Dagur


Dagur - 20.10.1992, Qupperneq 14

Dagur - 20.10.1992, Qupperneq 14
14 - DAGUR - Þriðjudagur 20. október 1992 GLERÁRGÖTU 36 Sími11500 ■ Eyrarlandsvegur: Einbýlis- hús á tveimur hæðum ásamt kjallara samtals um 270 fm. Til greina kemur að taka minni eign í skiptum. Áhvílandi húsn.lán um 5.3 millj. ■ Lerkilundur: Einbýlishús á einni hæð ásamt bílskúr samtals um 172 fm. Áhvílandi húsn.lán um 2.3 millj. Laust eftir sam- komulagi. ■ Dalsgerði: Mjög gott raðhús á tveimur hæðum 5-6 herb. samtals um 152 fm. Áhvílandi húsn.lán um 5.3 millj. ■ Sólvellir: Parhús - suður- endi - 4-5 herb. um 128.0 fm. Laust eftir samkomulagi. ■ Heiðarlundur: Raðhús á tveimur hæðum ásamt bilskúr samtals um 174 fm. Skipti á rað- húsi á tveimur hæðum án bíl- skúrs hugsanleg. ■ Vantar: Góða húseign með tveimur fbúðum t.d. 2ja herb. og 4-5 herb. Skipti á góðri hæð ásamt bílskúr við Norðurgötu koma til greina. MSTBGNA& (J SKMMUSS NMMIMANDS 11 Glerárgötu 36, sími 11500 Opið virka daga kl. 13-17 og á morgnana eftir samkomulagi. Sölustjóri: Pétur Jósefsson Lögmaður: Benedikt Ólafsson hdl. VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA upphæðAhvern VINNINGSHAFA 1. 5af5 0 2.421.187.- 4aí5^i W 1 420.697,- 3. 4al5 123 5.900,- 4. 3al5 3.894 434,- Heildarvinningsupphæð þessa viku: 5.257.580.- g uppLÝstNGAR: sImsvari 91 -681511 lukkulIna991002 Mmnum hvert annað á - Spennum beltin! ÚUMFERÐAR RÁÐ Minning Síðbúin kveðja: cjri Jón Ingimar Kristjánsson ^ Fæddur 8. nóvember 1919 - Dáinn 21. mars 1992 Jón Ingimar fæddist 8. nóvember 1919 á Brautarhóli í Glerár- hverfi, Akureyri. Faðir hans var Kristján Jóhann, sonur Jóns Gunnlaugssonar og Þórunnar Sigurjónsdóttur, sem lengi bjuggu í Asi í Glerárhverfi. Móðir Jóns og kona Kristjáns hét Anna Jóns- dóttir frá Vatnsleysu í Glæsibæj- arhreppi. Foreldrar hennar voru Jón Agústsson og Margrét Hall- dórsdóttir. Jón Ingimar var fyrsta barn foreldra sinna en eignaðist fjórar systur, sem hlutu nöfnin Alda, Laufey, Þorgerður og Antonía Júlía. Öll hafa systkinin búið í Glerárhverfi. Systurnar gifst og eiga niðja, en Jón ekki kvænst og barnlaus. Fátt er mér kunnugt um upp- vöxt Jóns. Hann gekk í barna- skóla Glerárhverfis og sóttist námið bærilega. Mikils ástríkis naut hann í æsku, einkum var sambandið innilegt milli móður og sonar og hélst það á meðan bæði lifðu. Föður sinn missti Jón 1960, en móðir hans lést 1974. Til þess var tekið, hve Jón lét sér annt um móður sína, eftir að heilsu hennar hrakaði. Reyndi hann að gleðja hana með ýmsu móti, t.d. fór hann oft með hana í bílferðir. Stuttu eftir fermingu fór Jón að vinna í klæðaverksmiðjunni Gefjun. Þar vann hann á annan áratug. Þá strax fékk hann hól fyrir hve hann hugsaði vel um starf sitt. Þegar Jón hætti hjá Gefjun réð hann sig hjá Krossanesverk- smiðjunni og vann þar slitalaust fram til að verksmiðjan brann á níunda tugnum. Var hann lengst af kyndari. í almæli var hve hann lét sér annt um þetta ábyrgðar- starfi sitt. Aldrei vantaði hann, nema veikindi ættu sér stað og það kom sjaldan