Dagur


Dagur - 20.11.1992, Qupperneq 2

Dagur - 20.11.1992, Qupperneq 2
2 - DAGUR - Föstudagur 20. nóvember 1992 Fréttir Frostrásin: Útsendingar heflast í dag Útvarpstöðin Frostrásin hefur útsendingar í dag og ná þær sendingar eyrum Akureyringa og næsta nágrennis. Þetta er í þriðja sinn sem Frostrásin fer í loftið og ætti því að vera útvarpshlustendum kunn. Stöðin mun senda út allan sól- arhringinn frá kl. eitt í dag til 1. janúar 1993, en öll vinna við stöð- ina er unnin í sjálfboðavinnu. Útsendingartíðnin er 98,7 og fyrsta lagið sem heyrast mun í dag er „Nú er það byrjað" með Rokkbandinu. GG Verslunarmanna- félag Húsavíkur: „Lausnir koma ekki sjálfkrafa“ Þungar áhyggjur yflr ástandi atvinnumála á Húsavík og í nágrannabyggðum koma fram í ályktun sem stjórn Verslun- armannafélags Húsavíkur sendi nýlega frá sér. í ályktuninni segir: „Nú er svo komið að atvinnuleysi er viðvar- andi árið um kring og er ekki bundið við eina starfsstétt eins og oftast áður. Viðvarandi atvinnu- leysi hefur í för með sér stærri vandamál en sjálfan atvinnumiss- inn, s.s. niðurbrot einstakling- anna og önnur félagsleg vanda- mál. Ljóst má vera að lausnir koma ekki sjálfkrafa. Oftast horfa menn þó til þess að sjávarfang og úrvinnsla þess skapi flest störfin og bæti hér úr. Víst er svo að sjósókn og fisk- vinnsla mun um langa framtíð verða sú undirstaða, sem flest annað byggir á, en með minnk- andi sjávarafla og lakara ástandi fiskistofna hér við land verður að mæla með því að leita að öðrum atvinnumöguleikum og mun margt geta komið til greina. Skoða verður vel: * þá iðnaðarkosti sem upp kunna að koma * flutning á verkefnum frá hinu opinbera til héraðsins * ferðamannaþjónustu með tilliti til heilsu og hressingaraðstöðu * þann iðnað og þjónustu sem fyrir er með tilliti til útvíkkunar starfseminnar Hefðbundnu atvinnulífi á landsbyggðinni fylgja alltaf nokkrar sveiflur. Þó hefur atvinnustigið verið þannig undanfarin ár að ekki má una við til frambúðar. Því verða allir aðilar sem málið varðar að vinna sem nánast saman til að skapa þá umgjörð sem við kjósum til fram- tíðar.“ IM Fyrirhugað að Pan hf. byggi átta ein- býlishús á Syðri-Brekkunni á Akureyri Lögð er áhersla á glæsi- leg hús og aðkomu Um mitl næsta sumar er fyrir- hugað að hefja byggingu átta einbýlishúsa á byggingareit sem er austan Grenilundar og sunnan Skógarlundar á Syðri- Brekkunni á Akureyri. Húsin verða öll með sama sniði. Fanney Hauksdóttir, arkitekt hjá Arkitekta- og verkfræði- stofu Hauks hf. á Akureyri, hefur skipulagt svæðið og teiknað húsin fyrir bygginga- fyrirtækið Pan hf., sem starfað hefur á Akureyri um langt árabil. Að sögn Fanneyjar Hauksdótt- ur er búið að samþykkja afstöðu- teikningu. Teikningin liggur nú til auglýsingar hjá skipulagsdeild Akureyrarbæjar. Bygginganefnd Akureyrarbæjar hefur samþykkt tillöguteikningar af húsunum. Endanlegar teikningar eiga eftir að fara fyrir nefndina til sam- þykktar. „Markmið með skipulagstil- lögu er að skapa vistlegt og manneskjulegt umhverfi. Lögð er áhersla á glæsileg hús og aðkomu þar sem akvegir eru í lágmarki. Einnig er þess gætt að hvert hús njóti vel sólar og útsýn- is. Innan svæðis er gert ráð fyrir leiksvæði og göngustígum milli húsaþyrpinga. Aðkeyrsla að hús- unum verður inn á tvö torg sem prýdd verða gosbrunnum. Ein- býlishúsin verða á tveimur hæð- um með innbyggðri bílageymslu. Stærð grunnflatar er um 75 fer- metrar og gert er ráð fyrir mögu- leika á útbyggingum á fyrstu hæð vegna sólskála og innganga," seg- ir Fanney Hauksdóttir. ój i Framhlið fyrirhugaðra einbýlishúsa sem rísa munu við Grenilund. Að neðan má sjá skipulag fyrirhugaðs byggingasvæðis. Skýrsla starfshóps um fiskeldi og sjávarbúskap: Bleikjueldi og framleiðsla bleikjuseiða auðveld með nýtingu jarðvarma Út er komin skýrsla um þróun fiskeldis, en á árinu 1990 skip- aöi Rannsóknaráð ríkisins starfshóp sem sérstaklega skyldi kanna reynslu Islend- inga af