Dagur


Dagur - 15.12.1992, Qupperneq 9

Dagur - 15.12.1992, Qupperneq 9
Þriðjudagur 15. desember 1992 - DAGUR - 9 Halldór Arinbjarnarson Óblíðir veðurguðir: Bikarleikium frestað Vetur konungur setti heldur betur strik í reikninginn í bikarleikjum helgarinnar. Hér norðanlands áttu að fara fram 3 leikir og þeim þurfti öllum að fresta. Aðeins 3 leikir fóru l'ram skv. áætlun. Víkingur vann Gróttu 24:17 og Valur ÍBV 28:26 í handboltanum og ÍBK vann UBK 105:95 í körfubolt- anum Leikur KA og Hauka f handboltanum verður á föstu- dagskvöldið, • kl. 20.30 í KA húsinu. í kvöld eigast við í bikarkeppninni í körfubolta karlaflokki, Tindastóll og Njarðvík. Stelpurnar í Tinda- stól áttu að taka á móti ÍBK í gærkvöld og þegar blaðið fór í prentun, leit allt út fyrir að af því yrði. Blak, 1. deild karla: Tap og sigur hjá KA-strákunum Karlalið KA í blaki hélt suður yfir heiðar um helgina og lék þar 2 leiki. Fyrri leikurinn var gegn ÍS. Um jafna og skemmti- lega viðureign var að ræða, en úthald ÍS virtist meira og þeir unnu leikinn 3:1. A laugardag- inn mættust síðan KA og Stjarnan. Nýliðarnir í 1. deild, lið Stjörnunnar, áttu aldrei möguleika og öruggur 3:1 sigur KA var í raun aldrei í hættu. Viðureign KA og ÍS var jöfn og spennandi og lék lið KA einn sinn besta útileik til þessa. Liðið komst í 4:0 í 1. hrinu, en Stúdent- ar náðu að jafna og komast yfir. KA hélt þó áfram að berjast og náði að jafna 14:14. Liðin skipt- ust síðan lengi á um að vinna uppgjafarréttinn og loks náði KA að skora 15 stigið. Glæsileg hávörn Péturs Ólasonar tryggði síðan KA sigur í hrinunni 16:14. Næsta hrina var einnig mjög jöfn, en KA-menn þó heldur daprari. Aftur kom upp staðan 14:14, en í þetta sinn náði ÍS að klára dæmið, mest fyrir klaufaskap hjá KA. í 3. hrinu sá KA aldrei til sólar og lék afspyrnu illa. Staðan var jöfn 4:4, en þá skoruðu Stúdentar 11 stig í röð og gerðu út um hrinuna. ÍS var nú komið með 2 vinn- inga og þurfti því aðeins að vinna eina lotu í viðbót. KA komst í 10:5 í 4. hrinunni, en ÍS tókst að jafna 10:10 og þannig var staðan mjög lengi. Uthald ÍS virtist, meira og þeir náðu að klára dæmið, meðan einbeiting KA virtist þverra smám saman. Leik- ur KA var allt annar og slakari í tveim síðari hrinunum og tókst liðinu ekki að fylgja góðri byrjun eftir. Áki Thoroddsen átti góða spretti fyrir KA, en gerði þó mjög mörg mistök. Bjarni Þór- hallsson var sterkur að vanda og Pétur Ólason og Hafsteinn Jakobsson komust vel frá leikn- um. Þorvarður og Sigfinnur Sig- fússynir voru allt í öllu hjá ÍS. Á laugardaginn vann KA sinn 1. útisigur þegar liðið mætti Stjörnunni. Talsverður getumun- ur var á liðunum og sigur KA í raun aldrei í hættu. Liðið lék vel og virðist loksins vera að smella saman eftir óvenju slaka byrjun. KA vann 1. hrinuna 15:7 og þá næstu 15:9. í þeirri 3. komst liðið í 8:0 en þá náði Stjarnan góðum leikkafla og vann sigur í hrinunni 15:9. í 4. og síðustu hrinunni sýndi KA enga miskunn og vann öruggan sigur 15:5 og þar með sigur í leiknum 3:1. Stefán Magnússon þjálfari kvaðst nokkuð ánægður með leikinn. Liðið hefði náð sér vel á strik og áttu allir leikmenn góðan dag. Framspil liðsins var mjög gott og náði það að halda Stjörnumönnum algerlega niðri. Eftir ýmsar tilraunir með liðs- uppstillingu, virðist svo sem liðið sé að finna hinn rétta tón. Það sýna leikir helgarinnar. SV Þýska knattspyman Nú um helgina fór sautjánda umferö þýsku úrvalsdeildar- innar í knattspyrnu fram, sem var jafnframt sú síðasta fyrir vetrarfrí þýskra knattspyrnu- manna sem stendur alveg