Dagur - 22.12.1992, Page 4

Dagur - 22.12.1992, Page 4
4 - DAGUR - Þriðjudagur 22. desember 1992 Nú er tvöfaldur l.vinningur! Vertu með draumurinn gæti orðið að veruleika ! Háskólinn á Akureyri 1 svelti vegna Háskóla fslands? Þann 16. desember sl. birtist í dagblaðinu Degi grein undir fyrirsögninni „Háskóli íslands í svelti vegna Háskólans á Akur- eyri?“. Þar er leitast við að svara ofangreindri spurningu með við- tölum við fólk úr háskólalífinu. Færð eru rök fyrir því að Háskól- inn á Akureyri sé óhagkvæmur í rekstri miðað við Háskóla íslands með tilliti til fjölda nemenda. Hæpinn samanburður Þegar rekstrarkostnaður skólans er gagnrýndur svo og fjárveiting- ar til framkvæmda, þá er því til að svara að stofnunin er ung að árum. Á meðan hún er í vexti gefur auga leið að nemendafjöld- inn er í vexti líka, sem aftur stuðlar að lækkandi rekstrarkostn- aði á nemanda. Þannig er hæpið að bera saman Háskóla íslands og Háskólann á Akureyri með Sigrún Tryggvadóttir. tilliti til fjárveitinga. Fleira gerir kostnaðarsaman- burðinn hæpinn. Háskólinn á Akureyri dregur aðallega til sín fólk af Norðurlandi, en einnig frá öðrum landshlutum. Þegar það fólk útskrifast er líklegt að það kjósi að starfa þar í framtíðinni. Þá skapar háskólinn atvinnu og eflir rannsóknir á svæðinu, sem skilar sér aftur út í atvinnulífið þar. Allt eru þetta atriði sem taka þarf til greina áður en Háskólinn á Akureyri er gagnrýndur á grundvelli kostnaðar. Háskólinn á Akureyri var stofnaður með lögum árið 1988. Þar fer fram öflugt og fjölbreytt kennslu- og rannsóknarstarf sem nauðsynlegt er að efla enn frekar. Því miður hefur nauðsyn- legt fé til uppbyggingar ekki sicil- að sér sem skyldi. Er Háskólinn á Akureyri í svelti vegna Háskóla íslands? Sigrún Tryggvadóttir. Höfundur er formaður félags stúdenta við Háskólann á Akureyri. Tónlist Fyrstu tónleikamir í Glerárkirkju Fyrstu eiginlegu tónleikarnir í Glerárkirkju voru haldnir laugar- daginn 12. desember. Þeir hófust á leik Kammerhljómsveitar Akureyrar, undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar, organista kirkj- unnar. Hljómsveitin flutti tvö verk eftir G. F. Hándel: Sinfóníu úr óratoríunni Salómon og hið síðara Concerto grosso op. 6 nr. 7. Leikur hljómsveitarinnar í fyrra verkinu var góður og hefur afar sjaldan verið eins ánægjulegt að heyra hana. Strengir voru vel samtaka og með góðan tón og túlkunaratriði, svo sem styrk- breytingar, áherslur, byrjanir og lok voru góð. Því miður tókst ekki eins vel í síðara verkinu. Þar var eins og pússun væri eftir og því vantaði yfirvegun í flutning- inn, sem fyrir vikið varð heldur einhæfur og óáheyrilegur. Hljómsveitin lék einnig með kór Glerárkirkju í lokaverki tón- leikanna: S.lá þú hjartans hörpu- strengi, þar sem kórinn söng sálm Valdimars Briem. Flutningur gekk nokkuð vel. Hljómsveitin var almennt hrein og góð, en heldur hávær á stundum fyrir kórinn, sem þó er fjölmennur. Hann var einnig nokkuð góður, en þó skorti þá birtu og lyftingu, sem vera á í flutningi þessa tónverks. Örn Viðar Birgisson, tenór, flutti Til skýsins eftir Emil Thor- oddsen við ljóð Jóns Thor- oddsens og Ave María eftir Sig- valda Kaldalóns við ljóð Indriða Einarssonar. Örn Viðar naut sín allvel í söng sínum, sérstaklega í fyrra laginu. í því síðara virtist koma eins og móska á rödd hans á háum tónum. Undirleikari á píanó var Helga Bryndís Magnúsdóttir. Hún gerði vel, en þó naut píanóleikur hennar sín ekki sem bar, þar sem hljómburður hússins spillti honum. Hann er nokkuð harður, eins og fram kom í einieiksflutn- ingi Helgu Bryndísar á Sonnettó 104 del Petrarca eftir F. Liszt, leið fyrir hljómburð hússins. Næsta atriði tónleikanna í Glerárkirkju var söngur kórs Verkmenntaskólans á Akureyri undir stjórn Michaels J. Clarke. Kórinn söng Unchained Melody og Hátíð í bæ, textinn eftir Ólaf Gauk. Kórinn