Dagur - 10.11.1992, Page 2

Dagur - 10.11.1992, Page 2
2 - DAGUR - Þriðjudagur 10. nóvember 1992 Fréttir Brottvikning bæjarstjóra Ólafsíjarðar á laugardag: Lausn meiriMutans skapar meiri vanda en - segir Bjarni Kr. Grímsson, fráfarandi bæjarstjóri Bjarni Kr. Grímsson, fráfar- andi bæjarstjóri í Ólafsfirði, segist ósáttur við þá samþykkt meirihluta sjálfstæðismanna á laugardag að segja sér fyrir- varalaust upp störfum. Hann segir að það hafi ekki verið að sinni ósk að þessi gjörningur hafi verið framkvæmdur á lok- uðum fundi bæjarstjórnar og hans vilji sé sá að á bæjar- stjórnarfundi í dag verði þetta mál rætt opinberlega. Sjálfur segist Bjarni ekki óttast þá umræðu, hann hafi hreinan skjöld gagnvart sínu starfi sem bæjarstjóri en honum hafi ver- ið fórnað undir yfirskini friðar í Sjálfstæðisflokknum í bænum. „Ég kem hingað í starf bæjar- stjóra í endaðan júlí 1988 og þá var búið að ræða við mig og ljóst að meirihlutinn óskaði eftir bæjarstjóra sem myndi taka þátt í þeirra störfum. Eg var á þeim tíma flokksbundinn framsóknar- maður en talið æskilegt að ég gengi í Sjálfstæðisflokkinn. Ég hef ekki við þetta breytt mínum pólitísku skoðunum en við getum sagt að ég sé vinstrisinnaður sjálfstæðismaður. Ég sagði jafn- framt við meirihlutann í bæjar- stjórn þegar til mín var leitað að ég vildi taka þátt í að móta stefn- una innan bæjarins og að tekið yrði fullt tillit til mín. Þaö var gert í byrjun og sumum fannst ég fara full geyst í þetta fyrst. Hér þurfti að taka til hendinni í ýmsu og taka á málum. Á þessum tíma voru uppi deilur innan Sjálf- stæðisflokksins í Ólafsfirði og þær kristölluðust aðallega milli fyrrverandi forseta bæjarstjórn- ar, Birnu Friðgeirsdóttur og Sigurðar Björnssonar, en þau voru þá bæði í meirihluta bæjar- stjórnar. Ég varð vitni að ótrú- legum rifrildum sem fóru fram innan flokksins á þessum tíma,“ sagði Bjarni Grímsson í viðtali við blaðið í gær. Snemma ósætti við Sigurð Björnsson Opinberlega hefur skýrt komið fram að samstarf Bjarna Gríms- sonar og Sigurðar Björnssonar gat ekki lengur gengið og hafa hvað eftir annað komið upp deil- ur þeirra í milli. Bjarni segist hafa fundið snemma fyrir því í starfi að þau mál sem Sigurður lagði fyrir hann þurftu að fá hraða meðferð og án breytinga. „Fram að kosningum 1990 kom ekkert upp á milli okkar en að vísu hef ég heyrt núna að menn hafi verið óhressir þá og auðvitað er aldrei svo að hægt sé gera öll- um til hæfis. Það væri ekki mikill maður sem fer alltaf meðalveginn og heldur öllum ánægðum. Það getur ekki gengið til lengdar. En hafi verið óánægja með störf mín strax um kosningar þá hefur því verið haldið leyndu fyrir mér. Þá er verið að koma aftan að mér með það núna og maður hefur eiginlega verið notaður sem ein- hver tuska og er síðan hent út í horn. Þetta er lýsandi dæmi um aðferðir sem hafa verið notaðar og ég get ekki sætt mig við þær.