Dagur - 26.11.1992, Side 3

Dagur - 26.11.1992, Side 3
Fimmtudagur 26. nóvember 1992 - DAGUR - 3 Fréttir Bifreiðatryggingar: Greiðslusamnmgum hefur Qölgað Lögreglan gerir öðru hverju átak í því að koma þeim bif- reiðum í skoðun hjá Bifreiða- skoðun Islands sem þangað eiga að vera komnar, og stund- um þarf að grípa til númera- klippinga þegar þverkallast er við því. Lögreglan fær öðru hverju lista frá Bifreiðaskoðuninni yfir þær bifreiðar sem þegar eiga að hafa komið í skoðun, og er sá fjöldi svipaður nú og hefur verið á þess- STAK: Efiiahagsað- gerðunum harð- lega mótmælt Efnahagsaðgerðir ríkisstjórn- arinnar frá því á mánudag mæta harðri andstöðu hjá stjórn Starfsmannafélags Akureyrarbæjar. Stjórnin sendi frá sér svohljóðandi ályktun í fyrradag: „Stjórn STAK mótmælir harð- lega fyrirhuguðum efnahagsað- gerðum ríkisstjórnarinnar sem fela í sér stórfellda kjaraskerð- ingu fyrir almennt launafólk. Á sama tíma er sköttum létt af fyrirtækjum, einnig þeim sem búa við góð kjör og jafnvel mik- inn gróða. Með þessu styrkir ríkisstjórnin velferðarkerfi fyrir- tækjanna á kostnað velferðar almennings á íslandi. Stjórn STAK vill einnig vekja athygli á auknu misrétti milli íbúa landsins sem felst í álagn- ingu skatta á húshitun og skorar á bæjarstjórn Akureyrar og þing- menn í Norðurlandskjördæmi eystra að beita sér gegn þessu óréttlæti." JÓH Gigtarfélagið: Kristnesspítala verði ekki lokað Nýverið var aðalfundur Gigt- aifélagsins á Norðurlandi eystra haldinn að Hótel KEA á Akureyri. I skýrslu formanns, Ingibjargar Sveinsdóttur, kom fram að gigtsjúkir hafa fengið sérstakan aðgang að sundlaug- inni í Glerárhverfi kl. 12.45 til 13.45 á fimmtudögum. I þess- um tímum er laugin höfð heit- ari en ella. Á fundinum voru eftirtaldar tillögur samþykktar samhljóða: 1) Aðalfundur Gigtarfélagsins á Norðurlandi eystra mótmælir öll- um áformum um lokun eða skerðingu á starfsemi Kristnes- spítala. 2) Aðalfundur Gigtarfélagsins á Norðurlandi eystra felur stjórn félagsins að knýja á um að fá heimild fyrir stöðu sérfræðings í gigtlækningum við Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri. Stjórn félagsins var endurkjör- in en hana skipa: Ingibjörg Sveinsdóttir formaður, Guðrún Guðmundsdóttir gjaldkeri og Ingvar Teitsson ritari. í vara- stjórn voru kjörin Guðný Ögmundsdóttir og Herdís G. Jónsdóttir. ój um tíma undanfarin ár. Talið er að lögreglan finni milli 2-3% af þeim bifreiðum sem eru á þessum lista. Ef bifreið finnst eru kann- aðar í tölvu lögreglunnar upplýs- ingar frá Bifreiðaskoðuninni um ástand bifreiðarinnar og t.d. hvort pantaður hafi verið skoð- unartími fyrir viðkomandi bifreið. Öðrum er gefinn stuttur frestur til að koma sínum málum í lag, en í mörgum tilfellum er um hreinan trassaskap að ræða, en ef bifreiðaeigandi á ekki fyrir trygg- ingargjöldum og þungaskatti má segja að viðkomandi hafi ekki efni á því að teljast bíleigandi. „Fólk á greinilega í meiri erfið- leikum nú að standa skil á trygg- ingargjöldum og það er meira um það að komið sé og samið um greiðslu bifreiðatryggingagjald- anna. Ég tel hins vegar að núm- eraklippingar vegna vanskila á tryggingum séu ekki tíðari nú en áður, enda höfum við boðið okk- ar viðskiptavinum samninga um greiðslu iðgjalda," segir Sigurður Harðarson hjá svæðisskrifstofu Vátryggingafélags íslands á Akureyri. Töluverð aukning er á því að iðgjöldin séu greidd með rað- greiðslum gegnum kreditkorta- fyrirtækin, og eru dæmi um það að þeim sé dreift á 8 mánuði. Einnig nýtur boðgreiðslukerfið vaxandi vinsælda, en með því ákveður kreditkorthafi hversu háa upphæð hann vill greiða af kortinu á mánuði til trygginga- félagsins og þá færast öll iðgjöld viðskiptavinarins inn á boð- greiðslusamninginn. GG HRÍSALUNDUR í jólaskapi Kerta og konfektmarkaður Jólaskraut, silkiblóm, jólakort, jólapappír Einnig mikið úrval caf annarri gjafavöru Glæsilegt kjötborð Hátíðarsteikur i miklu úrvali Jóla- lilboð á kjötvörum t.d. léttreyktur lamba- hryggur 698 kr. kg Jóla- tilboð á nidursoðnum ávöxtum Gott verð Egg 19 3 kr. kg Niðursoðiit jarðarber i/, dós 78 kr Bananar 69kr.kg Kynnum föstudag frá kl. 14-19: Kynnum laugardag frá kl. 10-14: Hnetusmjör Sultur • Djús Pastarétti Hnetusmjör • Pastarétti Sælkeraverslun á stórmarkaðsverði VISA

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.