Dagur


Dagur - 20.10.1992, Qupperneq 10

Dagur - 20.10.1992, Qupperneq 10
10 - DAGUR - Þriðjudagur 20. október 1992 Enska knattspyrnan Þorleifur Ananíasson Norwich náði efsta sætinu að nýju - Arsenal að komast í gamla formið - fátt óvænt í úrvalsdeildinni Um helgina var að nýju tekið til við að berjast um stigin í ensku deildakeppninni eftir smá hlé vegna landsleikja sem Úrslit Úrvalsdeildin Chelsea-Ipswich 2:1 Crystal Palace-Manchester City 0:0 Everton-Coventry 1:1 Leeds Utd.-ShefTield Utd. 3:1 Norwich-Q.P.R. 2:1 Nottingham For.-Arsenal 0:1 Sheffield Wed.-Oldham 2:1 Southampton-Wimbledon 2:2 Tottenham-Middlesbrough 2:2 Manchester Utd.-Liverpool 2:2 Aston Villa-Blackburn mánud. 1. deild Brentford-Watford 1:1 Bristol Rovers-West Ham 0:4 Cambridgc-Bristol City 2:1 Grimsby-Southend 1:0 Luton-Derby 1:3 Oxford-Barnslcy 0:0 Swindon-Notts County 5:1 Tranmere-Birmingham 4:0 Wolves-Portsmouth 1:1 Charlton-Millwall 0:2 Leicester-Peterborough 0:2 Sunderland-Newcastle 1:2 Staðan Úrvalsdeildin Norwich 12 8-2-2 22:20 26 Blackburn 117-3-125: 8 24 Coventry 12 64-2 15:11 22 QPR 12 5-5-2 18:12 20 Man. Utd. 12 5-5-2 14:10 20 Arsenal 12 6-2415:12 20 Aston Villa 11 5-4-2 20:14 19 Leeds 12 4-5-3 22:19 17 Middlesbrough 11 44-3 20:17 16 Chelsea 12 44-416:1416 Ipswich 12 3-7-217:1616 Sheff. Wed. 12 4-3-5 14:17 15 Oldham 12 3-54 20:21 14 Man. City 12 3-4-5 13:13 13 Everton 12 3-4-5 11:14 13 Liverpool 12 3-4-5 16:20 13 Sheff. Utd. 12 3-3-6 12:19 12 Southampton 12 2-5-511:1611 Tottenham 12 2-5-5 11:21 11 Crystal Palace 12 1-74 15:14 10 Wimbledon 12 24-6 16:20 10 Nottingham Forest 111-3-7 10:22 6 1. deild Newcastle 11 11-0-0 25: 7 33 W'est Ham 11 7-2-2 23: 7 23 Wolves 12 5-74) 21: 9 22 Charlton 12 6-4-2 15: 7 22 Tranmere 11 6-3-2 20: 9 21 Swindon 12 6-3-3 26:19 21 Leicester 12 6-3-315:13 21 Millwall 11 4-5-217:1017 Peterborough 11 5-2414:1317 Portsmouth 11 4-3414:1515 Birmingham 11 4-3-4 9:1615 Watford 12 4-3-5 20:22 15 Bristol City 11 4-2-516:2414 Oxford Unitcd 11 3-5-311:1014 Grimsby 11 3-3-513:1512 Derby 12 3-3-516:1512 Notts County 12 3-3-6 15:26 12 Cambridge United 12 3-3-610:2112 Sunderland 11 3-2-613:2211 Brentford 11 24-511:1310 Barnsley 11 2-3-610:11 9 Southend 11 2-3-6 9:14 9 Luton 11 1-4-614:17 7 Bristol Rovers 12 1-3-817:32 6 fram fóru í síðustu viku. Hvfld- in sem leikmenn fengu var þeim kærkomin eftir gífurlegt álag og marga leiki frá því keppni hófst í Englandi í haust. Þess ber þó að geta að landsliðsmennirnir fengu enga hvfld og þar er sennilega fund- in ástæðan fyrir afar slöku gengi landsliðanna bresku á undanförnum árum. En lítum þá á leiki laugardagsins. ■ Norwich komst í efsta sæti deildarinnar eftir 2:1 sigur á heimavelli gegn Q.P.R. þar sem Blackburn lék ekki á laugardag. Sigur Norwich var liðinu mikil- vægur eftir 7:1 burstið sem liðið fékk gegn Blackburn í síðasta deildaleik liðsins. Margir spáðu því þá að nú lægi leiðin hratt nið- ur á við, en leikmenn liðsins voru staðráðnir í að sýna fram á annað. Mark Bowen náði forystu fyrir Norwich með marki úr víta- spyrnu eftir að brotið hafði verið á Chris Sutton og Sutton bætti síðan öðru marki við með glæsi- legum skalla, sem Jan Stejskal í marki Q.P.R. átti ekki mögu- leika á að verja. Bradley Allen kom inn á sem varamaður hjá Q.P.R. og náði að laga stöðuna með laglegu marki framhjá Bryan Gunn markverði Norwich. Gunn missti tveggja ára dóttur sína úr veikindum helgina áður, en ákvað þó að spila með liði sínu í þessum leik. Að leik lokn- um vottuðu leikmenn