“ Bæjarstjóraefni Sjálfstæöisflokks við síðustu kosningar Bjarni segir að við bæjarstjórnar- kosningarnar vorið 1990 hafi ver- ið lagt að sér að gefa ekki kost á sér á lista sjálfstæðismanna held- ur yrði hann boðinn sem bæjar- stjóraefni flokksins og þannig sem fimmta hjólið undir vagnin- um. Hann hafi skrifað upp á stuðningsyfirlýsingu við framboð flokksins og þar með hafi einnig verið ljóst að minnihlutinn yrði að auglýsa starfið ef þeir næðu meirihluta í bæjarstjórn. Bjarni segir að nokkru fyrir síðustu kosningar til Alþingis hafi hann fyrst fengið hótun um að verða sagt upp störfum og þá eftir að framámaður í Sjálfstæðis- flokknum óskaði eftir áliti hans á Sigurði Björnssyni, bæjarfull- trúa, vegna uppstillingar flokks- ins á lista fyrir kosningar. Bjarni segist hafa svarað þessari spurn- ingu en síðar hafi Sigurður Björnsson frétt af þessu tveggja manna tali og brugðist illa við. * Abyrgðaveitingin til Fiskmars Bjarni segist viðurkenna að sér hafi orðið á mistök við gerð tryggingabréfs vegna ábyrgða- veitingar til Fiskmars hf. 1989, fyrirtækis sem Sigurður Björns- son átti hlut í og veitti forstöðu. Fyrirtækið fór í gjaldþrot sem kostaði bæjarsjóð milljónir króna. Bæjarábyrgð á lánum Fiskmars hf. hafi verið veitt en um haustið 1989 þegar útbúa átti tryggingabréf vegna ábyrgðarinn- ar hafi Sigurður Björnsson og Þorsteinn Ásgeirsson, bæjarfull- trúi, tjáð sér að samþykki meiri- hlutans sé fyrir því að bæjarsjóð- ur taki 2. veðrétt í tækjum Fisk- mars hf. „Þarna brást ég og gerði þau mistök að trúa Sigurði því samþykkt fyrir þessu reyndist ekki fyrir hendi. Ég brenndi mig þá á að framkvæma hlut sem ekki var búið að ræða á formlegum fundi inni í bæjarráði og bæjar- stjórn. Ég áttaði mig ekki á að þeir tveir réðu ekki sem meiri- hluti og við þessa reynslu verð ég að búa. Síðan þá hef ég ekkert gert nema fyrir liggi skýr sam- þykkt frá bæjarráði eða bæjar- stjórn og menn hafa á stundum ekki þolað umræðuna um mál. Ég hef aldrei síðan getað fyrir- gefið Sigurði hvernig þarna var brotið á mér í mínu starfi.“ Sætti mig ekki við að hlýða tilskipunum Upp frá þessu segir Bjarni að stirt hafi verið á milli hans og bæjarfulltrúans en á kosninga- daginn 1991 hafi Sigurður komið til sín skilaboðum þar sem hann hafi mælst til þess að sættir verði milli þeirra. Bjarni segist hafa fagnað því og strax á mánudag eftir kosningar hafi Sigurður heilsað sér með handabandi sem hann hafi talið innsigla að sam- skiptin yrðu með öðrum hætti á eftir. Því hafi sér komið í opna skjöldu þegar aðeins fáum vikum síðar hafi komið upp tillaga frá Sigurði og tveimur bæjarfulltrúum öðrum um að setja nokkurs kon- ar yfirmann á sig sem bæjar- stjóra. „Þessu má helst líkja við starfsaðferðir eins og þær voru austantjalds þar sem eru pólitísk- ir eftirlitsmenn. Nú átti ég að hlýða tilskipunum skilyrðislaust og það gat ég ekki sætt mig við. Ég vil geta mótað störfin og haft áhrif í samstarfi með öðrum,“ segir Bjarni. í framhaldi af þessu komu fram ásakanir á síðasta ári um Bjarni Kr. Grímsson. óeðlilega háan risnu- og ferða- kostnað bæjarstjórans og segist Bjarni benda á að þá hafi hann verið hreinsaður af þeim ásökun- um og orð Sigurðar Björnssonar um þetta efni verið dæmd ómerk. „Það hefur ekkert annað komið fram en allt hafi verið eðlilegt en þessi umræða sverti mannorð mitt.