Dagur - 15.12.1992, Page 11

Dagur - 15.12.1992, Page 11
Þriðjudagur 15. desember 1992 - DAGUR - 11 Mjög ánægöur með hvemig til hefiir tekist - segir Helgi Jónsson, höfundur bókarinnar „Myrkur í maí“ „Hvað verður um Rut eftir að hún kemur heim af sjúkrahús- inu? Er hægt að jafna sig eftir svona hrikalega lífsreynslu? Rut reynir hvað hún getur, heldur áfram í skólanum, fer á sjálfsvarnarnámskeið; en Yalur, kærasti hennar, sem er með bíladellu og æfír knatt- spyrnu af kappi, mætti sýna henni meiri skilning og Tinnu, sameiginlegri vinkonu, minni áhuga. Ognvaldurinn í lífí þeirra, Fribbi, sá sem narraði Rut í bflinn og hélt fanginni í kofanum, heldur áfram að skelfa Rut, því hann getur ekki gleymt henni og hyggst ná sínu fram.“ Svo hljóðar stutt lýsing á efni bókarinnar „Myrkur í maí“ eftir Ólafsfirðinginn Helga Jónsson, sem Skaldborg gefur út. Hér er um að ræða sjálfstætt framhald bókarinnar „Nótt í borginni“, sem kom út í fyrra, en þetta er þriðja bók höfundar. í „Nótt í borginni“ er greint frá líkamsárás í Reykjavík og sú bók er látin gerast á tveim sólarhring- um. í nýju bókinni eru í stórum dráttum örlög fórnarlambsins rakin og árásarmanninum fylgt eftir. Meiri mannlífsstúdía „Ég hafði ekki ákveðið að skrifa þessa framhaldsbók, en af því að fyrri bókin gekk mjög vel ákvað ég að slá til og í heildina er ég mjög ánægður með hvernig til hefur tekist. Þessi bók er að mínu mati mun betri en fyrri bókin. Þetta er meiri mannlífsstúdía, meira er lagt upp úr persónu- sköpuninni," sagði Helgi um bókina. „Sumarið fór allt í að skrifa en bókin hefur verið í Helgi Jónsson. vinnslu frá áramótum." A bókarkápu er „Myrkur í maí“ sögð spennusaga fyrir ungl- inga, en Helgi telur að hún höfði Kvikmyndarýni Ekki hefðbundinn vestri Borgarbió sýnir: Hina vægðarlausu Leikstjori: Clint Eastwood. Aðalhluterk: Clint Eastwood, Morgan Freman, Gene Hackman og Ed Harris. Það væri ekki alls kostar rétt að segja Hina vægðarlausu gjörsam- lega á skjön við vestramyndir en á hinn bóginn væri það ekki heldur rétt að kalla hana venjulegan vestra. Ætti ég að segja ósatt til í aðra hvora áttina en reyna þó að vera í sem mestri nálægð við sannleikann myndi ég kalla þessa nýjustu kvikmynd Eastwoods óhefðbundna. Hann heldur sig á kunnuglegum slóðum víðáttunnar, forugum strætum smáþorpsins og óróasamri kránni. Nýlundan er hins vegar sú að í staðinn fyrir unga og villta bófann er teflt fram gamlingja (sem Eastwood leikur sjálfur) og í stað hinnar hugum- stóru og hreinlyndu lögguhetju kemur kjaftfor og fremur ofbeldis- sinnaður lagavörður, hugrakkur þó en fullur hégóma (Gene Hack- man). Við þetta má bæta, sem skiptir ekki minnstu máli, að áherslumar hjá leikstjóranum Eastwood eru aðrar en við erum vön að sjá í kúrekamyndum. Leyf- ið mér að útskýra þetta ögn. Ofbeldi er jafn sjálfsagður fylgifiskur vestramynda og skegg- ið hökunni; um það þarf ekki að hafa nein sérstök orð. í Hinum vægðarlausu eru konur skomar og karlar ýmist barðir