fram til 20. febrúar. Þýska úrvals- deildin er nú á sínu þrítugasta aldursári og af 29 meistaratitl- um sem hafa unnist, hafa sk. haustmeistarar, þ.e.a.s. þaö lið sem er í efsta sæti þegar far- ið er í frí, unnið deildina 20 sinnum. í þetta sinn er það lið Bayern Múnchen sem leiðir, einu stigi á undan Eintracht Frankfurt. Útlendingahatur er málefni sem mikið hefur verið í fjölmiðl- um síðustu daga, enda hafa öfga- menn til hægri farið hamförum hér í Þýskalandi að undanförnu. Sem betur fer eru þessir villi- menn aðeins lítill minnihlutahóp- ur, en hinn almenni Þjóðverji hefur miklar áhyggjur af þessu enda rifjar þetta upp óþægilega tíma sem Þjóðverjar eru ekki stoltir af. Af þessu tilefni tóku öll þýsku úrvalsdeildarliðin sig sam- an í baráttunni gegn útlendinga- hatri og í stað þess að leika með hefðbundnar auglýsingar á bún- ingum sínum, voru þau öll með áletrun, þar sem á stóð „vinur minn er útlendingur“ („mein Freund ist Auslánder“), í leikj- um helgarinnar. Þetta framtak knattspyrnumanna vakti mikla athygli enda fékk þetta góða umfjöllun í fjölmiðlum og til marks um það hvað útlendingar eru í reynd mikilvægir þýsku úrvalsdeildinni, eru 5 af 10 markahæstu leikmönnum deild- arinnar útlendingar. ■ Miklar vangaveltur hafa verið upp á síðkastið um það hvort Christof Daum, þjálfari Stuttgart, myndi halda áfram með liðið, eða hætta nú í vetrar- fríinu, en eftir þau hræðilegu mistök sem hann gerði í Evrópu- keppni meistaraliða nú í haust, þegar hann skipti fjórða útlend- ingnum inn á, þar sem aðeins mátti nota þrjá, í leik gegn Leedsi sem hafði það í för með sér að Stuttgart féll úr keppninni, hefur hann mátt sæta mikilli gagnrýni og ekki náð sama árangri með liðið og tvö undanfarin ár. For- ráðamenn Stuttgart og flestir stuðningsmenn vildu hins vegar Síðumót í Boccia: Góðir lokapunktar á árinu Á laugardaginn fór fram boccia- mót í Iþróttaskemmunni á Akureyri. Mótið var svokallað Síðumót, en verslunin Síða gaf öll verðlaun á því. Keppendur voru 30, allir frá íþróttafélag- inu Eik á Akureyri. Mót sem þetta er orðið árlegur viðburð- ur og nokkurs konar Ioka- punktur á vel heppnuðu íþróttaári hjá fötluðum. Það gefur auga leið að mikið verk er að skipuleggja slíkt mót. Bæði var keppt í einstaklings- og sveitakeppni og stóð mótið yfir frá kl. 10 til 16. Félagar úr Lions- klúbbnum Hæng sáu um dóm- gæslu, en Hængsmenn hafa löng- um reynst fötluðum íþrótta- mönnum vel, sbr. hið árlega og víðfræga Hængsmót, sem haldið verður 30. apríl og 1. maí næst- komandi. Keppnin á laugardag- inn fór vel fram í alla staði og ágætis árangur náðist. í einstaklingskeppni varð röð þriggja efstu eftirfarandi: 1. Aðalsteinn Friðjónsson. 2. Pétur Pétursson. 3. Magnús Ásmundsson. í sveitakeppni urðu úrslit þessi: 1. Valdimar Sigurðsson, Vignir Hauksson og Sölvi Víkingsson. 2. Heiðar Hjalti Bergsson, Sævar Bergsson og Sigfús Eysteinsson. 3. Pétur Pétursson, Hólmfríður Jónsdóttir og Dóra Magnúsdóttir. gera allt til að halda honum og í síðustu viku ákvað Daum að ganga til samninga og á föstu- dagskvöldið skrifaði hann undir tveggja ára samning við liðið. á laugardaginn mætti liðið síðan Werder Bremen á útivelli. Bremen hóf leikinn af miklum krafti og fyrstu tuttugu mínúturn- ar komust leikmenn Stuttgart vart fram fyrir miðju. Á 9. mín. var dæmd hendi á Schneider inn- an vítateigs Stuttgart og úr víta- spyrnunni skoraði Rufer af öryggi. Þegar leið á hálfleikinn tóku gestirnir hins vegar við sér án þess þó að ná að skora. í síð- ari hálfleiknum sótti Stuttgart síðan án afláts, en