Dagur - 20.11.1992, Page 3

Dagur - 20.11.1992, Page 3
Föstudagur 20. nóvember 1992 - DAGUR - 3 I DAGS-LJÓSINU Heilbrigðismálaráð Norðurlands eystra um Kristnesspítala: ítrekar fyrri samþykktir um upp- byggingu endurhæfingaraðstöðunnar - ráðið segir óviðunandi ef skáka eigi hjúkrunarsjúklingum til annarra landshluta lí Fyrir Kristnesnefndinni svo- kölluðu, sem er þessa dagana á fundi í Reykjavík, iiggur ný greinargerð Heilbrigðismála- ráðs Norðurlands eystra um starfsemi Kristnesspítaia. Þar eru ítrekaðar fyrri samþykktir um nauðsyn á uppbyggingu endurhæfingaraðstöðu í Krist- nesi og segist ráðið undir eng- um kringumstæðum sætta sig við að endurhæfing verði skor- in niður á Norðuriandi með þeim líklegu afleiðingum að hún verði aukin á Reykjavík- ursvæðinu. Þá beinir ráðið einnig sjónum sínum að hjúkr- unarsjúklingunum og segir óviðunandi ef skáka eigi þeim af Eyjafjarðarsvæðinu til ann- arra landshluta og greiða þar kostnað fyrir þá, kostnað sem ekki fáist greiddur til stofnana á Eyjafjarðarsvæðinu. Heilbrigðismálaráð Norður- lands eystra er skipað 10 manns. Þar á sæti héraðslæknirinn á Norðurlandi eystra, framkvæmda- stjórar Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, Kristnesspítala, Heilsugæslustöðvarinnar á Akur- eyri og Sjúkrahússins á Húsavík, auk heilsugæslulæknisins á Dal- vík og aðstandenda heilsugæslu- stöðvanna á Pórshöfn, Raufar- höfn og Kópaskeri. í greinargerðinni er lagt mat á hugsanlegar afleiðingar af veru- legum samdrætti í starfsemi Kristnesspítala. Jafnframt er áréttuð stefna Heilbrigðismála- ráðs, en greinargerðin var send heilbrigðisráðherra og formanni Kristnesnefndarinnar svoköll- uðu. Lögum samkvæmt á Heil- brigðismálaráð að hafa eftirlit með heilbrigðismálum í héraði og gera tillögur um framgang og forgang verkefna á sviði heil- brigðismála. Vakin er athygli á því í skýrsl- unni að nú þegar er ástandið í öldrunarmálum á Norðurlandi eystra fjarri því að vera nógu gott og nægir að benda á að verði þau hjúkrunarrúm sem nú eru í Krist- nesi lögð af þá verða færri rúm á hverja 100 einstaklinga yfir 70 ára aldri en annars staðar á land- inu. „Fyrirliggjandi er nú biðlisti eftir hjúkrunarrýmum á Akur- eyri og er ljóst að á meðan aldr- aðir hjúkrunarsjúklingar liggja í rúmum bráðadeilda Fjórðungs- sjúkrahússins þolir svæðið engan veginn fækkun hjúkrunarrúma. Það er áhyggjuefni, hvaða afleiðinar það hefði fyrir lyf- lækningadeild Fjórðungssjúkra- hússins ef hjúkrunarrýmum fækkaði á svæðinu. Lyflækninga- deildin sem telur 23 rúm og er bráðadeild fyrir allt Norðurland og hluta Austfjarða var með 86% meðalnýtingu rúma árið 1991. Það þýðir að að meðaltali voru ekki laus nema 3 rúm á deildinni og er sá viðbúnaður mjög lítill miðað við það svæði sem deild- inni er ætlað að þjóna. Mikið er um að eldra fólk sé lagt inn á lyf- lækningadeild og vegna skorts á hjúkrunarrýmum dvelja sjúkling- ar oft á lyflækningdadeild mun lengri tíma en raunverulega er þörf á. Álagið á deildina er sveiflu- kennt eins og á allar bráðadeild- ir en ljóst er að deildin þolir alls ekki aukið álag sem fylgja myndi verulegri rúma.“ fækkun hjúkrunár- Tilfærsla á kostnaði - enginn sparnaður Heilbrigðismálaráð segir ljóst að í nálægum byggðum við Akureyri er ekki laust hjúkrunarrými sem nýta mætti fyrir þá sjúklinga sem nú dvelja á Kristnesspítala. „Það liggur því fyrir að verði fjármagni ekki veitt til reksturs hjúkrunar- rýma á Kristnesi þarf að flytja sjúklingana til vistunar í öðrum landshlutum. Heilbrigðismálaráð mælir eindregið gegn því að aldr- aðir hjúkrunarsjúklingar á Eyjafjarðarsvæðinu verði fluttir til visturnar í öðrum landshlutum með þeim afleiðingum að þjón- ustan á Eyjafjarðarsvæðinu skerðist verulega og rekstrar- kostnaður færist til en sparast ekki.