Dagur


Dagur - 22.12.1992, Qupperneq 1

Dagur - 22.12.1992, Qupperneq 1
75. árgangur Akureyri, þriðjudagur 22. desember 1992 244. tölublað HERRADEILD Gránufélagsgötu 4 Akureyri • Sími 23599 Akureyri: Hætt við vatnsflóðum - vatn fór inn í tvær íbúðir á sunnudag Lítillega bar á því á sunnudag á Akureyri að vatn flæddi inn í íbúðir og fyrirtæki. Mikill snjór er í bænum og er talsverð ÓlafsQarðarvegur: Rútur í tveim- ur árekstrum Umferðaróhöpp urðu á leið- inni milli Dalvíkur og Ólafs- fjarðar bæði á laugardag og í gær. í báðum tilvikum urðu þau við mætingar og í bæði skiptin köstuðust bflar framan á sérleyfisbfl frá Dalvík. Á laugardag valt fólksbíll eftir að hafa ekið upp í ruðning í Klif- inu í Ólafsfjarðarmúla og rann bíllinn framan á rútu frá Dalvík. Hjón í bílnum slösuðust minni- háttar. Síðdegis í gær varð svo svipað- ur árekstur við Sauðanes en þar lenti jeppi framan á rútu eftir að hafa snúist á veginum þegar hann ætlaði að mæta. JÓH hætta á vatnsflóðum inn í hús ef mikið hlánar á þetta snjómagn, ekki síður í fjölbýl- ishúsum ef ekki hefur verið hirt um að hreinsa snjó af svölum. Að sögn Árna Steinssonar hjá Securitas á Akureyri var leitað aðstoðar fyrirtækisins á sunnudag vegna tveggja íbúða sem vatn | hafði flætt inn í. í öðru tilvikinu mun fyrst og fremst hafa flætt inn vegna mikils snjómagns á svölum. Þá sagði Árni að í nokkrum tilfellum hafi eftirlits- menn Securitas þurft að kalla út eigendur fyrirtækja þar sem bregðast hafi þurft við leka. Árni segir að ástæða sé til að hvetja fólk til að grípa til aðgerða svo komist verði hjá vatnsflóðum inn í íbúðir. Þetta verði best gert með því að moka snjó frá húsum, af svölum og stigapöllum og létta þunga af þökum húsa. Þetta sé full ástæða til að gera við slíkar aðstæður eins og nú eru, ekki síst ef veður gengi skyndilega til sunnanáttar og hlýinda eins og spáð hefur verið síðustu daga. JÓH Verslunarmenn a Akureyri: Þokkaleg verslun á sunnudag - mikil umferð á laugardag Sunnudagsopnun verslana á Akureyri tókst ágætlega, sam- kvæmt upplýsingum frá nokkr- um verslunarmönnum. Mikil umferð var í bænum á laugar- daginn enda hafði verið við því búist eftir óveðrið alla síðustu viku. Á sunnudag var ágæt sala í verslunum þá fjóra tíma sem opið var, eða „eins og á aðfangadagsmorgni,“ eins og Stefán Jónasson, bóksali orð- aði það í samtali við blaðið. „Þetta var allt í lagi á sunnu- daginn en ég er ekki viss um að þessi sunnudagaopnun sé komin til að vera,“ sagði Páll Þór Ármann, vöruhússtjóri KEA á Akureyri. „Spurningin er hvort þessi sala sem var á sunnudaginn hefði ekki skilað sér á laugardag- inn ef búðir hefðu verið lokaðar á sunnudag. Það er erfitt að meta þetta og spurning við hvað á að miða.“ Jógvan Purkhus, verslunar- stjóri Rúmfatalagersins, segir að góð verslun hafi verið á laugar- daginn og greinilega hafi verið talsvert af utanbæjarfólki í bænum. Rólegra hafi hins vegar verið yfir á sunnudaginn. Stefán Jónasson í bókabúð Jónasar segir að verslunin á laug- ardag hafi ekki verið ósvipuð samsvarandi laugardegi í fyrra. „Það skilar sér því ekki sem glatast hefur niður,“ sagði Stefán og bætti við að sunnudagaopan- unin hafi verið eins og verslun á aðfangadagsmorgni alla jafna. Stefán taldi að þrátt fyrir góða kynningu á sunnudagaopnuninni þá mun það taka nokkur ár að ná upp verslun á sunnudegi, ef á annað borð eigi að koma þessari venju á. JÓH Konfektmeistarinn, Unnur María Hjálmarsdóttir með þá Sigurð Arnórsson, framkvæmdastjóra Lindu hf. á aðra hönd og Hörð Blöndal, framkvæmdastjóra Dagsprents hf. á hina. Hún heldur á staðfestingu sæmdarheit- isins „Konfektmeistarinn 1992“ en á borðinu í forgrunni eru frekari