það var ekki fyrr en á 89. mín. að Walter tókst að jafna leikinn úr vítaspyrnu sem Stuttgart fékk eftir að brotið hafði verið á Kögl. Eyjólfur Sverrisson lék allan leikinn með Stuttgart og stóð sig vel og hann var nálægt því að skora í fyrri hálfleik þegar hann átti skalla að marki Bremen af stuttu færi. ■ Topplið Bayern fékk Schalke í heimsókn í Múnchen. Bayern átti í hinu mesta basli með gest- ina og á 53. mín. náði Freund forustunni fyrir þá.k A 62. mín. gerðu leikmenn Schalke sitt ann- að mark, en því miður fyrir þá, í sitt eigið. fleiri mörk voru ekki skoruð og jafntefli því staðreynd. ■ Liðið í öðru sæti, Frankfurt, fékk Hamburg í heimsókn. Leikurinn var mjög fjörugur og þegar upp var staðið voru mörkin orðin sex, þrjú á hvort lið. Heimamenn gerðu fyrstu tvö, Yeboah á 9. mín. og Rahn á 11. mín., en Rohde svaraði fyrir gestina á 22. mín. Nígeríumaður- inn Okocha skoraði þriðja mark Frankfurt beint úr aukaspyrnu á 36. mín. í seinni hálfleik skoruðu síðan Spies á 66. mín og von Hes- en á 68. mín. fyrir HSV og þar við sat. ■ Önnur hörku viðureign átti sér stað þegar Dortmund fékk Karlsruhe í heimsókn. Strax á 1. mín. skoraði Chapuisat fyrir Dortmund og rúmum tuttugu mínútum síðar bætti Rummenigge öðru markinu við. Kirjakow lag- aði stöðuna á 57. mín., en Chapuisat skoraði sitt annað mark í leiknum og það þriðja fyr- ir Dortmund á 68. Fleiri mörk voru ekki skoruð, en leikmenn Karlsruhe vildu ólmir fá víta- spyrnu þegar brotið var á Kirja- kow skömmu síðar, en fengu ekki og áður en yfir lauk hafði dómarinn bæði vísað Schafer, þjálfara Karlsruhe, og Kirjakow af velli fyrir að mótmæla dómi. ■ Leikmenn Kölnar tóku leik- menn Uerdingen í bakaríið. Þeg- ar hinir síðarnefndu komu í heimsókn. Leikurinn endaði 5:0 og það voru þeir Greiner, Uwe Fuchs, Ordenewitz og Henri Fuchs, sem skoraði tvö, sem gerðu mörk Kölnar. ■ Dresden fékk Kaiserslautern í heimsókn. Witeczek kom gestun- um yfir á 8. mín., en Jáhnig jafn- aði fyrir heimamenn á 22. mín. Witeczek bætti sínu öðru marki við á 41. mín. og á 90. mín. inn- siglaði síðan Ritter sigur Lautern með marki úr vítaspyrnu. ■ Á föstudagskvöldið vann Wattenscheid mikilvægan sigur á Bochum í botnbaráttunni, 2:0. Souleyman Sane frá Senegal gerði bæði mörk Wattenscheid, á 22. og 39. mín. ■ Á sama tíma vann Núrnberg Saarbrúcken á útivelli, með marki Brunner á síðustu mínútu leiksins. í Mönchengladbach gerðu heimamenn jafntefli við Lever- kusen 2:2. Gestirnir skoruðu tvö fyrstu mörk leiksins á 8. og 30. mín. og þar voru að verki þeir Kree og Kirsten. Á 39. mín. minnkaði Kastenmeier muninn fyrir Gladbach og á 76. mín. jafn- aði síðan Wynhoff leikinn. Árni Hermannsson. Húsbréf Sigurvegari í einstaklingskeppni varð ólympíufarinn Aðalsteinn Friðjóns- son. Hann er hér lengst til vinstri. í miðið er Pétur Pétursson sem hafnaði í 2. sæti og Magnús Ásmundsson er lengst til hægri. Mynd: ha Útdráttur húsbréfa Nú hefur farið fram níundi útdráttur húsbréfa í 1. flokki 1989, sjötti útdráttur húsbréfa í 1. flokki 1990 og fimmti útdráttur í 2. flokki 1990. Einnig þriðji útdráttur í 2. flokki 1991. Koma þessi bréf til innlausnar 15. febrúar 1993. Öll númerin birtust í DV mánudaginn 14. desember, og í næsta Lögbirtingablaði. Auk þess licjgja upplýsingar frammi í Húsnæðisstofnun ríkisins, á Húsnæðis- skrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. Cpb HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS LJ HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 696900

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.