Dagur - 04.12.1992, Síða 16

Dagur - 04.12.1992, Síða 16
 Akureyri, föstudagur 4. desember 1992 Gólfm í Amtsbókasafninu hætt að svigna: Nokkur tonn af bókum flutt í geymslu til gamla fólksins - mest gömul og úrelt fræðirit á erlendum tungum Nýir matseðlar í Smiðju Gunnar Gunnarsson leikur fyrír matargesti á föstudags- og laugardagskvöld ásamt Jóni Rafnssyni I gær var þungu fargi létt af gólfum Amtsbókasafnsins á Akureyri er nokkur tonn af bókum voru flutt til geymslu í kjallara húss aldraðra við Víði- lund. Sem kunnugt er hafði Vinnueftirlit ríkisins á Akur- eyri gert athugasemdir við að burðarþoli gólfa í geymslum Amtsbókasafnsins væri ofboð- ið og þess var krafist að úrbæt- ur yrðu gerðar. Lárus Zophoníasson, amts- bókavörður, sagði að flutningur bókanna í áðurnefnda geymslu væri ásættanleg lausn miðað við aðstæður. Ljóst væri að gólfin hefðu verið að sligast, enda hús Amtsbókasafnið orðið of lítið fyrir löngu og þörfin fyrir við- byggingu brýn. Starfsmenn Akureyrarbæjar brettu upp ermarnar í gær og fluttu bækur í tonnavís frá bóka- safninu í geymsluna sem innrétt- uð var í kjallara fjölbýlishúss aldr- aðra. En hvaða bækur skyldu þetta vera? Hólmkell Hreinsson, bóka- Erindi Hagkaupa vegna nýbyggingar hafnað í hafnarstjórn Akureyrar: „Forsendur engar fyrir leyfísveitingu - segir Jónas Porsteinsson, formaður hafnarstjórnar Fundur var haldinn í hafnar- stjórn Akureyrar sl. miðviku- dag. A fundinum var tekin afstaða til umsóknar Hag- kaupa vegna stækkunar á verslunarhúsi til austurs. Ekki var tekin afstaða til stækkunar á byggingu Rúmfatalagersins. Því máli var frestað til næsta fundar. Að sögn Jónasar Þorsteinsson- ar, formanns hafnarstjórnar á Akureyri, var erindi Hagkaupa synjað á þeirri forsendu að ekki var gert ráð fyrir byggingafram- kvæmdum í þá veru, sem Hag- kaup fer fram á, í samþykktu deiliskipulagi yfir hafnarsvæðið. Engar athugasemdir komu fram við skipulagið þegar það var aug- lýst fyrir nokkrum mánuðum. „Forsendur eru engar fyrir leyfisveitingu að mati hafnar- stjórnar. Astæðulaust er með öllu að skera af athafnasvæði hafnarinnar fyrir starfsemi þá sem Hagkaup rekur. Afstaða verður tekin til Rúmfatalagers- málsins á næsta fundi. Það mál er svipaðs eðlis. Starfsemi Rúmfata- lagersins á ekkert skylt við þá starfsemi sem ætlað er að verði á hafnarsvæðinu og því eru menn tregir í taumi,“ segir Jónas Þor- steinsson. Jón Kr. Sólnes, bæjarfulltrúi, er formaður skipulagsnefndar. Jón segir að skipulagsnefnd taki erindi Hagkaups og Rúmfata- lagers til umfjöllunar um miðjan desembermánuð. „Fari svo að hafnarnefnd og skipulagsnefnd verði ekki sammála, þá úrskurð- ar bæjarstjórn Akureyrar hvort byggt verður eða ekki.“ ój Hvammstangi: Starfsfólki Meleyrar sagt upp störfíun - lokað fram í miðjan janúar Meleyri hf. á Hvammstanga mun loka frá 20. des. og fram í miðjan janúar, að sögn Guð- mundar Tr. Sigurðssonar fram- VEÐRIÐ Norðanáttin heldur áfram næsta sólarhringinn. Austur við Noreg er 952 millibara lægð sem grinnist. Gert er ráð fyrir allhvössu veðri og élja- gangi um norðanvert landið frammeftir degi, en dragi úr vindi og úrkomu síðdegis. Þá er einnig gert ráð fyrir að kólni nokkuð. kvæmdastjóra fyrirtækisins. Það þýðir að 32 starfsmönnum hefur verið sagt upp störfum. Að sögn Guðmundar verður Meleyri lokuð yfir jólin, og flest- öllu starfsfólki því sagt upp störf- um fram í janúar. Hann sagði að unnið verði að viðgerðum og við- haldi á tímabilinu. „Þetta er bara eins og alls staðar í kringum okkur, þetta hefur verið árvisst," sagði Guðmundur um lokunina og uppsagnirnar. Hann kvað ekkert nýtt að frétta í málefnum Meleyrar hf., en fyrirtækið hefur einungis afurðalán út á vinnslu á rækjuskel. Framtíð fyrirtækisins er því enn óráðin. sþ safnsfræðingur, sagði að þetta væru mest gömul og úrelt fræðirit á erlendum málum, einnig