Dagur - 22.12.1992, Síða 2
2 - DAGUR - Þriðjudagur 22. desember 1992
Fréttir
Akureyrarbær:
Óvíst hvort félagsmálasviðið
fer í Hafiiarstræti 88 b
Gert hefur verið ráð fyrir að
félagsmálasvið bæjarins fari
allt undir eitt þak að Hafnar-
stræti 88b (gamla hús Hita-
veitu Akureyrar), en ekki er
Ijóst hvort af því verður. Þetta
kom fram í máli Sigurðar J.
Akureyri:
Harður árekstur
á suimudag
Harður árekstur varð á
sunnudag á Akureyri og
þurfti að flytja báða bflana
með kranabfl af slysstað.
Ekki urðu alvarleg meiðsl á
fólki.
Að sögn Ingimars Skjóldal,
varðstjóra hjá Akureyrarlög-
reglunni, varð áreksturinn á
mótum Teigasíðu og Hlíðar-
brautar. Bíl var ekið inn á
Hlíðarbraut og í veg fyrir ann-
an sem kom akandi eftir Hlíð-
arbraut. Fólk úr bílunum var
flutt á sjúkrahús til skoðunar
en ekki talið alvarlega slasað.
Að öðru leýti var róleg helgi
hjá Akureyrarlögreglunni en
fnikið álag á umferðaræðum í
miðbænum í gær. Ingimar seg-
ir að þar hafi strætisvagnar átt
í erfiðleikum með að komast
áfram. „Þarna er þröngt og
satt að segja sáralítið hægt að
gera til að bæta úr,“ sagði
Ingimar. JÖH
Hrútafjörður:
Sendiferðabffl
á hliðina
- ökumaður slapp
ómeiddur
Um sjöleytið á laugardags-
kvöld ók sendiferðabfll út af
yið Stkárbrú í Hrútafirði.
Ökumaðurinn slapp ómeidd-
ur, en bfllinn skemmdist
mikið. -
Að sögn lögreglu á Blöndu-
ósi mátti ekki miklu muna að
bíllinn lenti í ánni, en hann fór
út af við brúna og lenti á hlið-
ina utan vegar rétt við brúna.
Ökumaður var einn á ferð og
slapp hann ómeiddur. Bíllinn
er hinsvegar talsvert skemmd-
ur og var óökufær. Mikil hálka
var á vegum á laugardags-
kvöldið. sþ
Akureyri:
Innbrot við
Glerárgötu
Aðfaranótt laugardags var
brotist inn í verslunina Örk-
in hans Nóa við Glerárgötu
á Akureyri.
„Engu var stolið og litlar
skemmdur voru unnar. Málið
er að fullu upplýst,1' segir tals-
maður rannsóknarlögreglunn-
ar á Akureyri. ój
Sigurðssonar, formanns bæjar-
ráðs Akureyrar, á fundi bæjar-
stjórnar sl. þriðjudag.
Sigurður sagði { samtali við
Dag að samkvæmt fyrstu athugun
kæmist allt félagsmálasviðið fyrir
í húsinu, en menn hafi gert sér
vorir um að það rúmaðist í þeim
hluta hússins sem Hitaveita
Akureyrar hefði til umráða.
Sigurður sagði að sú hugmynd
hafi komið upp að setja ris á
þetta hús, bæði vegna aðkallandi
viðgerða á þaki og til að húsið
falli betur að umhverfinu, og ef
af yrði myndi þar skapast rými.
