Dagur - 20.10.1992, Síða 13

Dagur - 20.10.1992, Síða 13
Þriðjudagur 20. október 1992 - DAGUR - 13 Frá undirritun samninga um styrki stórfyrirtækjanna við Iþróttir fyrir alla, frá vinstri: Bjarni Snæbjörn Jónsson, markaðsstjóri Skeljungs, Einar Sveinsson, forstjóri Sjóvá-Almennra, Sverrir Hermannsson, bankastjóri Lands- bankans og Sigrún Stefánsdóttir, formaður íþrótta fyrir alla. Göngudagurinn um land allt 22. október: Myndarlegur fjárstuðningur stórfyrirtækja á göngudegi Olíufélagið Skeljungur, Landsbankinn og Sjóvá- Almennar hafa ákveðið að styðja með myndarlegum hætti við bakið á samtökunum íþróttir fyrir alla og göngu- átaki sem hefst formlega 22. október nk. um land allt. Samningar þessa efnis voru undirritaðir í Reykjavík fyrir skömmu. Sigrún Stefánsdóttir er for- maður samtakanna íþróttir fyrir alla. Hún .sagði undirhúning vegna göngudagsins vera allvel á veg kominn og að allt benti til að mikill fjöldi manna legði land undir fót 22. október nk. Sam- tökunum væri ætlað að starfa á landsvísu og stefna á að þau yrðu fljótlega stærsta einingin innan ÍSÍ með um 30.000 iðkendur. Fjárframlög fyrirtækjanna gerðu samtökunum í raun kleift að starfa og þakkaði hún framlögin fyrir hönd stjórnar ÍFA. Sverrir Hermannsson, banka- stjóri Landsbankans, sagði við þetta tækifæri að bankinn hefði ávallt stutt við bakið á íþrótta- hreyfingunni enda væri bankinn bakhjarl allra landsmanna, einnig íþróttamanna. Bankinn hefði trú á að samtökin íþróttir fyrir alla ætti eftir að verða fjöldahreyfing. Einar Sveinsson, forstjóri Sjóvá-Almennra, tók í sama streng. Hann ræddi um forvarn- arstarf samtakanna og sagði það upphefð fyrir hans fyrirtæki að fá að styðja við bakið á svo góðu málefni. Þar yrði bæði um fjár- hagslegan stuðning að ræða og afslátt af tryggingariðgjöldum. Bjarni Snæbjörn Jónsson, markaðsstjóri Skeljungs, skrifaði undir styrktarsamning fyrir hönd fyrirtækisins. Hann sagði það stefnu fyrirtækisins að draga úr minni styrkjum til félagasamtaka en hafa þá hins vegar myndar- legri í hvert skipti. Samningurinn við íþróttir fyrir alla væri fyrsta skrefið í þá átt. Göngudagurinn 22. október markar í raun upphafið á starfi IFA. Þegar hafa starfsmanna- félög margra fyrirtækja skráð sig til þátttöku en af hálfu skóla, íþróttafélaga, sveitarfélaga og fjölmargra einstaklinga er verið að undirbúa daginn í öllum lands- hornum. Stuðningur fyrirtækjanna þriggja við íþróttir fyrir alla gerir samtökunum kleift að skipuleggja söfnun félaga og starfa áfram af þrótti um land allt. Ætlun- in er að bjóða upp á ráðgjöf og þjónustu í fyrirtækjum, standa reglulega fyrir fjöldasamkomum eins og almenningshlaupum og göngudögum, efna til fræðslu- námskeiða um næringarfræði og mikilvægi þess að stunda holla hreyfingu, gefa út fræðsluefni og bjóða upp á afslætti til félags- manna hjá sportvörubúðum og íþróttamiðstöðvum svo eitthvað sé nefnt. (Fréttatilkynning) Bridgefélag Vestur-Húnvetninga á Hvammstanga: Vetrarstarfið hafið af fullum krafti Vetrarstarf Bridgefélags Vest- ur-Húnvetninga á Hvamms- tanga er hafið af fullum krafti og fjögur spilakvöld þegar að baki. Á fyrsta spilakvöldinu fór fram sveitakeppni og voru pörin dregin saman. Þá sigraði sveit Sigurðar Þorvaldssonar sveit Halldórs Sigfússonar. Síðustu þrjú spilakvöld hefur verið spilaður Howell-tví- menningur. Sex pör mættu til leiks á fyrsta kvöldið og þá sigr- uðu Eggert Ó. Levý og Unnar Atli Guðmundsson með 46 stig. Karl Sigurðsson og Einar Jóns- son höfnuðu í öðru sæti með 44 stig og Guðmundur H. Sigurðs- son og Sigurður Þorvaldsson í því þriðja með 44 stig. Meðal- skor var 40 stig. Eggert og Unnar Atli