eða myrtir, nema hvorutveggja sé. Þunga- miðja myndarinnar verður þó aldrei ofbeldið sjálft. Og er ég nú loks að komast að kjama málsins. Það sem umfram annað gerir Hina vægðarlausu að óvenjulegri kú- rekamynd eru hinar skemmtilegu mannlýsingar. Óþokkinn er ekki bara óþokki, hann virðist einnig hafa sál og nokkurt tilfmningalíf, að minnsta kosti hefur kona fellt til hans ástarhug, gifst honum og breytt í venjulegan bónda. Lög- reglustjórinn hefur ekki orðið fyrir Kvennakóriim Iissý með nýja plötu Láttu rætast draum nefnist hljómplata, geisladiskur og snælda sem Kvennakórinn Lissý gefur út. Margrét Bóasdóttir stjórnar og syngur einsöng, Hild- ur Tryggvadóttir syngur einsöng og undirleikarar eru Guðrún A. Kristinsdóttir og Ragnar L. Þor- grímsson. Platan er til sölu hjá öllum 60 Karlakórínn Hreimur gefiir út plötu Karlakórinn Hreimur í Suður- Þingeyjarsýslu hefur gefið út hljómplötu með fjölbreyttu laga- vali, en það hefur einmitt verið aðalsmerki kórsins. Hreim skipa 45 söngmenn úr flestum hreppum Suður-Þingeyjarsýslu. Stjórnandi er Robert Faulkner og undirleik- ari Juliet Faulkner. Einsöngvarar eru bræðurnir Baldur og Baldvin Kr. Baldvinssynir. Kórfélagar aka nú um sveitir sýslunnar og bjóða plötuna til sölu, en kórfélagar á Húsavík munu selja hana í anddyrum versl- ana í bænum. (Fréttatilkynning) kórfélögum en auk þess í hljóm- plötuverslunum á Akureyri, hjá Bókaverslun Þórarins Stefáns- sonar á Húsavík, Bókaverslun Rannveigar á Laugum, Skógum á Kópaskeri, Versluninni Seli Mývatnssveit, kaupfélagsverslun- inni Varmahlíð í Skagafirði og hjá Japis, Brautarholti 2 í Reykjavík. (Fréttatilkynning) "Hnífur og skæri - ekki barna meðfæri" neinum álíka heilaþvotti. Hann er sami gleiðgosinn og hrottinn og hann var sem ungur maður. Og það þarf ekki annað en umrenn- andi ævisöguritara til að vekja hégómagimdina upp í lögreglu- stjóranum. Ed Harris er enski spjátrungurinn sem fær hina háðu- legustu meðferð, hann fær stuttan tíma til að láta ljós sitt skína en notar hann að sama skapi vel. Það sem fær spjátrunginn til að heimsækja smáþorp í auðninni eru verðlaun sem gleðikonur heita þeim er banar tveimur kúrekum er gerst hafa nærgöngulir við eina þeirra og skorið með hnífi. Það sama fær gamla byssubófann, Eastwood, til að blása 11 ára gam- alt ryk af skotvopnum sínuin. Einn daginn kemur ungur maður til hans og vill fá hann í lið með sér að drepa tvímenningana. I per- sónum þeirra tveggja felst boð- skapur myndarinnar; annar vill verða það sem hinn er en getur að- eins náð marki sínu með því að fæðast aftur í von um að réttu litn- ingamir myndi erfðasúpu hans. Það er svo annað mál hvort þessi löngun unga mannsins lifir mynd- ina á enda. ekkert síður til fullorðinna. „Ég myndi segja að bókin sé fyrir sextán ára og eldri,“ sagði hann. „Hitt er annað mál að maður reynir að höfða til unglinganna og starf mitt sem kennari við Gagnfræðaskólann í Ólafsfirði auðveldar mér að skrifa tyrir þennan aldurshóp. Ég heyri á tal unglinganna og fylgist með þeim. Ég neita því ekki að ég hef fengið hugmyndir frá nemendum mínum.