Dagur - 26.11.1992, Page 6

Dagur - 26.11.1992, Page 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 26. nóvember 1992 Anheuser-Busch International: Gefiir tvær milljónir króna til landgræðslustarfa Magnús Jónasson (t.h.), afhendir Sveini Runólfssyni, landgræðslustjóra, framlag Anheuser-Busch International. Á síðastliðnu ári tilkvnnti Magnús Jónasson, umboðs- maður Anheuser-Busch, og Charles E. Cobb, jr. þáverandi sendiherra Bandaríkjanna á Islandi, að framleiðendur Bud- weisers og Michelob Dry, - Anheuser-Busch International hefðu ákveðið að veita styrk til landgræðslustarfa á íslandi, alls 150 þúsund bandaríska dollara - eða um það bil níu milljón krónur. Fyrsta framlagið, 1.8 milljónir króna, var afhent á síðastliðnu ári, að viðstöddum Eiði Guðna- syni, umhverfismálaráðherra, Halldóri Blöndal, landbúnaðar- ráðherra, og Höskuldi Jónssyni, forstjóra ÁTVR. Það var ÁTVR sem hafði milligöngu um þetta framlag til íslenskrar landgræðslu. Að þessu sinni afhenti Magnús Jónasson, Sveini Runólfssyni, landgræðslustjóra, 35.000,00 doliara, eða um það bil tvær milljónir króna. Við þetta tæki- færi, sagði landgræðslustjóri að fé það sem borist hefði frá An- heuser-Busch hefði Landgræðsl- an nýtt til uppgræðslu á Þórs- mörk og á Almenningum norðan Þórsmerkur. Sveinn Runólfsson þakkaði fyrir þessa höfðinglegu gjöf og sagði að sáning fræs, dreifing áburðar og gróðursetn- ing birkiplantna hafi skilað góð- um árangri. Víðtækt samstarf að landvernd hefur verið milli Landgræðslunn- ar, Skógræktarinnar, Ungmenna- hreyfingar Rauða kross íslands og Ferðafélags íslands. Fjöl- margir unglingar og sjálfboðalið- ar hafa komið þarna að verki ásamt starfsmönnum fyrrnefndra aðila. Með þessari fjárhagsaðstoð Anheuser-Busch International er talið víst að hægt verði, með sam- stilltu átaki, að endurheimta fyrri landgæði Þórsmerkur. Framlag Anheuser-Busch er áætlað jafnvirði níu milljóna Ut er komið 2. tbl. 2. árg. tímaritsins „Innflutningur. “ Útgefandi tímaritsins er Toll- vörugeymslan hf. í samvinnu við Fróða hf. Þetta er 4 blaðið sem kemur út. Þessu blaði er ætlað að vera ritvettvangur þeirra sem tengjast innflutningi á einhvern hátt. í blaðinu hafa birst miög fróðlegar greinar og viðtöl. I þessu tölu- blaði eru viðtöl og greinar um króna samtals. Það verður greitt í fjórum framlögum, en þetta framlag var annað í röðinni. Síð- asta framlagið verður væntanlega afhent fyrir lok næsta árs. frísvæði framtíðarinnar, flutn- ingsmiðlun vestanhafs, hag- kvæma vörudreifingu á Stór- Reykjavíkursvæðinu, afnám einkasölu á tóbaki og upplýsingar um athyglisverðar vörusýningar. Viðtöl eru einnig við Ríkistoll- stjóra, Tollstjórann í Reykjavík og forstjóra ÁTVR. Blaðið er allt litprentað og hefur verið stækkað í 32 bls. Næsta blað mun Jólakort Gigtar- félags íslands komínút Jólakort Gigtarfélags íslands eru komin út. Á kortunum er mynd af Iista- verkinu Skammdegisbirta eftir Sólveigu Eggerz Pétursdóttur, sem hún gaf félaginu til birtingar á kortunum. Kortin eru seld til styrktar málefnum gigtsjúkra. Gigtarfélagið, sem er til húsa að Ármúla 5, Reykjavík, annast dreifingu. Öll aðstoð við sölu kortanna er vel þegin. að öllum líkindum koma út um miðjan næsta mánuð. Á forsíðu blaðsins er mynd af listarverkinu „Sólfar“ eftir lista- mannin Jón Gunnar Árnáson cg í bakgrunni er skip óskabarnsins hlaðið varningi á siglingu með Esjuna í baksýn. Á forsíðu eru innflytjendur hvattir til aukinnar bjartsýni og hafa augun opin fyrir nýjum tækifærum. Tímaritið Þroskahjálp komið út Þriðja tölublað