“ í greinargerð heilbrigðismála- ráðs er rakin uppbygging endur- hæfingar á Kristnesspítala en þar gera áætlanir ráð fyrir 34 rúma deild, en við núverandi húsnæðis- aðstæður er unnt að hafa í notk- un 24 rúm. Starfsmannaheimildir leyfa hins vegar aðeins notkun um 10 rúma. Um % hlutar endur- hæfingarsjúklinga koma frá bráða- deildum sjúkrahúsa fyrst og fremst F.S.A. en Vi hluti kemur skv. tilvísun heimilislækna. „Sú reynsla sem þegar er feng- in af starfsemi endurhæfingar- deildar í Kristnesi sýnir að á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri hefur tekist að stytta legu- tíma sjúklinga talsvert eftir vissar aðgerðir og á það einkum við bæklunaraðgerðir. Þá tekst með slíkri endurhæfingardeild sem rekin er í tengslum við starfsemi Fjórðungssjúkrahússins að veita fullnaðarmeðferð eftir aðgerðir en bæklunardeildir sem reknar eru án tengsla við endurhæfingar- deild, útskrifa sjúklinga sem ekki hafa fullnaðarmeðferð. Tengsl F.S.A. við slíka endurhæfingar- deild tryggja þannig fullnaðar- meðferð sem ekki er hægt að veita á bráðadeild og gefur möguleika á mun betri nýtingu á fjárfestingum og mannafla bráða- sjúkrahússins, þar sem hægt er að stytta legutíma eftir aðgerðir og auka þannig fjölda aðgerða sem bráðasjúkrahúsið ræður við.“ í niðurlagi skýrslunnar er svo gerð grein fyrir stefnu Heilbrigð- ismálaráðs í málinu: „Heilbrigðismálaráð ítrekar fyrri samþykktir sínar um nauð- syn þess að byggja upp endur- hæfingaraðstöðu í Kristnesi og getur undir engum kringumstæð- um sætt sig við að þjónusta þessi verði skorin niður á Norðurlandi með þeim líklegu afleiðingum að hún verði aukin á Reykjavíkur- svæðinu. Heilbrigðismálaráð tel- ur það einnig óviðunandi ef hjúkrunarsjúkiingum af Eyja- fjarðarsvæðinu verður skákað til annarra landshluta og kostnaður greiddur fyrir sjúklingana þar, sem ekki fæst greiddur til stofn- ana í Eyjafirði. Á Kristnesi er nú þegar fyrir hendi húsnæði og önnur aðstaða til hjúkrunar og endurhæfingar og virðist sýnt að með betri nýt- ingu á þeirri aðstöðu megi kom- ast hjá frekari fjárfestingum og auknum rekstrarkostnaði annars staðar. Heilbrigðismálaráð telur eðlilegt að leitað sé allra leiða í hagræðingu og samræmingu heilbrigðismála á Norðurlandi eystra, sem og annars staðar, en bendir á að afleiðingarnar af lok- un Kristnesspítala yrðu mjög alvarlegar. Ráðinu er hins vegar ljóst að lokun spítalans er ein- ungis einn þeirra kosta sem skoðaðir verða, en Heilbrigðis- málaráð hefur ekki haft tök á að gera athugun á því hvort ná megi fram hagkvæmari rekstri með breyttum áherslum eða breyttu rekstrarfy rirkomulagi. Niðurstaða Heilbrigðismála- ráðs er sú, að það sé enginn vafi á að þörf er fyrir þá endurhæf- ingarstarfsemi sem nú er rekin á Norðurlandi og raunar er þörf fyrir mun öflugra starf á því sviði. Full þörf er einnig á öllum þeim hjúkrunarrúmum sem nú eru rekin á Kristnesi og því hvetur ráðið til að allar þær breytingar sem verða á starfsemi Kristnes- spítala miði að því að viðhalda þeirri þjónustu sem nú er veitt á sviði endurhæfingar og öldrunar- mála,“ segir í skýrslu Heilbrigð- ismálaráðs Norðurlands eystra. JÓH Gerið góð kaup Einlitar herraskyrtur 5 litir. Verð aðeins kr. 2.500,- Köflóttar skyrtur á börn. St. 104-176. Verð kr. 1.398,- Náttföt á börn í úrvali. Rúllukragabolir á börn og fullorðna. Gallabuxur á alla fjölskylduna. Nýkomiö: Stretsbuxur á börn kr. 810,- Stretsbuxur á fullorðna kr. 905,- Jóladúkar, margar stærðir, gott verð. 5% staðgreiösluafsláttur. • • Hjalteyrargötu 4 - Símí 22275 jfiBLÆWl^^iiiBMMWHWiniwriwrrniwiwiimMiwwMiiifriiw'iniiwwrtii'i'n 11 «i Altröppur Tilboð 2 þrepa kr. 2147 3 þrepa kr. 2549 4þrepa kr. 2918 5 þrepa kr. 3314 6 þrepa kr. 3995 7 þrepa kr. 4794 8 þrepa kr. 5240 3 way flölhæítiisstlgi kr. 5303 KAUPLAND Kaupangi v/Mýrarveg, símí 23565 Þér er dooio a kynnmgu á sokkabuxum í Amaro Föstudaginn 20. nóv. kl. 13.00-18.00 og laugardaginn 21. nóv. kl. 10.00- 13.00 verðum við með kynningu á Hudson sokkabuxum. Kynntar verða sokkabuxur úr nýjum og byltingarkenndum „micro" þræði, en einnig fjölmargar aðrar gerðir sokkabuxna frá Hudson. Velurþú þér sokkabuxur á réttum forsendum? Á kynningunni gefst þér færi á leiðsögn í vali á sokkabuxum sem henta þér best. jafnframt getur þú tryggt þér Hudson sokkabuxur á hagstæðu kynningar- verði. Miðstöð hagstæðra viðskipta.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.