Dagur - 13.11.1992, Blaðsíða 6

Dagur - 13.11.1992, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Föstudagur 13. nóvember 1992 Hvað er að gerast? Hátíðarmessa í Akureyrarkirkju Hátíðarmessa verður í Akureyrar- kirkju nk. sunnudag, 15. nóvember, kl. 14 og verður minnst afmælis Fjölskyldu- skemmtun í Árskógi Næstkomandi sunnudag kl. 16 verð- ur vegleg fjölskylduskemmtun í Árskógi. Þetta er þriðja árið sem slík skemmtun er haldin og er hún framlag Árskógshrepps til menning- ardaga við utanverðan Eyjafjörð. Þetta er tónlistardagskrá og taka fjölmargir þátt í henni, sem ýmist búa á Árskógsströnd eða eru með öðrum hætti tengdir Árskógsströnd. Yngsti þátttakandinn er 17 ára og sá elsti 58 ára. Boðið verður upp á mjög fjölbreytta tónlist og er óhætt að fullyrða að fólk ætti að geta fund- ið eitthvað við sitt hæfi. Aðgangs- eyrir er 1500 krónur fyrir fullorðna og 500 krónur fyrir böm. Bólumarkaður um helgiua Bólumarkaðurinn að Eiðsvallagötu 6 verður opinn á morgun, laugar- dag, kl. 11 til 15 og á sunnudag kl. 13 til 16. Á morgun verður boðið upp á keramik, hljómplötur, skó, reyktan silung og ýmislegt fleira. Á sunnudag verður meðal annars boð- ið upp á spil fyrir safnara, fatnað, lukkupakka og laufabrauð. Ef veð- ur leyfir verða á boðstólum sviða- lappir frá Sauðárkróki. Enn eru örfá borð laus á sunnudag og eru pantan- ir teknar í síma 26869 (Ásthildur). Þriggja kvölda félags- vist í Eyja- flarðarsveit Næstkomandi sunnudagskvöld kl. 20.30 hefst í Freyvangi árleg þriggja kvölda félagsvist ungmennafélag- anna í Eyjafjarðarsveit. Að viku lið- inni, sunnudaginn 22. nóvember, verður spilað í Laugarborg kl. 20.30 og þriðja og síðasta kvöldið verður í Sólgarði laugardaginn 28. nóvember kl. 20.30. Miðaverð er kr. 600 og em veglegir vinningar í boði. Allir eru velkomnir. kirkjunnar. Séra Þórhallur Höskuldsson predikar og þjónar fyrir altari ásamt séra Birgi Snæ- björnssyni. í messunni mun Kór Akureyrarkirkju undir stjórn Björns Steinars Sólbergssonar flytja þrjá þætti úr þýskri messu eftir Franz Schubert, sem er í íslenskri þýðingu Sverris Pálssonar, fyrrver- andi skólastjóra Gagnfræðaskóla Akureyrar. Óskar Pétursson, tenór, syngur einsöng. Aðrir flytjendur tónlistar em Gordon Jack, Sveinn Sigurbjörnsson og Hjálmar Sigur- bjömsson, trompetleikarar og Dóró- thea Dagný Tómasdóttir, orgel. Hvítir sandar í Borgarbíói Klukkan níu og ellefu sýnir Borgar- bíó myndina Hvítir sandar, sem er spennandi sakamálamynd. Klukkan níu verður einnig sýnd myndin Ver- öld Waynes, sem er sprenghlægileg gamanmynd og klukkan eliefu verð- ur sýnd myndin Ferðin til Vestur- heims með Tom Cruise og Nicole Kidman í aðalhlutverkum. Á sunnudag klukkan þrjú verða sýnd- ar myndirnar Pétur Pan og Prinsess- an og durtarnir. Akureyri: Tónleikar á sal Tónlistar- skólans í kvöld Hrólfur Vagnsson, harmonikuleik- ari, og Hiroto Yashima, fiðluleikari, halda tónleika í sal Tónlistarskólans á Akureyri í kvöld, föstudag, og hefjast þeir kl. 20.30. Á efnis- skránni eru verk eftir Bartok, Albeniz, Ichlyanagi (fyrrverandi eiginmaður Yoko Ono), Monti, Kupcovitc, Kreissler o.fl. Aðalfundur Ustvinafélags Akureyrarkirlgu Aðalfundur Listvinafélags Akureyr- arkirkju verður haldinn í kapellu kirkjunnar kl. 16 nk. sunnudag, 15. nóvember, að lokinni hátíðarmessu í Akureyrarkirkju, en þar verður afmælis kirkjunnar minnst. Bændur athugið! Eigum á lager heimilisrafstöðvar frá 1,4 kw til 17 kw til tengingar á dráttavélar. Einnig diesel og bensínvélar. Leitið nánari upplýsinga. I Við Tryggvabraut • Akureyri • Sími 22700 Basar og kaffisala í Safnaðar- heimilinu Konur í Kvenfélaginu Baldursbrá við lítinn hluta þeirra muna sem verða á boðstólum á morgun. Baldursbrá með basar í Glerárkirkju Kvenfélagið Baldursbrá heldur sinn árlega jólabasar í Glerárkirkju á morgun, laugardaginn 14. nóvem- ber, kl. 15. Þar verða á boðstólum glæsilegir jólamunir sem félagskon- ur hafa unnið að undanfarnar vikur, úrval af heimabökuðu brauði og kökum, lukkupokar fyrir börnin og jólakort félagsins verða líka seld. Kvenfélagskonur vonast til að sjá sem flesta bæjarbúa á morgun og benda á að þeir styrki gott málefni því ágóðanum er