„En allt snýst þetta um peninga
og spurningin er hvað er
skynsamlegast í málinu,“ sagði
Sigurður. Hann sagði að vel gæti
verið að hagkvæmari kostur
reyndist að finna félagsmálasvið-
inu annað húsnæði, en allir
möguleikar yrðu skoðaðir
snemma á næsta ári. Ekki er gert
ráð fyrir peningum á næsta ári til
húsnæðisúrbóta fyrir félagsmála-
svið, en Sigurður sagðist vænta
þess að snemma næsta árs verði
tekin ákvörðun í málinu. óþh
Akureyri:
Lýst eftír
mannier
bakkaði á konu
Fimmtudaginn 3. desember
var bakkað á konu á bifreiða-
stæði við íbúðarblokkina
Múlasíðu 9 í Glerárhverfi á
Akureyri. Rannsóknarlögregl-
an á Akureyri fer þess á leit við
ökumanninn að hann gefi sig
fram.
Að sögn rannsóknarlögregl-
unnar féll konan við er bíllinn
skall á henni. Konan og ökumað-
ur ræddu saman eftir óhappið og
kvaðst konan ekki hafa meiðst.
„Annað hefur komið í ljós. Kon-
an hefur þurft að leita sér lækn-
inga. Því er svo að við verðum að
hafa tal af manninum, en konan
veit ekki hver hann er,“ segir
talsmaður rannsóknarlögregl-
ój
unnar.
Norðurljósin sýndu Óskasteininn í skóladagheimiiinu Hamarkoti í gær og féll ævintýrið krökkunum vei í geð.
Leikritið verður sýnt í leikskólum Akureyrar og þá eru Norðurljósin fús til að flytja ævintýrið við ýmis tækifæri.
Mynd: Robyn
Norðurljósin skína á Akureyri:
LeiMð fyrir leikskólaböm
Áhugaleikfélagið Norðurljósin
ferðast nú milli leikskóla
Akureyrar og sýnir ævintýra-
leikinn „Óskasteininn“ fyrir
börnin við mjög góðar undir-
tektir, enda börnin þakklátir
áhorfendur. Leikritið varð til á
leiklistarnámskeiði hjá Erni
Ing og skrifaði hann handritið,
en æfingar hafa staðið yfir frá
því í haust.
„Ég hafði samband við yfir-
mann leikskólanna í haust og
bauð fram sýningu. Undirtektirn-
ar voru mjög jákvæðar og þetta
hefur verið í vinnslu frá því í
september. Við munum sýna á
öllum leikskólum bæjarins og
sérstakur styrktaraðili er Súkku-
laðiverksmiðjan Linda og leik-
tjöldin eru gefin af Foldu, þannig
að uppsetningin er í nánum
tengslum við atvinnulífið," sagði
Örn Ingi.
Óskasteinninn er hálftíma verk
og taka þrettán krakkar þátt í
sýningunni. Þetta er fyrsta verk-
efni Norðurljósanna eftir að hóp-
urinn fékk inni í Bandalagi
íslenskra leikfélaga. Eftir áramót
ætlar Örn Ingi að fara af stað
með fullorðinssýningar og hvetur
hann þá sem hafa áhuga á að taka
þátt í leiklistarstarfseminni að
koma fram í dagsljósið.
„Þær fjórar sýningar sem eru
búnar hafa gengið mjög vel og
viðtökurnar nánast undraverðar
hjá börnum alveg niður í tveggja
ára. Ég er mjög ánægður með
það að þetta skyldi heppnast,
enda frumraun að vissu leyti því
Norðurljósin hafa aldrei verið
með svona margar sýningar á
sama verki. Það eru einar 16 sýn-
ingar áætlaðar á leikskólunum en
við erum tilbúin til að sýna nán-
ast hvar sem er ef fólk óskar eftir
að fá sýningu,“ sagði Örn Ingi.
SS
Kvartanir um mismunun kynja í snyrtingar- og
pökkunarstörfum frystihúsa:
Jafnréttisráð áminnir hags-
munaaðila í sjávarútvegi
- bendir á að karlar sinni eingöngu sambærilegum störfum
í frystitogurum
Vegna kvartana sem fram
komu í haust um að kynjum sé
mismunað í aðgangi að störf-
Póststofan á Akureyri:
Samgöngur við „Gullströndina“
komnar í samt lag
Um helgina tókst að flokka all-
an fyrirliggjandi póst á Póst-
stofunni á Akureyri og koma
honum áleiðis til viðtakenda
þannig að á mánudagsmorgun
var í fyrsta skipti í langan tíma
hægt að tala um „hreint borð“
hjá póstinum.