fyrir. Og ekki var kvartað, þó að meira þyrfti að vinna en skyldan bauð. Um- hyggja hans og samviskusemi var svo frábær að allir, sem kynntust, undruðust. En svona var Jón. Hann lagði sig fram um að inna af höndum hvert verk, sem hann tók að sér, svo vel sem kostur var. Hann var ekki í rónni, nema hlutirnir væru í faglegu og traustu ástandi. Þegar Jón byrjaði að vinna í Krossanesi var ekki unnið þar nema hluta úr árinu, þá að sumr- inu. Jón tók því að leggja stund á húsbyggingar þann tíma, sem verksmiðjan í Krossanesi var lokuð. Hann hafði ekki lært neitt til bygginga, en hann var svo lag- virkur og verkhagur að allt lét í höndum hans og varð auðvelt. Hann vann mikið hjá Gísla Kristjánssyni frænda sínum við hinar miklu byggingar, sem hann lét reisa í Hlíðartúni í Mosfells- sveit. Víða annars staðar var hann hjálpsamur, enda átti hann bágt með að neita nokkrum bónar. Hjá mér var hann við múrverk og þiljun, þegar íbúðar- húsið var í byggingu. Kom það sér vel, því að erfitt var að ná í menn. Þannig var Jón bjargvætt- ur margra skyldra og óskyldra og ekki seldi hann vinnu sína dýrt. Gott var að hafa Jón í svona vinnu, sem annarri. Hann skipti varla skapi og alltaf var rólegt í kringum hann og hlýlegt. Góð- mennska hans átt' sér lítil takmörk. Honum var mest í mun að verða öðrum að liði, þannig kom lífsfylling. Á árinu 1990 veiktist Jón og kom ekki til heilsu aftur. Lá hann fyrst á sjúkrahúsinu á Akureyri og síðar á Kristnesspítala og þar andaðist hann 21. mars 1992. Hann var jarðsunginn frá Glerár- kirkju, en jarðsettur í Lögmanns- hlíðarkirkjugarði 30. mars. Hér er horfinn sannur drengur, sem ekki vildi vamm sitt vita. Ég bið honum blessunar í nýjum heimi. Helgi Símonarson. 4' Kristján Guðmundsson Fæddur 23. mars 1931 - Dáinn 11. október 1992 Ég get ekki látið hjá líða að setj- ast niður og minnast Gósa frænda míns eins og hann var alltaf kall- aður, eða ætti ég frekar að segja þakkargrein. Mig langar að þakka Gósa fyrir það sem hann gerði fyrir okkur systurnar, þegar við misstum pabba okkar aðeins fimm og sjö ára gamlar. Þá var gott að eiga góðan og hlýjan föðurbróður og ekki skemmdi það að stutt var að hlaupa í Ránargötu 4, þar sem Gósi bjó þá ásamt afa, ömmu og Alla, og þar áttum við okkar hlýja föðurfaðm sem gott var að flýja í. Fyrir það vil ég þakka í dag fyrir hönd okkar systranna. Vegna starfs míns var ég mikið hjá Gósa síðustu dagana hans hérna hjá okkur. Friðurinn í stof- unni hans, er ég sat hjá honum síðasta kvöldið, var svo mikill að ég gat ekki annað en fundið það og skynjað. Þar var fólkið hans allt saman, sem honum þótti svo mikið vænt um, hjá honum og það fann hann svo vel. Elsku Ásta mín, Sella, Odda, Óli og fjölskyldur, elsku Jói og Alli, ég votta ykkur mína dýpstu samúð, megi góður guð umvefja ykkur á þessum sorgarstundum. Elsku Gósi minn. Farðu í friði. Friðurguðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín frænka Hafdís. Kvikmyndarýni Ár byssunnar Borgarbíó sýnir: Ar byssunnar (Year of the Gun). Leikstjóri:John