Dagur - 04.12.1992, Page 15

Dagur - 04.12.1992, Page 15
Föstudagur 4. desember 1992 - DAGUR - 15 ÍÞRÓTTIR Halldór Arinbjarnarson Körfubolti, 1. deild: Topplið deildanna mætast í kvöld veröur stórleikur í 1. deildinni í körfubolta þegar topplið A- og B-riðils mætast. Liðin eru Þór og IA og fer leikurinn fram á Akranesi. Bæði lið eru taplaus í deildinni í vetur og því verður spennandi að fylgjast með uppgjöri þeirra. Leikurinn er prófsteinn á hvort liðið er sterkara og einnig nokk- urs konar úrslitaleikur í deildinni þar sem liðin berjast um sæti í úrvalsdeild að ári. Úrslitin eru þó | hvergi nærri ráðin, en það lið sem! sigrar stendur vissulega vel að vígi. Helgin verður mjög erfið hjá Þórsurum því á morgun þurfa þeir að fara til Sandgerðis þar sem leikið verður gegn heima- mönnum í Reyni. Reynismenn eru með eitt sterkasta lið deildar- innar en urðu þó að játa sig sigr- aða gegn Þórsurum í íþróttahöll- inni fyrr í vetur. Nú hefur liðið hins vegar heimavöllinn. Hið unga lið Þórs hefur litla mót- spyrnu fengið í deildinni til þessa og því er spennandi að sjá hvort það stenst álagið eða missir flugið. Um næstu helgi leikur síð- an UFA gegn sömu liðum og Þórsarar nú. Islandsmótið í handknattleik, 1. deild: Botnlið Fram bakaði Þórsara Þórsarar vilja án efa sem fyrst gleyma viðureign sinni við Framara, en liðin mættust á miðvikudagskvöldið í Laugar- dalshöllinni. Lið Þórs lék afspyrnu illa allan leikinn en fyrri hálfleikur var þó hálfu verri en sá síðari. Lokatölur leiksins urðu 30:19 eftir að staðan í leikhléi var 13:7. Fyrri hálfleikur byrjaði með sínu markinu hjá hvoru liði en síðan komu 11 sóknir í röð án ; marks hjá Þór. Framarar voru litlu skárri en náðu þó að rétta úr kútnum og voru fljótlega komnir með góða forystu. Breyttu stöð- unni úr 4:2 í 12:6. Þórsarar skor- uðu aðeins 3 mörk fyrstu 16 mínútur leiksins og segir það í raun allt sem segja þarf um sókn- arleik liðsins. Skotið var úr ótrú- legustu færum og hinar furðuleg- ustu sendingar út í bláinn litu dagsins ljós. Síðari hálfleikur byrjaði með þremur mörkum hjá Fram og staðan því orðin 16:7. Þórsarar tóku þá 2 menn úr umferð og náðu að minna muninn í 19:14. Síðan fór allt í sama farið og Þór skoraði aðeins 5 mörk úr 18 sóknum það sem eftir var. Fram- arar gengu á lagið og röðuðu inn mörkum. Lyktir leiksins urðu 30:19, eins og áður sagði. Leikur- inn var einn sá lélegasti sem undirritaður hefur séð Þórsara leika og vonandi að þeir nái að rífa sig upp og endurheimta þann baráttuanda og þá stemmningu sem leikmenn geta sýnt. Björn Björnsson liðstóri hjá Þór var óhress með sína menn. „Við duttum strax niður og þetta minnti um margt á Haukaleikinn. Allt liðið var dapurt í kvöld.“ SV Gangur leiksins: 4:1, 9:4, 11:6, 13:7, 16:8, 19:11, 19:14, 22:15, 27:16, 30:19. Mörk Fram: Karl Karlsson 8, Andri Sig- urðsson 6, Páll Þórólfsson 5, Davíð Gíslason 4, Jason Ólafsson 2, Jón Ó. Kristinsson 2, Ragnar Kristjánsson 2 og Pétur Arnarson 1. Mörk Þórs: Ole Nielsen 5, Atli Rúnars- son 4, Jóhann Samúelsson 4, Finnur Jóhannsson 2, Ingólfur Samúelsson 2, Rúnar Sigtryggsson 1 og Sævar Árnason 1. Dómarar: Kristján Sveinsson og Þorlák- ur Kjartansson. Fyrrum KA-maðurinn Karl Karlsson skaut Rúnar Sigtryggsson og félaga hans hjá Þór í kaf í leiknum á miðvikudagskvöldið. Karl átti stórleik fyrir Fram. Þýska knattspyrnan: Áhugamannalið í undanúrslit Þann 1. og 2. des°Tiber fóru 8 liða úrslit þýsku bikarkeppn- innar fram. Af þeim 5 úrvals- fþróttír helgarinnar KÖRFUKNATTLEIKUR: Föstudagur: Úrvalsdeild: UBK-Tindastóll kl. 20.00 1. deild karla: ÍA-Pór kl. 20.30 Laugardagur: 1. dcild kvenna: Tindastóll-UMFG kl. 15.30 1. deild karla: Reynir-Þór kl. 14.00 Sunnudagur: 1. dcild kvennu: Tindastóll-UMFG kl. 14.00 KNATTSPYRNA: Föstudagur-laugardagur.: Coca-Cola mót í fþróttahöllinni. deildaliðum sem