beggja liða honum samúð sína er hann gekk af leikvelli og áhorfendur voru greinilega djúpt snortnir. ■ Everton náði sínu fyrsta stigi í langan tíma er liðið gerði 1:1 jafntefli á heimavelli gegn Coventry, en hefði átt að gera út um leikinn í fyrri hálfleik. Peter Beardsley átti stórleik, en mistökin í sóknarleiknum hjá lið- inu eru alltof mörg og undir lokin hefði Coventry hæglega getað stolið sigrinum. Á 72. mín. varði Neville Southall í marki Everton skot Andy Pearce í þverslá og á eftir var tvívegis varið á marklínu Everton frá þeim Terry Fleming og Peter Ndlovu. Það var Ndlovu sem hafði jafnað fyrir Coventry eftir einleik á kantinum á síðustu mín. fyrri hálfleiks og kom mark- ið sem köld vatnsgusa framan í leikmenn Everton, sem höfðu átt leikinn fram að því. Everton hafði náð forystu á 28. mín. með Bryan Gunn, markvörður Norwich, lék með liði sínu um helgina þrátt fyrir persónulegar hörmungar. glæsilegu marki er Andy Hinch- cliffe renndi aukaspyrnu til Peter Beagrie sem skoraði með glæsi- legu langskoti. Fleiri mörk hefðu getað fylgt í kjölfarið hjá Everton því bæði Beagrie og Beardsley misnotuð góð færi. Leikmenn Coventry fögnuðu jafntefli í lokin, en eina huggun Everton er sú að þeir Martin Keown og Ian Snodin eru nú farnir að leika með að nýju eftir langvarandi meiðsl þannig að kannske eru bjartari tímar framundan hjá liðinu. ■ Staðan var ekki glæsileg í hálf- leik hjá Tottenham í heimavelli gegn Middlesbrough, 2:0 undir eftir mörk frá Robbie Mustoe eftir tæpar 2 mín. og síðan skor- aði Paul Wilkinson á 32. mín. Tottenham með Gordon Durie sem besta mann hafði þó ekki átt minna í leiknum, Durie átti hörkuskot í þverslá og liðið virt- ist líklegt til þess að skora. Eftir þunga sókn Tottenham í síðari hálfleik vann Steve Sedgley víta- spyrnu fyrir liðið, sem Teddy Sheringham skoraði úr og aðeins 3 mín. síðar lagði Durie upp jöfnunarmark liðsins fyrir varn- armanninn Nick Bamby. Ekki tókst þó leikmönnum Tottenham að knýja fram sigur og liðin urðu að sættast á 2:2 jafntefli. ■ Meistarar Leeds Utd. tóku á móti nágrönnum sínum Sheffield Utd. á Elland Road og þar var um hörkuleik að ræða eins og jafnan er þessi lið mætast. Lee Chapm- an náði forystu fyrir Leeds Utd. á 36. mín. með skalla og þannig var staðan í hálfleik. Paul Beesl- ey jafnaði fyrir Sheff. Utd. á 54. mín., en þá sögðu meistararnir hingað og ekki lengra. Gary Spe- ed náði forystu fyrir liðið að nýju með glæsilegu marki og 4 mín. síðar bætti miðvörðurinn Chris Whyte þriðja og síðasta markinu | við með skalla. meinlaust þar til það breytti um stefnu af Steve Bruce miðverði Utd. og Peter Schmeichel mark- vörður var kominn úr jafnvægi. Ian Rush bætti öðru marki Liverpool við rétt fyrir hlé eftir mjög góðan undirbúning Ronnie Rosenthal. Þetta var fyrsta mark Rush í Úrvalsdeildinni í vetur og með þessu marki sló hann marka- met Roger Hunt fyrir Liverpool. Ekkert virtist geta komið í veg fyrir sigur Liverpool þar sem leikmenn Utd. sköpuðu nánast enga hættu þar til Hughes skor- aði með frábæru skoti. Vonbrigði Liverpool urðu þó meiri er Jan Molby var borinn meiddur út af og á lokasekúndum leiksins skall- aði Hughes síðan inn jöfnunar- mark Utd. eftir sendingu Ryan Giggs. ■ Nágrannaslagur Sunderland og Newcastle í 1. deild fór einnig fram á sunnudag að viðstöddum yfir 28.000 áhorfendum, sem sáu Newcastle halda sínu striki og sigra í leiknum 2:1. Þetta var ellefti sigur Newcastle í deildinni í röð. Liam O’Brien skoraði sigurmark Newcastle með frá- bærri