varið til líknar- mála og kirkjunnar. Þqár sýningar á linu langsokk Þrjár sýningar verða á Línu lang- sokk um helgina. Á morgun verður ein sýning kl. 14, en tvær sýningar á morgun; sú fyrri kl. 14 (uppselt) og sú síðari kl. 17.30. Miðasala í Sam- komuhúsinu alla virka daga nema mánudaga kl. 14 til 18 og sýningar- daga fram að sýningu. Laugardaga og sunnudaga er opið kl. 13 til 18. Sjallinn: KK-Band, Galfleó og Rúnar Þór Mikið verður um að vera í Sjallan- um um helgina. í kvöld verður Sjallakráin opin og þar leikur hin stórgóða hljómsveit KK-Band, með Kristján Kristjánsson í broddi fylk- ingar. Aðgangur er ókeypis. Annað kvöld, laugardagskvöld, sér hljóm- sveitin Galíleó um fjörið í Sjallan- um. Rúnar Þór verður f Kjallaran- um í kvöld og annað kvöid. Kökubasar í þjónustu- • X J «x* • nuðstoðuun Víðilundi 22 Kvenfélagið Framtíðin heldur kökubasar nk. sunnudag, 15. nóvember, kl. 15 í anddyri þjónustu- miðstöðvarinnar Víðilundi 22 á Akureyri. Einnig verður seldur not- aður fatnaður. Fólk er hvatt til að koma og styðja gott málefni. Gréta Berg teiknar í Vín Gréta Berg verður í Blómaskálan- um Vín í Eyjafjarðarsveit á laugar- dag og sunnudag frá kl. 14.00 til 18.00. Gréta er kunn fyrir teikning- ar sínar og mun draga upp myndir af gestum blómaskálans ef þeir óska. Rokkbandið á Hótel KEA Hljómsveitin Rokkbandið leikur fyrir dansi á Hótel KEA á Akureyri annað kvöld, laugardagskvöld. Hús- ið verður opnað fyrir aðra en mat- argesti kl. 23.30. Basar og kaffi- sala í Skjaldarvík íbúar og starfsfólk Dvalarheimilis- ins í Skjaldarvík stendur fyrir árleg- um basar og kaffisölu í Skjaldarvík nk. sunnudag kl. 14. Fólk er boðið hjartanlega velkomið. Lengi hefur það tíðkast að Kvenfé- lag Akureyrarkirkju hafi verið með fjáröflun þá helgi sem næst er afmælisdegi kirkjunnar, 17. nóvember. Konurnar hafa lagt geysilega vinnu í gerð basarmuna og hlaðborðið þeirra hefur ætíð verið rómað. Kaffisalan og basarinn verða nk. sunnudag í Safnaðar- heimilinu eftir hátíðarmessu nk. sunnudag. Kvenfélagið býður alla velkomna og væntir þess að sjá sem flesta velunnara. Kjördæmisþmg framsóknarmanna að Dlugastöðum Framsóknarmenn í Norðurlands- kjördæmi eystra halda kjördæmis- þing um helgina að Illugastöðum í Fnjóskadal. Þingið hefst kl. 20 í kvöld og þar mun Steingrímur Her- mannsson, formaður Framsóknar- flokksins, m.a. halda ávarp. Á morgun hefjast nefndarstörf kl. 9 og eftir hádegi verða mál afgreidd. Reiknað er með þingslitum um kl. 18. Laufabrauðs- ogkökubasar Árlegur laufabrauðs- og kökubasar Kvenfélags Alþýðuflokksins verður í JMJ-húsinu á Akureyri, annarri hæð, á morgun, laugardaginn 14. nóvember kl. 14. Að vanda verður gott úrval af hnallþórum af öllum stærðum og gerðum. Sjálfsbjargar- portíð á morgun Portið hefur aftur starfsemi, nú und- ir nafninu Sjálfsbjargarportið, á morgun, laugardaginn 14. nóvem- ber, að Bjargi við Bugðusíðu á Akureyri. Opið verður frá kl. 11 til 16. Básapantanir í síma 12080. Félagsvist að Melum Annað kvöld, laugardaginn 14. nóvember kl. 21, verður spiluð félagsvist að Melum í Hörgárdal. Þetta er annað kvöldið af þrem. All- ir eru velkomnir og er boðið upp á kaffi. Húsavík: Paul Weeden með námskeið Námskeið í jazzspuna, hefst á veg- um Jazzþings 17. nóv. nk. Kennari á námskeiðinu verður bandaríski gít- arleikarinn og íslandsvinurinn Raul Weeden. Námskeiðið er ætlað bæði hljóðfæraleikurum og söngvurum, sem áhuga hafa á jazztónlist. Paul Weeden kom til Húsavíkur fyrir 6 árum og hélt eftirminnilegt námskeið fyrir húsvíska jazzáhuga- menn, og má segja að það marki upphaf húsvískrar jazzvakningar. Jazzáhugamenn vænta sér mikils af komu Pauls, þar sem mikil þróun hefur átt sér stað í jazzmenningu á Húsavík á þessum 6 árum. Nám- skeiðinu lýkur með jazzkvöldi föstu- daginn 20. nóv., þar sem fram koma þátttakendur af námskeiðinu. Þ.ám. Stórsveit Húsavíkur, söng- sveitin NA 12, Blúsvíkingar o.fl. að ógleymdum Kvartett Paul Weeden, en hann skipa, auk Pauls, þeir Sigurður Flosason, Tómas R. Ein- arsson og Guðmundur R. Einars- son. Skráning á námskeiðið fer fram hjá Grétari Sigurðarsyni í síma 42082.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.