Póstbílarnir eru aftur komnir á
áætlun og allur póstur austur til
og frá „Gullströndinni“ fór þang-
að með flugi á sunnudag og
mánudag. Jón Ingi Cesarsson hjá
Póststofunni segir að um starfs-
mennina hríslist nú mikil gleði
eftir að ljóst er að allur póstur
muni nú komast til viðtakenda
fyrir jól. „Gullströndin" erheitiá
svæðinu frá Kópaskeri og austur
á Vopnafjörð og er frá tímum
síldaráranna þegar stór hluti
þjóðarteknanna varð til á þessu
landshorni. Áætlunarbílar sjá
hins vegar um póstflutninga til og
frá þeim byggðarlögum sem næst
liggja Akureyri. GG
um í frystihúsum hefur Jafn-
réttisráð nú sent hagsmuna-
aðilum í sjávarútvegi bréf þar
sem minnt er á ákvæði jafn-
réttislaga, þ.e. að komið verði
á jafnrétti og jafnri stöðu
kvenna og karla á öllum
sviðum.
Þær athugasemdir sem komu
fram í haust voru um að atvinnu-
rekendur í sjávarútvegi vilji ein-
göngu ráða konur til starfa í
snyrtingu og pökkun í frystihús-
um en ganga framhjá körlum sem
leiti eftir störfum í þessari grein.
í umfjöllun Jafnréttisráðs um
þetta mál er minnt á að jafnréttis-
lög kveði á um jafna stöðu og
jafnan rétt kvenna og karla frá
1991 en þar er skýrt tekið fram að
hvers kyns mismunum eftir kyn-
ferði sé óheimil. Auk þess séu
ákveðnar skyldur lagðar á herðar
atvinnurekenda sem sé ætlað að
vinna gegn kynskiptingu á vinnu-
markaði þannig að störf flokkist
ekki í karla- og kvennastörf.
Þessi afstaða forráðamanna fisk-
vinnslufyrirtækja sé þeim mun
furðulegri þegar haft sé í huga að
karlmenn sinni sambærilegum
störfum um borð í frystitogurum.
JÓH
Hjálparstofnun kirkjunnar:
Um sjö milljónir hafa safnast
- söfnunarbíll í göngugötunni á Akureyri á Þorláksmessu
Um sjö milljónir króna höfðu
safnast í jólasöfnun Hjálpar-
stofnunar kirkjunnar um síð-
ustu helgi. Er það um einni
milljón krónum minna en á
sama tíma á síðasta ári. Loka-
átak söfnunarinnar stendur nú
yfir og verður meðal annars
efnt til sérstaks söfnunarátaks
á Akureyri á Þorláksmessu
eins og undanfarin ár.
Að sögn Jóhannesar Tómas-
sonar hjá Hjálparstofnun kirkj-
unnar höfðu safnast um sjö millj-
ónir króna í jólasöfnuninni um
síðustu helgi sem er um einni
milljón krónum minna en á sama
tíma í fyrra. Ef miðað sé við allar
aðstæður - minnkandi ráðstöfun-
arfé fólks og undirtektir þess við
beiðnum stofnunarinnar fyrr á
þessu ári verði þetta að teljast
góður árangur en lokaátakið sé
þó eftir.
Á Akureyri verður sérstakur
söfnunarbíll staðsettur í göngu-
götunni á Þorláksmessu frá kl.
11.00 til 23.00 þar sem tekið
verður á móti framlögum til
Hjálparstofnunar kirkjunnar á
sama hátt og á undanförnum
árum. Þá má geta.þess að sóknar-
prestar veita framlögum einnig
viðtöku. ÞI