Dagur - 20.10.1992, Page 3

Dagur - 20.10.1992, Page 3
Þriðjudagur 20. október 1992 - DAGUR - 3 Fréttir Rjúpnaveiðin: Fyrstu dagarnir með rólegra móti „Við fórum þrír um helgina og höfðum fjórar, sex og átta rjúpur. Við sáum mest fimm saman í hóp þannig að þetta er róiegt,“ sagði Asgrímur Agústsson, skotveiðimaður á Akureyri, aðspurður um rjúpnaveiðina fyrstu dagana. Miðað við fyrstu fregnir af rjúpnaveiði er ljóst að fyrstu dag- ana hefur „mesta“ veiðin verið það sem af er. Veiðitölur eru Viðræður við talsmenn Rostock Fischfanger Rederei: Annar fundur verður á íslandi í desember - málið verður skoðað frekar, sagði Gunnar Ragnars Gunnar Ragnars, framkvæmda- stjóri Útgerðarfélags Akureyr- inga hf., segir að ekki hafi fengist niðurstaða í viðræðum hans, Brynjólfs Bjarnasonar, forstjóra Granda hf. og Friðriks Pálssonar, forstjóra Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna, við talsmenn þýska útgerðarfyrir- tækisins Rostock Fischfanger Rederei í Danmörku í síðustu viku um hugsanleg kaup íslenskra aðila á hlut í þýska fyrirtækinu. „Menn fóru yfir málið og rök- ræddu sín sjónarmið. Málið er ekki komið niður í kjölinn og því var ákveðið að skoða þetta frekar og sjá þá til hvernig staðan verður. Við munum hittast aftur í desember hér á íslandi, ef til vill á Akureyri, og þangað til ætla menn að skiptast á nótum,“ sagði Gunnar. óþh Beina flugið til Dublinar og Edinborgar: Innkaupin eru innan skynsamlegra marka segir ívar Reimarsson, tollvörður Samtals hafa verið farnar sex ferðir til Dublinar og Edinborgar og þrjár ferðir eru eftir. Næsta brottför verður 29. október nk. til Edinborgar. óþh „Þetta hefur gengið Ijómandi vel, fólk kaupir inn innan skynsamlega marka,“ segir Ivar Reimarsson, tollvörður hjá Tollgæslunni á Akureyri, um tollskoðun á Akureyrar- flugvelli vegna beina flugsins til Dublinar og Edinborgar. ívar segir að vegna aðstöðu- leysis á Akureyrarflugvelli taki ívið lengri tíma að tollskoða vél- arnar en á Keflavíkurflugvelli. „En þetta hefur gengið ágætlega, við erum yfirleitt sex við toll- skoðunina," segir ívar. „Mér finnst fólk versla innan skynsam- legra marka. Við tökum prufur og fólk kaupir greinilega fyrst og fremst fatnað og leikföng." ekki háar og það undirstrikar að stofninn er í lágmarki. Hæstu tölur sem Dagur hefur fregnir af eru hjá Kolbeini Kjart- anssyni í Hraunkoti I í Aðaldal en hann fékk 32 rjúpur fyrsta veiðidaginn á Þeistareykjasvæð- inu og hann bætti við 10 daginn eftir. Félagar hans tveir fengu samtals 45 þessa tvo daga á sömu slóðum. Ásgrímur Ágústsson sagði að svo virtist sem ungfugl sé hátt hlutfall veiðinnar og það þykja veiðimönnum góðar fréttar, ekki síst út frá þeirri umræðu að ungar hafi drepist í stórum stíl í Jóns- messuhretinu og þar af leiðandi sé gengið hart að stofninum með veiðum í haust þar sem fyrst og fremst sé veiddur fullorðinn fugl. JOH Kolbcinn Kjartansson frá Hraunkoti í Aðaldal var fengsæll fyrsta veiðidag- inn. Hann fékk 32 rjúpur á Þeistareykjasvæðinu og bætti 10 við daginn eftir. Mynd: KK Málþing Læknafélags Akureyrar um endurhæfmgu: Mótmælir fyrirhuguðum niðurskurði íjárveitinga til Kristnesspítala Sl. laugardag hélt Læknafélag Akureyrar málþing um endur- hæfíngu. Þingiö sóttu yfír 50 manns, læknar, sjúkraþjálfar- ar, iöjuþjálfar og hjúkrunar- fræðingar. Fjölmörg erindi voru flutt og í lok þings var eftirfarandi ályktun samþykkt samhljóða. „Málþing Læknafélags Akur- eyrar um endurhæfingu, haldið 17. október 1992, ályktar: Læknafélag Akureyrar hefur á undanförnum árum beitt sér fyrir endurhæfingarmálum í umdæm- inu, meðal annars með úttekt á þörf fyrir endurhæfingarstofnun. Það hefur verið óviðunandi fyrir Norðlendinga að þurfa að sækja slíka endurhæfingu á höfuðborgarsvæðið, fjarri heimili og nánustu ættingjum, oft um lengri tíma. Löng bið er eftir slíkri þjónustu og margir fara á mis við nauðsynlega endurhæf- ingu. Þetta hefur leitt af sér aukið álag á bráðadeildir, heilsugæslu, sjúklinga og aðstandendur þeirra. Á síðustu misserum hefur farið fram vaxandi endurhæfingar- starfsemi á Kristnesspítala og hefur starfsemin hlotið stuðning allra fagaðila. Er þar komið til móts við mjög brýna þörf. Þó er ljóst að starfseminni er enn mjög þröngur stakkur sniðinn. Fundurinn mótmælir harðlega fyrirhuguðum niðurskurði fjár- veitinga til Kristnesspítala og krefst þess að heilbrigðisyfirvöld standi við fyrri áætlanir og sam- þykktir um uppbyggingu endur- hæfingar þar.