Dagur - 20.10.1992, Side 11

Dagur - 20.10.1992, Side 11
Þriðjudagur 20. október 1992 - DAGUR - 11 HÉR & ÞAR Hópur glaðbeittra nemenda frá menntaskólanum í Nuuk. Krakkarnir voru ánægðir með dvölina á Akureyri og töldu slíkar kynnisferðir bráðnauðsynlegar, ekki síst væri mikilvægt að efla samskipti íslands og Grænlands. Myndir: Robyn Hópur menntskælinga frá Nuuk á Grænlandi heimsótti Akureyri: Ótrúlega margir bflar á íslandi Saniskipti íslands og Græn- lands hafa í gegnum tíðina ver- ið ótrúlega lítil. Þó má á síðari árum greina aukinn áhuga í báðum löndum á samskiptum, ekki síst á menningarsviðinu. Fyrr í þessum mánuði var hóp- ur menntskælinga frá höfuð- staðnum Nuuk á Grænlandi á Akureyri og kynnti sér meðal annars nám í Menntaskólanum á Akureyri. Einnig fóru menntskælingarnir í stuttar ferðir út fyrir Akureyri. Blaðamaður hitti hópinn að máli skömmu áður en hann flaug aftur til Nuuk og spjallaði við þrjá nemendur, Spren Holmelund (Dani - hefur búið í 15 ár á Grænlandi og hefur bæði græn- lensku og dönsku á valdi sínu), Arnarissoq Jakobsen (innfæddur Grænlendingur), Pál Cristian Eiden (Norðmaður - hefur búið til skamms tíma á Grænlandi) og Estrid Janussen, kennara. „Ég get nú ekki sagt að ég hafi vitað mikið um ísland,“ var svar Sörens þegar spurt var um hversu mikið Grænlendingar vissu um ísland. „Ég hafði auðvitað lesið um eldvirkni hér og svo þekkti ég nafnið á höfuðborginni og forset- anum ykkar,“ hélt hann áfram. „Ég leyfi mér að fullyrða að við kennararnir og nemendurnir höfum haft mikið gagn og gaman af þessari ferð og við viljum koma á framfæri sérstöku þakk- læti til kennara við Menntaskól- ann á Akureyri og annarra sem Estríd Janussen: Höfum haft mikið gagn og gaman af þessarí ferð. Arnarissoq Jakobsen: Að sumu leyti er náttúran á íslandi ekki ósvipuð og á Grænlandi. aðstoðuðu okkur við þessa ferð,“ sagði Estrid. Krakkarnir kinkuðu kolli og voru sammála um að heimsóknin til Akureyrar hafi verið mjög áhugaverð og íslensk náttúra og margt í íslenskri menningu hafi heillað þau. Þá nefndu þau að Sundlaug Akur- eyrar hafi verið óspart notuð, enda stórkostlegt að geta slappað af í heitum pottum, slík þægindi væru óþekkt á Grænlandi. „Það hefur komið okkur dálítið á óvart hversu marga bíla íslendingar Pál Christian Eiden: Mér virðist íslcnska hljóma eins og forn-norska. Soren Holmelund: Eg ge'. nú ekki sagt að ég hafi vitað r.ikið um ís- land. eiga. Þeir eru mun fáséðari heima í Nuuk. „En að sumu leyti er náttúran hér ekki ósvipuð og á Grænlandi," sagði Arnarissoq. „í mínum eyrum hljómar íslenskan eins og forn-norska,“ sagði Pál Christian og hló og bætti við að sér virtist íslendingar skilja tölu- vert í dönsku þó svo að þeir vildu helst ekki hafa frumkvæði að því að tala hana. Auk menntaskólans í Nuuk eru tveir samsvarandi skólar á Grænlandi. í skólanum í Nuuk fer kennslan fram á dönsku. Krakkarnir sögðu að ekki væru allir innfæddir Grænlendingar sáttir við það. Nám í mennta- skóla á Grænlandi er að mörgu leyti mjög frábrugðið því sem þekkist t.d. í Menntaskólanum á Akureyri. Þar velja nemendur ákveðnar brautir, en krakkarnir frá Nuuk sögðu að þeir ættu meira val um einstakar náms- greinar. „Algengt er að Græn- lendingar sæki framhaldsnám til Danmerkur. Ég býst við að tungumálið sé helsta ástæðan fyr- ir því hversu fáir sækja háskóla- nám til íslands. Stúdentar frá Grænlandi þyrftu að byrja á að læra tungumálið og það tekur auðvitað sinn tíma. Dönskuna hafa þeir hins vegar á valdi sínu og því liggur beint við að fara til Danmerkur,“ sagði Spren Holme- lund. óþh Ódýrar gallabuxur kr. 1.695. Sendum í póstkröfu ★ Reyrhúsgögn - Stakir stólar. Úrval af gjafavöru og bastkörfum. BíeiM féiiinn Kaupangi v/Mýrarveg. Sími 12025. VISA Laxveiðiá til leigu Óskað er eftir tilboðum í Sunnudalsá í Vopnafirði. Áskilinn réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Uppl. í síma 97-31466 Bragi, 97-31463 Péturog 97- 31508 Haraldur. Stjórn Veiðifélags Hofsár og Sunnudalsár. HEILSUGÆSLUSTÖÐIN A akureyri Inflúensu- bólusetning Eins og á undanförnum árum verður almenningi gefinn kostur á bólusetningu gegn inflúensu við Heilsugæslustöðina á Akureyri, nú fyrri hluta vetrar. Þeir einstaklingar sem voru bólusettir á síðastliðnu ári og óska eftir bólusetningu nú, þurfa ekki að láta skrá sig, heldur verður haft samband við þá. Þeir sem voru bólusettir á síðastliðnu ári, en vilja það ekki í ár, eru beðnir að tilkynna það á Heilsu- gæslustöðina, það sama gildir um þá sem ekki voru bólusettir á síðastliðnu ári, en óska þess nú. Heilsugæslustöðin á Akureyri. 0ÁSCO SF VÉLSMIÐJA Laufásgata 3, sími 11092. Ðifreiðaeigendur, vinnuvélaeig- endur, bændur, trillusjómenn Viö erum sérhæföir í rafmagnsviðgerðum og höfum fullkomin tæki og gott varahlutaúrval. Það tryggir fljóta og markvissa þjónustu. Við gerum föst verðtilboð, sé þess óskað, jafnvel í smæstu verk. Geríð svo vel að hafa samband. Ef rafkerfið er í ólagi höfum við lausnina. Við kappkostum að veita fljóta og góða þjónustu. Mikið úrval varahluta, alternatora, startara o.fl. o.fl.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.