eftir voru, komust aðeins 2 áfram og þau mætast einmitt í undanúrslit- um. Það er því Ijóst að annað hvort 2. deildar lið Chemnitzer eða áhugamannalið frá Berlín, mun leika til úrslita á Ólympíu- leikvanginum í Berlín 12. júní í vor. Óvæntustu úrslit í 8 liða úrslitunum var glæsilegur sigur áhugamannaliðs Hertha Berlin á úrvalsdeildarliði Núrnberg. I Áhugamennirnir voru betri allan , leikinn og Lehman skoraði sigur- markið á 89. mínútu, aðeins mín- útu eftir að Núrnberg hafði jafnað. Leikmenn Hertha munu sækja 2. deildar lið Chemnitzer heim en þeir slógu Evrópumeist- ara Werder Bremen úr leik. Framlengingu þurfti til að knýja fram úrslit. Það var síðan 2. deildar lið Carl Zeiss Jena sem fékk Bayern Leverkusen í heimsókn og vann Leverkusen öruggan sigur með tveimur mörkum landsliðsmanns- ins Andreas Thom. Úrvalsdeild- arliðin Frankfurt og Karlsruhe áttust við á miðvikudagskvöld. Leikurinn þótti skemmtilegur og vítaspyrnukeppni þurfti að koma til þar sem jafnt var eftir fram- lengingu. Wittwer misnotaði 3. spyrnu Karlsruhe og Uli Stein fyrirliði Frankfurt tryggði sínum mönnum sigur. Úrslit leikja urðu sem hér segir: Carl Zeiss-Leverkusen 0:2 Chemnitzer-Werder Bremen 2:1 Hertha Berlin-Núrnberg 2:1 Karlsruhe-Frankfurt 4:6 f undanúrslitum 30. og 31. mars mætast: Chemnitzer-Hertha Berlin F rankfurt-Leverkusen Árni Hermannsson, Þýskalandi/HA Arnsteinn Jóhannesson og félagar hans hjá Þór verða að halda vel á spöð- unum um hclgina. Staðan Handbolti, l.deild: FH 12 8-2-2 318:283 18 Valur 13 6-6-1 299:273 18 Stjarnan 12 7-3-2 297:289 17 Selfoss 12 6-3-3 312:293 15 Víkingur 12 7-0-5 278:267 14 Haukar 12 6-1-5 313:293 13 ÍR 114-2-5 262:264 10 KA 12 4-2-6 266:279 10 Þór 12 4-2-6 289:313 10 HK 12 3-1-8 278:305 7 ÍBV 12 2-3-7 271:300 7 Fram 12 2-1-9 285:309 5 Körfubolti, 1. deild: A-riðill: Þór 7 7 0 643:496 14 Reynir 8 6 2 734:667 12 UFA 5 23387:443 4 Höttur 10 19 675:790 2 B-riðill: Akranes 7 7 0 676:475 14 ÍS 7 4 3 445:458 8 ÍR 7 25 499:558 4 Bolungarvík 9 1 8 634:806 2 Porvaldur Örlygsson: Á erfitt upp- dráttar hjá Nottingham Forest Þorvaldi Örlygssyni gengur ekki sem best þessa dagana. Liö hans vann Tottenham í deildarbikarnum á miðviku- dagskvöldiö, en Þorvaldur var ekki í leikmannahópi Forest. Hann er skiljanlega ekki ánægður með sín mál. Það hefur löngum verið sagt að erlendir leikmenn eigi erfitt uppdráttar í ensku knattspyrn- unni, ekki síst ef liði þeirra gengur illa. Þetta virðist vera að sannast hjá Þorvaldi, en lið hans er nú í neðsta sæti úrvalsdeildarinnar. Nú er Forest hins vegar komið í 8 liða úrslit deildarbikarkeppn- innar. Þorvaldur sagði í samtali við Dagblaðið að hann væri ákveðinn í að skrifa ekki undir framtíðarsamning hjá félaginu. Allir á skíði: Opið í Hlíðarflalli Skíðafólk getur nú farið að taka gleði sína því nú um helg- ina verður opið í Hlíðarfjalli. Eins og fólk ætti að hafa orðið vart við þá hefur snjó kyngt niður að undanförnu á Akureyri. Nú er svo komið að snjórinn í Hlíðar- fjalli nægir til þess að hægt sé að Innanhússknattspyrna: Coca-Cola mót Hið árlega Coca-Cola mót í innanhúsknattspyrnu fer fram í íþróttahöllinni um helgina. Mótið hefst f kvöld kl. 20.10 og verður fram haldið á morgun kl. 14.15. Úrslitin byrja kl. 17.00. Að þessu sinni taka 13 lið af Norðurlandi þátt. Síðast sigraði A-lið KA B-lið sama félags í úrslitum og Leiftur varð í 3. sæti. Markahæstir voru Arnar Jónsson og Ormarr Örlygsson. Það eru Reynir og UMF Svarfdæla sem standa fyrir mótinu að þessu sinni. opna. Um helgina verða í það minnst 2 lyftur opnar, þ.e. í Hólabraut og Hjallabraut og vonir standa til að stólalyftan verði einnig opin. Það fer þó eftir veðri. Fólk er hvatt til að fara á skíði en kynna sér þó aðstæður fyrst. Aðstaða skíðagöngufólks hefur batnað til muna.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.