Dagur - 15.12.1992, Qupperneq 3
Þriðjudagur 15. desember 1992 - DAGUR - 3
Fréttir
Karaoke-keppni einstaklinga í Sjallanum:
Sigurvegari varð Elín
Bjömsdóttir frá Ólafsfírði
Tólf söngvarar kepptu til úrslita
í karaokekeppni einstaklinga
sem fram fór Sjallanum sl.
föstudagskvöld. Keppendur
voru víða af Norðurlandi,
Akureyri:
Bæjarmála-
punktar
■ Bæjarráð hefur hafnað
forkaupsrétti að hlutabréfa-
kaupum í Kaupþingi Norður-
lands hf., en með bréfi dags.
18. nóvember sl. tilkynnti
Kaupþing Norðurlands bæjar-
ráði um aukningu hlutafjár í
félaginu.
■ I tilefni af vígslu Glerár-
kirkju nýverið samþykkti
bæjarráð gjöf til kirkjunnar
frá Akureyrarbæ að upphæð
500 þúsund krónur.
■ Bæjarráð hefur samþykkt
að lóðir við Snægil og Skútagil
verði gerðar byggingarhæfar á
næsta ári. Jafnframt fól
bæjarráð bæjarverkfræðingi
að vinna að frekari útfærslu á
byggingar- og skipulagsskil-
málum fyrir Giljahverfi III og
leggja fyrir næsta bæjarráðs-
fund.
■ Bæjarráð hefur samþykkt
samningsdrög milli Akureyr-
arbæjar og Landssamtakanna
Þroskahjálpar um að Akur-
eyrarbær gerist framkvæmda-
aðili að kaupum á íbúð fyrir
sambýli þroskaheftra á Akur-
eyri.
■ Menningarmálanefnd hef-
ur samþykkt ósk amtsbóka-
varðar um ráðningu Birnu
Björnsdóttur Klettagerði 1 í
hálfa stöðu bókavarðar við
útlánsdeild Amtsbókasafns-
ins, en 10 sóttu um stöðuna.
■ Félagsmálaráð hefur sam-
þykkt að ráða Sigríði Magneu
Jóhannsdóttur Steinahlíð 7b í
stöðu forstöðumanns sambýiis
fyrir aldraða að Skólastíg 5 frá
og með 1. janúar 1993. Alls
bárust 15 umsóknir um stöð-
una.
■ Jafnfréttisnefnd hefur sam-
þykkt að láta hanna og „gefa
út“ veggspjald um kynferðis-
lega áreitni. Veggspjaldinu
verði dreift á vinnustaði og
opinbera staði á Akureyri. A
fundi nefndarinnar 25.
nóvember sl. var jafnréttisfull-
trúa falið að leita eftir samn-
ingi við Soffíu Árnadóttur,
myndlistakonu, um hönnun
veggspjaldsins.
■ Heilbrigðisnefnd hefur lagt
til að veita Sigurði Arnfinns-
syni starfsleyfi fyrir brauðgerð
að Skarðshlíð 17 á Akureyri.
■ Á fundi atvinnumálanefnd-
ar 8. desember sl. var lagt
fram bréf frá ÍS hf. þar sem
fyrirtækið býður fram aðstoð
sína til könnunar á möguleik-
um til atvinnuuppbyggingar á
Akureyri. Atvinnumálanefnd
samþykkti að kanna þetta mál
nánar.
■ íþrótta- og tómstundaráð
hefur falið forstöðumanni
Sundlaugar Akureyrar að
hefja sölu sérstakra afsláttar-
korta til félaga í Starfsmanna-
félagi Akureyrarbæjar. Hér
verði um tilraun að ræða,
tímabundið í 6 mánuði, en
málið verði endurskoðað að
þeim tíma liðnum.
m.a. frá Dalvík, Ólafsfírði,
Húnavatnssýslum og Akur-
eyri.
Sigurvegari varð Elín Björns-
dóttir frá Ólafsfirði, 27 ára mót-
tökustjóri á Heilsugæslustöðinni.
