Dagur - 04.12.1992, Side 1

Dagur - 04.12.1992, Side 1
Framtíð Kristnesspítala hvergi nærri ráðin þrátt fyrir niðurstöðu Kristnesnefndarinnar: Spamaðarleiðirnar verður að finna í viðræðiun FSA og heilbrigðisráðuneytisins í áiiti Kristnesnefndarinnar sem skilað var heilbrigðisráð- herra í fyrrakvöld segir ekkert um að 40 milljóna sparnaði í rekstri Kristnesspítala verði náð með því að færa rekstur spítalans undir Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri. Strax eftir að álit nefndarinnar lá fyr- ir sagði Sighvatur Björgvins- son, heilbrigðisráðherra, í við- tölum að niðurstaða nefndar- innar sé sú að þessum sparnaði verði náð með sameiningu við FSA en í skýrslunni stendur skýrt að árangursríkasta leiðin til að ná 40 milljóna sparnaðin- um sé sú að sameina rekstur- inn FSA. í skýrslunni er því ekki að finna útfærslu á sparn- aðinum með sameiningu við FSA heldur mun sú útfærsla verða verkefni þeirra fulltrúa frá heilbrigðisráðuneyti og Fjórðungssjúkrahúsinu sem nú munu setjast niður til að ræða sameiningu stofnananna tveggja. Starfsfólk Kristnes- spítala er því enn í óvissu um hver skipan mála verður eftir áramót. Heilbrigðisráðuneytið óskaði í gærmorgun eftir viðræðum við stjórnendur Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri um yfirtöku á rekstri Kristnesspítala. Ingi Björnsson, framkvæmdastjóri FSA, hafði ekki upplýsingar í höndum hvenær þessar viðræður verði og hvernig fyrirætlunum um 40 milljóna króna sparnað verði náð. í Kristnesnefndinni sátu m.a. Pétur Þór Jónasson, sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar og Halldór Jónsson/bæjarstjóri á Akureyri. Nefndin skrifaði öll undir álitið og samkvæmt heimildum blaðs- ins er talið að norðanmenn hafi í starfi hennar unnið varnarsigur því hafa verður í huga að sá möguleiki var uppi að Kristnes- spítali verði lagður niður. Nefndin hafnaði þeim mögu- leika alfarið að leggja spítalann niður. í áliti nefndarinnar kemur fram að nefndin taldi ekki heldur möguleika að gera spítalann að sjálfstæðri stofnun, m.a vegna efnahagsaðstæðna í landinu. Priðji möguleikinn var að sam- eina reksturinn við FSA. Þennan kost taldi nefndin álitlegan við núverandi aðstæður og með því náist veruleg hagræðing í stjórn- un og mönnun, auk þess sem hafa verði í huga að stærsti hluti endurhæfingarsjúklinga komi frá FSA. Til viðbótar verði nýting Kristnesspítala markvissari ef um sameiginlega stjórnun verði að ræða. Að þessum möguleikum upp- töldum segir Kristnesnefndin í áliti sínu, eins og áður segir, að Sauðárkrókur: Fundur um samvmnu bæjarstjóma - bæjarfulltrúar ekki á einu máli um gildi opinnar Á fundi bæjarstjórnar á Sauð- árkróki s.l. þriðjudag urðu talsverðar umræður um sam- skipti bæjarfélaganna á Blönduósi og Sauðárkróki. Kom fram í máli fulltrúa að nauðsynlegt sé að gott sam- starf sé með þessum bæjarfé- lögum. Menn voru hins vegar j ekki sammála um hversu opin umræðan um þessi mál skyldi vera. Tilefni þessara umræðna var að 19. nóv. s.l. áttu bæjarráðs- menn á Sauðárkróki fund með fulltrúum bæjarstjórnar á Blönduósi. Þar voru margvísleg málefni rædd, m.a. málefni Fjöl- brautaskóla Norðurlands vestra, samgöngumál og staðsetning SSNV. í framhaldi af þessum fundi var ákveðið að halda ■ sameiginlegan fund þessara bæjarstjórna í janúar n.k. á Sauðárkróki. Mál þau sem rædd voru á þessum fundi eru sum hver viðkvæm, s.s. bygging bók- námshúss FNV og staðsetning umræðu 'SSNV. Stefán Logi Haraldsson sagði á fundinum að töluverðrar óánægju gæti hjá Héraðs- nefnd Skagfirðinga að A.