Þroskahjálpar, tímarits um málefni fatlaðra, fyrir árið 1992 er komið út. í blaðinu eru margar fróðlegar greinar að venju. Þar má nefna grein um handleiðslu starfsfólks eftir Sigríði Ólafsdóttur félags- ráðgjafa og umfjöllun Fjölnis Ás- björnssonar um spurninguna hvort allir eigi kost á framhalds- námi. Þá er fjallað um arfgenga efnaskiptagalla og baráttu Þing- eyinga í málefnum fatlaðra þar. Tvær nýjar bækur sem tengjast málaflokknum eru eirtnig til um- fjöllunar í Þroskahjálp, annars vegar handbókin Snerting og samleikur og hins vegar bókin Dyrnar opnast sem er eftir ein- hverfa konu, Temple Grandin að nafni. Af öðru efni blaðsins má nefna umfjöllun um sambýlið að Hóla- bergi 76 í Reykjavík, umfjöllun um Ólympíuleika fatlaðra og upplýsingar af starf Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins sem og fréttir frá Landssamtökunum Þroskahjálp. Ritstjóri tímaritsins Þroska- hjálpar er Björn Hróarsson. Tímaritið „Innflutningur“: Ritvettvangur þeirra sem tengjast innflutningi Ástarsaga úr Glerárþorpi Þegar ég var enn mjög ung fóru foreldrar mínir með mig í heima- sýslu föður míns til að trúlofa mig tilkomandi brúðguma mínum. Þetta er siðvenja sem ég nú seinna er ekki viss um að sé rétt. Þar sem ég var enn ómálga barn, man ég ekkert meira frá þessu, en þegar ég varð eldri komst ég að þessu en það var ekki lögð nein áhersla á að útskýra þetta fyrir mér. Það var svo ekki fyrr en árið sem ég varð þrettán ára að þetta var rifjað upp. Þá var ég kynnt fyrir brúðguma mínum, ég fékk að vita að hann væri mjög auðugur og kærleiksríkur og að hann elskaði mig óumræðilega heitt. Ég las mikið sem menn höfðu skrifað um hann og kynnt- ist honum þannig meira. Það fór svo að lokum að það var haldin heilmikil trúlofunarhátíð, fjölda manns var boðið og veisla haldin á eftir, ég fékk margar gjafir og þetta varð mér hátíðisdagur. Eftir þetta hittumst við oft og ræddum saman, ég sagði honum hvemig mér leið og hvað mig langaði til og hann hlustaði skiln- ingsríkur á mig. Það sem virðist einkennilegt núna eftirá er að það var lítið tal- að um brúðgumann á heimili mínu. Ég var ekkert spurð um samband okkar og það var eins og þessi trúlofun skipti ekki svo miklu máli. Enginn spurði mig hvernig gengi, hvort við hefðum samband hvort við annað, hvort ég væri hamingjusöm og þetta virtist ekki skipta neinn máli lengur. Mér virtist að flestir litu á þetta sem formsatriði sem enginn þyrfti að standa við. Það voru þó vissar siðvenjur tvisvar á ári sem allir tóku þátt í, það var þegar hann átti afmæli og þegar þess var minnst sem hann afrekaði eitt sinn. Það einkennilega við afmælisfagnaðinn var, að brúð- guma míns var alltaf minnst sem barns. Það voru skoðaðar myndir af honum sem barni og talað um hann sem barn og þar fram eftir götunum. Þegar hins vegar minnst var þessa afreks sem hann vann, var fólk aftur á móti vand- ræðalegra og vissi ekki hvort rétt væri að gleðjast eða hryggjast. Svona liðu árin og samband okk- ar leystist upp. Ég fór að skemmta mér með félögum mínum, og aldrei tók ég kærast- ann minn með mér. Stundum var gert grín að honum og ég tók þátt í því. Ég varð líka óheiðarlegri, stóð ekki við orð mín, tók lítið til- lit til tilfinninga annarra og hafði litlar áhygjur af því þótt ég særði þær með því að svíkja aðra í tryggðum. Þannig liðu árin þar til eitt sinn að ég var mönuð til að koma og hitta fók sem væri tengt gamla kærastanum mínum. Ég hafði að vísu engan áhuga á því, en þegar ég var sökuð um hugleysi, að ég þyrði ekki að koma, lét ég til leiðast. Þetta