aukaspyrnu í siðari hálf- Ieik. Þ.L.A. Á sunnudag áttust stórliðin Manchester Utd. og Liverpool við á Old Trafford í hörkuleik þar sem Liverpool var rænt sigri eftir að hafa komist i 2:0, en heimamenn jöfnuðu með tveim mörkum í lokin. Tvö mörk frá Mark Hughes miðherja Man. Utd. á 8 síðustu mín. leiksins björguðu liðinu frá tapi á heimavelli gegn Liverpool. Liverpool hafði yfirspilað Manchesterliðið og komst í 2:0 forystu fyrir hlé. Heppnisstimpill var þó á marki Don Hutchison á 23. mín., langskot hans virtist Ian Rush er nú orðinn mesti markaskorari Liverpool frá upphafí. Mark Hughes bjargaði Man. Utd. gegu Iiverpool ■ Chelsea náði að merja sigur á heimavelli gegn nýliðum Ipswich sem léku mjög vel með þá Chris Kiwomya og Jason Dozzell sem bestu menn og aðeins góð mark- varsla Kevin Hitchcock í marki Chelsea kom í veg fyrir mörk frá þeim í fyrri hálfleik. Bakvörðurinn Gareth Hall náði forystu fyrir Chelsea á 27. mín. eftir sendingu Dennis Wise, en hann var sívinn- andi fyrir Chelsea allan leikinn og lagði upp annað mark fyrir Mick Harford er 10 mín. voru til leiks- loka. Steve Whitton sem kom inn á sem varamaður fyrir Phil Welan lagaði stöðuna með skalla fyrir Ipswich mínútu síðar, en það dugði skammt og Chelsea hélt öllum stigunum. ■ Eftir rólega byrjun á mótinu eru leikmenn Arsenal að rétta úr kútnum, en hvort liðinu tekst að verða Englandsmeistari eins og því var spáð skal ósagt látið. Leikur liðsins á útivelli gegn Nottingham For. var dæmigerður fyrir liðið, sterk vörn og mikil barátta þar sem mest áhersla var lögð á að drepa niður leik mót- herjanna. Það tókst gegn botnliði Nottingham For. sem lék mun betri knattspyrnu í leiknum, en endahnútinn vantaði á allar sókn- ir liðsins. Þorvaldur Örlygsson lék með Forestliðinu eins og undanfarnar vikur, en liðið varð að játa sig sigrað með marki Alan Smith fyrir Arsenal 8 mín. fyrir hlé eftir sendingu frá Paul Merson. ■ Crystal Palace fékk Manchest- er City í heimsókn og eftir harð- an leik urðu leikmenn liðanna að yfirgefa völlinn án þess að hafa tekist að koma tuðrunni í netið, sem sagt 0:0 jafntefli. ■ Sheffield Wed. komst 2:0 yfir í fyrri hálfleik gegn Oldham og náði síðan að sigra í leiknum 2:1. Carlton Palmer skoraði fyrra mark Sheff. Wed. á 10. mín. og á þeirri 17. bætti Mark Bright, sem keyptur var frá Crystal Palace, öðru marki við. í síðari hálfleikn- um náði Mike Milligan að minnka muninn fyrir Oldham, en lengra komst liðið ekki. ■ Það lifnaði heldur betur yfir leik Southampton og Wimbledon í síðari hálfleik eftir þann fyrri sem lauk markalausum. Steve Cotterill náði forystu fyrir Wimbledon á 50. mín., en Iain Dowie jafnaði fyrir Southampton 8 mín. síðar. Cotterill náði síðan forystu fyrir Wimbledon að nýju á 68. mín., en Perry Groves tryggði Southampton annað stig- ið er hann jafnaði fyrir liðið á 85. mín. 1. deild ■ Derby er nú loks að taka við sér eftir afleita byrjun, en liðinu sem hefur eytt milljónum í mannakaup var spáð góðu gengi í vetur. Paul Kitson með tvö mörk og Tommy Johnson skoruðu mörk liðsins gegn Luton á úti- velli. ■ West Ham vann góðan útisig- ur gegn Bristol Rovers þar sem mörk Trevor Morley og Julian Dicks úr vítaspyrnu komu liðinu á sporið í fyrri hálfleik. ■ Vítaspyrna frá John Aldridge fyrir Tranmere gegn Birmingham var fyrsta mark liðsins af fjórum. ■ Swindon burstaði Notts County 5:1 þar sem David Mitchell, Martin Ling og Nick Summerbee hófu markasyrpuna. Þ.L.A. Il

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.