Dagur


Dagur - 26.11.1992, Qupperneq 11

Dagur - 26.11.1992, Qupperneq 11
Fimmtudagur 26. nóvember 1992 - DAGUR - 11 Mannlíf Kolbrún Þorkelsdóttir með samkvæmisgreiðslu. Soroptimistaklúbbur Húsavíkur: Árni Vilhjálms og Helga Magnúsdóttir í fötum sem dætur þeirra, Hulda og Ingveldur hafa hannað og saumað. - frá satínbuxum til rjúpnavesta og regngalla Soroptimistaklúbbur Húsavík- ur og nágrennis stóð fyrir tískusýningu og hárgreiðslu- sýningu í Félagsheimili Húsa- víkur sl. sunnudag. Húsfyllir var og góður rómur gerður að þessu framtaki. Lýstu margir Systkinin Jón og Bergþóra Hösk- uldsbörn uppábúin og uppgreidd. sýningargestir yfir ánægju sinni með að fá að sjá hve gott úrval fatnaðar er á boðstólum í verslunum bæjarins. Hótel Húsavík sá um veitingasölu á sýningunni. ur til sölu. Hópmynd af módelunum á hárgreiðslusýningunni. Samkoman hófst með sýningu á undirfötum og náttklæðnaði úr satíni og blúndum sem til sölu er í Miðbæ Kaupfélags Þingeyinga. Módel voru tvær dömur frá Reykjavík. Torfi Geirmundsson, hár- greiðslumeistari frá Heildin hf., kynnti hársnyrtivörur og fjallaði um meðferð hárs og sjúkdóma í hársverði. Hárgreiðslusýning var frá þremur stofum: Hárgreiðslu- stofu Svölu, Hárgreiðslustofu Hillu og Ellu og Hárgreiðslustofu Huldu og Gunnellu. Módelin voru frá Húsavík og klæddust fatnaði úr verslunum í bænum, Tískuverslun Steinunnar á Akur- eyri og samkvæmiskjólaleigu í Reykjavík. Var sýningin hin glæsilegasta. Að lokum var tískusýning og komu systur úr Soroptimista- klúbbnum fram sem módel og auk þeirra börn og unglingar. Sýndur var fatnaður frá KÞ, Esar, Bessý, Garðarshólma, Hannyrðum og garni, Skóbúð Húsavíkur, sokkabuxur úr Apó- tekinu, ullarfatnaður sem saum- aður er hjá Prýði hf á Húsavík, regn- og kuldafatnaður sem seld- ur er í Netagerð Höfða hf. Síðast en ekki síst vakti athygli rjúpna- vesti og fatnaður sem Hulda Árna- dóttir kjólameistari í Hraunkoti í Aðaldal hefur hannað og saum- að, og fatnaður sem Ingveldur systir hennar í Hraunbrún í Keldu- hverfi hefur hannað og saumað. Það voru foreldrar þeirra; Árni Vilhjálmsson og Helga Magnús- dóttir sem sýndu fatnaðinn. IM Rjúpnavesti, hannað og saumað í Aðaldal af Huldu Árnadóttur. Jóhanna Hallsdóttir með samkvæmisgreiðslu og í kjól frá Tískuverslun Steinunnar. HÉR & ÞAR Lok lok og læs Fyrirtæki nota ýmsar frumlegar aðferðir við að auglýsa þjónustu sína. Eigendur þessar- ar stóru vöruskemmu í Boston kusu að hengja risastóran hengilás utaná byggingu sína og þannig gera öllum ljóst að þeim væri treystandi til að geyma verðmæta hluti. ^ ' „„nniitiil. Kynningarfimdur ís- lenska flmgunarfélagsins Islenska fliugunarfélagið stendur fyrir opnum kynning- arfundi á Hótel Norðurlandi á Akureyri í kvöld, fimmtudag- inn 26. nóvemeber, kl. 20.30 Rætt verður um rannsóknir og ástæður þess að menn iðka innhverfa íhugun (TM-tækn- ina). í fréttatilkynningu frá íslenska íhugunarfélaginu segir að á tím- um atvinnuleysis verði að efla næmi fyrir möguleikum um- hverfisins og sköpunarhæfni. í þessu sambandi vill félagið vekja athygli á því að nær helmingur af þeim 500 rannsóknum sem gerð- ar hafa verið á TM-tækninni sýna fram á að aðferðin hefur bein áhrif á t.d. sköpunarhæfni, fram- leiðni, greind, frumleika og námsárangur. Þessar rannsóknir hafa m.a. verið gerðar í fyrir- tækjum sem bjóða starfsmönnum upp á námskeið í TM-tækninni og má þar nefna Toyota (Japan), Sumitomo (Japan) og IBM (Holland). Snyrtívörukymung í Vín í kvöld jNudd- og snyrtistofan Betri líðan stendur fyrir kynningu á „Beverly Hills“ snyrtivörum í Blómaskálanum Vín í Eyja- fjarðarsveit í kvöld, fimmtu- daginn 26. nóv. kl. 20.30. Auk kynningar á snyrtivörum verður boðið upp á kaffi að ógleymdri tískusýningu frá þrem verslunum á Akureyri, Perfect, Hjá Hönnu og Fis-létt, sérversl- un fyrir barnshafandi konur. (Fréttatilkynning)

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.