Dagur - 15.12.1992, Síða 4

Dagur - 15.12.1992, Síða 4
4 - DAGUR - Þriðjudagur 15. desember 1992 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. 1200ÁMÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMNETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGIV. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON (íþróttir), ■ INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLIG. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SIGRÍÐUR ÞORGRÍMSDÓTTIR (Sauöárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Kennaranám á Akureyri Með stofnun Háskólans á Akureyri var brotið blað í menntamálum á Norðurlandi. Þá var kennsla á háskóla- stigi í fyrsta skipti færð út fyrir höfuðborgina. Vel fór á því að velja Akureyri fyrir menntasetur af því tagi sem Háskóhnn er. Akureyri er langstærsta þéttbýli utan höfuðborgarsvæðisins og þar hefur verið öflugt skólastarf um langan tíma. Akureyri hefur með réttu verið nefndur skólabær og hefur háskólinn styrkt það hugtak og þá til- finningu í vitund manna. Frá því háskólanum var komið á fót hefur starfsemi hans verið að eflast. Ýmsum áföngum hefur verið náð og fjölbreytni þess náms, sem unnt er að bjóða aukist. Þar eru nú þegar sjávarútvegsbraut, hjúkrunarbraut og rek- strarbraut. Á fimmtudaginn í síðustu viku var tekin ákvörðun er víkka mun starfssvið skólans og efla starf- semi hans. Þá undirritaði menntamálaráðherra bréf þess efnis að heimila Háskólanum á Akureyri að setja á stofn kennaradeild og hefja kennslu á því sviði á næstkomandi hausti. Gert er ráð fyrir að unnt verði að taka við allt að 35 nemendum á komandi haustönn og áætlað er að námið veiti sömu réttindi og nám frá Kennaraháskóla íslands. Um nokkurt skeið hefur verið unnið að undirbúningi að stofnun kennaradeildarinnar og er ákvörðun mennta- málaráðherra lokaáfangi á því verki. Sérstök ástæða er til að fagna að þetta málefni er komið í höfn að því leyti sem þessi ákvörðun stjórnvalda nær til. Auk stofnunarinnar hefur verið lagt til að fimm milljónum króna verði varið til starfsemi deildarinnar á næsta ári. Verður það að teljast naum fjárveiting og ljóst að ef gera á þessa starfsemi mögulega má niðurskurðarhnífur stjórnvalda ekki ná til hennar. Án fjárveitingar er ákvörðun menntamálaráð- herra til lítils nýt. Einn vandi landsbyggðarinnar er hversu margir þurfa að sækja framhaldsnám til höfuðborgarsvæðisins. Reynslan hefur sýnt að þegar fólk hefur flutt þeirra erinda á suðvesturhorn landsins minnka líkur þess að það leiti sér viðfangsefna í heimabyggð að námi loknu. Einhæft atvinnulíf á mörgum stöðum eykur á þennan vanda og stuðlar að frekari fólksflutningum suður á bóginn. í þessu efni hafa kennarar nokkra sérstöðu. Þeirra er þörf hvar sem er á byggðu bóli. Þær námsbrautir, sem fyrir eru við Háskólann á Akur- eyri, miða allar að því að mennta fólk til starfa á lands- byggðinni ekkert síður en í Reykjavík. Því fer vel á að næsti áfangi í eflingu þessa menntaseturs sé tilkoma kennaradeildar. Þegar starfsemi hennar verður orðin að veruleika mun hún efla og styrkja stöðu Háskólans á Akureyri. Hún mun einnig efla stöðu Akureyrar og ná- grennis sem miðstöðvar mennta og vísindarannsókna - þeirrar öflugustu utan höfuðborgarsvæðisins. Kennara- deildin mun því verða verulegt framlag til skólamála á landsbyggðinni. „Þetta er vissulega mjög stór dagur í sögu Háskólans á Akureyri og festir skólann í sessi," sagði Haraldur Bessa- son, rektor í samtali við Dag í tilefni af þessari ákvörðun stjórnvalda. En nú má ekki þar við sitja. Markmiðið er að um 35 nemendur hefji kennaranám við Háskólann á Akureyri á komandi hausti. Að því þarf að hefja undir- búning nú þegar. ÞI Fullveldi í aJþjóðlegu umhverfi Mér barst í dag greinarkorn sem Bjarni Guðleifsson skrifar í dag- blaðið Dag þann 10. þessa mán- aðar. Bjarna hef ég þekkt um langt árabil og aldrei reynt af öðru en drengskap og prúð- mennsku. Það setti því fremur að mér hryggð en reiði eftir að hafa lesið