í öðru sæti varð Jóna Fanney
Svavarsdóttir, 18 ára nemi í
Menntaskólanum á Akureyri, frá
Litladal í Austur-Húnavatns-
sýslu. Hún á ekki langt að sækja
sönghæfileikana enda barnabarn
Jóhanns Konráðssonar og bróð-
urdóttir Kristjáns Jóhannssonar
óperusöngvara. í þriðja sæti varð
Freyja Snorradóttir frá Dalvík,
31 árs verslunarmaður.
Tveir efstu keppendurnir fara
til Reykjavíkur 8. janúar nk. og
keppa þar sem fulltrúar Norð-
lendinga í íslandsmóti í karaoke
sem fram fer í Danshúsinu í
Glæsibæ. Þar mæta 11 aðrir
keppendur. Á síðasta ári sigraði
Akureyringurinn Óttar Óttars-
son í þessari keppni þannig að
þær Elín og Jóna Fanney hafa
titil að verja. GG
Vorum að taka heim
úrval af stórglœsilegum ítölskum
leðursófasettum
og hornsófum
Frábœrt verð • Margar tegundir og litir
raðgreiðslur
Sófasett 3+1+1 • Módel 865 • Kr. 133.200 stgr.
1/örubær
Tryggi/abraut 24
602 Ahureyri
Wk húsgagnaverslun sími se-si4ia
Elín Björnsdóttir.
Mynd: Benni
Kaldbakur hf. á Grenivík:
Ekki uiurið eftir jól
- en strax á nýbyrjuðu ári
Nægjanlegt hráefni er nú til
staðar hjá frystihúsi Kaldbaks
hf. á Grenivík út þessa viku en
reiknað er með að bátarnir
komist á sjó seinni hluta þess-
arar viku. Síðasti vinnudagur
fyrir jól er áætlaður 22. des-
ember.
Engin vinna verður milli jóla
og nýárs en Jóhann Ólafsson
framkvæmdastjóri sagðist fast-
lega reikna með að a.m.k. Sjöfn
ÞH færi á sjó milli jóla og nýárs
þannig að hægt verði að hefja
vinnslu að nýju 4. janúar.
Þokkalegur afli hefur verið hjá
þeim bátum sem lagt hafa upp
hjá Kaldbaki hf. en að undan-
förnu hafa tveir bátar frá Raufar-
höfn einnig lagt þar upp. Óvíst er
um framhald þeirra viðskipta eft-
ir áramótin. Jóhann segist ekki
reikna með að kaupa fisk af
Rússum, þ.e. þorsk úr Barents-
hafi, ef brýna nauðsyn ræki ekki
Húsavík:
Perubijótar
á perunni
Lögreglan á Húsavík stóð
nokkra hálffullorðna menn að
því að gera sér að leik að
brjóta perur af jólatré Húsa-
víkurbæjar aðfaranótt sunnu-
dags. Munu unglingarnir hafa
hitt og maskað 20 perur, þó
þeir væru á perunni sjálfír.
Iðulaus stórhríð skall á undir
morgun á sunnudag og var þá
rmkið að gera hjá lögreglu við að
aðstoða fólk við að komast í og
úr vinnu á sjúkrahúsið og fleira.
Mun skaplegra veður var á Húsa-
vík í gær, en mikill snjór og ill-
fært um bæinn fyrir fólksbíla. IM
til þess en Kaldbakur hf. keypti
12 tonn af þorski úr Barentshafi í
byrjun nóvember. GG
Slys gera ekki
boð á undan sér!
OKUM EINS
OG MENN!
IUMFERÐAR
IRÁÐ
Bsaaittamamii win niwu rwnr»r>fM»nrwi
CRÉME
fBA\CHE
er íslensk hágæða mjólkurafurð sem
gefur óíal möguleika við matargerð.
Sýrður rjómi hentar vel m.a. í salöt, sósur,
ídýfur og með ávöxtum og tertum
Betra bragð
með
SýrJhtm
- líka á jólunum
Mjólkursamlag KEA