Dagur


Dagur - 22.12.1992, Qupperneq 3

Dagur - 22.12.1992, Qupperneq 3
Þriðjudagur 22. desember 1992 - DAGUR - 3 Fréttir Bæjarstjórn Húsavíkur: Vill áfram heimila sveitarstjóraum að veita einfalda áhyrgð á lánum - vandmeðfarin og ekki alvont að fella hana út, segir bæjarstjóri Bæjarstjórn Húsavíkur mælir ekki með þeirri breytingu á sveitarstjórnarlögum að felld verði úr gildi ákvæði sem heimila sveitarstjórnum að veita einfalda ábyrgð á lánum. Álit bæjarráðs þessa efnis var samþykkt í bæjarstjóm sl. fimmtudag. Samband íslenskra sveitar- félaga sendi bæjarráði erindi þar sem óskað er eftir umsögn um til- lögu bæjarráðs Akureyrar þess efnis, að felld verði úr gildi ákvæði sem heimila sveitarstjórn- um að veita einfalda ábyrgð á lánum. Töluverðar umræður urðu um málið í bæjarstjórn, en samþykkt var að mæla ekki með þessari breytingu. „Rökin með samþykktinni voru þau að það væri mjög mikil- vægt fyrir bæjarráð og bæjar- stjórn að hafa þennan mögu- leika, það gæti oft ráðið úrslitum gagnvart atvinnulífinu að með þessum hætti væri hægt að styðja við atvinnulífið í bænum. í mörg- um tilfellum gæti það ráðið úrslit- um án þess að veruleg áhætta væri tekin,“ sagði Einar Njáls- son, bæjarstjóri, aðspurður um rök fyrir samþykktinni. Einar sagði að í sínum huga væri ekki alvont að fella þetta út. Einföld bæjarábyrgð væri vandmeðfarin, bæði vegna pólitískra og tilfinn- ingalegra hliða á málum. Þetta gæti og hefði bundið sveitarfélag- ið ábyrgðum sem veruleg útgjöld hefðu fylgt, í kjölfar gjaldþrota. Bankar og opinberir sjóðir hefðu oft stillt sveitarfélögum upp við vegg og neitað fyrirtækjum um lán nema gegn ábyrgð sveitar- félagsins. Þetta væri óheppilegt. „Ég lít svo á að bankarnir eigi ekki að hafa tækifæri til að stilla sveitarfélögum upp við vegg með þessum hætti. Bankarnir ættu að vega og meta þá áhættu sem þeir taka og taka óháðar ákvarðanir út frá því,“ sagði bæjarstjóri. IM Skagagörður: Meira atviraiuleysi en áður heldur hækkandi tala. Ekki verð- i Hofsósi, en vinna stöðvast þar frá ur sagt upp hjá frystihúsinu á | 22. des. til 4. jan. sþ Frystihús KEA í Hrísey: Ari Þorsteinsson ráðinn frystihússtj óri Atvinnuleysi á landinu er nú það mesta í áratugi og fer vax- andi. Fjöldi atvinnulausra á Norðurlandi vestra fer einnig vaxandi. Hjá Sauðárkróksbæ er skráð atvinnuleysi í bænum, auk fjög- urra hreppa í Skagafirði. Nú eru 56 manns á skrá, 31 karl og 25 konur. Um síðustu mánaðamót voru 49 manns á skrá. Að sögn Matthíasar Viktorssonar félags- málafulltrúa bæjarins fer atvinnuleysi vaxandi. Árið 1991 voru atvinnuleysisdagar 6189 en voru 8437 árið 1990. Árið í ár er verra en 1990, en Matthías kvaðst ekki hafa endanlegar tölur. Stór hluti atvinnulausra er fólk um og yfir fimmtugt og kveðst Matthías hafa af því þungar áhyggjur, sérstaklega hvað varð- ar konurnar. Atvinnulausum á Sauðárkróki fjölgar í desember, eins og í Húnaþingi, vegna lok- unar fiskvinnslufyrirtækja um jól og fram yfir áramót. Hjá Hofshreppi fengust þær upplýsingar að þar hafi verið 13 manns á skrá 1. des. og sé það Nýverið var gengið frá ráðn- ingu frystihússtjóra við Frysti- hús Kaupfélags Eyfirðinga í Hrísey. Ari Þorsteinsson, verk- fræðingur, frá Höfn í Horna- fírði var ráðinn til starfsins. Eiginkona Ara er María Gísla- dóttir frá Akureyri og þau hjón eiga tvö börn. Jóhann Þór Halldórsson, fv. útibússtjóri Kaupfélags Eyfirð- inga, lét af störfum fyrir nokkru og er nú framkvæmdastjóri útgerðarfyrirtækis austur á landi. Jón Þór Gunnarsson, rekstrar- verkfræðingur, hefur að undan- förnu séð um rekstur Frystihúss KEA í Hrísey og svo verður þar til um miðjan janúar að Ari Þor- steinsson tekur við. Ari er Hornfirðingur, sem fyrr segir, fæddur árið 1958. Að loknu tækniskólanámi nam hann vélaverkfræði við Háskólann í Álaborg. Framhaldsnámi í sjáv- arútvegsgreinum lauk Ari árið 1987 og hóf þá störf hjá Fiskiðju- veri KASK á Höfn í Hornafirði. „Fyrstu þrjú árin vann ég í tækni- deild að vöruþróun. Frá árinu 1990 hef ég verið forstjóri Fisk- iðjuvers KASK, sem nú hefur fengið nafnið Borgey hf. Nú ligg- ur leiðin til Hríseyjar. Ég kem til starfa um miðjan janúar, en í síð- ustu viku var ég í Hrísey að kanna allar aðstæður. í kafalds- byl brölti ég á milli húsa, en engu að síður leist mér vel á staðinn," segir Ari Þorsteinsson. ój r i Schiesser'S Gœðanna vegna L j Kópavogur Svæðisstjórn málefna fatlaðra á Reykjanessvæði leitar eftir kaupum á hentugu húsnæði fyrir sambýli í Kópavogi. Um er að ræða einbýlis- eða raðhús, 150- 220 m2 að stærð að meðtalinni bílgeymslu, helst í vesturbænum. Tilboð, er greini staðsetningu, stærð, byggingarár og -efni, herbergjafjölda, brunabóta- og fasteignamat, afhendingartíma og söluverð, sendist eignadeild fjármálaráðuneytisins, Arnarhvoli, 150 Reykjavík, fyrir 6. mars 1993. Fjármálaráðuneytið, 18. desember 1992.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.