“ Spenna eða ekki spenna Þessi nýja bók Helga hefur feng- ið prýðilega dóma í dagblöðum. Hann getur ekki varist brosi þeg- ar minnst er á gagnrýni. „Það var ákveðinn maður sem skrifaði um „Nótt í borginni“ í Morgunblaðið og gagnrýni hans var almennt jákvæð. Hann talaði að vísu um að ég hugsaði of mikið um spenn- una. í „Myrkur í maí“ passaði ég mig á því að hugsa ekki eins um spennuna en leggja þess í stað meiri áherslu á persónurnar. í gagnrýni sem birtist í Morgun- blaðinu á dögunum segir sami gagnrýnandi að ekki sé eins mikil spenna í þessari bók og þeirri fyrri!“ „Ég vil taka fram að ég fékk ómetanlega hjálp frá Björgu Marteinsdóttur, sem vinnur hjá Stígamótum og Kvennaathvarf- inu. Ég þori að fullyrða að án aðstoðar hennar hefði mér ekki tekist að skrifa sumt í þessari bók,“ sagði Helgi. Þeim ósköpum gerður að vilja semja Hann sagði erfitt að skýra út þá ástríðu að setjast niður og skrifa. „Það er ekki hægt að útskýra þetta. Þetta er eins og sjúkdómur sem maður hefur og vill ekki losna við. Ég er þeim ósköpum gerður að vilja semja og skrifa og ég kann ekki að skýra af hverju.“ Helgi neitar því ekki að hann sé þegar farinn að huga að næstu bók. „Það er svo skrítið að loks þegar bók kemur úr prentun er maður búinn að ýta henni til hlið- ar og kominn í næsta verkefni. Ég er þegar byrjaður á nýrri bók, en ég segi ekkert meira um hana núna,“ sagði Helgi leyndardóms- fullur á svip. En bætti síðan við: „Sú bók verður á aðeins léttari nótum en „Myrkur í maí“. óþh Þarfaþing skóeigap,daps ís’//3 / />Skóþrepiö ^ hlífir bak- inu þegar fariö er í skó, þeir reimaöir eða burstaöir. Sannkallaö þarfaþing í hverju anddyri, hvort sem er á heimllinu eöa á vinnustaðnum. Sérlega nytsöm og vönduö gjöf á aöeins kr.6.900.- Skóþrepiö er vönduö tslensk framleiðsla úr krómuöu stáli. Salaog dreifinq: Dak-mann Pöntunar- og póstkröfusíml 91-686 882 Milli kl. 18 - 22 Einingarfélagar Eyjafirði Félagsfundir verða haldnir í öllum deildum félagsins fimmtu- daginn 17. desember 1992 og byrja þeir ailir kl. 20.30. Dagskrá: 1. Uppsögn samninga. 2. Önnur mál. Fundirnir verða haldnir á eftirtöldum stöðum: Akureyri, í Alþýðuhúsinu, 4. hæð. Eftirtaldir stjórnarmenn koma á fundinn, Sig- ríður Rut Pálsdóttir, Ólöf Guðmundsdóttir og Sigurður Búason. Hrísey, í kaffistofu frystihússins. Eftirtaldir stjórnarmenn koma á fundinn, Þórir Snorrason og Guðrún Skarphéðinsdóttir. Dalvík, í kaffistofu frystihússins. Eftirtaldir stjórnarmenn koma á fundinn, Matt- hildur Sigurjónsdóttir, Erna Magnúsdóttir og Guðrún Helgadóttir. Grenivík, í Gamla skólahúsinu. Eftirtaldir stjórnarmenn koma á fundinn, Hilmir Helgason og Helga Rósantsdóttir. Ólafsfirði, í Tjarnarborg. Eftirtaldir stjórnarmenn koma á fundinn, Björn Snæ- björnsson og Hólmfríður Helgadóttir. Félagar fjölmennið! Stjórnin.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.