auka- eintök af eldri, íslenskum bókum sem hægt yrði að ganga að svo og aukaeintök af tímaritum. Fyrst um sinn verðar bækurnar í köss- um í kjallaranum en fyrirhugað er að koma upp hillum fyrir bækurnar. Viðbygging við Amtsbókasafn- ið er enn á hönnunarstigi. Hús- næðisvandræði bókasafnsins og Héraðsskjalasafns Eyjafjarðar hafa verið tilfinnanleg á síðustu árum og hefur þurft að grípa til ýmissa skammtímaráða á borð við bókaflutningana nú. Fyrir allmörgum árum var horft til þess að koma á fót útibúi frá Amtsbókasafninu í Glerár- hverfi og var horft til verslunar- miðstöðvarinnar í Sunnuhlíð í því sambandi og einnig hefur húsnæði í kjallara Glerárkirkju verið litið hýru auga. Vegna fyrirhugaðrar nýbyggingar voru þessar hugmyndir settar í salt og þar eru þær enn að sögn Hólmkels. SS Starfsmenn Akureyrarbæjar réðust á bókastaflana í gær og nú eru umfram- tonnin komin í geymslu í kjallara fjölbýlishúss aldraðra við Víðilund. Mynd: Robyn Bygging íþróttahúss hefst á Raufarhöfn á næsta ári: Nýtt aðalskípulag til ársins 2012 í hönnun Sveitarstjórn Raufarhafnar- hrepps samþykkti á fundi sín- um sl. laugardag aö hefja byggingu íþróttahúss á næsta ári ef framlag fæst úr Jöfnun- arsjóði sveitarfélaga. í fyrra fékkst hálfrar milljón króna framlag úr Jöfnunarsjóði til hönnunar og undirbúnings- framkvæmda. Húsið verður staðsett í Holta- hverfi, í nágrenni sundlaugarinn- ar, og er hugmyndin að samnýta búningsklefa með sundlauginni en innangengt verður milli bygg- inganna með sérstakri tengibygg- ingu. Stærð íþróttasalarins verð- ur 21x30 metrar, sem er lögleg stærð fyrir allar boltaíþróttir að undanskildum handknattleik. Áætlanir um byggingakostnað hljóða upp á 65 milljónir króna en á næstunni verður sent út útboð vegna burðarvirkis hússins, og er talið líklegra að um límtréshús verði að ræða frekar en uppsteypt hús eða stálgrindar- hús. Áð þeirri ákvörðun lokinni verður stefnt að því að ljúka hönnunarvinnu við íþróttahúsið. Ummerki síldaráranna á Rauf- arhöfn hverfa nú eitt af öðru. Nú er verið að rífa Norðursíldar- bryggjuna, sem er nyrst í höfn- inni, norður undir kirkjunni, vegna þess hve fúin hún var orðin. Raufarhafnarhreppur leysti til sín þessar eignir við upp- gjör á þrotabúum, en fyrirhugað er að skipuleggja á þessu svæði athafnasvæði fyrir smábátaút- gerðina. Unnið er að nýju aðalskipulagi fyrir Raufarhafnarhrepp í sam- ráði við Skipulag ríkisins, og á það að gilda til ársins 2012. Það verður lagt fram á komandi ári til kynningar og athugasemda eins og lög gera ráð fyrir. Verið er að klæða Hótel Norð- urljós, sem er í eigu hreppsins, að utan og skipta um glugga, og er það fyrsta skrefið í því að gera hótelið, að heils árs hóteli en hingað til hefur það aðeins verið rekið yfir sumartímann. Að lok- inni þessari endurnýjun á hótel- inu verður hægt að vinna að raunhæfri markaðssetningu sem er sveitarfélaginu nauðsynleg til að laða að ferðamenn út af hin- um hefðbundna hringakstri um landið. GG Akureyri: Veljum íslenskt - átak atvinnumálanefndar og verkalýðsfélaga Nefndarmenn atvinnumála- nefndar Akureyrarbæjar, full- trúar bæjarstjórnarflokkanna og fulltrúar, stjórnir og trúnað- armenn verkalýðsfélaga á Akureyri ætla að halda uppi áróðri næstu þrjá laugardaga fyrir því að Akureyringar og nærsveitamenn neyti íslenskr- ar vöru. „Við verðum í helstu verslun- armiðstöðvum bæjarins klædd sérstökum vestum er Folda hefur gefið. Prenns konar slagorð verða notuð þar sem við bendum á þýðingu þess að velja íslenskt. Ef sérhver íslendingur á aldrin- um 16 til 70 ára eykur kaup á íslenskri vöru um 12.000 krónur á ári, þá skapar það 204 ný störf. Atvinnuleysisdrauginn verðum við að sigra og veljum því íslenskt," segir Heimir Ingimars- son, formaður atvinnumála- nefndar Akureyrarbæjar. ój

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.