Dagur - 10.11.1992, Blaðsíða 16

Dagur - 10.11.1992, Blaðsíða 16
Hágæöa litstækkun á 5 mínútum ^PzáiSmyndir Skipagötu 16 - Sími 23520 Loðnan: 130 þúsund tonnum verið landað Aðeins 3243 tonn veiddust af loðnu frá mánudegi til laugar- dags í sl. viku og var mest land- að hjá Sfldarverksmiðjum ríkisins á Seyðisfirði, 1004 tonnum, og hjá Hraðfrystihúsi Eskifjarðar, 848 tonnum. Aflahæsti báturinn var ísleifur VE sem landaði 627 tonnum á Seyðisfirði en loðnuaflinn síðustu daga hefur allur fengist á Bakka- flóadýpi. Siglufjörður er enn hæsta löndunarhöfnin með 36773 tonn; Raufarhöfn með 21972 tonn; Neskaupstaður með 12877 tonn; Eskifjörður með 11972 tonn, Akranes með 11488 tonn og Þórshöfn með 11150 tonn. Alls hafa borist á land 130691 tonn sem er 33% af loðnukvótan- um sem er 390 þúsund tonn, en ef farið verður eftir tillögum Haf- rannsóknastofnunar verður kvót- inn aukinn í 640 þúsund tonn og þá er það loðnumagn sem komið er á land aðeins 20% af heildar- kvótanum. GG Góð sala hjá Skagfirðingi SK - meðalverð álíka og síðast Skagfirðingur SK-4 seldi 160 tonn af karfa í Bremerhaven á mánudagsmorgun. Verðio var mjög gott að sögn Gísla S. Ein- arssonar útgerðarstjóra hjá Skagfirðingi hf. Heildarverðmæti aflans var um 20 milljónir króna, meðal- verð á kílóið var 125 krónur. „Við erum sæmilega ánægðir með þetta, enginn hefur farið yfir hundraðkall frá því Skagfirðing- ur seldi síðast“, sagði Gísli og kvað verð undanfarið hafa verið lélegt. Þetta sé hæsta verðið frá því Skagfirðingur seldi í Bremer- haven fyrir mánuði síðan. Verðið er að vísu heldur lægra í krónum taliðsemskýristafgengissigi. sþ Stærstur hluti afla Gissurar ÁR fer til vinnslu hjá K. Jónssyni á Akureyri. Þessi mynd var tekin þegar unnið var að löndun Úr Gissuri í gær. Mynd: Robyn Gissur ÁR á Akureyri: Landar 83 tonnum af rækju - þar af fara 56 tonn til vinnslu hjá K. Jónssyni Rækjuveiðiskipið Gissur ÁR finnsson. frá Þorlákshöfn er til löndunar Gissur ÁR iandar að jafnaði í á Akureyri. Aflinn fer að stór- Reykjavík. Nú bregður svo við um hluta til vinnslu hjá Niður- að skipið landar á Akureyri. Ein- ar Sveinbjörnsson, 2. stýrimaður, segir að landað sé á Akureyri þar sem styst hafi verið af miðunum til Akureyrar. Aflinn, 83 tonn, var suðuverksmiðju K. Jónsson og Co hf. Ljósavík hf. í Þorláks- höfn gerir Gissur út en skip- stjóri er Guðmundur Guð- sóttur í norðurkantinn. „Við vorum 23 daga í túrnum. Þetta var sæmilegt kropp. Afla- verðmætið er um 12 milljónir og 56 tonn fara til vinnslu hjá K. Jónsson. Við leggjum aftur í’ann á fimmtudaginn,“ sagði Einar Sveinbjörnsson. ój Kaup Blönduósbæjar á hlutabréfum í Kaupfélagi Húnvetninga: Frauikvæmd samþykktar bæjarstjómar verði frestað tá næsta prhagsárs Á fundi bæjarráðs Blönduóss sl. föstudagskvöld lagði Ófeig- ur Gestsson, bæjarstjóri, fram bréf til Kaupfélags Húnvetn- inga, undirritað af honum, þar sem fram kemur ósk um að fresta framkvæmd samþykktar bæjarstjórnar sl. þriðjudag um að bærinn kaupi samvinnu- hlutabréf í B-stofnsjóði Kaup- félags Húnvetninga fyrir 12 milljónir króna, til næsta fjár- hagsárs. Eins og fram kom í Degi sl. laugardag lagði Óskar Húnfjörð, oddviti Sjálfstæðisflokksins og formaður bæjarráðs, fram tillögu á bæjarráðsfundinum sl. föstudag þess efnis að bæjarstjóra verði Mjög góð rækja í Öxarfirði Rækjuveiðin hefur gengið aH- vel í haust og þetta er mjög góð rækja og flokkast vel. Menn hafa verið að ná viku- skammtinum á fjórum dögum en hann er 7,5 tonn“ segir Ragnar Tómasson á Öxarnúp ÞH-162 frá Raufarhöfn, en VEÐRIÐ Veðurstofan spáir að í dag snúist vindur til norðlægrar áttar með heldur kólnandi veðri um landið norðanvert. Á morgun er búist við nokkuð hvassri norðanátt og elja- gangi, en á fimmtudag gerir Veðurstofan ráð fyrir að norðanáttin gangi niður og á föstudag snúist vindur aftur til suðaustlægrar áttar með hlýn- andi veðri. báturinn er á rækjuveiðum á Öxarfirði og landar aflanum til vinnslu