Dagur - 10.10.1992, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Laugardagur 10. október 1992
Takið eftir!
Utanríkisráðuneytið vill vekja athygli á að gögn er varða samninginn um
Evrópska efnahagssvæðið liggja frammi hjá ráðuneytinu.
Stuttar samantektir um einstaka þætti samningsins eru sendar fólki að
kostnaðarlausu, en samningurinn sjálfur og fylgirit hans, ásamt greinar-
gerð, eru send í póstkröfu og seld á kostnaðarverði.
Eftirfarandi efni má panta gegnum sjálfvirkan símsvara ráðuneytisins
(609929), eða skriflega.
A. Samningurinn um EES með viðaukum.
3000 kr. ásamt póstkröfu.
B. Fylgisamningar með samningi um Evrópska efnahagssvæðið.
1000 kr. ásamt póstkröfu.
C. Greinargerð með samningnum.
750 kr. ásamt póstkröfu.
D. Skýrsla utanríkisráðherra til Alþingis.
375 kr. ásamt póstkröfu.
E. Gerðir sem vísað er til (íslensk þýðing).
Hvert bindi 500 kr.
F. Samanburður á íslenskri löggjöf og samþykktum Evrópu-
bandalagsins (Bláskinna) okt. 1990.
Eftirfarandi efni fæst ókeypis hjá utanríkisráðuneytinu.
I Vöruviðskipti.
1.1 Ríkisstyrkir.
1.2 Tollar, tollafgreiðsla og uppruna-
reglur.
1.3 Tæknilegar viðskiptahindranir.
1.4 Samkeppnisreglur.
1.5 Landbúnaður.
1.6 Orkumál.
1.7 Sjávarútvegsmál (l.7.i. Tollar á
útfluttar sjávarafurðir).
1.8 Lyfjamál.
1.9 Matvæli.
1.10 Opinberinnkaupog útboð.
1.11 Hugverkaréttindi.
II Þjónustu- og fjármagns-
viðskipti.
11.1 Fjármálaþjónusta.
11.2 Flugmál.
11.3 Skipaflutningar.
11.4 Fjarskiptaþjónusta, útvarp og
sjónvarp.
11.5 Fjármagnshreyfingar.
11.6 Vátryggingar.
Annað efni:
Meginmál EES-samningsins.
Utanríkisráðuneytið, viðskiptaskrifstofa, september 1992.
EES í töium.
Tölulegar upplýsingar um ísland og Evrópska efnahagssvæðið, Hagstofa
Evrópubandalagsins. Bókaforlag Evrópubandalagsins, 1992.
Framsaga fyrir frumvarpi til laga um Evrópska efnahagssvæðið.
Ræða utanríksráðherra 20. ágúst 1992.
Stjórnarskráin og EES-samningurinn.
Álit nefndar á vegum utanríksráðuneytisins á því hvort samningurinn um
Evrópska efnahagssvæðið, ásamt fylgisamningum, brjóti á einhvern hátt í
bága við íslensk stjórnskipunarlög. Utanríkisráðuneytið, viðskiptaskrif-
stofa, ágúst 1992.
Jafnframt hafa stofnanir, hagsmuna- og félagasamtök s.s. Þjóðhagsstofn-
un, Seðlabanki, Iðntæknistofnun, FÍI, ASÍ, BSRB og VSÍ gefið út efni um
samninginn og áhrif hans á íslenskt þjóðfélag. Háskóli íslands og Alþjóða-
málastofnun hafa gefið út rit ýmissa fræðimanna um málefni er varða
'évrópska efnahagssamvinnu og öll ráðuneyti hafa tekið saman og gefið út
upplýsingar um efni samningsins er þau varðar.
III Fólksflutningar.
111.1 Atvinna og búseta.
111.2 Almannatryggingar.
111.3 Starfsréttindi.
IV Jaðarmálefni.
IV.1 Menntamál.
IV.2 Umhverfismál.
IV.3 Félagsmál.
IV.4 Lítil og meðalstórfyrirtæki.
IV.5 Neytendamál.
IV.6 Rannsóknirog þróun.
IV.7 Vinnuvernd.
IV. 8 Félagaréttur.
V. 1 Stofnanir EES.
VI. 1 Sögulegt yfirlit EFTA og EB.
Ennfremur er minnt á að starfsmenn ráðuneytisins eru reiðubúnir að koma
á fræðslufundi skóla og félaga til að kynna samninginn. Upplýsingar þar að
lútandi má fá í utanríkisráðuneytinu í síma 609900.
Harpa Björnsdóttir sýnir
í Gallerí Allra-Handa:
Legg áherslu
á andlitið og
breytileika þess
Andiit - mismunandi andlit -
svipbrigði eins og andlitið
endurspcglar hvern dag. Hver
nýr dagur ber hið óþekkta í
skauti sér og árif þess koma
fram í andlitum okkar. Því
geta andlit verið mismunandi
frá einu augnabliki til annars -
jafnvel þótt um sama andlitið
sé að ræða. Andlitið er við-
fangsefnið í nýjum myndum
Hörpu Bjömsdóttur, myndlist-
armanns, en hún opnar mynd-
listarsýningu í Gallerí Allra-
Handa í Listagili næstkomandi
sunnudag kl. 14.00.
