarísku forsetakosningun- um, því í einu lagi þlötunnar er frú Tipper Gore, eiginkonu vara- forsetaefnis demókrata, Albert Gore, sendur tónninn. Er ástæð- an sú að frú Gore hefur verið framarlega í flokki samtaka, sem hafa ráðist harkalega á rokktón- listarmenn og viljað að verk þeirra yrðu jafnvel bönnuð. í texta lagsins, sem kallast Censorshit (sem fínlega má þýða sem Siðgæðishræsni) benda þeir Ramonesfélgar frúnni á það m.a. að vandinn í banda- rísku þjóðlífi sé ekki fólginn í vondum rokkurum, heldur í vax- andi fátækt, fjölgun heimilis- og atvinnulausra o.s.frv. Hljótt hefur verið um stór- sveitina Bon Jovi undanfar- in misseri eftir að kastast hafði í kekki milli aðalmannanna, Jon Bon Jovi söngvara og Richie Sambora gítarleikara, og framtíð sveitarinnar var í óvissu. Mun slíkt nú hins vegar vera að baki og er hljómsveitin komin saman að nýju og byrjuð að taka uþp nýtt sköpunarverk undir stjórn upp- tökumannsins fræga Bob Rock. Ber það eins og er nafnið Kepp the faith, en ekki er Ijóst hvort það er endanlegt nafn, né hvenær að útgáfu verður. SKALLI Félag smábátaeigenda Norðurlandi vestra heldur aðalfund sunnudaginn 27. sept. að Suðurgötu 3, Sauðárkróki kl. 14. Venjuleg aðalfundarstörf. Örn Pálsson og Arthúr Bogason koma á fundinn. Mætum allir. Stjórnin. Skrifstofustjóri Við leitum að starfsmanni með góða viðskipta- menntun og sjálfstæða hugsun. í starfinu felst m.a.: ★ Umsjón með fjárreiðum, viðskiptamannabókhaldi og áætlanagerð. ★ Stjórnun sölumála. Um heilsdagsstarf er að ræða. Umsækjandi þarf að geta hafið störf strax. Upplýsingar og umsóknareyðublöð aðeins á skrifstofu okkar. DDRÁÐNINGAR Endurskoðun Akureyri hf., Glerárgötu 24, sími 26600 Hjartans þakkir til ykkar allra sem á margvíslegan hátt glödduð mig á níræðis afmæli mínu. Guð blessi ykkur öll. GUÐLAUG S. GUNNLAUGSDÓTTIR, Hornbrekkuvegi 12, Ólafsfirði. J Móöir okkar, INGIBJÖRG TRYGGVADÓTTIR frá Garðsvík, andaðist aö Dvalarheimilinu Hlíö miðvikudaginn 23. septem- ber. Jarðarförin auglýst síðar. Börnin. Bróðir okkar, SIGURGEIR TRYGGVASON, Svertingsstöðum, Eyjafjarðarsveit, verður jarðsunginn frá Kaupangskirkju miðvikudaginn 30. sept. kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð en þeir sem vilja minnast hans láti Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri njóta þess. F.h. vandamanna, Guðrún Bergrós Tryggvadóttir, Haraldur Tryggvason. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður míns, sonar, bróður og mágs, BJARNA JÚLÍUSAR GUÐMUNDSSONAR, Fífumóa 1 d, Ytri-Njarðvík. Bjarni Þór Bjarnason, María Júlíusdóttir, Elsa Guðmundsdóttir, Rafn Hjartarson, Helga Guðmundsdóttir, Ólafur Jónsson, Vilhelm Guðmundsson, Rannveig Alfreðsdóttir, Freyja Guðmundsdóttir, Tryggvi Harðarson, Sigurður Guðmundsson, Sumarrós Guðjónsdóttir, Pálmi Guðmundsson.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.