“ Meirihlutinn nær ekki saman með svo dramatískum aðferðum Bjarni segir að hann og forseti bæjarstjórnar, Óskar Þór Sigur- björnsson, hafi verið sammála um í haust að grípa verði í taum- ana vegna erfiðra samskipta Á lokuðum fundi bæjarstjórn- ar Ólafsfjarðar sl. laugardag lét Bjarni Kr. Grímsson, frá- farandi bæjarstjóri, bóka eftir- farandi: „Vegna tillögu um starfslok bæjarstjóra vil ég, Bjarni Kr. Grímsson, bæjarstjóri í Ólafs- firði, koma eftirfarandi bókun í fundargerðabók bæjarstjórnar Ólafsfjarðar: Ég hef verið bæjar- stjóri í Ólafsfirði frá lokum júlí 1988 og á þeim tíma starfað með fjölda fólks og í langflestum til- vikum átt mjög ánægjuleg og góð samskipti við þetta fólk. Einn ljóður hefur þó verið á samskipt- um mínum við fólk og er það við einn af bæjarfulltrúum D-listans, Sigurð Björnsson. Þau hafa verið mjög stirð og er ljóst að við get- um á engan hátt starfað náið saman. Samskiptaerfiðleikar þessir hafa haft verulega trufl- andi áhrif á störf mín sem bæjar- stjóra. Orsakir þessara sam- skiptaerfiðleika má rekja til starfa minna sem embættismanns og persónulegra hagsmuna bæjarfulltrúans. Má þar fyrst nefna ábyrgðaveitingar bæjar- sjóðs til Fiskmars hf. og var ljóst þá þegar að aðferðir bæjarfull- trúans voru einfaldar; ef ekki væri fallist í einu og öllu á öll Bjarna og Sigurðar, sem er for- maður bæjarráðs. Hann segist augljóslega þurfa að beygja sig undir ákvörðun meirihluta bæjar- stjómar en hann sé mjög ósáttur við þá leið sem Óskar Þór hafi valið. „Ég skil ekki flokkshags- munina í þessu og sé ekki betur en Sjálfstæðisflokkurinn hér sé gjörsamlega klofinn. Hann nær ekki saman með svona dramatísk- um aðferðum. Þetta kallar á sterk viðbrögð og þau fær meiri- hlutinn. Ég get ekki séð að flokk- urinn hér í bænum beri sitt barr eftir þetta tímabil. Ef ég þurfti að víkja til að ná sáttum í Sjálfstæðisflokknum þá átti Sigurður Björnsson einnig að víkja á sama tímapunkti. Hann hans erindi athugasemdalaust yrði meirihlutasamstarfi D-list- ans slitið. Þetta hefur gengið sem rauður þráður í öllum erindun- um. Þó nefndur fulltrúi hafi aldrei greitt atkvæði sjálfur um sín mál eða honum tengd, þá hef- ur hann haldið stíft um taumana og stjórnað á bakvið. Næst skal nefna að bæjarfull- trúinn kom við annan mann á fund bæjarstjóra og tjáði honum það að meirihlutinn í bæjarstjórn hefði ákveðið að nægjanlegt veð væri fyrir ábyrgðum bæjarsjóðs á Iánum Fiskmars hf. og annar veð- réttur væri ákveðinn, en Spari- sjóður Ólafsfjarðar fengi fyrsta veðrétt, þar sem fyrirtækið skuld- aði svo mikið þar og þyrfti veð- réttinn. Síðar kom í ljós að þessi orð voru hreint fals, en því miður var ég svo einfaldur að trúa bæjarfulltrúanum, sem var reyndar framkvæmdastjóri Fisk- mars hf. á þessum tíma og hlut- hafi. Öllum bæjarbúum er ljóst hvernig fór, bæjarsjóður og fyrir- tæki í hans eigu hafa