-Hún- vetningar taki ekki þátt í kostn- aði af byggingu bóknámshúss og Blönduósbær verði að ákveða afstöðu sína í því máli. Jafnframt kvað hann ýmislegt hafa komið upp á varðandi samskipti bæjar- félaganna vegna staðsetningar SSNV. Upplýsingar Stefáns Loga um málefni þessa fundar komu í kjölfarið á umræðu um það hvort ræða ætti í smáatriðum á bæjar- stjórnarfundi hvað fram hefði farið á umræddum fundi 19. nóv. Töldu menn slíkt geta valdið erf- iðleikum í samskiptum þessara bæjarfélaga að skeggræða slíkt opinberlega. Vafasamt væri að túlka orð annarra og slík frásögn yrði að vera jákvæð, ef vinna ætti að bættum samskiptum. í máli allra fulltrúa kom þó fram sú sameiginlega skoðun að þessi bæjarfélög eigi að vinna saman og eiga góð samskipti. sþ árangursríkasta leiðin til að ná því markmiði að reka Kristnes- spítala innan ramma fjárlaga, þ.e. með 40 milljóna króna sparnaði, sé að sameina rek- sturinn FSA. Það kalli hins vegar á verulega hagræðingu og sparn- aðaraðgerðir. Loks kemur fram í nefndarálit- inu á náist ekki samkomulag við FSA þá útiloki nefndin ekki að Ríkisspítalar reki Kristnesspítala áfram, þá sem hluta af hæfingar- deild, þ.e. þeirri endurhæfingu sem ráðgert er að koma á fót í Kópavogi. Mikil óvissa ríkti á Kristnes- spítala í gær og var boðað til lok- aðs fundar starfsfólks í gærkvöldi þar sem kynnt var niðurstaða Kristnesnefndarinnar. Pétur Þór Jónasson, sveitarstjóri Eyjafjarð- arsveitar, vildi ekki tjá sig í gær um innihald skýrslu nefndarinnar en sagðist ósáttur við að heil- brigðisráðherra hafi kosið að ræða þetta mál í fjölmiðlum í fyrrakvöld, sem raun bar vitni, áður en hlutaðeigandi aðilum norðan heiða hafði verið gerð grein fyrir niðurstöðum nefndar- innar. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir í gær náðist ekki í Sighvat Björg- vinsson, heilbrigðisráðherra. JÓH Akureyri: Loðnubátar í landi vegna veðurs - mikið af loðnu, en stendur djúpt og er dreifð Sjö bátar höföu landað um miðjan dag í gær í Krossa- nesverksmiðjuna en flestir aðeins með slatta. Þetta voru Börkur, Kap, Hólmaborg, Albert, Júpíter, Jón Kjartans- son og Faxi með samtals um 1200 tonn. Loðnubátarnir tín- ast nú til hafnar vegna brælu, og spáð er stormi á norðaustur- miðum fram á laugardag. Flestir bátarnir hafa þó farið til Siglufjarðar með smáslatta rétt eins og þeir sem komu til Akur- eyrar. Nokkrar áhafnir Iögðu land undir fót og fóru heim í kærkomið frí. Skipstjórinn á Kap VE-4 sagði talsverða loðnu vera hér norður og norðaustur af Grímsey en bæði stæði hún djúpt og væri mjög dreifð. GG ***»«'.:«*! porður oo.MSsac SVANUR Bræla á miðunum og Ioðnuskipin í höfn. Erfiðir sjúkraflutningar: Óhapp við bátaflutninga á Fjöllum Sjúkrabflstjóri, Iæknir og lög- reglumenn frá Húsavík lentu I mjög erfiðum sjúkraflutning- um í gærdag. Sækja þurfti mann í Grímsstaði á Fjöllum. Maðurinn var á ferð yfir öræf- in, hafði farið úr axlarlið og var mjög kvalinn. Það var rúmlega sjö í gær- morgun sem heimilisfólk á Grímsstöðum var vakið upp og beðið um aðstoð. Menn á vörubíl voru á ferð frá Borgarfirði eystra til Akureyrar með bát til viðgerð- ar. Báturinn skemmdist mjög í innsiglingunni við Borgarfjörð fyrir nokkrum dögum. Skammt frá Grímsstöðum fór eigandi bátsins upp á vörubílinn til að sjá til þess að bátuinn kæmist undir línur sem lágu yfir veginn, en við það tognaði hann það illa að hann fór úr axlarlið. Maðurinn beið á Grímsstöðum eftir lækni og sjúkrabíl frá Húsa- vík og kl. rúmlega átta fór lög- reglubíll til aðstoðar sjúkrabíln- um. Þeir komu hálf eitt í Grímss- staði og var manninum þá kippt í liðinn og veitt læknisþjónusta. Kl. 14 var haldið af stað með manninn á Sjúkrahús Húsavíkur. Komið var í bæinn rétt fyrir kl. 17. Snjóplógur aðstoðaði bílana austan við Námaskarð og þeir þurftu einnig að draga hvor ann- an á spili vegna ófærðar. Ferðin sóttist seint vegna mjög dimmra élja og mikil úrkoma var á þess- um slóðum. Á Grímsstöðum var stórhríðarveður síðdegis f gær. IM

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.