Dagur


Dagur - 26.11.1992, Qupperneq 2

Dagur - 26.11.1992, Qupperneq 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 26. nóvember 1992 Fréttir Bensínstöð rís í Síðuhverfi: Deíliskipulag svæðis milli Austur- síðu og Hlíðarbrautar samþykkt Náttúrufræðistofnun Norðurlands: Undir ríkið á næsta ári Ekki er gert ráð fyrir að ríkið yfirtaki verulegan hluta af rekstri Náttúrufræðistofnunar Norðurlands fyrr en um mitt næsta ár, en gert hafði verið ráð fyrir að ríkið tæki yfir reksturinn um næstu áramót. „Samkvæmt lögum hafði verið gert ráð fyrir að ríkið tæki við rekstrinum um áramótin. Eftir því sem ég veit best verður það ekki, en hins vegar hefur verið reiknað með því að ríkið taki yfir reksturinn um mitt ár,“ sagði Hörður Kristinsson, forstöðu- maður Náttúrufræðistofnunar. Undir Náttúrufræðistofnun heyrir m.a. starfsemi Lystigarðs- ins og sýningarsalur stofnunar- innar við Hafnarstræti, en Hörð- ur segir að gert sé ráð fyrir að þessi starfsemi heyri áfram undir Akureyrarbæ. óþh Þorskveiði að undanfómu á Vestfjarðaimðum Ofstopaveður hefur verið á miðum togara síðustu tvo sólar- hringa. I gær lágu þeir togarar Útgerðarfélags Akureyringa hf. sem voru á sjó í vari undir Grænuhlíð. Aður en norðan- skotið gerði voru togarar að þorskveiðum í Víkurál og raunar víðar á togslóð fyrir vestan. Skipstjórnarmenn segja að veiðin sé hálfgert nag. Kaldbakur EA kom til löndun- ar í gær. Aflinn, 75 tonn, er af Vestfjarðarmiðum. - Frystitogar- inn Sléttbakur EA er einnig í heimahöfn til löndunnar. Aflinn 268 tonn fryst, 415 tonn úr sjó, er að aflaverðmæti 50 milljónir. Sléttbakur var að mestu að veið- um á Torginu fyrir vestan og afl- inn því karfi og grálúða. - Sval- bakur EA landaði fyrir helgi 170 tonnum. Uppistaða aflans var karfi. ój Bæjarstjorn Akureyrar sam- þykkti á fundi sínum sl. þriðju- dag tillögu skipulagsnefndar bæjarins að deiliskipulagi á svæði því í Síðuhverfi sem afmarkast af Austursíðu, Lindarsíðu og Hlíðarbraut en samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir bensínstöð á horni Austursíðu og Hlíðarbrautar. Tillagan var samþykkt með fimm atkvæðum gegn einu, fimm bæjarfuUtrúar sátu hjá. Skipulagsstjóra Akureyrar- bæjar er falið að auglýsa deili- skipulagið og samkvæmt lög- um er það tU kynningar og athugasemda í fjórar vikur frá fyrsta kynningardegi. Hér er um svokallað miðhverfi að ræða en þar er átt við miðbæj- arsækna verslunar- og þjónustu- starfsemi og stjórnsýslu. Einnig eru leyfðar þar hvers kyns skrif- stofubyggingar, verslunarhús og stofnanir, gisti-, veitinga- og skemmtistaðir, aðsetur félaga- samtaka svo og önnur atvinnu- starfsemi sem ekki truflar umhverfi sitt með óþrifum, drasli og hávaða. íbúðir eru almennt heimilar á efri hæðum húsa, og jafnframt má í einstaka tilfellum leyfa hús sem eingöngu eru ætluð til íbúðar. Töluverðar umræður hafa ver- ið síðasta misseri innan bæjar- stjórnar Akureyrar um staðsetn- íngu bensínstöðvar á horni Aust- ursíðu og Hlíðarbrautar og verið skiptar skoðanir um það hvort sú starfsemi samræmdist þeim hug- myndum sem uppi hafa verið um miðhverfi og það reynist svo vera. Ræddar hafa verið hug- myndir um að umferðartenging frá svæðinu kæmi inn á Hlíðar- braut á móts við Smárahlíð og hvort breyta þyrfti Lindarsíðu, en svo verður ekki. Innakstur á umrætt svæði verður því ein- göngu frá Lindarsíðu. GG Hækkun húshitunarkostnaðar: Akureyringur greiðir 