hjá rækjuverksmiðj- unni Geflu hf. á Kópaskeri. Fjórir bátar stunda rækjuveið- ar á Öxarfirði, en það eru auk Öxarnúps, Þingey ÞH-51 frá Kópaskeri, Þorsteinn GK-15 frá Raufarhöfn og Kristey ÞH-25 frá Húsavík. Afli þessara báta hefur nægt til að halda uppi stöðugri vinnu við rækjuvinnslu á Kópa- skeri. Hafrannsóknastofnun lagði til eftir að rannsóknaskipið Dröfn RE-35 hafði verið að rannsaka rækjustofninn þar í haust að rækjukvótinn á Öxarfirði yrði hækkaður um 200 tonn, færi úr 500 tonnum 1991 í 700 tonn en endanleg ákvörðun hefur enn ekki verið tekin. Á Húnaflóa hefur rækjukvót- inn verið skertur um 500 tonn, úr 2000 tonnum í 1500 tonn og á Skagafirði úr 600 tonnum í 300 tonn. í upphafi rækjuvertíðar var veiði bönnuð á Skagafirði vestan við línu sem dregin var úr Hegra- nesi, en því banni hefur verið aflétt. GG falið að skera upp fjárhagsáætlun bæjarins á yfirstandandi ári í ljósi samþykktar bæjarstjórnarinnar sl. þriðjudag. Fulltrúar H og K- lista í bæjarráði lýstu því að þeir myndu fella tillöguna. „í ljósi upplýsinga bæjarstjóra lagði ég fram bókun á þá leið að tillaga mín yrði höfð til hliðsjón- ar við gerð næstu fjárhagsáætlun- ar og voru engar athugasemdir gerðar við það,“ sagði Óskar Húnfjörð, formaður bæjarráðs Blönduóss. „Þetta mál mun samkvæmt þessu ekki skekkja fjárhagsstöðu bæjarins í ár, fái þetta bréf jákvæða afgreiðslu hjá Kaup- félaginu, og jafnframt er ekki tilefni til þess að skera upp fjár- hagsáætlunina,“ sagði Óskar. Ekki náðist í Ófeig Gestsson, bæjarstjóra, í gær. óþh Ekið á tvær kindur í Skagafirði - og báðar drepnar, bíllinn skemmdur Ekið var á tvær kindur skammt vestan við Víðimýrarsel í Skag- firði aðfaranótt laugardags. Drápust þær báðar samstundis og bfllinn skemmdist talsvert. Tilkynnt var um atburðinn kl. 1:30 aðfaranótt laugardags til lögreglunnar á Áreksturinn átti Vatnsskarðs Sauðárkróki. sér stað milli og Víðimýrarsels. Kindurnar drápust samstundis og var bíllinn talsvert skemmdur að framanverðu, þó ökufær að sögn lögreglu. sþ , Árekstur á Arskógsströnd Töluverðar skemmdir urðu á tveim fólksbifreiðum sem skullu saman sl. laugardag við afleggjarann heim að bænum Litla-Árskógi á Árskógsströnd. Engin slys urðu á fólki. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Dalvík varð slysið með þeim hætti að öðr- um bílnum var beygt heim að Litla-Árskógi, en í þann mund var hinum bílnum ekið framúr og skipti engum togum að þeir skullu saman. óþh Akureyri: Rúðurbrotnar í skólum Um helgina voru brotnar rúður í tveim skólum á Akureyri, Gagnfræðaskól- anum og Lundarskóla, og einnig voru spenntir upp gluggar á Ieikskólanum Flúðum. Tvær rúður voru brotnar í Gagnfræðaskólanum og rúða í útidyrahurð í Lundarskóla. Lögreglunni á Akureyri hafði í gær ekki tekist að finna skemmdarvarginn eða -varg- ana. óþh Húsavík: Tveu- olvaoir ökumenn teknir - orðnir 25 á árinu og kvótinn búinn Aðfaranótt laugardags var ökumaður tekinn vegna gruns um ölvun við akstur á Húsavík og aðfaranótt sunnudags var annar öku- maður tekinn af sömu sök- um. Annars var helgin róleg hjá lögreglu á Húsavík. Á þessu ári hafa 25 öku- menn í Suður-Þingeyjarsýslu verið teknir vegna gruns um ölvunarakstur, eða jafn margir og allt árið f fyrra. Árið 1990 voru einnig teknir 25 öku- menn vegna gruns um ölvun, en árið ’89 voru þeir 15 og árið ’88 voru þeir 32. Áfengisútsala var opnuð á Húsavík í maí 1991, svo samkvæmt þessum tölum virðist hún ekki hafa áhrif á þennan þátt. IM Sauðárkrókur: Helgin róleg - Bakkus brá sér þó undir stýri Að sögn lögreglu á Sauðár- króki fór helgin fram með ró og spekt. Þó var einn öku- maður tekinn vegna gruns um ölvun við akstur. Einn dansleikur var á Sauð- árkróki á föstudagskvöld á vegum nemenda við Fjöl- brautaskólann. Fór allt vel fram, en þó gistu tveir fanga- geymslur lögreglunnar um nóttina. Einn ökumaður var tekinn vegna gruns um ölvun við akstur. sþ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.