greinina yfir. Reyndar lesið hana tvisvar og borið saman við undirskriftina til þess að fullvissa mig um að því bæri saman. Ég hef meðal annars borið greinina undir gamalreynda fjölmiðla- menn, sem segja að langt sé síð- an þeir hafi séð annað eins á prenti og kalla þeir þó ekki allt ömmu sína á þessu sviði. Eitt megininntak greinarinnar er að þjóðin hafi kosið á Alþingi á síðasta ári allt of marga föður- landssvikara og þann flokk muni allir þeir fylla sem ekki skipi sér í flokk eindreginna andstæðinga EES. Hér er um afar þungar ásakanir að ræða, sem settar eru fram á mjög ósmekklegan hátt, meðal annars höfðað til útlits og limaburðar. Nú er það svo að við sem erum í stjórnmálum verðum að taka því að vegið sé að okkur og það á stundum á mjög óvæg- inn hátt. Við tökum slíka hluti misnærri okkur þótt við verðum sjálfsagt aldrei ónæm fyrir slíku. Hitt er svo annað mál að oft ganga skrif í líkingu við það sem hér er um að ræða mjög nærri fjölskyldum okkar og þar er um að ræða þann þátt í hinu pólitíska starfi, sem oftast kemur upp í minn huga, þegar ég velti því fyr- ir mér hvort það sé þess virði að standa í þessu. Ég mun því ekki svara þessari grein frekar, hún mun dæma sig sjálf. Ég mun heldur nota þetta tækifæri til þess að fara nokkrum orðum um full- veldi okkar íslendinga og varð- veislu þess. FuIIveldið Nú er það svo að fullveldi okkar er fjöregg sem er bæði brothætt og afar vandmeðfarið. Það hlýtur því alltaf að vera fyrsta boðorð hvers þess sem kosinn er á Alþingi íslendinga að standa vörð um það. En hætturnar sem steðja að eru margar. Eki síst fyr- ir þjóð eins og okkur íslendinga, sem erum svo háðir milliríkja- verslun varðandi afkomu okkar. Að mínu mati eru þær hættur sem steðja að fullveldi okkar helst tvær: í fyrsta lagi efnahags- leg hætta. Ef við hugum ekki að okkur gagnvart skuldsetningu erlendis, höfum við ekki tök á efnahagsmálum okkar, þá er okkur stór hætta búin. Við slíkar aðstæður gæti farið af stað atburðarás, sem við hefðum eng- in tök á. í öðru lagi vil ég nefna hættur sem tengjast þróun umhverfismála í heiminum. En þann málaflokk tel ég vera þann mikilvægasta hvað varðar okkar utanríkismál á næstunni. Takist ekki á næstu árum að koma betri skipan á í þessum málum, meðal annars með útrýmingu kjarn- orkuknúinna skipa og vopna í hafinu ásamt banni við losun hættulegra úrgangsefna í sjó, þá gætu orðið slys, sem ógnuðu þeim grunni sem fullveldi okkar stendur á. Alþjóðleg samvinna Bæði þau atriði sem ég nefndi hér að framan eru þess eðlis að hags- muna okkar Islendinga verður ekki gætt öðruvísi en með sam- vinnu við aðrar þjóðir; bæði alþjóðlegri og fjölþjóðlegri. Það er okkur íslendingum, sem eigum svo mikið undir út- Jóhannes Geir Sigurgeirsson. flutningi, afar mikilvægt að eiga greiðan aðgang að helstu mörk- uðum heims og til þess að svo megi verða verðum við að ganga til samninga um viðskiptasam- bönd okkar. Þar er annars vegar um að ræða samninga um alheims- viðskipti, þar sem er samningur- inn um GATT, alþjóða tolla- málastofnunina. Að þeim samn- ingi erum við aðilar og á honum byggjast meðal annars tvíhliða samningar okkar við þjóðir eins og Bandaríkin og Japan um nið- urfellingu tolla á t.d. fiski og ullarvörum. Hind vegar höfum við staðið að samningum við okk- ar næstu nágranna. Þeir hafa ver- ið mun ítarlegri, enda er sá mark- aður, sem næstur er, alltaf mikil- vægastur hverri þjóð. Þar er um að ræða samninginn um EFTA og síðan samning við EB, sem venjulega gengur undir nafninu bókun 6. „Ég vil að lokum segja það, að við tólfmenningarnir, sem taldir eru upp í grein Bjarna Guðleifssonar, erum allir meira og minna sprottnir upp úr því þjóðlífi sem bar- áttan fyrir fullveldi íslands skóp...