11.890 kr. Reykvíkingur greiðir 5.123 - álagning vsk. kemur mjög misjafnlega niður á byggðarlög Hjólbarðaþjónusta á Akureyri: Vísbending um verðsamráð Verðlagsstofnun gerði um miðjan nóvember könnun á verðlagningu ónegldra vetrar- hjólbarða hjá 11 fyrirtækjum á Norðurlandi eystra. Jafnframt var kannað hver kostnaður væri við að skipta um hjól- barða, umfelgun og jafnvægis- stillingu á bifreiðum. Fertugasta og sjöunda leikvika í íslenskum getraunum var um síðustu helgi. Akureyringar voru getspakir sem fyrr. Tvær raðir seldar af Golfklúbbi Akureyrar reyndust með 13 rétta. Helstu niðurstöður könnunar- innar eru þessar: Lægsta verð fyr- ir að skipta um dekk, umfelgun og jafnvægistillingu fyrir fólksbíl eða smáan sendibíl er kr. 3.255. Hæsta verð er 14,9% hærra eða kr. 3.740. Verðmunur á skipt- ingu, umfelgun og jafnvægisstill- ingu undir smærri jeppa og sendi- Alls komu fram 250 þúsund vinningsraðir í þessari viku. Þrjár raðir reyndust með 13 rétta hérlendis, tvær á Akureyri og ein í Reykjavík. Akureyringar upp- skáru vel enda tippuðu þeir manna mest á landinu. Þrettán réttir gáfu nú kr. 757.130,00. ój bíla er meiri eða 29,6%. Sú þjón- usta kostar frá 3.580 krónum til 4.640 króna. Ef aðeins er litið til Akureyrar þá er enginn verð- munur á þessari þjónustu. Gefur það sterka vísbendingu um sam- ráð verkstæðanna á Akureyri um verðlagningu á hjólbarðaþjón- ustu. Verðið á Akureyri er hærra en annars staðar á Norðurlandi eystra. Allt að 32,1% verðmunur er á sömu tegund vetrarhjólbarða á milli verkstæða. Ef aðeins er litið á verðmun á milli verkstæða á Akureyri þá er aðeins í tveim til- fellum um 5 kr. verðmun að ræða. Meðalverð á hjólbörðum á Norðurlandi eystra er í 9 tilfell- um af 14 lægra en á höfuðborgar- svæðinu og er allt að 8,5% munur þar á. í þeim tilvikum þar sem það er hærra er um undir 1% mun að ræða. ój Hitunarkostnaður 400 rúnunetra húss á Akureyri hækkar um 11.890 krónur á ársgrundvelli - úr 84.926 í 98.815 krónur við 14% álagningu virðisauka- skatts á húshitunarkostnað. í frétt í Degi í gær voru hækkun- artölur ranglega auðkenndar með prósentum en áttu að sjálfsögðu að vera þúsundir króna. Á sama hátt hækkar húshitun- arkostnaður í Reykjavík, sé mið- að við sömu stærð af húsi, um Lítil loðnuveiði hefur verið síðan í byrjun vikunnar en síð- ustu landanir voru á mánudag. AIls hafa borist á land 199.668 tonn á haustvertíðinni, en heildarloðnukvótinn er 639.600 tonn. Siglufjörður er enn hæsta lönd- unarhöfnin með 36.773 tonn, en síðan kemur Raufarhöfn með 5.123 krónur - úr 36.596 í 41.720 krónur. Hjá Orkubúi Vestfjarða hækkar hitunarkostnaður um 10.134 krónur og um 12.402 hjá Hitaveitu Rangæinga, en þar verður hækkunin mest vegna hæsta húshitunarkostnaðar á landinu. Þar sem húshitunar- kostnaður er mjög mismunandi eftir stöðum kemur álagning virðisaukaskattsins misjafnlega niður og þeir sem búa við hæstan kostnað greiða þarafleiðandi mesta hækkun. Pl 29.057 tonn, Neskaupstaður með 26.374 tonn, Seyðisfjörður með 24.077 tonn, Eskifjörður með 22.261 tonn, Akranes með 16.650 tonn, Þórshöfn með 15.030 tonn og Krossanesverk- smiðjan með 14.403 tonn en aðrir staðir snöggtum minna. Alls hef- ur loðnu verið landað á 15 stöð- um á landinu. ‘ GG Akureyri: Tveir getraunaseðlar með þrettán rétta Loðnuvertíðin: Veiðst hafa liðlega 30% af heildarloðnukvóta

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.