Frankenheimer. AOalhlutverk: Andrew McCarthy, Valeria Colino og Sharon Stone. J. and M. Entertainment 1991. Illt umtal er betra en ekkert umtal, segir einhvers staðar og víst er um það að í skemmtanabransanum er ekki hægt að finna öllu sannari staðhæfmgu; nema ef væri; illt umtal er betra en gott. Kvik- myndin Ár byssunnar virðist ætla að verða ágætis dæmi um þetta. Hér er á ferðinni frábært kvik- myndaverk, svo gott að mér ligg- ur við að segja að það ætti að vera skylduverkefni nemenda í fram- haldsskólum að sjá það og skrifa um stutta ritgerð. En kvikmyndin hefur liðið fyrir þögnina. Engum hefur dottið í hug að skammast yfir ofbeldinu í henni eða klám- inu. Hryðjuverkamenn nútímans eiga sér engin samtök sem geta blásið til mótmæla vegna þeirrar útreiðar er starfsbræður þeirra fá hjá leikstjóranum John Franken- heimer. Byltingarsinnar eru svo kviðdregnir um þessar mundir að þeir segja ekki múkk þó að veist sé að þeim á opinberum vettvangi. Enginn hneykslast og engin for- vitni er vakin með okkur leik- mönnum. Fyrir vikið verða það örlög kvikmyndar eins og Árs byssunnar að gleymast - eða hvað? Þó að ég hafi sagt hér að fram- an að framhaldsskólanemendur ættu að sjá umrædda kvikmynd þá er það engan veginn vegna þess að ég álíti hana hæfa þeirra aldri betur en okkar sem erum byrjuð að grána í vöngum og týna niður millifótafiðringnum. Ár byssunnar á erindi til okkar allra. Hún segir sögu af mannlegu eðli; efnið er kaldranalegt en úrvinnslan er blessunarlega laus við vélræna lausn hins sígilda reyfara frá Hollywood. Ár byssunnar er ofin í kringum þann atburð þegar Rauðu her- deildimar rændu hinum ítalska Aldo Moro. Samfélagið er í upp- lausn og byltingarsinnar kynda ófriðarbál. Bandarískur blaðamað- ur, sem Andrew McCarthy leikur, kemur til Ítalíu þar sem hann á unnustu. Hann fær vinnu við hæfi en í frístundum sínum dundar hann sér við að semja skáldsögu um Rauðu herdeildimar. Fyrir til- viljun sveigir McCarthy sögu sína inn á sömu braut og hinir raun- vemlegu hryðjuverkamenn ganga. í sögunni er undirbúið rán Aldo Moros. Á'sama tíma eru herdeild- armenn að leggja á ráðin um að ræna honum og em alls ekki að grínast. Handrit að sögunni kemst Sharon Stone felur sig á bak við Ijósmyndavél í hinni frábæru kvikmynd Ári byssunnar þar sem hún bregður yfir sig gervi harðsnúins blaðamanns. í hendur hryðjuverkamannanna sem grípa til harkalegra aðgerða, enda sannfærðir um að einhver hafi komið upp um ráðabmggið. Það er ekki einasta að hug- myndin að Ári byssunnar sé snjöll, leikaramir eru einnig frá- bærir og kvikmyndatakan skilar þeim hughrifum sem henni er ætl- lað þannig að bíófarinn skynjar andblæ tímans rétt eins og hann væri sjálfur staddur á sviðinu. Að auki hefur Ár byssunnar siðferði- legan boðskap, ekki þó þannig að á honum sé hamrað eða hann sé öllum auðsær, einfaldur og tær. Nei, bíófarinn verður sjálfur að erfiða svolítið og brjóta til mergjar efni þessarar stórgóðu kvikmynd- ar.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.