varð mjög sérstök stund. Þarna var fjöldi fólks sem sagði frá kynnum sínum af kær- astanum mínum. Talaði um hvað hann væri góður, trúfastur, auð- ugur, blíður og tillitssamur. Ég var spurð að því hvort ég vildi hitta kærastann minn aftur, en ég lét mér fátt um finnast. Þau full- vissuðu mig um að hann væri fús að fyrirgefa mér, og taka mig í sátt, en ég var ekki viss um að ég vildi taka á mig neinar skuldbind- ingar en lofaði að koma aftur og heyra meira um hann. Ég hef gleymt að segja frá því að ég fékk Iíka að heyra um föð- ur kærasta míns. Honum var líka umhugað um mig. Hann hafði fylgst með mér í gegnum árin og hryggst yfir því hvernig ég hafði fjarlægst. Það var alveg ótrúlegt að heyra af ríkidæmi hans og gæsku. Ég fór því aftur og hitti þetta fólk og það hélt áfram að segja af þeim dásemdarverkum sem gamli kærastinn minn hefði gert. Það söng líka ótal lög og texta sem sögðu frá honum og fyrir- heitum hans. Einnig var fjöldi lofsöngva sem lofuðu gæsku hans og elsku. Þessir söngvar voru sungnir af lífi og sál þeirra sem höfðu kynnst honum af eigin raun. Þau sögðu mér að hann biði alltaf eftir mér og ég þyrfti ekki nema að nefna nafnið hans, þá væri hann strax kominn til mín til að hlusta á mig. Ég lofaði mér því að koma næsta sunnudag og vita hvort ég hefði kjark til að tala við hann. Eftir að hafa tekið þátt í söngv- unum sem sungnir voru honum til dýrðar, braut ég odd af oflæti mínu og talaði til hans. Ég bað hann að fyrirgefa mér allt sem ég hefði gert rangt. Ég sagði honum að mig langaði til að byrja upp á nýtt og eiga hann sem brúðguma í framtíðinni. Það fór eins og mér hafði verið sagt. Hann sagðist fyrirgefa mér og lofaði að hjálpa mér til að vera brúður sín, leiðbeina mér, upp- örfa mig, vera mér náinn vinur bæði í gleði og þegar ég hefði áhyggjur. Nú eru liðin mörg ár síðan ég mætti kærastanum mínum. Ein- hvern daginn fer ég til hans, ef hann verður ekki búinn að ná í mig áður. Hann hefur gefið mér loforð sem ég veit að hann stend- ur við því ég hefi reynt trúfesti hans og líka lesið um reynslu þeirra sem hafa kynnst honum. Við höfum samband daglega, tölumst við og ég les bréf sem hann hefir skrifað mér. Hann hefur gefið mér heimili, fjöl- skyldu og það sem kallast sam- félag. Það er stórfjölskylda sem teygir arma sína um allan heim hvar sem ég hef farið. Allt frá Lófóten í Noregi og til Uganda í Afríku finn ég systkin sem eru heitbundin Brúðgumanum og elska hann, tigna hann og til- biðja. Þetta er alveg einstök til- finning enda er stofnað til hennar af þeim sem skapaði allan heim- inn og þig einnig, lesandi góður. Það var Hann sem gaf einka- son sinn til að taka á sig sök þína hvort sem þú vilt trúa því eða ekki. Allar líkur eru á því að þú hafir gert hann að brúðguma þín- um eitt sinn eins og ég gerði þeg- ar ég var þrettán ára. Og allar líkur benda til þess að þú hafir lent í sömu stöðu og ég og þú haf- ir gleymt að rækta samband þitt við hann. Ég vil mana þig, eins og ég var manaður, til að hafa aftur samband við hann. Hafðu ekki áhyggjur af því sem þú held- ur að aðrir muni segja um þig. Farðu þangað sem brúðgumi þinn er í hávegum hafður og kynnstu honum af eigin raun. Ekki gera þig sjálfa(n) að guði með því að búa til þín eigin trú- arbrögð, og kalla þau barnatrú. Kynnstu lifandi trú á lifandi Guð og lifandi frelsara sem vill vera brúðgumi þinn. Ég bið staðfastlega fyrir því að þú sættist við brúðguma þinn. Einn ástfanginn. Höfundur er meðlimur í Hvítasunnu- kirkjunni.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.