Sýningin í Gallerí AllraHanda
er níunda einkasýning Hörpu og
uppistaða hennar verða litlar
vatnslitamyndir sem listamaður-
inn vann í Danmörku nú í haust.
Harpa Björnsdóttir hefur unnið
nokkuð erlendis, meðal annars í
París og Róm og einnig á Svea-
borg við Helsinki þar sem hún
sagði mjög gott næði til að vinna
úr viðfangsefnum sínum. Mynd-
listarmanninum sé nauðsyn að
fara víða, auka yfirsýn sína og
afla nýrra hughrifa til að vinna
úr.
Harpa Björnsdóttir útskrifað-
ist úr Nýlistadeild Myndlistar- og
handíðaskólans og hefur auk
einkasýninga tekið þátt í mörg-
um samsýningum - bæði í Dan-
mörku og á íslandi. Sýningin í
Gallerí AllraHanda er fyrsta sýn-
ing Hörpu á landsbyggðinni.
Harpa sagði nauðsynlegt að
kynna þróun í myndlist. Par
komi fram ákveðnar stefnur og
straumar er sýni ákveðið ferli.
Þekki fólk ekki til hinna ákveðnu
tímabila í myndlistinni eigi það
erfitt með að skynja og skilja það
sem á eftir komi og líta á það sem
eðlilegt framhald. Á síðustu
árum hafi gífurleg fjölbreytni átt
sér stað f úrvinnslu stefnu og
strauma í myndlist 20. aldar -
sérstaklega postmodernisma og
til að skilja þótt ekki væri nema
hluta þess sem þar væri að gerast
Íþróttir
Harpa Björnsdóttir.
verði fólk að þekkja þær stefnur
og strauma sem myndlistin bygg-
ist á. Annars verði hætta á því að
fólk upplifi listina aðeins að litlu
leyti og skilji eingöngu handverk-
ið.
Hún ræddi einnig um á hvern
hátt listin væri kynnt og kvaðst
hafa orðið vör við að ýmsar
nýjungar og þróun í myndlist
hefðu ekki borist nægilega út um
landið. Listamennirnir yrðu sjálf-
ir að kynna verk sín og sjá til þess
að þau bærust sem víðast. Reka
einskonar landsbyggðarstefnu í
myndlistinni. Meðal annars með
myndlistarsýningum á vinnustöð-
um og kaup listaverka til að
prýða veggi þar sem fólk eyðir oft
mestum hluta af tíma sínum.
Hún sagði að til dæmis á Norður-
löndunum væru til starfsmanna-
sjóðir er hefðu það markmið að
flytja list inn á vinnustaðina.
Slíku hefði ekki - sér vitanlega -
verið komið á fót hér á landi en
þarna væri áhugaverð leið til að
flytja myndlistina til almennings.
Harpa Björnsdóttir hefur verið
talin erótísk í myndlist sinni. En
hvað telur hún erótík í myndlist?
„Ef fólk lítur á nakta líkama sem
erótík þá nota ég mannslíkaman
nokkuð í myndum mínum. Ann-
ars skynjar fólk erótík á svo mis-
munandi hátt - einnig í myndlist-
inni - að erfitt er að dæma um í
hvaða mynd finnast erótísk áhrif.
Einn áhorfandi getur skynjað
erótík í myndverki án þess að
annar sjái nokkur slík áhrif. ÞI
Sundmeistaramót Akureyrar
Sundmcistarainót Akureyrar
verður haldið í dag og á morg-
un í Sundlaug Akureyrar.
Mótið hefst í dag kl. 18.00 og
verður fram haldið á morgun kl.
14.00. Mótið er haldið með þátt-
töku sundmanna UÍA og er opið
öllum sem áhuga hafa. A sunnu-
deginum verður einnig afmælis-
dagskrá í tilefni af 30 ára afmæli
Óðins þann 12. september. Fólk
er hvatt til að mæta og þiggja
veitingar. ‘ HA
Norðurlands-
mót í tví-
menningi í dag
Norðurlandsmót í tvímenningi
í bridds verður í Verkmennta-
skólanum á Akureyri í dag,
laugardaginn 10. október.
Þrjátíu og tvö pör eru skráð til
leiks. Mótinu lýkur kl. 19.30 með
verðlaunaafhendingu og eru
áhorfendur boðnir velkomnir.
Þá er þess að geta að nú fer
hver að verða síðastur til að
mynda sveit í Bikarkeppni
Norðurlands. Lokaskráning
verður fyrir hádegi í dag, laugar-
dag, í Verkmenntaskólanum á
Akureyri.