“ ój Bandalagsráðstefna BSRB haldin í gær: Atvinnuleysi kallar á aukið atvinnuleysi - og beinir samfélögunum inn í vítahring líkt og verðbólgan, sagði Ögmundur Jónasson, formaður BSRB m.a. í framsöguræðu sinni Ögmundur Jónasson, formað- ur Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, flutti framsöguerindi á Bandalagsráðstefnu BSRB sem haldin var í gær. Ögmund- ur sagði m.a. að nú færi fram Blönduós: Fundað með hafnamálastofnun - um fyrirhugaðan brimvarnargarð Fulltrúar Hafnamálastofnun- ar ríkisins áttu fund með bæjarstjórn Blönduóss sl. fimmtudagskvöld vegna forvals á verktökum við fyrirhugaða byggingu á brimvarnargarði. Að sögn Ófeigs Gestssonar bæjarstjóra verður málið tekið fyrir á bæjarstjórnarfundi í dag og er þá að vænta ákvörðunar í málinu. Fyrirhugað er að byggja brim- varnargarð norðan við bryggjuna á Blönduósi og í því skyni fór fram forval á verktökum og áttu þeir sem þátt tóku að skila inn forvalsgögnum 30. sept. sl. Á fundinum kom fram að Hafna- málastofnun leggur til fyrir sitt leyti að sjö aðilar fái útboðsgögn og verður frá því gengið á bæjar- stjórnarfundi í dag, þriðjudag, hvort þessir aðilar verða sam- þykktir eða hvort málið fær aðra meðferð. sþ Frá þessari vík verður brimvarnargarðurinn nýi byggður Myndin er tekin frá bryggjunni. sveig norður. Mynd: SÞ mikil umræða í þjóðfélaginu um fyrirsjáanlegan vanda þjóðarbúsins og þá umfram allt vaxandi atvinnuleysi. í því sambandi og vegna skulda- byrði ríkissjóðs hefur verið rætt um leiðir til að draga úr kostnaði velferðarkerfísins og umsvifum ríkisins almennt. „Rætt er um einkavæðingu opinberra fyrirtækja að sögn til að afla ríkissjóði tekna og þá hef- ur í svokallaðri atvinnumála- nefnd verið fjallað um skattkerf- isbreytingar sem hafa það að markmiði að draga úr skatt- heimtu á atvinnufyrirtæki. í því sambandi hefur verið skírskotað til efnahagsráðstafana í Svíþjóð undanfarnar vikur. Gerum eitthvað svipað segja menn. Oft er þörf en nú er nauðsyn. Atvinnuleysi fer vaxandi og skuldir þjóðarbúsins hrannast upp.“ Ogmundur sagði að alvarleg- asta vandamálið sem við nú stöndum frammi fyrir sé vaxandi atvinnuleysi. „Á eftirstríðsárun- um að undanteknum síðustu árum sjöunda áratugarins hefur atvinnuleysi verið lítið á íslandi eða að jafnaði í kringum eitt prósent og var fyrst og fremst staðbundið og tímabundið. Nú er atvinnuleysi hins vegar komið upp í 3% - sums staðar á landinu miklu meira - og hætt er við að það fari vaxandi. Atvinnuleysi er þjóðfélagsmein sem verður að uppræta. Það hefur sýnt sig hjá öðrum þjóðum að nái atvinnu- leysi að grafa um sig er erfitt að losna við það. Atvinnuleysi kall- ar á aukið atvinnuleysi, það bein- ir samfélögunum inn í vítahring líkt og verðbólgan. Með atvinnu- leysi leggst hin dauða hönd stöðnunar og misréttis yfir sam- félögin.“ Ögmundur segir að það sé blekking að tala um stöðugleika í íslensku þjóðfélagi. Hér ríki ekki stöðugleiki heldur jafnvægisleysi. „Vandinn í íslensku þjóðfélagi er vaxandi ójafnvægi og misskipt- ing. Sá vandi verður ekki leystur með því að gengisfella óbreytta þjóðfélagsmynd. Sá vandi verður aðeins leystur með því að breyta innra samhengi í samfélaginu." Ögmundur bendir á að það verði gert með því að efla vel- ferðarkerfið í stað þess að veikja það, með því að auka kaupmátt lágs kauptaxta, ekki skerða hann hvort sem það er með kauplækk- un eða skattahækkun. Með því að ná inn í samneysluna fjármun- um sem skotið er undan, með því að skattleggja þá sem eru aflögu- færir hvort sem það eru hátekju- menn eða fjármagnseigendur og nota þá fjármuni til kjarajöfnun- ar og atvinnusköpunar og með því að færa niður fjármagns- kostnað sem sennilega er einn alvarlegasti orsakavaldur þess misréttis sem við nú búum við í landinu. -KK

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.