Dagur


Dagur - 20.10.1992, Qupperneq 9

Dagur - 20.10.1992, Qupperneq 9
Þriðjudagur 20. október 1992 - DAGUR - 9 Halldór Arinbjarnarson Gönguátak að fara af stað Eins og fram kom í blaðinu fyrir helgi eru samtökin Iþrótt- ir fyrir alla sem stofnuð voru fyrr á árinu, nú að fara af stað með sitt fyrsta verkefni. Það er gönguátak sem hefst með göngudegi á fimmtudaginn. Þá verður ýmislegt á dagskrá en samtökin leggja þó áherslu á að fimmtudagurinn sé aðeins upphafið að gönguátakinu sem standa á yfir allt næsta ár. Markmiðið er að benda fólki á hversu hverjum og einum er nauðsynlegt að hreyfa sig og hversu einfalt og ódýrt það getur verið. Skorað er á fólk að skilja bflinn eftir heima þennan dag og sem flesta daga og ganga til vinnu. Sérstaklega er þessu beint til þeirra sem til þessa hafa ekki stundað líkamsrækt af neinu tagi og reyna á að ná sem flestum út að labba. Á fimmtudaginn þegar átakið hefst verður boðið upp á skipulagðar gönguferðir, bæði á Akureyri og víðar á Norðurlandi. I Kl. 5 á að safnast saman við Verkmenntaskólann þar sem genginn verður hringur og mun það taka u.þ.b. 1 klukkustund. Um kvöldið kl. 8 verður önnur ganga í Kjarnaskógi. Þar mun Halldór Jónsson bæjarstjóri veita göngunni forustu og gengnir verða 3 km. Þá á að bjóða upp á blóðþrýstingsmælingar á vegum heilgæslustöðvarinnar í stór- mörkuðunum Hagkaupum og Hrísalundi eftir kl. 13.00. Þar verða einnig í gangi kynningar á ýmsum heilsusamlegum vörum. Margt fleira verður á boðstólnum og sem dæmi má nefna að sport- vöruverslanir á Akureyri og víð- ar verða með kynningu allan dag- inn á íþrótta- og gönguskóm sem um leið verður veittur 15% afláttur af. Skólarnir á Norður- landi verða allir með sína dagskrá, en mismunandi milli skóla hver hún verður. Gönguferðir eru ekki bara hollar. Varla er hægt að finna ódýrari leið til að viðhalda heils- unni eða þægilegri því hægt er að grípa tækifærin þegar þau gefast og fá sér rösklegan göngutúr. Eitt af markmiðum átaksins er að sýna að ekki þarf endilega að borga sig einhversstaðar inn til þess að halda sér í formi. Þá eru gönguferðir kjörinn vettvangur fyrir samverustundir með fjöl- skyldunni og þá er bara fátt eitt talið. Samtökin íþróttir fyrir alla eru hluti af ÍSÍ og á Akureyri hefur verið stofnuð trimmnefnd innan ÍBA sem sinna á almennings- íþróttum. Átakið er alls ekki bundið við Akureyri eða stærri staði heldur á að koma upp tengi- liðum út um allt land. Á flestum ef ekki öllum stöðum norðan- lands verður eitthvað um að vera í tilefni dagsins, bæði í tengslum við skólana og einnig fyrir almenning. Fólk á hverjum stað ætti að fylgjast með auglýsingum þessa efnis. Samtökin stefna á miklu fleiri verkefni í framtíðinni en þarna var ákveðið að byrja til að ná sem flestum af stað. Á bensínstöðvum Shell verður hægt að fá nokkurs konar smurbók fyrir manninn, þar sem menn geta skráð í hvert sinn er þeir fara út að hreyfa sig og síðan fengið verðlaun fyrir. Það þarf ekki að fjárfesta í dýrum útbúnaði til þess að stunda göngu- ferðir, þó er gott að klæða sig eftir veðri. íþróttir fyrir alla: rir lið KA. iðaima rdaginn hálfleik og héldu henni til leiksloka. Lokatölur uröu 75:66, sem verður að teljast í samræmi við gang ieiksins. Höttur hafði forustu framanaf leiknum og allt virtist stefna í hnífjafnan leik. Með mikilli bar- áttu náði UFA að jafna leikinn og byggðist það á góðri samvinnu fremur en einstaklingsframtaki. Munurinn var 7 stig í leikhléi og sá munur hélst það sem eftir var leiks. Sigur UFA var sanngjarn. Liðið lék ágætis körfuknattleik á köflum enda vanir menn á ferð. Lítil breidd virðist vera hjá Hetti og sáu 4 menn um að skora nán- ast öll stig liðsins í leikjum helg- arinnar. HA Gangur leiksins: 2:0, 14:17, 24:20, 28:22, 38:31, 45:41, 57:47, 61:55, 69:59, 75:66. Stig UFA: Ágúst Guðmundsson 20, Eiríkur Sigurðsson 18, Guðmundur Bjarnason 14, Jóhann Sigurðsson 9, Stefán Friðleifsson 8, Mattías Jónasson 2, Þórður Kárason 2 og Jón Gauti Guð- laugsson 2. Stig Hattar: Kristján Rafnsson 29, Arthur Babcock 18, Aðalsteinn Þor- steinsson 10, Hannibal Guðmundsson 7, Axel Helgason 1 og Sveinn Björnsson 1. Það er margt tilefnið sem menn geta haft til þess að fá sér gönguferð með fjölskyldunni. Einnig er gönguferðin tilefni út af fyrir sig. Körfubolti, 1. deild kvenna: Glæsilegur sigur Tindastóls - biðu lægri