laxeldi, leggja mat á líf- fræðilegt, tæknilegt og rekstr- arlegt þekkingarstig í íslensku fiskeldi, að meta markaðslegar forsendur og þróun markaða, að gera tillögur um val tegunda og/eða stofna og leggja drög að rammaáætlun um rannsóknir og þróunarstarf fyrir fiskeldi á íslandi. Formaður starfshóps- ins var Guðmundur Stefánsson framkvæmdastjóri Laxár hf. á Akureyri. Um framtíðarhorfur í fiskeldi segir að í norskri spá sé gert ráð fyrir að árleg neysla fiskmetis muni aukast úr rúmum 70 milljón tonnum í um 100 milljón tonna árið 2010 og mun mestur hluti þeirrar aukningar koma úr eldi. Möguleikar í eldisframleiðslu séu því gífurlegir. Þær eldistegundir sem framleiddar hafa verið á ís- landi eru einkum laxfiskar, mest lax en minna af bleikju, regn- bogasilungi og urriða. Auk þess- ara tegunda hefur um nokkurt skeið staðið yfir tilraunaeldi á lúðu og sæeyra, rannsóknir á möguleikum til hafbeitar á þorski eru að hefjast og fyrir nokkrum árum voru gerðar tilraunir til eld- is á hörpudiski, kræklingi og ferskvatnsrækju. Framleiðsla matfisks hefur aðeins verið hluti þess magns sem gera hefði mátt ráð fyrir og eru helstu ástæður þess taldar vera: óhentugir stofnar, léleg seiði, ónóg þekking, lélegar eldis- aðstæður, fisksjúkdómar og fjár- skortur. Taldar eru góðar aðstæður til bleikjueldis hérlendis og auðvelt L F/T Baldvin Þorsteinsson EA10 Skipið er í Akureyrarhöfn og verður til sýnis almenningi frá kl. 14.00-18.30 í dag, föstudag og laugardag frá kl. 11.00-14.00. Samherji hf. að nýta jarðvarma við fram- leiðslu bleikjuseiða í seiðaeldis- stöðvum og mikið er af lindar- vatni sem hægt er að nota beint. Leggja verður áherslu á kynbæt- ur til að tryggja það að við stönd- umst samkeppni við aðrar þjóðir, en heimsframleiðsla á bíeikju hefur verið lítil hingað til. Lagt er til að megináhersla í eldi nýrra tegunda sjávarfiska miðist við lúðu og þorsk (seiðaeldi og haf- beit), en eldi annarra kaldsjávar- tegunda þ.e.a.s. hlýra, steinbíts, kræklings og hörpudisks ekki tal- ið eins arðbært. Nauðsynlegt er talið að þeim umsvifum sem nú eru orðin í rannsóknum og þróun í fiskeldi verði haldið áfram á næstu árum, en á árinu 1991 voru 7 rannsókn- arstöðvar, þar sem hægt var að framkvæma eldistilraunir. Fram- lög og styrkir til rannsókna og þróunar í fiskeldi voru um 160 milljónir og ársverk um 50. Á árunum 1984-1988 var fiskeldi hér í mestri mótun og uppbygg- ingu, en þá var aðeins starfrækt ein rannsóknarstöð. Talið er aðkallandi að ríkis- stjórnin marki opinberlega heild- arstefnu í fiskeldi íslendinga a.m.k. fram til aldamóta og þá verði sérstaklega hugað að tengslum fiskeldis, fiskveiða og fiskvinnslu og kannað verði hvort ekki sé eðlilegt að sjávarútvegs- ráðuneytið fari með málefni fiskeldis í stað landbúnaðarráðu- neytis. í niðurlagi skýrslunnar er bent á að Norðmenn, okkar helstu keppinautar á erlendum fiskmörkuðum, leggi um 3 millj- arða kr. á ári til rannsókna- og þróunarverkefna í fiskeldi, þar sem áhersla er lögð á: fram- leiðslutækni og framleiðsluþró- un; nýjar tegundir, þ.m.t. lúðu- eldi og hafbeit á þorski; heil- brigði og sjúkdómavarnir eldis- tegundanna og fóður og fóðrun eldistegunda. Fiskeldi framtíðar- innar verður í auknum mæli hátæknigrein, þar sem öflug rannsókna- og þróunarstarfsemi er hornsteinn arðsemi ásamt markvissri markaðsstarfsemi. GG Iðnþróunarfélag Norðurlands vestra: Námskeið fyrir athafnakonur frestast Námskeiði fyrir athafnakonur sem Iðnþróunarfélag Norður- lands vestra ætlaði að standa fyrir á Löngumýri í Skagafirði nú um helgina verður frestað. Námskeið fyrir athafnakonur sem til stóð að halda í kjördæm- inu fellur niður um sinn. Nám- skeiðið átti að standa í tvo daga, föstudag og laugardag á Löngu- mýri. Af óviðráðanlegum ástæð- um verður að fresta námskeiðinu og er fyrirhugað að halda það 5.- 6. mars 1993. Verður það auglýst nánar síðar. sþ

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.