verðlaun hennar: kassi með úrvali af fram- leiðsluvörum Lindu hf., vænn konfektkassi frá sama fyrirtæki og vegleg bók um Picassó. Þá fær Unnur María fría áskrift að Degi allt næsta ár. Mynd: Robyn Svarfdælskiir konfektmeistari Úrslitin eru ráðin! „Konfekt- meistarinn“, sigurvegari í samkeppni sem Linda hf. og Dagur efndu til um besta heimagerða konfektið, er Unnur María Hjálmarsdóttir, húsfreyja á Ytra-Hvarfi í Svarfaðardal. Dómnefnd keppninnar þótti „Myntukonfekt" Unnar Maríu best þeirra rúmlega 70 konfekt- gerða sem bárust - og var þó úr sannkölluðu lostæti að velja. Unnur María átti tvær tegundir í hópi þeirra 10 bestu og tveir aðrir keppendur léku sama leik, þær Erla Ásmundsdóttir, Akur- eyri og Svanborg Svanbergs- dóttir, Eyjafjarðarsveit. Aðrir í „úrvalshópnum" eru Guðrún Kristjánsdóttir, Eyjafjarðar- sveit; Ingibjörg Ringsted, Akureyri; Sigríður Kjartans- dóttir, Útskálum, Kópaskeri og Sigurbjörn Sveinsson Akureyri. Það vildi svo vel til í gær að Unnur María var stödd á Akur- eyri ásamt börnum sínum. Með góðri hjálp þeirra og eigin- mannsins, Jóhanns Ólafssonar, tókst Dagsmönnum að fá Unni Maríu inn á ritstjórn án þess hún vissi hvað til stæði. Það kom henni því algerlega í opna skjöldu er henni var tilkynnt um niðurstöðuna. BB. Sjá bls. 5. Verkalýðsfélagið Eining: Samþykkt með miklum meirihluta að segja upp kjarasamningum - af 128 fundarmönnum gáfu 121 jáyrði Félagsfundir voru haldnir í ÖII- um deildum Einingar sl. fimmtudagskvöld þrátt fyrir slæmt veður og mikla ófærð og áður auglýstir fundargestir úr röðum stjórnarmanna voru þar af leiðandi fjarstaddir. Þar var samþykkt að segja upp núgild- andi kjarasamningum. Talið var sameiginlega úr kjörkössum í gærdag og vildi 121 Einingarfélagi segja upp samn- ingum, nei sögðu 5 en 2 skiluðu auðu. Viðsemjendum Einingar verður tilkynnt þessi niðurstaða bréflega. Björn Snæbjörnsson formaður Einingar segir að þungt hljóð hafi verið í þeim sem voru á fundunum og greinilega hugur í félagsmönnum að sækja sinn rétt til viðsemjenda þegar sest verður að samningaborðinu á komandi ári. Fyrirhugað er að hefja aðra fundaherferð um miðjan janúar- mánuð til að kynna stöðuna eins og hún verður þá. GG Hófleg bjartsýni um framhald loðnuvertíðarinnar: Mjöl- og lýsisútskipun hjá verksmiðjunum - um 215 þúsund tonn veiddust á haustvertíðinni Síðustu loðnumjölspokunum var skipað út frá Raufarhöfn á mánudag, alls 1114 tonnum og einnig 1250 tonnum af lýsi og er birgðastaða verksmiðjunnar þá um 300 tonn af lýsi og ekk- ert mjöl eins og fyrr getur. Flutningaskipið fer síðan og lestar loðnumjöl á Reyðarfirði og lýsi á Seyðisfirði. Um 200 tonnum var nýlega skipað út á Siglufirði og eru birgðir verksmiðjunnar um 1000 tonn af mjöli og 300 tonn af lýsi. Síðasta útskipun var hjá Krossa- nesverksmiðjunni 6. desember sl. en ráðgert er að skipa út 600 tonnum af mjöli í janúar og svip- uðu magni í febrúar. Áætlað er að skipa út um 700 tonnum af lýsi milli jóla og nýárs. Töluverðar birgðir eru enn hjá Krossa- nesverksmiðjunni. Hjá Hraðfrystistöð Þórshafnar er birgðastaðan um 2000 tonn af loðnumjöli og 400 tonn af lýsi. Lýsið fer milli jóla og nýárs, en 300 tonn fara af mjöli á Þorláks- messu og um 700 tonn milli jóla og nýárs. Um 215 þúsund tonn veiddust af loðnu á þessari haust- vertfð á móti 56 þúsund tonnum haustið 1991. Talsmenn verk- smiðjanna voru hóflega bjartsýn- ir á loðnuvertíðina eftir áramótin en janúarmánuður hefur oft ver- ið mjög rýr, sérstaklega ef loðnan hefur haldið sig austur af land- inu. Ef hún hins vegar gefur sig fyrir norðan standa vonir til þess að um meiri afla verði að ræða. GG

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.