hlut í seinni leiknum Kvennalið KR í körfubolta dvaldi á Sauðárkróki yfir helg- ina og lék 2 leiki í 1. deildinni við lið Tindastóls. Liðin skiptu stigunum bróðurlega á milli sín. Stelpurnar í Tindastól unnu glæsilegan, en nokkuð óvæntan, sigur á laugardaginn en töpuðu á sunnudaginn. Fyrri leikurinn bauð upp á flest það sem prýða á góðan körfu- boltaleik. Hann var bæði hraður og skemmtilegur og mikið var skorað. í hálfleik hafði Tindstóll yfir 43:35 og náði 14 stiga for- skoti um miðjan seinni hálfleik. KR-stelpur náðu með mikilli bar- áttu að minnka það forskot. Lokamínúturnar voru æsi spenn- andi. í þrígang voru liðin jöfn en á síðustu sekúndunum náði Tindastóll að sigla framúr og sigra í leiknum 80:76. Sigur liðs- ins var sanngjarn en nokkuð óvæntur. KR liðið hefur styrkt sig frá fyrra ári og til að mynda hefur Björg Hafsteinsdóttir frá Keflavík gengið í þeirra raðir. Þá er meðalaldur KR-liðsins talsvert hærri. Á sunnudaginn áttust liðin við að nýju og þá snérist dæmið við. KR-stelpur höfðu nokkra yfir- burði í leiknum og sigruðu 55:43 eftir að hafa leitt 26:16 í hálfleik. Nokkur þreyta var augljóslega í báðum liðum. KR beitti svæðis- vörn sem stelpurnar í Tindastól réðu ekki við og því fór sem fór. Stigahæstar í seinni leiknum hjá Tindastól voru Birna Valgarðs- dóttir með 15 stig og Kristín Magnúsdóttir með 9 en báðar voru þær með um 20 stig í fyrri leiknum. GBS/HA Landsliðið U-16: Þórhallur og Óskar með í síðasta mánuði vann íslenska drengjalandsliðið frækilegan sigur á Dönum í undankeppni Evrópukeppninnar. Síðari leikur liðanna fer fram á morgun. KA-mennirnir Þórhallur Hinriksson og Óskar Bragason eru f liðinu eins og áður og virð- ast hafa tryggt sæti sitt í liðinu. Leikurinn gegn Dönum fer fram í Haderslev í Danmörku og hefst kl. 15.00 að íslenskum tíma. íslendingar hafa 3 mörk í forskot og möguleikinn á að komast f úrslitakeppnina er því vissulega góður. HA Handbolti, 2. flokkur: KA leikur í 1. deild - sigruðu í Qölliðamótinu um helgina Um helgina var leikið í 2. deild íslandsmótsins í handknatt- leik, 2. flokki. Mótið fór fram á Akureyri undir umsjón KA. Þátttakendur voru auk Þórs og KA, lið FH og HK. Mótið fór vel fram og var sérlega prúð- mannlega leikið. KA sigraði í öllum leikjum sínum og flyst því upp í 1. deild fyrir næsta fjölliöamót (turneringu). KA hefur sterku liði á að skipa og hinn kunni handknattleiks- maður, Geir Hallsteinsson sem þjálfar FH, sagði sigurinn hafa verið sanngjarnan. Mótið hófst með leik FH og HK á föstudagskvöld þar sem FH sigraði örugglega 22:13, en næsti leikur var milli heimaliðanna Þórs og KA. KA sigraði 22:13, eftir að hafa leitt 9:6 í hálfleik. Mjög góður seinni hálfleikur KA gerði útslagið og stórsigur var í höfn. í næsta leik mætti KA liði FH. FH komst í 4:0 en KA, sem lék sinn 2. leik í röð, saxaði smám saman á forskotið og í hálfleik hafði FH yfir 8:7. Gífur- leg barátta var í seinni háfleikn- um en þegar upp var staðið hafði KA-liðið sigur 18:17. Á laugardag léku fyrst Þór og HK. Þórsarar léku mjög vel í fyrri hálfleik og höfðu yfir 10:4 í leikhléi. Þeir lentu hins vegar í Sævar Árnason skoraði flest mörk fyrir Þór. Leó Örn Þorleifsson var marka- hæstur KA-manna. basli í þeim síðari en náðu þó að halda aftur af HK og sigruðu 17:15. KA tryggði sér síðan 1. deildar sætið með auðveldum sigri á HK, þrátt fyrir að ieika ekki eins vel og í hinum tveim leikjunum. Lokatölur urðu 19:11. Síðasti leikurinn var svo milli Þórs og FH og þar sigruðu Hafnfirðingar 18:13. Sigur KA var sanngjam sem fyrr segir og þykir liðið mjög efni- legt. Leó Orn Þorleifsson var markahæstur KA-manna með 15 mörk. Markvörður liðsins, Karl Ólafsson, stóð sig vel í öllum leikjunum. Þjálfari liðsins er Árni Stefánsson. Samúel Árna- son skoraði flest mörk Þórs, 16 alls. Með sigrinum tryggði lið KA sér rétt til að leika í 1. deild þegar næsta fjölliðamót fer fram. Að lokum fylgir listi yfir marka- skorara Ákureyrarliðanna. Mörk KA: Leó Örn Þorleifsson 15, Arn- ar Sveinsson 12, Örvar Arngrímsson 7, Ómar Kristinsson 7, Helgi Arason 6, Erlendur Stefánsson 6, Eggert Sigmunds- son 3, Sverrir Bjömsson 2 og Baldvin Valgarðsson 1. Mörk Þórs: Samúel Ámason 16, Geir Aðalsteinsson 13, Jóhann Bessason 5, Páll Pálsson 4, Aron Hermannsson 3 og Björgvin Ásgeirsson 2.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.