“ í þessu sambandi er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að við lifum í heimi sem stöðugt dregst saman. Samskipti aukast og sam- anburður milli landa er sífellt meiri. Það er til að mynda al- gengara í dag, að sveitungar mín- ir mínir bregði sér í kaupstað til Dublin eða Glasgow, heldur en til Reykjavíkur þegar ég var ung- ur drengur. Islendingar munu gera sömu kröfur og íbúar þjóð- anna í kringum okkur varðandi lífskjör og ef við njótum ekki sama aðgangs að mörkuðum Evr- ópulanda fyrir okkar afurðir og samkeppnisþjóðir okkar, eins og t.d. Norðmenn, þá gæti efna- hagslegu fullveldi okkar verið stór hætta búin. Umhverfísmál á óvissutímum Svipað á við um umhverfismálin. Þau verða ekki leyst nema með víðtækri alþjóðlegri samvinnu og það sem meira er, þeim niður- stöðum sem þar munu nást verð- ur ekki fylgt efir öðruvísi en til þess fáist vald, sem í sumum til- fellum gengur yfir fullveldi aðild- arþjóðanna. Þetta á einnig við varðandi það sjónarmið sem nú er stöðugt meira í umræðunni, þess efnis að engin lausn fáist á umhverfismálunum fyrr en við hverfum frá þeirri hagfræði sem byggir á stöðugt meiri hagvexti og sóun samfara því. Lausn á því næst ekki nema með alþjóðlegri samstöðu um að skattleggja eyðslu náttúruauðlinda og um ákvæði um viðurlög. Sjálfstæði þjóða Ég hef hér fært nokkur rök fyrir því að í hröðum heimi nútímans geti þjóðir orðið að ganga undir bæði alþjóðlega- og fjölþjóðlega samninga til þess að styrkja full- veldi sitt. Um það held ég reynd- ar að allir geti verið sammála. Það verður síðan eilíft viðfangs- efni stjórninálamanna að nálgast það verkefni og eðli málsins sam- kvæmt hljóta að verða um það deilur. Ég mun ekki ræða hér sérstak- lega samninginn um EES, til þess mun ég skrifa aðra grein. Um það vil ég einungis segja hér að það var farið með það mál af stað undir forystu ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar, með það að markmiði að styrkja efna- hagslega stöðu okkar Islendinga. Ég studdi þá ríkisstjórn og varði hana meðal annars vantrausti á Alþingi fyrir jólin 1989. Það van- traust byggðist á því að réttara hefði verið að ganga til tvíhliða viðræðna við EB. Afstaða mín byggðist meðal annars á því að með því að ná hagstæðum við- skiptasamningum í gegnum EES væri hægt að hrinda af höndum okkar þeirri kröfu, sem vissulega á hljómgrunn í okkar þjóðfélagi, að við sækjum um aðild að EB. En EB hefur að mínu mati geng- ið mun lengra í átt til miðstýring- ar en æskilegt er og þangað inn eigum við íslendingar ekkert erindi. Það, hvernig utanríkisráðherra okkar hefur haldið á málinu á seinni stigum, er síðan kapítuli út af fyrir sig sem ég mun gera grein fyrir í síðari grein og á málsmeð- ferð ráðherrans mun ég ekki taka ábyrgð. Landráðamenn á aðventu Ég vil að lokum segja það, að við tólfmenningarnir, sem taldir eru upp í grein Bjarna Guðleifsson- ar, erum allir meira og minna sprottnir upp úr því þjóðlífi sem baráttan fyrir fullveldi íslands skóp, og sum okkar höfum í orðsins fyllstu merkingu alist upp með landinu. Við kunnum að hafa nokkuð skiptar skoðanir um það á hvern hátt efnahagslegt og pólitískt sjálfstæði okkar íslend- inga verði best varið í framtíð- inni. Ég fullyrði þó að um góðan vilja okkar allra í þá átt þarf eng- inn að efast. Það er því nokkuð hart fyrir okkur að þurfa að sitja undir því að vera stimpluð land- ráðmenn ef atkvæði okkar í því máli, sem hér um ræðir, falla ekki að geði greinarhöfundar. Ef til vill er ég viðkvæmari fyrir málflutningi greinarhöfundar þar sem að þessu er kastað fram á miðri aðventu, því tímabili sem íslendingar almennt eru farnir að gera meira úr en áður var. Það er hins vegar svo með okkur alþing- ismenn að við förum meira og minna á mis við aðventuna vegna anna og pólitískra átaka á þcim tíma, sem ætti öðrum tímum fremur að vera tími sátta og sam- lyndis, þó það sjáist nú ekki alltaf á störfum okkar. Um þetta ætt- um við Bjarni Guðleifsson, vegna starfa hans að kristilcgum málefnum, í það minnsta að geta verið sammála. Með bestu kveðju, Jóhannes Geir Sigurgeirsson. HöfuncJur cr alþingismuöur fyrir Framsóknar- flokkinn í Noröurlandskjördæmi cystra.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.