tapað tugum milljóna króna. í ljósi þessa auk ýmissa atburða annarra hef ég sem bæjarstjóri ekki verið tilbú- inn til náinnar samvinnu við bæjarfulltrúann, enda er langt síðan ég tjáði bæjarfulltrúanum að ef hann hefði einhverja sið- hún leysir segist ætla út á desemberfundi bæjarstjórnar og það á ég eftir að sjá gerast. Forseti bæjarstjórnar taldi á hans ábyrgð að leysa málið og það hefur hann gert en ég tel að lausnin skapi meiri vanda en hún leysir. Auk þess er verið að láta bæjarsjóð borga fyrir ágrein- inginn í Sjálfstæðisflokknum í bæjarstjórn.“ Bæjarsjóðspeningar til að leysa ágreininginn Bjarni segir að í byrjun þessa kjörtímabils hafi hann og forseti bæjarstjórnar gert drög að starfs- samningi bæjarstjóra og verið samkomulag um þessi drög þeirra í milli. í þessum drögum er ákvæði um að sé bæjarstjóra sagt upp skuli hann fá greidda 6 mán- uði vegna uppsagnar og 6 mán- aða biðlaun. Bjarni segist telja að þessi ákvæði standi með sam- þykki forseta bæjarstjórnar en starfssamningsdrögin hafi á tímabilinu komið tvisvar fyrir bæjarráð. Pólitískur meirihluti í bæjarstjórninni beri ábyrgð á kostnaði bæjarsjóðs vegna starfsloka bæjarstjóra og auk heldur geti þetta mál haft alvar- legar afleiðingar varðandi ýmis mál sem hann hafi unnið að upp á síðkastið, t.d. stofnun nýs hafna- samlags og viðræður við heil- brigðisráðuneytið vegna Horn- brekku. Þessi mál og ýmis önnur séu nú sett í óvissu. „Ég tel mig ekkert hafa að fela. Ef nota á peninga bæjarsjóðs til að leysa ágreining í meirihlutanum þá væri skynsamlegt að lágmarka þann kostnað. En þeir hafa vald- ið sem kjörnir fulltrúar og það sem þeir hafa gert er fullkomlega löglegt en siðlaust," sagði Bjarni Grímsson, fráfarandi bæjarstjóri í Ólafsfirði. JÓH ferðisvitund skyldi hann segja af sér í bæjarstjórn. Því miður er hægt að rekja fleiri dæmi um pólitískar ákvarð- anir og hindranir sem reynt hefur verið að setja á störf mín sem bæjarstjóra, auk persónulegra ávirðinga. Ég tel að bæjarstjór- inn sé embættismaður bæjar- stjórnar og hvernig sem hann er kjörinn eða ráðinn eigi hann að starfa fyrir alla bæjarstjórnina og alla bæjarbúa, ekki bara fyrir þá sem „kjósa rétt.“ Eftir því hef ég reynt að fara, enda kolómöguleg- ur í starfi, alltaf að hygla röngu fólki. Þessi vinnubrögð get ég ekki liðið og hef reynt mitt ítrasta til að koma í veg fyrir að svo verði, en því miður ekki alltaf tekist. Nú virðist bæjarfulltrúinn enn einu sinni vera kominn með tangarhald á bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins hér í bæ og er enn einu sinni ekki hugsað um hag bæjarsjóðs eða álit bæjarins út á við, heldur mjög þrönga hagsmuni og er ekki einu sinni hægt að kalla það flokkshags- muni, því þeir eru einungis persónulegir og bæjarsjóður er látinn borga eina ferðina enn. Að lokum óska ég Ólafsfirði og Ólafsfirðingum alls hins besta og bæjarstjórninni sérstaklega, því ekki mun af veita.“ Bókun Bjama Kr. Grímssonar á bæjarstjómarftmdi sl. laugardag

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.