Dagur - 20.10.1992, Síða 6

Dagur - 20.10.1992, Síða 6
6 - DAGUR - Þriðjudagur 20. október 1992 írska meimingín heillar Þessir þrir ágætu gítaristar urðu á vegi blaðamanns í mið- _ _ borg Dublinar á dögunum. Athygl- isvert er hversu mikið líf er í mið- borginni á virkum dögum. Innkaupa- karfan dýrari á Akureyri en íDublin Þeir íslendingar sem á annað borð fara til Dublin til þess bcinlínis að kaupa inn fara væntanlega flestir í fataversl- anir. Blaðamaður treystir sér ekki til að gera vísindalega úttekt á verðlagi á fatnaði ann- ars vegar í Dublin og Akur- eyri, en hins vegar er hér til gamans birt verðkönnun blaða- manns þar sem borið er saman verð á nokkrum vörutegund- um I matvöruverslun í Dublin og Hagkaup á Akureyri. Dublin er að mörgu leyti sér- stök borg. Hún ber yfirbragð heimsborgar, en líkist samt að sumu leyti sveitaþorpi. En umfram allt er borgin sjarmer- andi og írar taka almennt vel á móti frændum sínum frá Is- landi. Ekki verður annað sagt en að írlandsferðir hafi slegið í gegn í ár. Um nokkurra ára skeið hafa Samvinnuferðir boðið upp á páskaferðir til írlands, en í fyrra og á þessu hausti hafa haustferð- irnar til Dyflinar slegið öll met. Ekki er gott að átta sig á þessum skyndilega írlandsáhuga, en ein skýringin er sú að þessar haust- ferðir eru ódýrar og ef einungis er horft á ferðamarkaðinn á Norðurlandi hlýtur að vega þungt að boðið er upp á beint flug frá Akureyri. Þetta hefur sitt að segja og er örugglega það sem koma skal. En auðvitað hefur Dublin sitt aðdráttarafl og sjarma og menningin þar í bor|> fellur íslendingum vel í geð. Irar hafa lagt æ meiri áherslu á ferða- mannaþjónustuna og á því sviði eru þeir að gera góða hluti. Þeir Iíma við sömu vandamál og við slendingar, landbúnaðurinn hef- ur verið þeirra helsta undirstaða í efnahagslífinu, en nú er svo kom- ið að þeir framleiða mun meira en þeir geta selt. Því verður að horfa til annarra atvinnugreina. fslendingar vita trúlega almennt ekki mjög mikið um írland. Þó vita þeir að menning þar í landi hefur löngum verið blómleg. íslendingar hafa heyrt um skáldverk eftir James Joyce, George Bernard Shaw og Samuel Beckett og sumir hafa lesið þau eða séð á leiksviði hér heima. Og írsk tónlist íra er vel þekkt hér á landi. Hver kannast ekki við írsku þjóðlagahljómsveitina The Dubliners, Júróvisjón-söngvar- ana Dönu og Johnny Logan, söngkonuna frábæru Sinead O’Connor og rokkhljómsveitina U2? Út af fyrir sig er ótrúlegt hversu marga frábæra listamenn þjóð sem telur þrjár og hálfa milljón hefur alið. Hagltaup Vörulegund Dublin Akureyri Colgate tannkr. 134 125 Jacobs Cream Crackers 39 54 Kellogs kornfleks (500 g) 103 183 Þurrmjólk í dósum (450 g) 245 299 Bananar 1 kg 86 115 Kók 1,51 103 133 Ferskir sveppir 1 kg 217 399 Laukur 1 kg 59 39 Tómatar 1 kg 173 299 Neskaffi Gold Bl.