fögnuðu einnig sigri á öðru tvímennings- kvöldinu en þá mættu 8 pör til leiks. Þeir félagar hlutu 92 stig en Halldór Sigfússon og Pálmi Sig- urðsson höfnuðu í öðru sæti með 78 stig og þeir Guðmundur H. Sigurðsson og Sigurður Þorvalds- son í því þriðja með 67 stig. Meðalskor var 63 stig. í síðustu viku voru það svo þeir Guðmundur H. og Sigurður sem sigruðu með 129 stig. Eggert og Unnar Atli höfnuðu í öðru sæti með 118 stig og þeir Hall- mundur Guðmundsson og Konráð Einarsson í því þriðja með 115 stig. í fjórða sæti urðu síðan þeir Þórður Jónsson og Einar M. Sig- mundsson með 113 stig. Alls mættu 9 pör til leiks og var meðalskor 108 stig. -KK Samviimuferðir semja við Ásgeir Hinn kunni knattspyrnumaður Ásgeir Sigurvinsson hefur tekið að sér að skipuleggja íþróttaferðir á vegum Samvinnuferða- Landsýnar. Samvinnuferðir-Landsýn hafa um langt árabil átt mikil sam- skipti við íþróttahreyfinguna í landinu og séð um skipulag ferða- laga innanlands og utan fyrir íþróttahópa. Hefur hér bæði verið um að ræða keppnisferðir og æfingaferðir fyrir félagslið og svo auðvitað ferðir fyrir smærri hópa og einstaklinga. Ásgeir Sigurvinsson mun sjá um val á margvíslegri aðstöðu erlendis fyrir íþróttaiðkun og æfingar, leggja mat á þá þjónustu sem í boði er og gera tillögur um nýja staði. Auglýsing frá skattstofu Norðurlandsumdæmis eystra SkattstQfa Norðurlandsumdæmis eystra verður lokuð föstudaginn 23. október vegna flutnings. Opnað verður 26. október í nýju húsnæði sem er á fimmtu hæð Hafnarstrætis 95 (einni hæð ofar en nú er). Afgreiðslutími breytist frá og með 26. október. Skatt- stofan verður opin frá 9.30 til 15.00 alla virka daga. Einnig verða tekin í notkun ný símanúmer frá og með 26. október. Skiptiborð 12400 Virðisaukaskattsdeild 12410 Símfax 27447 Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi eystra L --------- J Til neytenda og forráðamanna matvælafyrirtækja Slátrun búfjár skal eingöngu fara fram í löggiltum sláturhúsum ef selja á afurðirnar. Heimilt er að slátra hæfilegum fjölda búfjár til eigin neyslu á lögbýlum utan kaupstaða og kauptúna, en ekki er heimilt að dreifa þessum afurðum frá lögbýlinu, hvort heldur er til einkaaðila eða fyrirtækja. Við heimaslátrun fer heilbrigðisskoðun ekki fram og því er hætta á að afurðirnar séu mengaðar og óhæf- ar til neyslu. Heimaslátruðu kjöti sem finnst í dreif- ingu skal því fargað vegna sýkingarhættu. Af þessum sökum er stranglega bannað að taka óskoðað kjöt inn í matvörufyrirtæki, kjötvinnslur eða veitingastaði. Heilbrigðisfulltrúar og héraðsdýra- læknar fylgjast með að settum reglum sé fylgt og munu þeir leita aðstoðar lögreglu ef nauðsyn krefur. Hollustuvernd ríkisins. Yfirdýralæknir. í von um að þið lesið þessar línur, allir mínir elskulegu vinir, sem á ógleymanlegan hátt glödduð mig á 80 ára afmæli mínu, sendi ég ykkur hjartans þakkir. Vinsemd ykkar á þessum tímamótum gladdi mig og konu mína mjög. Cuð blessi ykkur öll. SIGURÐUR V. DEMETZ Eiginmaður minn og faðir okkar, ÞÓRARINN LOFTSSON, bókbindari, Nýbýlavegi 102, Kópavogi áður til heimilis að Hólabraut 19, Akureyri, lést 15. október. Valný Eyjólfsdóttir, Ragna Þórarinsdóttir, Steinþór Þórarinsson. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, INGIBJARGAR TRYGGVADÓTTUR, frá Garðsvík, Dvalarheimilinu Hlíð. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Dvalarheimilisins Hllð- ar fyrir frábæra umönnun. Guðrún Jónsdóttir, Halldór Þ. Ólafsson, Margrét Rörtveit, Leif Rörtveit, Tryggvi Jónsson, Þórey Jónsdóttir, Bjarni Jónsson, Bryndís Gunnarsdóttir, Friður Jónsdóttir, Svanberg Gunnlaugsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.