stóð sig nokkuð vel. Hann fylgdi vel undirleik, sem var af segulbandi, og einnig stjórn söngstjóra síns. Hins vegar var lítil sönggleði og lyftingur í flutningi og tæplega hægt að greina bros á nokkru andliti. Þrátt fyrir þetta er ljóst, að í kór VMA er gott efni til skemmtilegs flutnings. Kirkjukór Akureyrarkirkju undir stjórn Björns Steinars Sól- bergssonar var næstur á efnis- skrá. Kórinn flutti tvö verk: Immanúel oss í nátt úr þjóðlaga- safni Bjarna Þorsteinssonar í útsetningu Jóns Hlöðvers Áskels- sonar og Veni, veni Emmanúel eftir Zoltán Kodály. Kór Akur- eyrarkirkju er vel samþjálfaður og naut sín allvel í flutningi sínum. Þó var lítils háttar órói í karlaröddum í fyrra verkinu og í hinu síðara gætti þunga í mið- hluta verksins. Upphaf og lok sama verks voru hins vegar fal- lega flutt og af öryggi. Hólmfríður Benediktsdóttir, sópran, flutti Vögguljóð Maríu eftir Max Reger við undirleik Guðrúnar A. Kristinsdóttur á píanó. Hólmfríður söng af inni- leika og hlýju og náði vel að túlka verkið. Þuríður Baldursdóttir, alt, söng Ave María eftir O. Merikanto við texta eftir Emelíu Baldurs- dóttur. Undirleikari var Guðrún A. Kristinsdóttir. Söngur Þuríðar og túlkun voru mjög vel af hendi leyst. Næst á efnisskrá voru Fimm söngfélagar og fluttu þeir tvö lög: Hlíðin mín fríða eftir F. Flemm- ing við ljóð Jóns Thoroddsens og Ljúfur ómur loftið klýfur eftir Bortniansky við ljóð Jónasar Jónassonar. Flutningur þeirra félaga var ekki tilþrifamikill en fágaður og fór vel. Óskar Pétursson, tenór, flutti Lofsöng eftir L. v. Beethoven við ljóð Þorsteins Gíslasonar. Óskar fór allvel með þetta erfiða og kröfuharða verk, en þó var sem hann skorti þrótt og fyllingu til þess að gera því full skil. Ef til vill hefði meiri æfingar verið þörf. Guðrún A. Kristinsdóttir var undirleikari Óskars í Lofsöngn- um. Jafnt þar sem í þau skipti, sem þegar hefur verið getið, fórst henni undirleikurinn vel úr hendi. Eftirtektarvert var, hve píanósláttur hennar hljómaði með öðrum hætti í húsinu en leikur Helgu Bryndísar. Guðrún hefur greinilega hitt á leikbrag, sem fellur bærilega að hljóm- burði hússins, þó að enn mætti betur gera, þar sem enn gætti sama glamurkennda enduróms- ins og fyrr. Hinum miklu tónleikum í Glerárkirkju lauk með söng Kórs Glerárkirkju undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar, organ- ista. Kórinn flutti einn tvö lög: Smávinir fagrir eftir Jón Nordal við ljóð Jónasar Hallgrímssonar og Ave María, lag og ljóð eftir Elísabetu Geirmundsdóttur, í útsetningu eftir Áskel Snorrason. Kórinn flutti bæði lögin smekk- lega. Líklega hefur flutningur þó liðið nokkuð fyrir það, að söng- menn stóðu nokkuð dreift og því varð tónninn nokkuð þunnur. Einnig gætti þess, að söngvararn- ir væru ekki allskostar nógu sam- taka til dæmis á samhljóðum í lok hendinga. Tónleikunum lauk með flutn- ingi verksins Slá þú hjartans hörpustrengi, sem þegar hefur verið um rætt. Kynnir á tónleikunum var Þráinn Karlsson, leikari. Honum fórst það hlutverk afar vel úr hendi. Þessir miklu tónleikar voru um margt afar fróðlegir. Eftir þá er ljóst, að í Glerárkirkju er gott að flytja tónlist, einkum söng, jafnt einsöng sem kórsöng, og hljóð- færaslátt af eðli t.d. tréblásturs- hljóðfæra, s.s. óbós, sem heyra mátti í Sinfóníunni eftir Hándel, og strengja, en þeir nutu sín afar vel. Það er gott að hlusta og fylgj- ast með því, sem er að gerast, þar sem aðgreining hljómburðarins er góð. Hins vegar virðist þurfa mikla natni við leik á hljóðfæri með harða tónmyndun, s.s. píanó, sem líður nokkuð fyrir hljómburð hússins. Að þessu athuguðu er húsið gott og kær- komin viðbót við tónleikahús- næði bæjarins auk þess sem það er framar öðru afar fallegt guðshús, sem söfnuðurinn getur með sanni verið stoltur af. Haukur Ágústsson.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.