(200g) 410 411 Heinz bak. baunir (450g) 27 52 Gillett Cont. Pl. rakv.bl. 189 205 Samtals 1785 2314 ▲ Burlington-hótel, íslendinganýlenda á þessu hausti, annaö tveggja hótela sem Samvinnuferðir bjóða viðskiptavinum sínum upp á í Dublin. Guiimess var þad heillin! Þegar Irland er nefnt kemur fyrst upp í hugann viskí, grænir akrar, þjóðlagatónlist og síðast en ekki síst Guinness-bjór. Þessi ágæti „stout-bjór“ er um margt sérstakur og bragðast öðruvísi en flestar þær bjórteg- undir sem blaðamaður hefur prófað. Á dögunum heimsótti blaða- maður Dags Guinnes-safnið, eða Guinness Hop store, í Dublin. Þar uppfræða snotrar snótir túr- ista um sögu þessa fræga bjórs og ýmsar staðreyndir um bruggun- ina. Safnið er áhugavert og vel þess virði að skoða, ekki síst þeg- ar þess er gætt að í lok skoðunar- ferðar er boðið upp á kollu af ósviknum Guinness-miði! Guinness-bjórinn er ekki bara þekktur á írlandi, hann er einn allra þekktasti bjór um gjörvalla heimsbyggðina, þó kannski megi segja að hann sé aðeins ósvikinn úr krana á krá í Dublin. Sam- kvæmt upplýsingum snotru snót- anna í Guinness-safninu er áætl- að að á degi hverjum sé sjö 7 milljón glösum af Guinness-bjór sporðrennt um allan heim. Það segir sína sögu að dökki bjórinn er fluttur út til yfir 120 landa og er útflutningur 40% af heildar- framleiðslu Guinness-verksmiðj- unnar í Dublin. „Við bjóðum viiii okkar M íslandi velkonuia“ Þrátt fyrir kreppuvæl og böl- móð flykkist landinn á þessu hausti út til borga í Evrópu. Frá Akureyri er beint flug til Svona lítur Kringlan (St. Stephens Green) í Dublin út. Þarna verða eftir nokkuð margar millj- ónir íslenskra króna ó þessu ^ hausti. W Dyflinar á Irlandi og Edin- borgar í Skotlandi, en samtals hafa Samvinnuferðir-Landsýn skipulagt 33 ferðir til Dyflinar. Samkvæmt þessu er þjóðin síð- ur en svo blönk. Því verður ekki á móti mælt að margt er að sjá í Dublin og utan borgarmarkanna og margir fara örugglega í þessar ferðir einungis til þess að sýna sig og sjá aðra, rölta milli kráa, borða góðan mat, fara á tónleika eða leikhús - slappa af. En trúlega er helsta markmið margra með þessum ferðum að fara í búðir og kaupa inn. Fólk þykist gera frábær kaup, einkum í fatnaði og kaupir jólagjafir í stórum stíl. Fjöldi íslendinga í innkaupa- hugleiðingum í Dublin á þessum árstíma er himnasending fyrir þarlenda kaupmenn. Þetta er dauður sölutími, svona rétt áður en jólavörurnar fylla búðirnar. Blaðamaður átti á dögunum leið inn í geysistórt verslunarhús, Kringlu þeirra Dyflinar-búa, og þar blasti við eftirfarandi áletrun: „Við hjá St. Stephen’s Green verslunarmiðstöðinni bjóðum vini okkar frá íslandi vel- komna!“. Á þessum bæ vissu menn vel hvað klukkan sló! Og ef komið er inn í fataverslanir í þessari ágætu verslunarmiðstöð er íslenska hið daglega mál þessa verslS^r^^tephen’s Greer3 ui«; T dst6d»nni bvoduíl vmi okkar fra yeikomna! Forsvarsmenn St. Stephens .I Grenn eru vel með á nótunum og taka vel á móti frábærum kúnn- um frá íslandi! Myndir: Óskar Þór Halldórsson m M A 'ÍJÍ! ttt. ALLtB DlNGjB® dagana. Afgreiðslufólkið er vel með á nótunum og spyr kurteis- lega eins og það viti allt um Dyfl- inarferðir landans: „Já, þú hefur komið í morgun og ferð heim á föstudaginn." Og inni í einni vinsælustu fataversl- uninni í St. Stephens Green mátti sjá þessa orðsendingu. Texti: Óskar Þór Halldórsson

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.